Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 8

Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Ómar Ragnarsson, flugmaðurmeð meiru, segir að hugsan- lega verði „umbrotin við Svarts- engi til þess að menn fari að endurskoða þann einbeitta vilja ráðamanna að leggja Reykjavíkur- flugvöll niður og reisa hundraða milljarða flugvöll við Hvassahraun í staðinn. Í umræðunni um gildi flugvallar- svæðisins í Reykja- vík hefur verið þrástagast á því, að þangað þurfi að laða hátæknifólk og hátæknistörf og því haldið fram, að ef þessi flugvöllur hefði ekki verið gerður, hefði engin byggð risið austan Elliðaáa, held- ur hefðu þeir, sem á því svæði búa nú, safnast í þétta og „betri byggð“ í Vatnsmýrinni – 130 þús- und íbúar í mýrinni, hvorki meira né minna!    Á bak við hátæknitalið liggur sáhugsunarháttur, að flug og tengd starfsemi sé lágtækni með skítugan flugvirkja með skiptilykil sem nokkurs konar tákn. En 75 prósent af starfi flugvirkja er reyndar hátæknilegt bókhald við skrifborð.    Þessi löngu úrelti hugsunar-háttur um einföldu skíta- djobbin er í besta falli broslegur, en einnig skaðlegur og lýsir mikilli vanþekkingu á eðli þeirra starfa, sem vinna þarf til þess að halda uppi flugstarfsemi í fremstu röð í heiminum, sem eigi með tengdum störfum næstum 40 prósent hlut- deild í þjóðarbúskapnum.“    En auðvitað veit Ómar innstinni að það þarf meira en eld- gos ofan í nefið á mönnum og borðleggjandi staðreyndir til þess að þagga niður þráhyggju sem þeir hafa bitið í sig. Ómar Ragnarsson Hraunað yfir þráhyggjuna STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Herjólfur sigldi í fyrsta sinn á hreinu rafmagni á milli Vestmanna- eyja og Landeyjahafnar fyrir há- degi í gær. „Við fyrstu sýn lítur þetta bara vel út,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herj- ólfs ohf., um rafmagnssiglinguna. Hann segir rafmagnssiglingarnar enn í prufufasa og enn sé ekki hægt að hlaða Herjólf við bryggju í Land- eyjahöfn. Unnið sé að því að forrita hleðslubúnaðinn sem þar hefur ver- ið settur upp fyrir skipið. „Góðir hlutir gerast hægt,“ segir fram- kvæmdastjórinn. „Á næstu dögum fáum við ein- hverjar frekari fregnir af því hvernig þessu verkefni mun fram vinda, en allavega var þessi sigling í morgun ágæt, hún gefur þægilega niðurstöðu,“ sagði Guðbjartur í samtali eftir siglinguna í gær. Gefið var út í gær að Herjólfur myndi sigla til Landeyjahafnar næstu daga, en mikið hefur verið siglt á Þorlákshöfn í vetur vegna veðurs. „Aðstæður þar eru ágætar, það er ágætt dýpi eins og staðan er og við erum bara ánægðir með það, þegar færi gefst á að sigla í Land- eyjar,“ segir Guðbjartur. Rafmögnuð sigling til Landeyjahafnar  „Við fyrstu sýn lítur þetta bara vel út,“ segir framkvæmdastjóri Herjólfs Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Herjólfur Skipið mun sigla til Land- eyjahafnar næstu daga. Minjastofnun gerir ýmsar athuga- semdir við lagafrumvörp um Þjóð- garðastofnun og þjóðgarða annars vegar og Hálendis- þjóðgarð hins vegar. Á heimasíðu stofnunar- innar segir m.a. að ljóst sé að verði frumvörpin að lögum óbreytt muni það hafa veruleg áhrif á fram- kvæmd minjavörslu í landinu og skapa óvissu um stjórnsýslu mála- flokksins á um 40% landsins. Mikil- vægt sé að hin nýju lög verði ekki til þess að flækja umhverfi minja- vörslu og skapa óvissu um valdsvið og hlutverk stofnana eins og yrði ef ekki verður unnið betur með frum- varpið. Í umsögn er bent á að samhliða stofnun Hálendisþjóðgarðs sé nauð- synlegt að gert sé ráð fyrir auknu fjármagni til Minjastofnunar. Nú þegar hafi stofnunin þurft að verja miklum tíma í vinnu vegna friðlýs- inga og verndunaráforma á vegum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis á sama tíma og hún hafi þurft að sleppa og velta mikilvægum og nauðsynlegum verkefnum á undan sér vegna fjár- skorts. Efla þarf Minjastofnun „Ekki hefur verið gert ráð fyrir auknu fjármagni til stofnunarinnar af hálfu yfirvalda í tengslum við þessa vinnu, sem er til komin vegna áherslu á friðlýsingar. Ljóst er að útgjöld Minjastofnunar og vinnu- álag muni aukast verulega með stofnun þjóðgarðs. Er því nauðsyn- legt að efla Minjastofnun Íslands eigi að vera hægt að uppfylla mark- mið þjóðgarðsins um verndun menningarminja,“ segir í umsögn um Hálendisþjóðgarð. Í umsögn um Þjóðgarðastofnun segir einnig að gera þurfi ráð fyrir auknum fjár- veitingum til Minjastofnunar. Í umsögn sinni um Hálendisþjóð- garð vekur Minjastofnun athygli á því að ekkert samráð var haft við stofnunina meðan á vinnu tveggja nefnda um Hálendisþjóðgarð stóð. aij@mbl.is Vinnuálag og út- gjöld munu aukast  Minjastofnun gerir athugasemdir við lagafrumvörp  Óvissa um stjórnsýslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.