Vísbending


Vísbending - 22.11.2019, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.11.2019, Blaðsíða 4
Aðrir sálmar Ritstjóri: Magnús Halldórsson Ábyrgðarmaður: Magnús Halldórsson Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Laugavegi 3,101 Rvk. Sími: 551 0708. Net fang: visbending@kjarninn.is. Prentun: Kjarninn. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Vextir Seðlabanka Íslands hafa haldið áfram að lækka og margt bendir til þess að sú þróun gæti haldið áfram. Dregið hefur úr verðbólguþrýstingi og líklegt að verðbólga verði komin í 2,5 prósent markmiðið áður en langt um líður. Meginvextir eru nú 3 prósent og verðbólga 2,8 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á miðvikudag, kemur fram að peningastefnunefnd hafi verið samstíga um að lækka vexti um 0,25 prósentur og halda þannig áfram með vaxtalækkunarferlið. Í fundargerðinni kemur fram að lækkun vaxta ætti að leiða til örvunar á fjárfestingu í hagkerfinu, en að mati nefndarmanna er mikilvægt að hún verði kröftugri heldur en nú er til að ýta undir meiri hagvöxt. Það sem helst veldur áhyggjur er mikil óhagkvæmni í bankakerfinu. Þrátt fyrir að starfsmönnum banka hafi fækkað um 220 starfsmenn á undanförnum 18 mánuðum, samkvæmt uppgjörum bankanna, þá er greinilegt að lengra þarf að ganga til að koma rekstrarkostnaði bankanna í ásættanlegt horf. Ennþá virðist sem kostnaður í bankakerfinu sé það mikill, að bankarnir geta ekki miðlað lægra vaxtastigi til heimila og fyrirtækja með nægilega skilvirkum hætti. Þannig hafa vaxtakjör fyrirtækja verið að versna að undanförnu, þegar lánasamningar hafa verið endurnýjaðir, sem bendir til þess að langt sé í það að bankarnir geti staðið sig nægilega í því að styðja við öflugri fjárfestingu í hagkerfinu. Þetta heyrir að miklu leyti upp á stjórnvöld að gera breytingar, þar sem ríkið á nú um 80 prósent af bankakerfinu. Athygli hefur líka vakið að Arion banki virðist alveg búin að gefast upp á erfiðu rekstrarumhverfi, og stefnir á að minnka verulega fyrirtækjaútlán og draga saman seg og gera breytingar á efnahagsreikningi, til að geta greitt fé út til hluthafa, tugi milljarða jafnvel. Þetta er alls ekki stefnan hjá Íslandsbanka og Landsbankanum, og greinilegur munur á stefnu þessara banka. Vaxtaverkir 4 V Í S B E N D I N G • 4 3 . T B L . 2 0 1 9 framh. af bls. 1 Lengingu fjarlægðar til vöruhúss Eimskips vegna nýju viðlegunnar hefur almennt ekki verið líkt við heimsenda. vöruhúsadyrum (en mestur hluti gáma er losaður annars staðar) verður svipuð og frá nýja krana Eimskips að vöruhúsadyrum þess. Lengingu fjarlægðar til vöruhúss Eimskips vegna nýju viðlegunnar hefur almennt ekki verið líkt við heimsenda. Greinarhöfundur veit ekki hver á að borga hverjum bætur fyrir það. Og veit ekki til að neinn eigi sérstakan rétt varðandi legupláss frystitogara, en þeim fer fækkandi. Þeir stækka og búnaður um borð einfaldar losun til þess að stopp við bryggju verði stutt, til þess að menn komist sem fyrst út aftur. Lágbrúin yrði í slíkri hæð að undir hana getur allt á hjólum farið nema uppreistir kranar, sem eiga ekkert erindi þar um. Samt er í skýrslu nefndar samgönguráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu vísað til nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem segir að „skerðing á farmsvæðinu [hefði] til lengri tíma neikvæð áhrif á nýtingu svæðisins