Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 14

Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það hefur ef-laust komiðmörgum óþægilega á óvart þegar greint var frá því í fyrra- kvöld að íslenskt par væri í ein- angrun á Spáni vegna gruns um að þau hefðu smitast af nýju kórónaveirunni sem valdið hefur lungnabólgu- faraldrinum síðustu vikurnar í Kína. Sem betur fer kom í ljós að svo var ekki, en tíðindin sýna svo ekki verður um villst að faraldurinn er farinn að banka allfast á dyrnar hér. Ríkislögreglustjóri hafði, áður en fréttist af einangrun fólksins á Spáni, þegar lýst yf- ir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar, en slíkri yfirlýsingu er ætlað að setja alla viðeigandi aðila í við- bragðsstöðu fyrir það sem koma skal. Þetta verður að teljast hyggileg varúðarráð- stöfun, en fastlega er gert ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Ef til vill hefur hún gert það nú þegar, þar sem svo virðist sem hún geti smit- ast manna á milli löngu áður en einkenna verður vart. Það flækir stöðuna að svo virðist sem fyrstu tilfelli veik- innar hafi komið upp um tveimur vikum fyrr en áður var talið, í upphafi desem- bermánaðar frekar en rétt um áramótin eins og áður var ætlaðs. Allt lítur því út fyrir að kínversk stjórnvöld hafi verið of svifasein til þess að koma í veg fyrir að veikin yrði að faraldri, þrátt fyrir að þau hafi síðan sett á laggirnar stærstu sóttkví sem sögur fara af. Þó að kínversk stjórnvöld hafi brugðist á margan hátt betur við en þau gerðu þegar SARS-faraldurinn kom upp árið 2003 er engu að síður áleitin spurning hvers vegna um mánuður leið frá því að fyrstu tilfellin komu upp þar til viðurkennt var að um mögulegan faraldur væri að ræða. Borgaryfirvöld í Wuhan, þar sem veikin kom fyrst upp, telja raunar að um fimm millj- ónir manna hafi náð að yfir- gefa borgina áður en sóttkví stjórnvalda var sett á lagg- irnar. Vissulega eru ekki allir af þeim fimm milljónum smit- berar, en ýmislegt bendir til þess að skaðinn sé þegar skeð- ur. Þannig var greint frá fyrsta smiti veirunnar manna á milli í Evrópu, en þýskur maður, sem hafði hvergi kom- ið nærri Kína eða Wuhan-borg, smitaðist af kín- verskri samstarfs- konu sinni. Í þessu sam- hengi vekur vitan- lega athygli hversu treg Alþjóðaheil- brigðisstofnunin, WHO, hefur verið til þess að lýsa því yfir að um alþjóðlegt hættuástand sé að ræða. Slík yfirlýsing hefði kallað á að ríki heims gerðu viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að veikin yrði að alheimsfaraldri, meðal ann- ars með ferðabönnum. Þá var það fyrst nú á sunnu- daginn sem stofnunin viður- kenndi að hún hefði gert mis- tök með því að lýsa því ekki yfir að hættustig sjúkdómsins væri „hátt“ á alþjóðavísu frek- ar en „miðlungshátt“. Og fátt benti til þess í gær eða fyrra- dag að stofnunin teldi ástæðu til að lýsa yfir neyðarástandi, en rök forsvarsmanna hennar hafa verið á þá leið að slík yfir- lýsing gæti haft mikil og nei- kvæð áhrif í sjálfu sér, sem erfitt væri að réttlæta ef ástandið hefði svo ekki reynst eins alvarlegt og talið var. WHO hefur reyndar áður verið gagnrýnt fyrir slæleg vinnubrögð að þessu leyti, en stofnunin var heldur sein til að lýsa því yfir að Ebólu- faraldurinn árið 2014 kallaði á alþjóðlegt neyðarástand, jafn- vel þó að ljóst væri að sá far- aldur hefði þegar lagt nokkur ríki í Vestur-Afríku að fótum sér. Reynslan af SARS virðist raunar hafa orðið til þess að ríki heims hafa ekki beðið eftir yfirlýsingu WHO, heldur hef- ur í mörgum ríkjum verið tek- ið upp á því að mæla hita flug- farþega frá Wuhan og setja fólk í einangrun sem grunur leikur á að hafi smitast. Því miður virðist sem þau úrræði muni duga skammt til að hefta útbreiðslu veirunnar. Eins og fram kemur í frétt hér að framan mælir sótt- varnalæknir