Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 12

Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Yfirvöld í Hong Kong tilkynntu í gær að þau hygðust takmarka fjölda þeirra sem ferðuðust á milli borg- arinnar og meginlands Kína vegna lungnabólgufaraldursins sem nú geisar þar. Staðfest var í gær að meira en hundrað manns hefðu lát- ist af völdum nýju kórónaveirunnar, og er fjöldi smitaðra nú sagður rúm- lega 4.500 manns, en í fyrradag var áætlað að um 2.700 hefðu fengið lungnabólguna. Carrie Lam, héraðsstjóri Hong Kong, hvatti í gær íbúa borgarinnar sem væru á meginlandi Kína til þess að snúa aftur sem fyrst, en vitað er um átta tilfelli í Hong Kong. Sagði hún að þeir sem sneru aftur ættu svo að halda sig heima við í tvær vikur, en það er tíminn sem tekur fyrir veiruna að mynda einkenni. Flugferðum milli Kína og Hong Kong hefur verið fækkað um helm- ing og dregið hefur verið verulega úr fjölda ferjusiglinga milli sjálf- stjórnarhéraðsins og meginlands Kína. Þá hefur öllum sem heimsótt hafa Hubei-hérað sem ekki eru íbú- ar Hong Kong verið bannað að koma til borgarinnar. Barist við „djöfullegan“ vírus Xi Jinping, forseti Kína, sagði í gær að landið ætti nú í baráttu við „djöfullegan“ vírus, en Xi fundaði í gær með Tedros Adhanom Ghebre- yesus, framkvæmdastjóra Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Xi sagði að ekki mætti „leyfa þessum djöfli að fela sig“, og lofaði því í samtali sínu við Ghebreyesus að kínversk stjórnvöld myndu vera gagnsæ og senda frá sér allar upp- lýsingar um faraldurinn eins fljótt og auðið væri. Kínversk stjórnvöld gera nú ráð fyrir að faraldurinn muni ná hámarki í næstu viku eða tíu dögum. Á kínverskum samfélagsmiðlum mátti hins vegar greina reiði með það hvernig embættismenn í Wuhan-borg og Hubei-héraði hefðu brugðist við ástandinu þegar veiran lét fyrst á sér kræla, en slæleg við- brögð þeirra hefðu orðið til þess að lungnabólgan varð að faraldri. Fyrsta smitið í Evrópu Tilkynnt var um tvö tilfelli lungnabólgunnar í gær, sem stað- fest var að hefðu smitast án þess að viðkomandi hefði sjálfur farið til Wuhan-borgar, þar sem kórónaveir- an var fyrst uppgötvuð. Annars veg- ar var um að ræða rútubílstjóra í Japan, sem hafði keyrt tvo ferða- hópa frá Wuhan-borg fyrr í jan- úarmánuði. Hins vegar smitaðist Þjóðverji á fertugsaldri af kín- verskri samstarfskonu sinni frá Sjanghæ, sem hafði ferðast til Þýskalands í síðustu viku. Fólkið vinnur fyrir bílapartafyrirtækið Webasto, en það hefur skrifstofur í báðum ríkjum. Tilkynnti fyrirtækið í gær að það hygðist ekki senda starfsfólk sitt til eða frá Kína næstu tvær vikurnar í kjölfar tilfellisins í gær, en það var fyrsta skráða tilfelli smits milli fólks í Evrópu. Undirbúa brottflutning Þá tilkynntu fleiri ríki að þau hygðust flytja ríkisborgara sína heim frá Wuhan-borg, en bæði Frakkland og Japan hugðust gera það á næstu dögum. Þannig tilkynnti framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins í gær að hún hefði náð samkomulagi við frönsk stjórnvöld um að mæta kostnaði við að sækja Frakka til Wuhan-borgar, gegn því að ríkis- borgarar Evrópusambandsríkjanna yrðu gjaldgengir í seinni flugferðina af þeim tveimur sem frönsk stjórn- völd höfðu lagt á ráðin um. Gert er ráð fyrir að um 250 Frakkar verði fluttir á brott í fyrri vélinni og að um hundrað ríkisborgarar Evrópu- sambandsríkjanna verði með í för í þeirri seinni. Í tilkynningu Evrópusambands- ins var tekið fram að enginn yrði fluttur á brott nema hann væri heil- brigður eða án einkenna veirunnar, en gera má ráð fyrir að viðkomandi verði settir í tveggja vikna einangr- un við komuna til Evrópu. Meira en hundrað látnir  Tilfellum lungnabólgunnar fjölgar hratt  Hong Kong takmarkar ferðir til og frá Kína  Fyrsta smit manna á milli í Evrópu  ESB undirbýr brottflutning AFP Faraldur