þar sem 4 hektarar yrðu ekki nýtilegir fyrir höfnina auk þess sem þverun svæðisins með vegamannvirki [hefði] áhrif á innri starfsemi þess“. Einhver hefur gefið umhverfis- og samgöngunefnd þessar upplýsingar og er kannski ekki við nefndina að sakast að engar staðreyndar röksemdir eru að baki fullyrðinganna. Enginn hefur haft fyrir því að kynna skýrslu KPMG fyrir nefndinni, eða meirihluta hennar. Í sömu skýrslu er minnst á framtíðarsýn skipafélaganna; Samskip reikni með tvöföldun á næstu 10 árum og Eimskip þreföldun á ótilgreindum tíma. Ekki er annað að sjá en að tekið hafi verið mark á þessari sýn félaganna og talað um að „verði slíkt að veruleika hlýtur það að kalla á mikla endurskipulagningu á landnotkun óháð tilvist Sundabrautar“. Það virðist litið á það sem dónaskap að biðja menn að færa rök fyrir máli sínu. Miðað við spá KPMG vex markaðurinn um 17% á næstu 10 árum. Fari svo að spá um Samskipa tvöföldun gámamagns rætist, þá kæmi megnið af þeim vexti frá Eimskip, sem þá þyrfti umtalsvert minna land. Lausn á slíkum tilfærslum er að finna í skýrslu KPMG þar sem annars vegar er talað um samliggjandi gámasvæði og hins vegar sagt frá þessu: „Erlendis hefur færst í vöxt að sérhæfð fyrirtæki sjá um starfsemi gámahafna. Oft er þá höfnin í eigu opinberra aðila sem býður út rekstur með vel skilgreindum lykilþáttum er lúta að meðal annars stjórnarháttum, þjónustu, frammistöðu, verðlagningu og eftirlitsþáttum.“ Ef stjórn Faxaflóahafna beitir sér fyrir að koma rekstri gámaafgreiðslu á óháðan aðila mundi sá aðili kappkosta góða landnýtingu til framtíðar og lega Sundabrautar skiptir engu máli í því tilliti. Ef farin er leiðin norðan Holtagarða er farið yfir geymslusvæði fyrir bíla sem á ekki að hafa meiri forgang en samgönguþarfir borgarbúa eða landsmanna allra, því Sundabraut er talin stytta leiðina frá nefndarhúsi Alþingis norður í land um 8 kílómetra. Verði farið sunnan Holtagarða yrði sama land til staðar norðan Holtagarða til flutninga til hafnarsvæðisins og frá. Einu byggingarnar sem hugsanlega yrðu verr settar eru skemmur og land syðst á svæðinu. Sjálfsagt væri fyrir byggðaþróun í borginni að skemmurnar væru rifnar, eigendum greiddar bætur og hin nýja Vogabyggð lengd aðeins til norðurs þannig að þar kæmist fyrir verulegt magn íbúða á besta stað í bænum. Það er í raun með eindæmum að Faxaflóahafnir, sem krefjast hæsta vörugjalds sem þekkist í Norður Evrópu – sem er svo í stíl við hæstu uppskipunargjöld í Norður-Evrópu sem skipafélögin íslensku krefjast, skuli standa gegn framþróun eins og umbótum á vegatengingum, sem kæmu sér vel fyrir hjólreiðafólk og gangandi innanbæjar, og greiddu alla umferð til norðurs frá stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Það væri meiri sómi að því að fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna stæði fyrir hámarksnýtingu á landi eins og því í Sundahöfn, landsmönnum öllum til hagsbóta, en taki ekki sífellt þátt í því sjónarspili sem tvíkeppni skipafélaganna leiðir til með tilheyrandi sóun lands. Um það má fræðast í skýrslu KPMG og í grein minni í Kjarnanum í vor. (KPMG, október 2018: https://www.faxa- floahafnir.is/wp-content/uploads/2018/10/ Sundah%C3%B6fn-KPMG-okt-2018.pdf ; Páll Hermannsson, 11. apríl 2019: https://kjarninn.is/ skodun/2018-04-11-costco-en-ekki-cosco/ )

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.