Vísbending - 22.11.2019, Blaðsíða 2
Óstöðug kyrrstaða
2 V Í S B E N D I N G • 4 3 . T B L . 2 0 1 9
Jónas Atli Gunnarsson
Hagfræðingur
Samkvæmt nýjustu þjóðhagsspám má búast við nokkurs konar kyrrstöðu eða samdrátt í
landsframleiðslu í ár og endalokum
eins farsælasta hagvaxtarskeiðs
lýðveldissögunnar. Hins vegar fer því fjarri
að allt sé með kyrrum kjörum í íslensku
efnahagslífi þótt ekki sé búist við neinum
hagvexti á þessu ári. Mikil óvissa ríkir um
húsnæðismarkaðinn og ferðaþjónustuna
hérlendis auk þess sem blikur eru á lofti í
heimsbúskapnum. Með gjaldþroti WOW,
vaxtalækkunum Seðlabankans og auknum
fjárfestingum hins opinbera hefur
hagkerfið tekið miklum breytingum sem
mun líklega hafa áhrif á framtíðarþróun
þess. Óvíst er hversu veigamiklir
ofangreindir þættir munu verða, en þeir
gætu allir ýtt hagkerfinu úr núverandi
kyrrstöðu.
Tímamót eða mjúk
lending?
Á síðustu tveimur mánuðum hafa
Seðlabankinn1, Hagstofa2, Íslandsbanki3,
Landsbankinn4 og ASÍ5 birt þjóðhagsspár,
en í þeim öllum er búist við örlitlum
samdrætti í hagkerfinu í ár. Hins vegar,
þrátt fyrir töluverðan samhljóm á milli
skýrslnanna fjögurra er þó nokkur munur
á niðurstöðum þeirra.
Spá Landsbankans er svartsýnust,
en í henni er búist við „tímamótum“ í
efnahagsmálum með 0,4% samdrætti
í landsframleiðslu. Spár Hagstofunnar,
Seðlabankans og ASÍ gera aftur á móti
ráð fyrir 0,2%-0,3% samdrætti, en ASÍ
talar um „mjúka lenvdingu“ eftir langt
hagvaxtartímabil. Samkvæmt spálíkani
Íslandsbanka gæti svo landsframleiðslan
dregist saman um 0,1%, en bankinn
bætir við að sú tala sé ekki tölfræðilega
marktæk.
Ekki bara WOW
Einn stærsti áhrifaþátturinn á bak
við þessa efnahagslegu kyrrstöðu var
gjaldþrot WOW air í apríl síðastliðnum,
en farþegum til landsins fækkaði um
13% á fyrstu átta mánuðum ársins. Hins
vegar benda hagspárnar á að endalok
nýafstaðins góðæris séu ekki einungis
tilkomin vegna gjaldþrotsins. Samkvæmt
ASÍ og Íslandsbanka voru teikn á lofti um
samdrátt í ferðaþjónustu á seinni hluta
árs 2018 og hafði ferðamönnum byrjað að
fækka strax á fyrsta ársfjórðungi 2019.
Hnattræn kólnun
Samkvæmt Landsbankanum hefur
efnahagsástandið á heimsvísu einnig
haft sitt að segja um þróunina hérlendis,
en bankinn segir samdráttinn á Íslandi
vera hluti af „kólnun efnahagsumsvifa í
heiminum öllum um þessar mundir“.
Kólnunin yrði sú mesta frá alþjóðlegu
fjármálakreppunni árið 2008, ef
marka má nýju efnahagsgreiningu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem útlit
er fyrir minni hagvexti í 90% hagkerfa
heimsins í ár.
Víti til að varast
Minnst er á þetta í nýjustu Peningamálum
Seðlabankans, en þar segir að ein
aðalorsök kólnunarinnar sé yfirstandandi
viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og
Kína sem hefur áhrif á heimsmarkaðsverð
ýmissa vara. Samkvæmt Seðlabankanum
endurspeglast áhrif deilunnar milli Kína
og Bandaríkjanna í vaxandi svartsýni
fyrirtækja, hægari vexti fjárfestingar
og minni vexti alþjóðaviðskipta.
Viðskiptastríðið var einnig tekið fyrir í
þjóðhagsspá Íslandsbanka, en þar er það
sérstaklega nefnt sem „víti til að varast“
fyrir hagkerfið á komandi misserum.
Til viðbótar við svartsýnni horfur
fyrirtækja og minni fjárfestingar á