Vísbending


Vísbending - 26.07.2019, Page 3

Vísbending - 26.07.2019, Page 3
V Í S B E N D I N G • 2 7 . T B L . 2 0 1 9 3 má úr rafmagnsnotkun, en þeir nota áfram rafmagn til þess sem skiptir mestu máli. En þegar rafmagnið fer alveg er tekið fyrir alla notkun – jafnt þá sem er nánast óþörf og notkun sem neytendur mundu borga margfalt markaðsverð fyrir. Þess vegna er verðhækkun nánast alltaf miklu hagkvæmari en rafmagnsleysi eða skömmtun. Hærra verð stuðlar líka að lausn vandans. Fólk fer að spara rafmagnið. Það kaupir sparperur og slekkur ljósin þegar það fer út úr herbergi. Eftir að verð hækkar er líka meira upp úr því að hafa að búa til rafmagn. Framboð eykst. Hvað kostar rafmagnið í reynd? Sú hugmynd að krafist skuli leyfis frá hinu opinbera fyrir sölu á rafmagni til stórnotenda er róttækari en hún virðist við fyrstu sýn. Hún þýðir að skil myndast milli stórnotendamarkaðs og almenns rafmagnsmarkaðs. Eðlilegast er að gera ráð fyrir íslensk stjórnvöld leyfi ekki að rafmagn sem nú er selt á almennum markaði verði selt stórnotendum. Ný eftirspurn frá stórnotendum hefur því ekki áhrif á framboð og eftirspurn á almennum markaði með rafmagn. Verð breytist ekki þar. Eftirspurn eykst hins vegar á stórnotendamarkaði og þar hækkar verðið. Gerum til dæmis ráð fyrir stórnotendur vilji borga 7 kr. fyrir kílówattsstundina af rafmagni, en sambærilegt verð á almennum markaði sé 5 kr. Nú fá neytendur á almennum markaði, heimili og fyrirtæki sem ekki eru stórnotendur, röng skilaboð. Þeir halda að rafmagnið kosti bara 5 kr á kwst, þegar það kostar framleiðandann í reynd 7 krónur, því að hann verður af þeim tekjum þegar hann selur það ekki stórnotanda. Hærri talan er stundum kölluð fórnarkostnaður. Afleiðingin af röngu verðmerki er að almennur markaður notar meira rafmagn en hagkvæmt er fyrir samfélagið. Við eigum nóg varaafl Núna kaupa stórnotendur sem fyrr segir ríflega 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi. Einfaldast er að leita þangað ef rafmagn skortir á almennum markaði. Fyrir nokkru setti Landsvirkjun upp tæpar 5 krónur fyrir kílóvattstundina af rafmagni frá virkjun. Þá var talið líklegt að margir stórnotendur mundu falla frá kaupum sínum á rafmagni fyrir 10 krónur á kílóvattstund8. Ríflega 1,5% af útgjöldum íslenskra heimila renna um þessar mundir til kaupa á rafmagni. Sjálf rafmagnsframleiðslan er aðeins rúmur þriðjungur af verðinu, en dýrast er að flytja rafmagnið um landið og dreifa því um borg og bæi. Ef framleiðsluverð á rafmagni hækkar úr tæpum 5 kr. í 10 kr. hækkar verð til neytenda um 40-50%. Hlutur rafmagns í útgjöldum meðalheimilis fer úr rúmum 1,5% af heildarútgjöldum í 2-2,5%. Þetta er auðvitað meðaltal. Áfallið yrði meira fyrir fólk sem hitar hús sín með rafmagni. Utan hitaveitusvæða hefur rafmagn til hitunar verið niðurgreitt og stjórnvöld geta hæglega bætt Sjálf rafmagnsfram- leiðslan er aðeins rúmur þriðjungur af verðinu en dýrast er að flytja rafmagnið um landið og dreifa því um borg og bæi.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.