Vísbending


Vísbending - 01.11.2019, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.11.2019, Blaðsíða 2
Nýja Ísland 2 V Í S B E N D I N G • 4 1 . T B L . 2 0 1 9 Magnús Halldórsson Ritstjóri Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, hélt erindi á hádegisverðarfundi hjá Kviku banka, 29. október. Það fór hann yfir stöðu mála í hagkerfinu og dró upp mynd af Nýja Íslandi, ef svo má að orði komast. Á nokkrum myndum í fyrirlestrinum sýndi hann þá kúvendingu sem orðið hefur á hagkerfinu á undanförnum árum. Þrátt fyrir að nú sé um margt erfið tíð, miðað við undanfarin ár, þá verður ekki annað sagt en að Seðlabanki Íslands og stjórnvöld búi yfir betri tækjum til að spyrna við fótum heldur en oftar í sögunni. Það er einsdæmi, að til sé 800 milljarða gjaldeyrisforði og viðvarandi jákvæður viðskiptajöfnuður. Ekki er þó hægt að ganga að neinu vísu í viðskiptum, frekar en öðru, en hið nýja íslenska hagkerfi er þó mun sterkara að mörgu leyti en áður hefur þekkst. Áhættan í hagkerfinu er minni, efnahagsreikningar bankanna skýrari og starfsemin að nær öllu leyti einungis bundin við Ísland, og staða sveitarfélaga og ríkis hefur einnig farið batnandi. Þessa stöðu er hægt að spyrna við fótum. Í erindi Ásgeirs - sem um skeið var ritstjóri Vísbendingar - mátti meðal annars sjá myndir, sem hér fylgja. Þær sýna miklar breytingar á undirstöðum hagkerfisins.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.