Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Skiltagerð
Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum
Vegagerðin hefur aukið þjónustu á
vegum sem liggja að og frá Grinda-
vík. Suðurstrandarvegur var þjón-
ustaður fimm daga í viku og Nesveg-
ur í þrjá daga. Þeir njóta nú báðir sjö
daga þjónustu eða sömu þjónustu og
Grindavíkurvegurinn, sem er aðal-
samgönguæð Grindvíkinga. Suður-
strandarvegur liggur austur með
ströndinni til Þorlákshafnar en Nes-
vegur vestur með ströndinni og út á
Reykjanes og þaðan norður í Hafnir.
Aðaláherslan er lögð á að tryggja
flóttaleiðir til austurs og vesturs frá
Grindavík, að sögn Vegagerðar-
innar. Þetta er gert vegna óvissu-
stigs almannavarna vegna mögu-
legrar kvikusöfnunar vestan við
fjallið Þorbjörn sem er í næsta ná-
grenni við Grindavík.
Vaktstöð Vegagerðarinnar í
Reykjavík fékk fyrirmæli um að vera
til taks til að sinna þeirri þjónustu
sem almannavarnir óska eftir, en
sólarhringsvakt er í vaktstöðinni.
Eftirlit verður aukið með ástandinu
á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og
séð verður til þess að þeir verði færir
alla daga og án flughálku. Krýsu-
víkurvegur var einnig inni í mynd-
inni fyrst í stað en sú leið verður að
teljast víkjandi, að sögn Vegagerðar-
innar.
Áhyggjur vegna mögulegrar rým-
ingar og ástands akstursleiða til og
frá Grindavík komu m.a. fram á fjöl-
mennum íbúafundi sem var haldinn
þar í fyrradag. Bílstjóri sem ekur oft
um Suðurstrandarveg sagði að þar
mætti þjónustan vera betri. Nú hef-
ur verið bætt úr því. gudni@mbl.is
Greiðar leiðir
frá Grindavík
Vegagerðin eykur þjónustu á leiðum
til og frá bænum og er hún alla daga
Akstursleiðir
frá Grindavík
Nesvegur
Grindavík
Kefl avík
Grindavíkur-
vegur
Suðurstrandar-
vegur
REY
KJAV
ÍK
Hafnir
Landris á Reykjanesskaga
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Veðurstofa Íslands hefur bætt við
mælum og mun fá aðgang að gögn-
um úr mælum annarra til að geta
betur fylgst með þróuninni við
Grindavík. Í gær stóð til að setja upp
tvo GPS-mæla, annan uppi á Þor-
birni og hinn vestan við fjallið. Þar
hefur orðið hratt landris og tíðir
jarðskjálftar á svæðinu. Talið er að
landrisið geti stafað af kvikusöfnun
undir yfirborðinu. Í gær var það orð-
ið þrír sentimetrar.
„Við erum með nokkuð þétt kerfi
jarðskjálftamæla þarna og höfum
staðsett jarðskjálfta bæði norð-
austan við Grindavík og aðeins fyrir
vestan Þorbjörn,“ sagði Óðinn Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri athug-
ana og tækni hjá Veðurstofu Ís-
lands. Einn jarðskjálftamæla
Veðurstofunnar er vestan við
Grindavík, annar á Reykjanestá og
einnig eru mælar í Vogum og í
Krýsuvík. Þá fær Veðurstofan að-
gang að gögnum úr 3-4 jarðskjálfta-
nemum á svæðinu sem notaðir hafa
verið við sérstaka rannsókn. Gögn-
unum verður miðlað inn í kerfi
Veðurstofunnar og gera kleift að
mæla smærri skjálfta auk þess sem
hægt verður að staðsetja þá með
meiri nákvæmni.
Gervitungl sjá landrisið
Gervitunglamyndir koma að góð-
um notum við að meta landrisið.
Óðinn segir að gervitungl fari reglu-
lega yfir landið og taki nákvæmar
myndir með sérstakri tækni. Mynd-
irnar eru svo bornar saman við eldri
myndir og þá koma í ljós breytingar
ef verða. Af þessum myndum hefur
sést greinilega að land er að rísa
vestan við Þorbjörn.
