Vísbending


Vísbending - 22.11.2019, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.11.2019, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 4 3 . T B L . 2 0 1 9 3 heimsvísu gæti viðskiptastríðið einnig komið sér sérstaklega illa fyrir íslenskan útflutning. Ég fjallaði nánar um áhrif deilu Bandaríkjanna og Kína á heimshagkerfið í Vísbendingargrein minni í júní síðastliðnum6, en ætla má að bein áhrif þess á Ísland séu mikil þar sem álverð hefur að öllum líkindum lækkað töluvert vegna þess. Þetta kemur einnig fram í spá Landsbankans, en samkvæmt henni gæti dýpri gjá í viðskiptadeilunum haft mikil áhrif á hrávöruverð, auk eftirspurnar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða. Mildar höggið Einn stærsti óvissuþátturinn í umræddum hagspám er þó framtíð ferðaþjónustunnar. Ljóst er að atvinnugreinin mátti þola skarpan samdrátt í kjölfar endaloka WOW air, en svo virðist sem áhrif gjaldþrotsins hafi ekki verið jafnslæm og fyrst var ætlað. Í þjóðhagsspá sinni bendir ASÍ á að fækkun ferðamanna vegna gjaldþrots WOW hafi verið ofmetin í fyrstu, þar sem fleiri farþegar flugfélagsins hafi verið tengifarþegar sem ekki dvöldu hér á landi. Einnig, þrátt fyrir að færri ferðamenn hafi komið til landsins virðist sem þeir kjósi nú að dvelja lengur og eyða meiru í heimsókn sinni en áður, en það er talið „milda höggið“ sem greinin varð fyrir á árinu, eins og segir í hagspá Íslandsbanka. Óvissa um húsnæðis- markaðinn Samkvæmt Seðlabankanum er einnig óljóst hvert húsnæðismarkaðurinn stefnir, meðal annars vegna þess að óvíst er um eftirspurn ferðamanna á gistihúsnæði. Einnig hafa bankarnir þrengt lántökuskilyrði fyrir íbúðalán, á sama tíma og húsnæðisvextir hafa lækkað töluvert. Landsbankinn bætir einnig við að vænta megi aðgerða frá hinu opinbera á húsnæðismarkaði sem eiga að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkað. Samkvæmt Landsbankanum gætu slíkar aðgerðir haft áhrif á þróun húsnæðisverðs. Ná sér á strik Þrátt fyrir ofangreinda óvissuþætti í hagspánum eru þó allir greiningaraðilar sammála um að hagvöxtur muni líklega ná sér tiltölulega fljótt á strik aftur eftir þetta ár. Þar sem skuldsetning ríkissjóðs er með lægsta móti og verðbólga hefur haldist nokkuð lág að undanförnu hefur myndast svigrúm fyrir peninga- og fjármálastefnu hins opinbera til að koma í veg fyrir efnahagsniðursveiflu. Með 1,5 prósentustiga lækkun Seðlabankans á stýrivöxtum síðasta hálfa árinu hefur lántökukostnaður heimila og fyrirtækja minnkað umtalsvert og því er líklegt að fjárfesting þeirra muni aukast á ný í náinni framtíð. Sömuleiðis hefur hið opinbera fyllt að einhverju leyti í skarðið fyrir einkageirann með því að auka opinberar fjárfestingar og þannig komið í veg fyrir enn skarpari samdrátt. Að því gefnu að viðskiptadeilur Bandaríkjanna við Kína leysist í náinni framtíð auk þess sem ferðaþjónustan hérlendis tekur ekki aðra dýfu er ólíklegt að núverandi kyrrstaða hagkerfisins muni halda til lengri tíma. Heimildir 1) Seðlabankinn. Peningamál 2019/4. 79. Rit. 6. Nóvember 2019 2) Hagstofa. Þjóðhagsspá að vetri til 2019. 1. Nóvember 2019 3) Íslandsbanki. Þjóðhagsspá 2019-2021. 25. September 2019 4) Landsbankinn. Þjóðhagur 2019. 30. Október 2019 5) Alþýðusamband Íslands. Horfur í efna- hagsmálum. Hagspá ASÍ 2019-2021. 18. Október 2019 6) Jónas Atli Gunnarsson. Einangrunarhyg- gjan farin að bíta. Vísbending 14. Júní 2019

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.