Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
Breiðagerðisskóla og strákarnir
mínir þrír nutu þess að mennta
sig í gamla skólanum hans
pabba. Einn daginn hafði hún
samband og bað mig að koma á
aðalfund foreldrafélagsins og
bjóða mig fram í stjórn þess. Ég
varð auðvitað við þessari bón og
var kosinn. Það kom síðar í ljós
að hún ætlaði mér leiða stjórn-
ina og stakk hún upp á mér sem
formanni á fyrsta stjórnarfundi.
Það var samþykkt og hún sagði
mér síðar að hún vildi hafa ein-
hvern sem hún þekkti og treysti
fyrir formann og varð ég nokk-
uð uppveðraður yfir slíku hóli,
þar sem mig rak ekki minni til
að ég hefði verið í neinu sér-
stöku uppáhaldi sem nemandi.
Líklegra fannst mér að hún
bæri þennan hug til okkar allra
í gamla H-bekknum.
Við áttum gott samstarf þau
ár sem ég var viðloðandi for-
eldrafélagið og nokkur ár þar á
eftir. Hún bjó yfir góðum
stjórnunarhæfileikum og kom
sínu fram átakalaust. Ég valdi
það í foreldraráðinu að skipta
mér ekki af kennslustefnunni
heldur beina áherslum að auknu
félagsstarfi. Hrefnu líkaði vel
þessi tilhögun enda voru for-
eldrafélög í borginni á þessum
árum byrjuð að skipta sér af
kennsluháttum, ekki alltaf við
mikla hrifningu kennara.
Hún var farsæll skólastjóri
og hélt vel utan um það sem
henni var trúað fyrir. Ég veit að
ég tala ekki bara fyrir sjálfan
mig þegar ég hrósa happi yfir
því að hafa fengið Hrefnu sem
kennara öll barnaskólaárin,
mestu mótunarár allra barna.
Blessuð sé minning þín,
Hrefna.
Ásgrímur.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorst.)
Það er sagt að lengi búi að
fyrstu gerð. Það sem við lærum
og temjum okkur snemma á æv-
inni lifir lengi með okkur, góðir
siðir og þekking. Þetta á mjög
vel við um kynni okkar af
Hrefnu Sigvaldadóttur sem var
umsjónarkennari okkar öll árin
sem við vorum í barnaskóla. Það
er ljóst þegar kemur að leið-
arlokum og við kveðjum okkar
kæra barnaskólakennara rúm-
um sextíu árum eftir að leiðir
okkar lágu fyrst saman, að
„krakkarnir“ muna aragrúa
smáatriða úr skólastarfinu á ár-
unum 1958-1964.
Minningarorð þessi hefjast á
erindi sem Hrefna ritaði í minn-
ingabók eins nemandans í átta
ára bekk. Gamla bókin er löngu
týnd en textinn hefur lifað með
viðkomandi öll árin og aldrei
gleymst. Hið sama má segja um
minninguna um fyrsta kennar-
ann okkar. Hennar leiðsögn og
góða uppfræðsla tryggir henni
ævarandi sess í æskuminning-
um okkar skólasystkinanna.
Síðla sumars 1958 komum við
saman í skólastofu í Háagerðis-
skóla, sem þá var meðal þess
húsnæðis sem hverfisskólinn
okkar, Breiðagerðisskóli, notað-
ist við. Kennarinn okkar var
hæglát ung kona, með svipmikið
upplit og sjálfsöruggt fas.
Smám saman bættist í vitneskju
okkar um kennarann og við
vissum að hún hafði spreytt sig
á lögfræði í Háskólanum en
kennarastarfið togaði stöðugt
og hafði að lokum betur – bless-
unarlega.
Hópurinn okkar var allur úr
hinu nýbyggða Smáíbúðahverfi
og Bústaðahverfinu. Á þessum
árum bættist ört í hóp íbúa og
skólinn varð aldrei nógu stór til
að rúma nemendahópinn með
góðu móti fyrr en eftir okkar
skólagöngu þar.
