Vísbending


Vísbending - 16.11.2017, Page 4

Vísbending - 16.11.2017, Page 4
Aðrir sálmar Ritstjóri: Magnús Halldórsson Ábyrgðarmaður: Magnús Halldórsson Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Laugavegi 3,101 Rvk. Sími: 551 0708. Net fang: visbending@kjarninn.is. Prentun: Kjarninn. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Netið og atvinnulífið Ísland stendur framarlega þegar kemur að netnotkun og íslensk fyrirtæki nýta sér það vitaskuld, til allra mögulegra hluta. Það er enda orðið afar mikilvægt í daglegu lífi, og líklegt að aðgangur að því teljist til sjálfsagðra mannréttinda. Hagstofa Íslands lætur fátt fram hjá sér fara og það gildir einnig um tæknimálin og samfélagsmiðlanotkun íslenskra fyrir- tækja. Nokkrar staðreyndir voru teknar saman um þetta og birtar á vef Hagstofu Íslands í vikunni. Á þessu ári eru 82% fyrirtækja hér á landi með eigin vef. Þriðjungur þeirra býður upp á að vörur eða þjónusta sé pöntuð af vefnum, mismikið eftir atvinnu greinum, flest í heild- og smásölu- verslun og viðgerðum á vélknúnum öku- tækjum (46%). Greinilegt er að nokkur kraftur er í færslu á beinum viðskiptum yfir á netið, og má reikna með að það aukist enn frekar á næstunni. Fjórðungur fyrirtækja tekur við pöntunum í gegnum vef eða smáforrit, flest í heild- og smásöluverslun og við- gerðum á vélknúnum ökutækjum (35%). Þá nota tveir þriðju hlutar fyrirtækja samfélagsmiðla til að þróa ímynd sína eða markaðssetja vörur, að því er fram kemur í umfjöllun Hagstofunnar. Um þriðjungur notar samfélags- miðla til að ráða fólk til starfa, en það er nokkur fjölgun síðan árið 2013 þegar þetta hlutfall var 19%. Þetta er í takt við þróun mála erlendis en mörg fyrirtæki eru farin að reiða sig nær alfarið á tengingar í gegnum samfélagsmiðla til að nálgast fólk. Rúmlega helmingur fyrirtækja notar samfélagsmiðla til að taka við ábending- um eða fyrirspurnum og svara þeim. Það er einnig fjölgun frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 30%. 4 V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 1 7 svo sem matvælum, bensíni, flugmið- um og steypu. Nú eru einungis örfáar vörur, t.d. áfengi og lyf, undir opinberum verðlags ákvæðum. Ýmsir hagfræðingar, t.d. Sowell, eru sömu skoðunar varðandi stjórnvaldsaðgerðir til að breyta tekju- dreifingu og telja þær ekki skilvirkar í baráttu gegn fátækt. Staðreyndin er sú að þeir tekjuhæstu halda ekki þeim tekju- lægri niðri. Röng verðlagning hefur í för með sér sóun. Það á bæði við um vörur og þjónustu. Árið 2016 var meðaltals eigið fé eigna- mestu tíundarinnar á Íslandi tæplega 100 milljónir króna (rúmlega 20.000 manns eiga 2.000 milljarða) og var eigið fé í fasteign meira en helmingur þeirrar fjár- hæðar. Sumum kann að finnast það órétt- látt að tekjuhæsta tíundin, yfirleitt fólk á efri árum sem hefur verið duglegt og spar- samt alla ævi, skuli kannski eiga skuldlítið einbýlishús. Æviár í skuldlitlum einbýlis- húsum verða ekki mörg af náttúru legum ástæðum og það er ekki mikil reisn yfir þeirri stjórnmálastefnu að hafa eignir af fólki. Hátekjuskattar á laun er fyrst og fremst skattur á sérfræðiþjónustu. Við búum við ofurskatt á áfengi því æskilegt er að takmarka notkun þess. Það er hins vegar ekkert vit í að að draga úr notkun