Veðurstofan rekur GPS-mæla-
kerfi sem er dreift um Reykjanes-
skaga. Það mælir færslur á yfirborði
jarðar, t.d. vegna gliðnunar jarð-
skorpunnar. Jarðvísindastofnun HÍ
hefur einnig lagt út GPS-mæla
þarna sem ekki hafa verið tengdir
kerfi Veðurstofunnar í rauntíma.
Óðinn segir unnið að því að Veður-
stofan fái aðgang að gögnum úr
þessum mælum til að fá enn ná-
kvæmari upplýsingar en áður.
Þyngdarhröðun mæld
Ákveðið var á fundi vísinda-
mannaráðs á sunnudaginn var að
gera þyngdarmælingar á svæðinu.
Það er að mæla þyngdarhröðun
jarðar. Hún er mæld með mjög ná-
kvæmum tækjum sem mæla breyti-
leika á þyngdarhröðun frá einum
stað til annars. Þyngdarhröðunin er
mismikil eftir því hver þéttleiki jarð-
laga er á hverjum stað. Starfsmenn
ÍSOR hófu mælingarnar í gær. Mæl-
ingarnar nú eru grunnur fyrir
endurteknar mælingar til að meta
breytingar. Ef kvika með annan
eðlismassa en hraunið í kring er
þarna á ferðinni munu þyngdarmæl-
ingar yfir ákveðinn tíma sýna það.
Veðurstofan er með ratsjá á Mið-
nesheiði, sem er fyrst og fremst
veðurratsjá. Hún hefur gefið upplýs-
ingar um gosmekki sem stigið hafa
upp frá eldfjöllum innan sjónsviðs
hennar á undanförnum árum. Veð-
urstofan á tvær færanlegar ratsjár
sem eru staðsettar við eldfjöll sem
talin eru líkleg til að gjósa hverju
sinni. Ein hefur verið í Gunnarsholti
á Rangárvöllum þaðan sem sér til
Kötlu og Heklu. Hin hefur verið á
Kirkjubæjarklaustri þaðan sem sér
til Vatnajökuls. Önnur þeirra verður
nú flutt á Reykjanesskagann.
Þá á Veðurstofan einnig færan-
legan LIDAR-mæli sem er notaður
til að mæla gosösku í lofti. Það skipt-
ir m.a. máli þegar ákveðið er hvort
flugvellir eiga að vera opnir eða lok-
aðir vegna ösku. LIDAR-mælirinn
verður einnig fluttur á svæðið. „Við
viljum vera viðbúin öllu og ætlum að
vakta þetta eins vel og við mögulega
getum,“ sagði Óðinn.
Grindavík í gjörgæslu vöktunar
Veðurstofa Íslands bætir við mælitækjum á Reykjanesskaga Fær aðgang að gögnum úr mælum
í eigu annarra ÍSOR hóf þyngdarmælingar í gær Veðurstofan vaktar svæðið eftir bestu getu
Bandaríska flotanum var strax
gert viðvart um mögulega
hættu á eldgosi vestan við Þor-
björn en þar á hann fjarskipta-
stöð. Advania sér um rekstur
stöðvarinnar, það er fjarskipta-
möstrin, viðhald, uppitíma og
vöktun í stöðinni. Hún er þar ná-
lægt sem landrisið hefur mælst.
Flotinn fylgist náið með stöð-
unni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Advania fara þau eftir ráðlegg-
ingum almannavarna og geta
rýmt vinnustöðina með skömm-
um fyrirvara, gerist þess þörf.
Fjarskiptatöðin hefur verið rek-
in frá því á 7. áratug 20. aldar.
Hæsta mastur hennar er yfir
300 metra hátt.
Er nálægt
landrisinu
FJARSKIPTASTÖÐ FLOTANS
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjanesskagi Horft til Grindavíkur. Fjallið Þorbjörn er til vinstri og fjarskiptastöð bandaríska flotans til hægri.
Grindavík Bæjarbúar fylgjast vel með og eru upplýstir um gang mála. Vel
er fylgst með þróuninni og mikill tækjabúnaður notaður við vöktunina.