Hópurinn sem hóf nám í sjö
ára bekk H hjá Hrefnu var
nokkuð svipaður að námsgetu,
okkur var skipað í hópa eftir
frekar einfaldri viðmiðun,
lestrargetu við upphaf skóla.
Hrefnu var treyst fyrir ærnu
verkefni því hópurinn sem sótti
sjö og átta ára bekk í Háagerð-
isskóla taldi 31 nemanda við lok
átta ára bekkjar og 35 við út-
skrift úr tólf ára bekk.
Kennslan var með hefð-
bundnum hætti að þess tíma
venju en þó má segja að „símat“
á námsárangri hafið farið fram.
Þetta var gert með athuga-
semdum sem færðar voru inn á
töflu uppi á vegg, þegar við
höfðum til dæmis náð tökum á
tiltekinni margföldunartöflu,
eða flutt kvæði í heyranda
hljóði. Fyrir skrifleg verkefni
voru færðar inn athugasemdir á
síður vinnuheftanna okkar:
Rauð stjarna, blá stjarna, rautt
„gott“ og blátt „gott“ í þessari
lækkandi virðingarröð!
Og árin liðu og allir komust
til nokkurs þroska, eins og segir
í Heimskringlu. Við útskrifuð-
umst úr barnaskóla í maí 1964
og kvöddum Breiðagerðisskóla,
kvöddum Hrefnu – í bili. Leiðir
hennar og nemenda hennar hafa
legið saman endrum og sinnum
í áranna rás og ætíð orðið miklir
fagnaðarfundir.
Nú er komið að öðrum leiðar-
lokum og Hrefna er horfin á vit
þeirrar tilveru sem við getum
bara getið okkur til um hvernig
sé. Við þökkum fyrir allt sem
hún lét okkur í té á þessum sex
árum, blessum minningu hennar
og kveðjum Hrefnu – í bili.
Fyrir hönd 12 ára H 1964,
Flosi Kristjánsson.
Kveðja frá
Breiðagerðisskóla
Fyrir stuttu barst okkur sem
störfum við Breiðagerðisskóla í
dag sú fregn að Hrefna Sig-
valdadóttir, fyrrverandi skóla-
stjóri skólans, væri látin. Nokk-
uð er um liðið síðan Hrefna lauk
sínum síðasta starfsdegi við
skólann. Af þeim sökum eru
ekki margir af núverandi starfs-
mönnum skólans sem muna eft-
ir Hrefnu á ferð um ganga skól-
ans en einhverjir eru þó hér enn
sem það gera.
Skólastarf í Breiðagerðis-
skóla var rétt nýhafið þegar
Hrefna hóf störf við skólann
rétt rúmlega tvítug að aldri.
Fyrst starfaði hún sem kennari
og síðan sem yfirkennari eins og
starf aðstoðarskólastjóra kallað-
ist þá. Árið 1978 tók hún við
starfi skólastjóra og gegndi því
til ársins 1996 þegar hún hætti
störfum við skólann. Þá hafði
hún starfað við skólann í hart-
nær fjörutíu ár. Þótt það sé
gjarnan viðkvæðið að skóla-
stofnanir séu íhaldssamar í eðli
sínu þá er staðreyndin sú að
þær þróast rétt eins og sam-
félagið sem þær þjóna. Í upp-
hafi starfsferils Hrefnu var
nemendum skipt í námshópa
eftir getu, nemendahópar voru
mjög fjölmennir og skólarnir
þrískiptir. Árið 1977 voru ný
grunnskólalög samþykkt og í
þeim fólst grundvallarbreyting í
allri hugsun í skólastarfi. Það
kom í Hrefnu hlut að innleiða
þessar breytingar í starf
Breiðagerðisskóla og gerði hún
það með miklum ágætum. Í
hennar tíð sem skólastjóra var
hætt að skipta nemendum í
námshópa eftir getu, skóla-
dagurinn varð samfelldur og
hann lengdist.