á sér- fræðiþjónustu. Hagkvæm verkaskipting er undirstaða velmegunar. Menntun og reynsla eru auðæfi sem ber að verðleggja til samræmis við verðmætin sem þau skapa og skekkja ekki með opinberum afskiptum. Það að nota prósentureikning (og Gini stuðla) í eignadreifingum er sérlega varasamt því að núllpunkturinn er óviss. Skuldir sumra eru eign annarra. Yngsta fólkið skuldar námslán og hugsanlega húsnæðislán. Margir í þeim hópi eru með eignastöðu nálægt núlli og jafnvel með neikvætt eigið fé. Skuldir eru eign lífeyris- sjóða og annars eldra fólks. Lauslegur lestur á bandarískum skýrslum bendir til þess að greinilegur hreyfanleiki sé í tekjum yfir ævina. Virði eigna sveiflast að miklu leyti í öfugu hlutfalli við vexti. Þegar vextir lækka hækka eignir. Á tímaskeiði vaxta lækkunar hækkar því höfuðstóll eigna án þess að handhafar eignanna hafi endilega meiri ráðstöfunartekjur. Sumir, t.d Sowell og Tanner nota lýsingarorðið mikill um hreyfanleika tekna í Bandaríkjunum. Ef nota á þannig lýsingarorð er gott að hafa einhvers konar viðmiðun. Hugsan- lega eru aðgengileg gögn þannig að hægt væri að bera hreyfanleika íslenskra laun- þega saman við hreyfanleika bandarískra launþega. Hliðstæðir kraftar eru í gangi í báðum löndum, ungir reynslulitlir eru lægra launaðir en þeir eldri. Sérfræðingar eru hærra launaðir en aðrir. Það væri glapræði að skattleggja sérfræðinga út af markaðnum eða til útlanda. Ætla má að þróun eigna sé rykjóttari á Íslandi en í Bandaríkjunum því að til viðbótar við óvissu um vexti skipta máli atriði eins og gjaldeyrishöft, sveiflur í gengi krónunnar, skyndisókn lífeyrissjóða inn á íbúðar- lánamarkaðinn, o.s.frv. Hér hefur verið vitnað í túlkanir á bandarískum gögnum. Uppruni ójafnaðar þar á sér rætur í atriðum sem flestir telja æskilegt. Tækifæri til náms eru almenn og heilbrigðiskerfið er þannig að margir ná háum aldri. Íslensk gögn virðast benda til þess að á Íslandi sé ójöfnuður mun minni en í Banaríkjunum. Ljóst er að á Islandi eru sömu kraftar að baki dreifingu tekna og eigna og í Bandaríkjunum. Hugsanlegt er að aukin velferð á Íslandi hafi í för með sér aukinn ójöfnuð. Heimildir Daly, M. C. & Valletta, R. G. (2006). Inequality and poverty in United States: The effects of rising dispersion of men’s earnings and changing family behaviour. Economica, 73, 75–98. Deaton, A. (2013). The Great Escape Health, Wealth, and the Origins of Inequality. Princeton University Press. Fjármálaráðuneyti, B. (2007). Income mobility in the u.s. from 1996 to 2005. Report of the depart- ment of treasury. Fréttablaðið (2017). Skattar á lág laun hafa hæk- kað mest. Fréttablaðið, 4. október. Rank, M. R. & Hirschl, T. A. (2015). The likeli- hood of experiencing relative poverty over the life course. PLOS ONE, 10(7), 1–11. Sowell, T. (2000). Perennial economic fallacies. http://www.jewishworldreview.com/cols/sow- ell020700.asp Tanner, M. (2016). Five myths about economic inequality in America. Policy Analysis, (797). Árið 2016 var meðaltals eigið fé eignamestu tíundarinnar á Íslandi tæplega 100 milljónir króna (rúmlega 20.000 manns eiga 2.000 milljarða) og var eigið fé í fasteign meira en helmingur þeirrar fjár- hæðar. framh. af bls. 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.