Hótelstarfsfólk í Wuhan sést hér stunda líkamsrækt meðan farið er yfir nýjar reglugerðir um viðbrögð við lungnabólgufaraldrinum sem geisar nú í borginni. Meira en 100 manns hafa nú látist af völdum kórónaveirunnar. Kórónaveiran » 106 manns eru nú sagðir látnir af völdum lungnabólg- unnar. » Rúmlega 4.500 eru sagðir hafa smitast af veirunni. » Tvö staðfest tilfelli hafa komið upp hjá fólki sem ekki hefur komið sjálft til Kína. » Nokkur ríki undirbúa að flytja þegna sína frá Kína. Þrír þingmenn repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa gefið til kynna að þeir vilji kalla John Bolton, fyrrver- andi þjóðar- öryggisráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkja- forseta, til sem vitni í réttarhöld- unum sem nú fara fram í deildinni. Mitt Romney, þingmaður Utah- ríkis, sagðist telja mikilvægt að heyra hvað Bolton hefði fram að færa um málið. Þingmennirnir Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska hafa einnig gefið til kynna að þær vilji kalla Bolton til sem vitni. Óvíst er hvort tilskilinn atkvæðafjöldi til að svo megi verða náist og er líklegt að greidd verði atkvæði um vitna- leiðslur á föstudaginn. Mögulegt að kallað verði á Bolton BANDARÍKIN Mitt Romney Bresk stjórnvöld samþykktu í gær að veita kín- verska síma- fyrirtækinu Hua- wei takmarkað leyfi til þess að taka þátt í upp- byggingu 5G- samskiptanets fyrir Bretlands- eyjar. Bandaríkjastjórn lýsti yfir von- brigðum sínum með ákvörðun Breta, en Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að Huawei sé ekki treystandi fyrir aðgangi að upp- byggingu 5G þar sem fyrirtækið hafi of náin tengsl við stjórnvöld í Kína og gæti því liðkað fyrir njósnatilraunum Kínverja á Vest- urlöndum. Dominic Raab, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði hins vegar enga ástæðu til að óttast að leynileg samskipti stjórnvalda við bandamenn sína yrðu í hættu, þrátt fyrir ákvörðunina. Veita Huawei tak- markað 5G-leyfi Dominic Raab STÓRA-BRETLAND Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sína um varanlegan frið í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði Trump að áætlunin færði bæði Ísraelsmönn- um og Palestínumönnum ávinning frá núverandi ástandi. Í áætluninni er gert ráð fyrir að Jerúsalem verði óskipt höfuðborg Ísraels en að höfuðborg Palestínumanna verði í austurhluta borgarinnar. Friðaráætlunin er á um 80 blaðsíð- um og sagði Trump á blaðamanna- fundi sínum að hún væri líklega síð- asta tækifæri Palestínumanna til þess að tryggja sér sjálfstætt ríki. Í áætluninni er gert ráð fyrir að pal- estínska ríkið myndi ná yfir sam- liggjandi landsvæði, en væri ekki skipt í tvo mismunandi hluta, líkt og sjálfstjórnarsvæði þeirra eru nú. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, var viðstaddur til- kynningu Trumps og sagði áætlun hans vera sögulega. Hún viður- kenndi bæði rétt Ísraels til land- svæða sem skiptu máli til að verja öryggi landsins, sem og rétt Palest- ínumanna til að mynda eigið ríki. Sagði Netanyahu að áætlun Trumps næði réttu jafnvægi og lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að ræða frið á grundvelli áætlunarinnar. Óvíst um samþykkt Ekki var hins vegar vitað hvort leiðtogar Palestínumanna væru jafn- reiðubúnir til friðarviðræðna. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu- manna, lýsti sig andvígan áætluninni áður en nokkuð hafði verið kynnt um innihald hennar, en talið var að hún yrði vilhöll Ísraelsmönnum. Mótmælt var víða í sjálfstjórnar- héruðum Palestínu í gær. Þúsundir Palestínumanna tóku þátt í mótmæl- um á Gaza-svæðinu, brenndu myndir af Trump sem og bandaríska fánann. Jerúsalem verði höfuðborg beggja  Donald Trump leggur til tveggja ríkja lausn AFP Áætlun Donald Trump og Benjamín Netanyahu í Washington í gær. Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.