Okkur sem störfum við
Breiðagerðisskóla í dag langar
með þessum fátæklegu orðum
að senda fjölskyldu Hrefnu
samúðarkveðjur með þökk fyrir
störf hennar í þágu þeirra fjöl-
mörgu barna sem við skólann
námu á löngum starfsferli
hennar.
Fyrir hönd starfsfólks
Breiðagerðisskóla,
Þorkell Daníel Jónsson,
skólastjóri Breiða-
gerðisskóla.
✝ Kristjón Guð-mannsson
fæddist 26. mars
árið 1953 í Efri-Sjó-
lyst í Garði. Hann
lést 17. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Guðmann Sig-
urðsson, f. 1914, d.
1983, og Ingibjörg
Guðlaug Þórðar-
dóttir, f. 1920, d.
1998.
Stjáni, eins og hann var alltaf
kallaður, átti eina hálfsystur
sammæðra, Kristínu Þóru Jó-
hannesdóttur, sem fædd var
1944, dáin 1982, og einn al-
bróður, Þórð, fædd-
an 1951.
Úr Efri-Sjólyst
flutti fjölskyldan í
Lund, sem nú er
Melbraut 12, árið
1958 og bjó hann
þar þangað til hann
flutti í Kríulandið
árið 2007.
Stjáni gekk í
Gerðaskóla. Að því
loknu fór hann í
Iðnskóla Suðurnesja og útskrif-
aðist þaðan sem trésmiður árið
1976.
Snemma byrjaði hann að
vinna á sumrin í Hraðfrystihúsi
Gerðabáta, fór svo fyrst á sjó
árið 1975 en síðan í smíðarnar
að lokinni útskrift sem var hans
ævistarf. Hann hafði verið á
samningi hjá Húsabyggingu hf.
Hann stofnaði trésmíðafyrir-
tækið Tréborgu ásamt Pálma
Einarssyni og störfuðu þeir
saman í nokkur ár. Um tíma
vann hann hjá Ásgeiri Kjart-
anssyni en lengst af starfaði
hann hjá Braga Guðmundssyni.
Stjáni festi kaup á bát árið
1979 ásamt Þórði bróður sínum
og Guðmundi Knútssyni vini sín-
um. Báturinn fékk nafnið Æsa í
höfuðið á ömmu Stjána og Þórð-
ar og gerðu þeir félagar út Æsu
í 37 ár, einkum á færi á sumrin.
Stjáni stundaði íþróttir á sín-
um yngri árum. Hann hóf feril
sinn í markinu hjá Víði í Garði
og stundaði svo handbolta með
Reyni í Sandgerði og Njarðvík.
Útför Kristjóns fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 29. janúar
2020, klukkan 15.
Elsku Stjáni. Það má með
sanni segja að Stjáni hafi verið
hluti af okkur fjölskyldunni og
það sama má segja um Dodda
bróður Stjána sem á einnig sér-
stakan stað í hjörtum okkur
systkina.
Þó svo að hann hafi ekki verið
mikið heima hjá okkur á Lyng-
brautinni í seinni tíð var hann
mikið í kringum okkur systkinin
þegar við vorum yngri. Stjáni átti
alltaf sitt sæti við matarborðið
þegar hann kíkti í heimsókn, sem
var nú bara nánast daglega, og
þótti okkur nærvera hans nota-
leg.
„Doddi og Stjáni“ voru alltaf
svo góðir við okkur og þótti þeim
alltaf jafn gaman að stríða okkur
og ennþá betra var ef við fórum
aðeins hjá okkur við það í leiðinni.
Okkur þótti alltaf gaman að
kíkja í heimsókn í Lund með
mömmu og pabba til þeirra
bræðra og svo má auðvitað ekki
gleyma páfagauknum sem alltaf
flaug um frjáls á sínu heimili.