með því að ferða- menn láti vera að ferðast að nauðsynjalausu til svæða þar sem kórónaveiran er orðin faraldur. Þetta gefur í sjálfu sér augaleið. En þó að eftir þessu verði farið breytir það engu um að líkur eru á að veir- an berist hingað til lands og að mikilvægt er að viðbúnaður sé með besta móti. Þetta á meðal annars við um flughöfnina í Keflavík, þar sem líklegast er að smit berist til landsins, og heilbrigðisstofnanir landsins. Líklegt er að kór- ónaveiran berist hingað og viðbún- aður þarf að vera samkvæmt því} Hyggileg varúðarráðstöfun Í síðustu viku var mælt fyrir fjölda Pír- atamála á þingi og í gær bættust fleiri á dagskrá, allt í allt 14 þingmál um alls kyns málefni. Þar er að finna gæðamál eins og raf- ræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fast- eigna, til þess að auka öryggi allra í kaupum og sölu á fasteignum. Afnám takmarkana um þjóðsöng Íslendinga af því að við eigum alveg að geta flutt þjóðsönginn á nýjan og skapandi hátt. Afnám banns við heimabruggun, af því að þó að það sé bannað núna þá er því banni ekki framfylgt. Það veldur ákveðnu óöryggi og óvissu um geðþótta í framfylgni laga. Afnám ókeypis lóða fyrir trú- og lífsskoðunarfélög því það á ekki að lagalega skylda sveitarfélög til þess að gefa frá sér lóðir. Gjaldfrjálsa rafræna útgáfu stjórnartíðinda og lögbirtingablaðs, til þess að bæta upplýsingaflæði og aðgengi að ákvörðunum stjórnvalda. Rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Ís- lands af því að það er rökstuddur grunur um að hún hafi verið misnotuð. Uppgjörsmynt arðgreiðslna svo það sé ekki hægt að hola banka út að innan með því að greiða eig- endum arð í formi skuldabréfa, fasteigna og hlutabréfa. Stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóð- anna til þess að auka lýðræðislega aðkomu almennings á þeim vettvangi. Afnám takmarkana í fæðingar- og for- eldraorlofi þannig að foreldrar geti tekið fæðingarorlof í styttri tíma en tvær vikur í senn, til dæmis þrjá daga í viku. Afnám skerðingar lífeyris vegna miskabóta vegna þess að miskabætur sem eru dæmdar fólki eiga ekki að skerða lífeyri þess. Kjötrækt vegna þess að ef við hættum verksmiðjufram- leiðslu á dýrum leysum við loftslagsvandann að mestu leyti. Breytingar á kosningarétti, að afnema þörfina fyrir fólk að kæra sig inn á kjörskrá af því að það er vesen að halda utan um það hver detta út af kjörskrá og hver hald- ast inni á kjörskrá ef þau muna eftir að kæra. Breytingu á ársreikningum og hluthafaskrá þannig að það sé gjaldfrjáls aðgangur að raf- rænni útgáfu þeirra, af því að það skiptir máli að allir geti skoðað eignatengsl og ársreikn- inga. Að lokum er umræða um stofnun emb- ættis tæknistjóra ríkisins sem er nýkomið úr nefnd og skiptir miklu máli til þess að ná sam- ræmingu í tæknimálum í öllum stofnunum og ráðuneytum. Öruggara húsnæði, meira lýðræði, meira frelsi, meira gagnsæi, skýrari réttindi, loftslagsaðgerðir, aukin gæði. Þetta er til viðbótar málum sem þegar eru komin í vinnslu nefnda; fullgildingu þriðju valfrjálsu bókunar við barnasáttmála SÞ, kæruheimildar samtaka til jafns á við aðra aðila í umhverfismálum, afglæpavæðingu neyslu- skammta ásamt átta öðrum málum í viðbót sem er ekki pláss í þessum pistli til þess að nefna. Eitt hefur þegar verið samþykkt; sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu. Nóg að gera. Björn Leví Gunnarsson Pistill Fullt af Píratamálum Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hveragerði, Garðabær ogMosfellsbær eru þausveitarfélög landsinssem íbúarnir eru ánægð- astir að búa í. Garðabær og Hvera- gerði skora síðan hæst í flestum lið- um þjónustu, þegar viðhorf íbúanna eru könnuð. Gallup hefur í mörg ár gert könnun á viðhorfum íbúa til þjón- ustu sveitarfélaganna sem þeir búa í. Undanfarin ár hafa það verið 19 