Vísbending


Vísbending - 01.11.2019, Síða 3

Vísbending - 01.11.2019, Síða 3
V Í S B E N D I N G • 4 1 . T B L . 2 0 1 9 3 framh. af bls. 1 sé yfirtökum fyrirtækisins á hugsanlega samkeppnisaðila líkt og Instagram og WhatsApp. Sömuleiðis hefur Amazon komist í fréttir vegna fríðinda og vafasamra starfshátta sem fyrirtækið hefur náð að koma í gegn. Til dæmis lét það bandarísk og kanadísk sveitarfélög keppast um að veita fyrirtækinu hagstæð skilyrði fyrir nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins, en uppátækið varð þess valdandi að Amazon fékk um 3,5 milljarða Bandaríkjadala í niðurgreiðslur frá hinu opinbera.4 Netsölurisinn hefur einnig þrengt að framleiðendum sem selja á síðunni sinni með því að selja eigin eftirlíkingar af vinsælum vörum á sama stað. Best að skipta þeim upp? Þar sem stærð Facebook, Google og Amazon hefur gert þeim kleift að framfylgja stefnu sem kemur niður á samkeppni hafa ýmsir fleytt þeirri hugmynd fram að skipta ætti fyrirtækjunum þremur upp í smærri einingar. Slíkt hefur verið gert við önnur fyrirtæki sem náð hafa fákeppnis-eða einokunarstöðu í gegnum tíðina, líkt og bandaríska olíufyrirtækið Standard Oil sem skipt var upp í 34 fyrirtæki árið 1911. Bandaríski forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren er ein þeirra sem stungið hafa upp á þessari hugmynd, en hún gerði grein fyrir áætlun sinni í ritgerð sem hún birti á netið síðasta vor. Þar skrifar Warren að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að koma í veg fyrir viðlíka samþjöppun á markaði „til að halda uppi heilbrigðri samkeppni.“6 Stærðin skiptir máli Hins vegar, þar sem styrkur Facebook, Amazon og Google liggur einmitt í stærð fyrirtækjanna er óvíst hvort samkeppnin á markaði yrði heilbrigðari ef þeim yrði skipt upp í smærri einingar. Þjónusta fyrirtækjanna þriggja ber með sér svokölluð netáhrif (e. Network effect), sem þýðir að hún verður eftirsóttarverðari eftir því sem fleiri nota hana. Þessi eiginleiki leiðir til þess að stærðarhagkvæmni fyrirtækjanna er mikil og er því eðlilegt að sjá fá og stór fyrirtæki á mörkuðum þar sem netáhrifanna gætir. Ef þjónusta tæknifyrirtækjanna batnar með stærð þeirra gæti því verið að uppskipting á þeim myndi leiða til verri þjónustu, sem kæmi niður á neytendum. Minni fyrirtæki ekki endilega betri Hagfræðingurinn Mariana Mazzucato bendir á þetta í nýlegri grein sinni7 og segir þar að samkeppnisyfirvöld ættu ekki að einblína á stærð fyrirtækjanna, minni gerðir af Facebook og Google gætu verið alveg jafnslæmar neytendum. Warren gerir einnig grein fyrir þessu í ritgerðinni sinni, en samkvæmt henni yrði þessu vandamáli mætt með því að skipta tæknirisunum upp á réttan hátt. Öll þjónusta sem innihéldi netáhrif, líkt og netsala Amazon eða leitarvél Google, fengju að standa óbreytt, en fyrirtækin fengju ekki að framleiða og auglýsa eigin vörur á fyrrnefndum stöðum. Slík uppstokkun yrði ekki ósvipuð bandarísku regluverki í kringum fjarskiptafyrirtæki sem sett var á fyrir rúmri öld síðan. Ríkið fái sinn skerf Samkvæmt Mazzucato liggur lausnin við markaðsbresti á meðal tæknifyrirtækjanna hins vegar ekki einungis í harðari samkeppnislögum, heldur líka í umfangsmikilli íhlutun ríkisins í tæknigeirann. Þar segir hún að með tilstilli hins opinbera gætu fyrirtækin fylgt mannúðlegri og jafnari stefnu en áður, auk þess sem ríkið gæti stórbætt almenningsþjónustu með aðgang að persónuupplýsingum í gegnum tæknifyrirtækin. Óstöðug fyrirtæki? Ekki eru þó allir sammála Mazzucato eða Warren um bestu leiðina til að tækla tæknirisana. Talsmenn tæknigeirans halda því fram að markaðsráðandi staða Facebook, Amazon og Google sé ekki stöðug, þar sem fyrirtækin eru viðkvæm fyrir óvæntum tækninýjungum sem gætu gert þjónustu þeirra verðlausa innan skamms. Slíkt hefur gerst meðal annarra fyrirtækja með markaðsráðandi stöðu í

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.