Okkur stóð nú ekkert alltaf á
sama þegar hann kom fljúgandi á
ógnarhraða í átt að okkur en það
brást ekki að eftir að flestir sem
sátu í eldhúsinu voru búnir að
beygja sig til þess að vera ekki
fyrir prinsinum lenti hann yfir-
leitt alltaf öruggur á öxlinni á
húsbónda sínum, jú eða við eld-
húsvaskinn til þess að fá sér að
drekka þar sem lítil buna var
yfirleitt látin renna svo blessaður
fuglinn myndi nú ekki þorna upp.
Við segjum „páfagaukurinn“ eða
„fuglinn“ vegna þess að hann
fékk aldrei nafn greyið en það
þótti þeim bræðrum ekkert til-
tökumál því að „fuglinn“ er bara
svo asskoti þægilegt og af hverju
að breyta einhverju sem virkar?
Hvað er að þegar ekkert er að
myndi einhver segja.
Æsan okkar góða, trillan sem
pabbi, Doddi og Stjáni keyptu
svo saman, færði okkur systkin-
um óteljandi skemmtilegar og
góðar minningar og verðum við
alltaf þakklát fyrir þær.
Trilluna áttu þeir saman í 37 ár
eða frá því við öll munum eftir
okkur og höfum við ekki tölu á því
hversu marga rúnta við fengum
að fara í henni. Í Æsunni var
veitt, hlegið, grátið, sofið, fíflast
og stöku sinnum ælt en ávallt
gaman því félagsskapurinn var
dásamlegur. Eldri strákar okkar
systra fengu einnig að njóta góðs
af henni fyrstu árin sín áður en
Æsan var svo seld, en sá dagur
var svolítið erfiður, við verðum
nú að viðurkenna það. En von-
andi er hún komin á stað þar sem
aðrar fjölskyldur fá að upplifa
það sama og við fengum að upp-
lifa öll þessi ár.
Nú kveðjum við einn af þess-
um mönnum sem áttu stóran þátt
í æsku okkar systkina.
Elsku Stjáni var með mjög fal-
legt hjartalag, góður við allt og
alla og aldrei klikkaði að maður
fékk alltaf einlægt bros frá hon-
um þegar við hittum hann.
Við viljum meina að hann
Stjáni okkar sitji núna með fólk-
inu sínu sem er einnig búið að
yfirgefa þennan heim, hristandi á
sér fótinn, glottandi með aðra
höndina í vasanum og auðvitað
með rettu í munnvikinu. Honum
líður vel og við vitum að hann
mun vaka yfir okkur og bróður
sínum þangað til við hittumst
næst.
Takk fyrir hlýjuna og kærleik-
ann.
Meira: mbl.is/andlat
Sveinlaug, Hafdís
og Knútur.
Í dag er borinn til grafar góður
vinur og félagi, Kristjón Guð-
mannsson.
Leiðir okkar Stjána, eins og
hann var alltaf kallaður, lágu
saman þegar hann flutti í Lund
(Melbraut 12) og ég í Heiði (Mel-
braut 25). Þetta var í kringum
1960 þannig að þetta er búið að
vera langt og skemmtilegt ferða-
lag.
Samgangur fjölskyldna okkar
var mjög mikill. Svo liðu ung-
lingsárin og ýmislegt var brallað
en aðeins slitnaði í sundur með
okkur um tíma þó svo að alltaf
hafi verið kíkt í Lundinn.
Það var svo í kringum Iðn-
skólaárin sem við Stjáni fórum að
starfa meira saman. Ég og Anna
fórum að byggja á Lyngbrautinni
og leituðum við auðvitað til
Stjána um að aðstoða okkur með
smíðina. Við vorum ekki gamlir
eða reynslumiklir þarna enda
rétt um tvítugt en Stjáni fór létt
með þetta enda með eindæmum
útsjónarsamur og góður smiður.
