Morgunblaðið - 29.01.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.01.2020, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  24. tölublað  108. árgangur  FRÁFALL KOBE GRÁTIÐ Í BORG ENGLANNA BÓKASPJALL TIL HEIÐURS JÓHÖNNU MIKLAR ÁSKORANIR Í NETVERSLUN MARGBROTIN KONA 10 VIÐSKIPTAMOGGINNKÓNGURINN KVADDUR 27 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svartsengi Þar eru orkuver og Bláa lónið, sem er mjög fjölsótt allan ársins hring.  Veðurstofa Íslands hefur bætt við mælum og mun fá aðgang að gögn- um úr mælum annarra til að geta betur fylgst með þróun mála í ná- grenni við Þorbjörn hjá Grindavík. Í gær stóð til að setja upp tvo GPS- mæla, annan uppi á Þorbirni og hinn vestan við fjallið. Auk eigin jarðskjálftamæla mun Veðurstofan fá gögn úr þremur til fjórum mælum til viðbótar. ÍSOR hóf þyngdarmælingar á svæðinu í gær auk þess sem þangað kemur færanleg ratsjá og LIDAR-mælir. »4 Fleiri mælar og aukin vöktun á Reykjanesskaganum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ljósið í myrkrinu var að kínverska nýárið væri að koma en það gekk ekki eftir. Við erum að upplifa hrun,“ segir verslunareigandi í mið- borg Reykjavíkur. Rekstrartölur bendi til að hver Kínverji eyði að meðaltali fjórum sinnum meira en hver Bandaríkjamaður. Hlutfallið sé tveir til þrír á móti einum í öðrum verslunum. Viðskipti Kínverja í kringum kínverska ný- árið hafi skilað verslun hans einni bestu viku ársins í fyrra. Nýárið hafi þá verið síðar á ferð en í ár, eða 5. febrúar. Eftir ferðabann kín- verskra stjórnvalda í kringum nýárið síðustu helgi hafi tekjur af vörum sem eru eftirsóttar af Kínverjum minnkað um 60-70% milli ára. Stóra myndin sé sú að fjárfest hafi verið fyrir milljarða, ef ekki tugi milljarða, í mið- borginni síðustu ár með væntingar um tvær og hálfa milljón ferðamanna í fyrra og svo enn fleiri næstu ár. Hins vegar hafi aðeins komið um tvær milljónir ferðamanna í fyrra og óvíst um framhaldið. Samverkandi þættir valda niðursveiflu Samhliða hafi miðborgarsvæðið verið stækk- að vestur að Granda og austur fyrir Hlemm. Fyrir vikið sé framleiðslugetan langt umfram eftirspurn. Erfiðleikar flugfélaga, kóróna- veiran og fleira hafi breytt stöðunni. Horfur séu á að veturinn verði jafn erfiður og haustið. Sumarið muni ráða miklu um framhaldið. Hjá Rannsóknasetri verslunarinnar fengust þær upplýsingar að tölur um kortaveltu Kín- verja væru ekki ábyggilegar. Ástæðan væri meðal annars sú að þeir notuðu orðið mikið Alipay í viðskiptum. Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslands- hótela, segir stöðuna grafalvarlega. Við ferða- bannið bætist óvissa á Reykjanesi. Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir óvíst hvort kínverskir ferðamenn sem afbókuðu Ís- landsferðir muni eiga rétt á endurgreiðslu. Eigandi hótelíbúða í miðborginni hafði bók- að 40% færri gistinætur 20. janúar en í fyrra. Samdráttur hjá samanburðarhópi var 45% milli ára. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs SA, segir launaþróun hjá hótelum og veitingahúsum ekki vera sjálfbæra. Eykur samdrátt milli ára  Verslunareigandi í miðborginni segir kínverska nýárið hafa skilað einni bestu söluviku ársins í fyrra  Salan sé nú 60-70% minni eftir ferðabannið í Kína  Forstjóri Íslandshótela segir stöðuna alvarlega Dæmi um áhrif ferðabannsins Rauntölur úr verslun í miðborginni* *Samkvæmt upplýsingum frá eiganda. 60-70% samdráttur í sölu á vörum sem eru vinsælar hjá Kínverjum 4x meiri verslun hjá hverjum Kínverja en hjá hverjum Bandaríkjamanni MViðskiptaMogginn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Ís- lensku bókmennaverðlaunin 2019 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gærkvöldi. Í flokki fræði- bóka og rita almenns efni fékk verðlaunin Jón Viðar Jónsson fyrir Stjörnur og stórveldi á leik- sviðum Reykjavíkur 1925-1965. Steingrímur Steinþórsson, útgefandi bókarinnar, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd höfundar. Við hlið Steingríms er Bergrún Íris Sævarsdóttir, sem fékk verðlaun í flokki barna og ungmennabókina fyrir Langelstur að eilífu og lengst til hægri er Sölvi Björn Sigurðsson sem féllu verðlaunin í skaut í fagurbókmenntaflokki fyrir skáldverkið Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis. Hver höf- undur fær eina milljón króna í verðlaunafé. »28 Morgunblaðið/Eggert Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent  „Við erum ekki aðeins að reka sveitarfélag held- ur að búa til sam- félag. Allir eru samtaka í því,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæj- arstjóri í Hvera- gerði. „Við lítum á þessa könnun sem mikilvægt stjórntæki þar sem við sjáum hvar við stöndum,“ segir Gunnar Einars- son, bæjarstjóri Garðabæjar. Þessi tvö sveitarfélög koma einna best út úr viðhorfskönnun Gallup á þjón- ustu sveitarfélaga. Þau eru ofar- lega í flestum atriðum. »14 „Erum að búa til samfélag“ Garðabær Gang- braut máluð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.