Vísbending


Vísbending - 16.11.2017, Side 1

Vísbending - 16.11.2017, Side 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 1 7 1 Hvað þýðir Brexit fyrir Ísland? 16. nóvember 2017 42. tölublað 35. árgangur ISSN 1021-8483 Hvað segir tölfræðin okkur um launamun kynja? Ísland á mikilla hagsmuna að gæta í Brexit. Notkun á netinu eykst stöðugt í atvinnulífinu. Greina þarf stöðu íslenskra hagsmuna í tengslum við Brexit. Í síðustu Vísbendingu skrifaði ég um Brexit og stöðu úrsagnarinnar úr Evrópusambandinu í Bretlandi og vígstöðuna í breskum stjórnmálum. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu að pólitísk upplausn í Bretlandi væri helsti Þrándur í Götu samninga Breta við ESB og jafn- framt að þessi upplausn gæti hæglega leitt til þess að Bretar færu út úr ESB án samnings. En hvaða áhrif getur Brexit haft á íslenska hagsmuni? Ótrúlegur ávinningur af EES Þegar Ísland gerðist aðili að EES var ávinningurinn af samningnum fyrir íslenskt efnahagslíf metinn fyrst og fremst á út frá þeim tollfríðindum sem Íslendingar fengu með honum fyrir sjávarafurðir inn á Evrópumarkað. Allar þrætur stuðningsmanna og andstæðinga samningsins hófust og enduðu á því hvort tollfríðindin, ein og sér, fælu í sér nægilegan ávinning fyrir Ísland eða ekki. Við höfðum enga reynslu af fullkomnu viðskipta frelsi og nutum einungis þeirrar takmörkuðu fríverslunar með iðnaðar- vörur sem leiddi af stofnsamningi EFTA, auk tollfrjáls aðgangs fyrir hluta af bolfisk- útflutningi okkar, einkanlega á Bretland. Andstæðingar EES sáu hættur við mikið innflæði útlendinga og að útlendingar myndu eignast fyrirtæki og fasteignir á Íslandi og stuðningsmenn EES bundu vonir við að samningurinn myndi færa okkur aukna samkeppni og lægra vöru- verð. Enginn náði samt til fulls að gera sér grein fyrir þeim miklu tækifærum sem samningurinn skapaði og hafa gerbreytt íslensku efnahagslífi og skipt Ísland miklu meira máli en tollfríðindin ein. Engum datt í hug að Ísland yrði 25 árum seinna útflytjandi á greiðsluhirðingarþjónustu og tölvuleikjum og hefði í krafti samnings- ins byggt upp veldi í lyfjaframleiðslu. Fáir skildu til fulls þau straumhvörf sem samningurinn skapaði í viðskiptafrelsi og afnámi samkeppnishamla. Það reyndist svo rétt sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis ráðherra sagði í framsögu- ræðunni með EES, þegar hann vitnaði í gamlan málshátt til að rökstyðja að enginn vissi í reynd hvaða tækifæri hefðu aldrei orðið til vegna þess að samning sem þennan hefði skort: „Ófæddu börnin gráta ekki“. Íslendingar njóta í dag í krafti EES- samningsins fyrirtaksviðskiptakjara á breskum markaði. Fjórfrelsið sem felst í EES tryggir ekki bara fullan aðgang fyrir iðnaðarvörur að breskum markaði, heldur líka íslenskum þjónustuútflytjendum hindrunarlausan aðgang að markaðinum og fyrirtæki hvort heldur eru í fjármála- þjónustu eða í tæknilausnum geta nýtt sér Bretlandsmarkað eins og um þeirra eigin heimamarkað væri að ræða. Í krafti fjór- frelsisins njóta Íslendingar líka búsetu- og staðfesturéttar og mega stofna fyrirtæki og búa og starfa í Bretlandi að vild. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur nýtt sér það og reka ýmist sjálfstæð félög í Bretlandi eða útibú frá starfsemi á Íslandi. Bretland er mikilvægur markaður fyrir íslensk ferða- þjónustufyrirtæki og í gegnum sameigin- lega aðild Breta og Íslendinga að evrópsk- um loftferðasamningum hafa íslensk flugfélög getað byggt upp mikla starfsemi með fjölda áfangastaða í Bretlandi. Gerbreyttur útflutningur sjávarafurða Og þá er ótalinn sjávarútvegurinn. Sem fyrr segir fól EES-samningurinn í sér toll- fríðindi fyrir nær allan bolfiskútflutning Íslendinga og nýttist þ.a.l. sérlega vel fyrir Bretlandsmarkað. Með tollfríðindunum opnaðust meiri möguleikar á að vinna fisk hér á landi og það studdi við eflingu inn- lendrar tækniþekkingar í vinnslu, sem svo aftur – ásamt kvótakerfinu – hefur leitt af sér þá gríðarlegu framleiðniaukningu, sem við sjáum nú hvarvetna í íslenskum sjávarútvegi. En annað og meira gerðist með EES sem skipti jafnvel enn meira máli. Ísland varð hluti af samræmdum heilbrigðis- reglum ESB í sjávarútvegi. Öllu eftir- litskerfi í sjávarútvegi var umbylt og hið nýja kerfi tryggði aðgang fyrir íslenska vöru að evrópskum markaði eins og um heimavöru væri að ræða. Þannig er nú jafnóheimilt að stöðva íslenskan fisk við landamæri innan EES eins og að stöðva breskan eða franskan fisk. Þessi grundvallarbreyting – samhliða gríðar- legri framþróun í kælitækni og vinnslu- háttum hér á landi – hefur svo valdið því að íslenskum framleiðendum hefur tekist að lengja þann tíma sem íslenskur fiskur er ferskur og vinna nýja markaði fyrir ferskan íslenskan fisk, sem unninn er á Íslandi en fluttur í sjófrakt til Evrópu með uppskipun í Bretlandi. Sum íslensk sjávarútvegsfyrirtæki selja á breskan neytenda markað en önnur á evrópskan. Eitt besta dæmið um breytingarnar er að orðið „gámafiskur“ – sem notað var yfir fisk sem skipað var út óunnum í gámum – var algengasta orðið í kvöldfréttum RÚV árið 1991 en hefur ekki heyrst frá því við gengum í EES. Við hættum einfaldlega á örstuttum tíma að flytja óunna vöru út í gámum vegna markaðsaðgangsins sem við fengum með hindrunarlausum aðgangi fyrir unninn bolfisk. Hvað vilja Bretar? Áhrifin af Brexit geta því orðið mikil á íslenskt efnahagslíf, en mestu skiptir auðvitað hvaða samninga Bretar gera við grannríki sín um viðskiptakjör og hvers konar viðskiptaumhverfi þeir kjósa sér. Verða þeir ofaná sem ekki vilja neina samninga um markaðsaðgang við ESB og einungis tvíhliða samninga við hvert og eitt ríki, eða munu ESB og Bretland Árni Páll Árnason ráðgjafi og sérfræðingur í Evrópurétti arnipall@arnipall.is framh. á bls. 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.