fjöl- mennustu sveitarfélögin en í ár eru teknar saman niðurstöður fyrir 20 stærstu. Starfsmaður Gallup er þessa dagana að ferðast um landið til að kynna niðurstöður hvers og eins sveitarfélags fyrir stjórnendum. Sum sveitarfélögin birta ákveðna út- gáfu af niðurstöðunum, sem þau hafa leyfi til, en trúnaður á að ríkja um aðrar, til dæmis röðun sveitar- félaganna miðað við önnur. Þá kynn- ir Gallup aðeins munnlega upplýs- ingar þar sem fram kemur saman- burður á milli nafngreindra sveitar- félaga. Matthías Gísli Þorvaldsson, viðskiptastjóri hjá Gallup, segist vera í miðju verki að kynna niður- stöðurnar fyrir kaupendum þjónust- unnar en telur ekki útilokað að þær verði síðar birtar opinberlega. Ofan meðaltals Með skoðun á fundargerðum sveitarfélaga, viðtölum við sveitar- stjórnarfólk og lestri greina í blöð- um má sjá ákveðna mynd af því hvaða sveitarfélög standa sig best, á þennan mælikvarða skoðað. Í könnuninni er spurt um við- horf íbúa til 12 atriða auk þess sem spurt er um úrlausn mála hjá starfs- fólki hvers sveitarfélags. Sveitar- stjórnarfólk lítur mikið til spurn- ingarinnar um ánægju eða óánægju fólks í heildina með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Þar eru þrjú sveitarfélög með hæstu einkunn, 4,5 þegar meðaltalið er 4,2. Það eru Hveragerði, Garðabær og Mosfells- bær, í þessari röð þótt litlu muni. Garðabær og Hveragerði eru í efstu sætum í svörum við flestum viðhorfsspurningum og yfir meðal- tali á öllum sviðum nema í þjónustu við fatlaða. Þar eru bæði þessi sveitarfélög í meðallagi. Þau hafa bætt sig á mörgum sviðum frá síð- ustu könnun en dalað í einhverjum tilvikum, eins og gengur. Garðabær er í efsta sæti í ánægju með þjón- ustu grunnskóla og í tveimur af efstu sætum í nokkrum flokkum. Hveragerði er í efsta sæti í nokkrum spurningum. Suðurnesjabær, sem varð til með sameiningu Sandgerðis og Garðs, tekur þátt í viðhorfskönn- uninni í fyrsta skipti. Athygli vekur hvað sveitarfélagið skorar hátt. Það er til dæmis í 2.-3. sæti varðandi ánægju með grunnskóla og í öðru sæti þegar íbúar eru spurðir hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hafi leyst úr málum þeirra. Mikilvægt stjórntæki „Við lítum á þessa könnun sem mikilvægt stjórntæki þar sem við sjáum hvar við stöndum. Stundum höfum við rýnt nánar í niðurstöður þátta þar sem við skorum ekki nógu hátt og farið í markvissar aðgerðir til að reyna að bæta okkur,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Það er einstök samheldni og samkennd í íbúahópnum. Það kemur fram í svona könnun. Íbúar eru ánægðir. Við erum ekki aðeins að reka sveitarfélag heldur að búa til samfélag. Allir eru samtaka í því,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði. Íbúar Hveragerðis og Garðabæjar ánægðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómstrandi bær Hvergerðingar eru í hópi þeirra íbúa sem eru ánægðir með bæina sína og gefa þjónustu og starfsfólki almennt góða einkunn. Reykjavíkurborg hefur lengi komið illa út úr mælingum Gallup á ánægju íbúanna með þjónustu. Svo virðist einnig vera nú. Reykjavíkurborg hætti fyrir nokkrum árum að kaupa þessar kannanir enda væri þjónustan könnuð á ann- an hátt á hennar vegum. Eigi að síður eru Reykvíkingar spurðir í könnuninni. „Meiri- hlutinn vill ekki láta mæla sig í samræmdum prófum sveitar- félaganna. Ástæðan er kannski sú að borgin hefur mælst ákaflega lág og vill kannski ekki fá upplýsing- arnar upp á borðið,“ segir Ey- þór Arnalds, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Hann segir að samanburður við önnur sveitarfélög sé marktækur. Ekki sé gott þegar þjónusta borgarinnar mælist lágt. Stærsta sveitarfélag landsins eigi að vera fyrir of- an meðallag. Vilja ekki upplýsingar REYKJAVÍK KEMUR ILLA ÚT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.