Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
40-50%
AFSLÆTTI
Misty
ÚTSALA
ÚRVAL AF NÁTT- OG
HEIMAFATNAÐI Á
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Tilvikum þar sem lögreglumenn
voru beittir ofbeldi eða hótað of-
beldi fjölgaði í seinasta mánuði frá
mánuðinum á undan. Á öllu sein-
asta ári voru skráð um 23 prósent
fleiri tilvik þar sem lögreglumaður
var beittur ofbeldi en skráð voru
að meðaltali síðustu þrjú ár á
undan. Þetta kemur fram í mán-
aðarskýrslu lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu þar sem
teknar eru saman upplýsingar um
tölfræði afbrota í desember-
mánuði.
Skráð voru samtals 633 hegn-
ingarlagabrot á höfuðborgarsvæð-
inu í desember og kemur fram í
skýrslunni að þessum brotum
fækkaði töluvert á milli mánaða.
„Skráðum ofbeldisbrotum fækk-
aði töluvert á milli mánaða og á
fækkunin við um bæði minniháttar
og meiriháttar líkamsárásir. Árið
2019 bárust um sex prósent færri
tilkynningar um ofbeldisbrot en
bárust að meðaltali síðustu þrjú ár
á undan,“ segir í umfjöllun.
Þar kemur hins vegar fram að
skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði
lítillega á milli mánaða og voru tvö
stórfelld fíkniefnabrot skráð á
höfuðborgarsvæðinu í desember.
Fleiri umferðarlagabrot
Tilkynningum um þjófnaði
fækkaði á milli mánaða og var þar
helst að sjá fækkun á þjófnuðum á
farsímum og reiðhjólum en á hinn
bóginn fjölgaði tilkynningum lítið
eitt þar sem ökumaður var grun-
aður um ölvun við akstur.
Samtals voru skráð 757 um-
ferðarlagabrot í seinasta mánuði
að undanskildum brotum sem náð-
ust á hraðamyndavélar og yfir allt
seinasta ár má sjá að skráð voru
8% fleiri umferðarlagabrot en að
meðaltali síðustu þrjú ár á undan.
Morgunblaðið/Eggert
Brot Tilvikum fjölgaði þar sem
lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi.
Fleiri ofbeldisbrot gegn lögreglu
633 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í desember Færri þjófnaðir
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samningur um iðnþjarka eða róbóta
upp á rúmlega einn milljarð, sem
tæknifyrirtækið Samey í Garðabæ
gerði á síðasta ári við norskt laxeld-
isfyrirtæki, er með stærri samning-
um sem fyrirtækið hefur gert.
Samey hefur selt róbóta og kerfi
sem tengjast þeim víða, en af alls
120 þjörkum er um helmingurinn í
Noregi. Flestir eru þeir í fyrirtækj-
um sem tengjast laxeldi og segir
Kristján Ármannsson, yfirmaður
tæknilegra lausna hjá Samey, að
gott orðspor sé besta auglýsingin.
Eldisfyrirtækið Sinkaberg-
Hansen í Rörvik fyrir norðan
Þrándheim er að byggja nýtt
hátæknisláturhús. Það samdi við
Samey um kaup á sex þjörkum og
voru tveir þeirra settir upp í eldra
sláturhúsi. Fjórir róbótar fara beint
í nýtt sláturhús sem verður komið í
rekstur vorið 2021. Síðasti áfangi
samningsins verður að flytja eldri
róbótana tvo yfir í nýja húsið.
Þjarkarnir koma frá japanska
fyrirtækinu Fanuc Robotics, en
Samey sér um lagnir, færibönd, ör-
yggiskerfi og fleira og smíðar marg-
víslegan annan búnað sem sérhæf-
ing hússins kallar á. Þjarkarnir sjá
um að taka frauðplastskassa með
pökkuðum laxi af færiböndum og
koma á bretti.
Tengdir fjölda færibanda
Kerfið getur afgreitt 44 kassa á
mínútu og er tengt fjölda færi-
banda. Sambærilegar verksmiðjur
eru keyrðar 10-16 tíma á dag. Miðað
er við að afkastageta aukist með til-
komu nýja sláturhússins úr 45 þús-
und í 100 þúsund tonn á ári. Þar
vegur framlag hraðvirkra þjark-
anna mikið og nokkur tonn sem
hver þeirra lyftir.
Kristján segir að rúmlega 20
manns starfi hjá Samey hér á landi
við smíðar á tæknibúnaði og upp-
setningu, en fyrirtækið er einnig
með rekstur í Litháen. Hann segir
að verkefnastaðan fram undan sé
góð.
Morgunblaðið/Hari
Samey Kristján Ármannsson segir að róbótar frá fyrirtækinu séu víða not-
aðir hjá fiskeldisfyrirtækjum, en yfir 20 manns starfa hjá Samey í Garðabæ.
Selja þjarka fyrir
rúmlega milljarð
Margir róbótar frá Samey í Noregi
„Við erum vel í stakk búin fyrir
framtíðarviðræður okkar við Bret-
land og hlökkum til að takast á við
þetta mikilvæga verkefni. Markmið
okkar er að gera nýjan samning
sem tryggir langvarandi tengsl
ríkjanna, þar á meðal á sviði við-
skipta,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra. Guð-
laugur undirritaði í gær ásamt
utanríkisráðherrum Noregs og
Liechtenstein samning við Bretland
vegna útgöngu Bretlands úr Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Samning-
urinn við Ísland og hin EFTA-ríkin
innan EES leysir úr viðeigandi út-
gönguskilmálum með sambæri-
legum hætti og gert er í útgöngu-
samningi Bretlands og ESB.
Samningur vegna útgöngu Bretlands
Undirritun Utanríkisráðherrar Noregs,
Liechtenstein og Íslands ásamt útgöngu-
málaráðherra Bretlands við athöfn í gær.