Alltaf höfðum við Stjáni haft
mikinn áhuga á bátum, aldir upp í
fiskinum og við sjóinn. Það var
því rökrétt framhald hjá okkur að
kaupa bát. Við fengum Dodda
bróður Stjána með okkur í lið,
fundum svo bát sem okkur leist
bara nokkuð vel á en ákváðum að
fá álit hjá reyndum manni, Ingv-
ari á Bjargi. Skemmst er frá því
að segja að Ingvari leist ekkert á
flyituna: „Þið farið ekki á sjó á
þessu, þetta er manndráps-
fleyta.“ Þar fór það. Við fundum
svo ókláraðan bát (Færeying)
sem við keyptum, kláruðum,g-
ræjuðum og gerðum sjókláran.
Þetta var 1979. Báturinn var
nefndur Æsa eftir ömmu strák-
anna Stjána og Dodda og hluta-
félagið nefndum við svo Heiða-
lund ehf. eftir heimilum okkar.
Þennan bát áttum við í 10 ár, þá
var keyptur stærri bátur (Sómi)
sem við áttum saman í 27 ár. Á
þeim tíma sem við áttum Sóma-
bátinn var hann lengdur og dekk-
aður, þannig að það er mikið búið
að brasa saman til sjós og lands á
þeim 37 árum sem við áttum sam-
an Æsu.
Stjáni var fastagestur á heimili
okkar Önnu og fylgdist með
krökkunum okkar vaxa úr grasi
og var alltaf mjög góður við þau.
Heimsóknum hans á Lyngbraut-
ina fækkaði seinni árin en í stað-
inn fjölgaði mínum ferðum í
Kríulandið til hans, oft til að kíkja
saman á enska boltann. Hans lið
var Leeds og Chelsea.
Einn mann langar mig að
minnast sérstaklega á sem var
einstaklega tryggur og góður
vinur Stjána en það er Óli
Tryggva. Þeir voru einstakir vin-
ir og félagar síðustu árin, ferð-
uðust og skemmtu sér saman,
ræddu málin og þrösuðu stund-
um aðeins en alltaf í góðu, flottir
vinir enda öðlingar báðir tveir,
mikill missir fyrir Óla.
Doddi bróðir Stjána hringdi
reglulega í bróður sinn, ég held
að það hafi verið a.m.k. einu sinni
á dag til að fá fréttir og fylgjast
með bróður sínum. Stjáni kallaði
þessi símtöl tilkynningarskyld-
una.
Kæri Doddi vinur og félagi, þó
að tilkynningarskyldunni sé ekki
lengur svarað geymum við minn-
ingu um góðan dreng, bróður og
vin. Það er margs að minnast og
margt að þakka, hér er aðeins
minnst á fáein atriði. Við fjöl-
skyldan á Lyngbrautinni þökk-
um þér kæri vinur innilega allt
sem þú gerðir fyrir okkur. Minn-
ingin lifir um góðan dreng.
Meira: mbl.is/andlat
Guðmundur Jens
og Anna Marý.
Kristjón
Guðmannsson
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamamma, amma og langamma,
GUÐBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR
húsmóðir,
Bolungarvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði,
aðfaranótt föstudagsins 24. janúar.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn
8. febrúar klukkan 14.
Hafþór Gunnarsson Guðbjörg Hjartardóttir
Jóhanna S. Gunnarsdóttir Páll Benediktsson
Bæring Freyr Gunnarsson Rayong Ngosanthiah
Elín Gunnarsdóttir Sigurgeir Sveinsson
Fanný Gunnarsdóttir Hörður Gunnarsson
ömmubörn og langömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Neðstaleiti 5, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 24. janúar.
Friðjón Alfreðsson
Halldóra Þórdís Friðjónsd. René Andersen
Jón Arnar Friðjónsson
Þórhallur H. Friðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURLAUGUR ÞORKELSSON,
fv. skrifstofumaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstu-
daginn 24. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
4. febrúar klukkan 13.
Halla H. Skjaldberg
Þorkell Sigurlaugsson Kristín H. Vignisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn