Morgunblaðið - 29.01.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
England
Deildabikar, undanúrslit, seinni leikur:
Aston Villa – Leicester ............................ 2:1
Aston Villa áfram, 3:2 samanlagt, og
mætir Manchester City eða Manchester
United í úrslitaleiknum.
B-deild:
Leeds – Millwall....................................... 3:2
Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72. mín-
úturnar með Millwall.
Blackburn – QPR ..................................... 2:1
Brentford – Nottingham Forest............. 0:1
Cardiff – WBA.......................................... 2:1
Hull – Huddersfield ................................. 1:2
Luton – Derby .......................................... 3:2
Wigan – Sheffield Wednesday ................ 2:1
Reading – Bristol City ............................. 0:1
Staða efstu liða:
Leeds 29 16 7 6 46:26 55
WBA 29 14 11 4 51:33 53
Nottingham F. 29 14 9 6 40:28 51
Fulham 29 14 7 8 42:30 49
Brentford 29 14 5 10 44:22 47
Bristol City 29 13 8 8 43:40 47
Preston 29 13 7 9 42:34 46
Swansea 29 12 9 8 34:33 45
Millwall 29 11 11 7 38:35 44
Blackburn 29 12 7 10 42:36 43
Sheffield Wed. 29 12 6 11 40:33 42
Cardiff 29 10 12 7 41:42 42
Frakkland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Limonest – Dijon............................. (frl.) 1:2
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon
í leiknum.
Ítalía
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
AC Milan – Torino ........................... (frl.) 4:2
Napoli og Juventus eru komin í undan-
úrslit. Inter og Fiorentina mætast í síðasta
leiknum í kvöld.
Olísdeild karla
ÍBV – Valur........................................... 25:26
ÍR – KA ................................................. 34:22
HK – Selfoss ......................................... 29:34
Haukar – Fram..................................... 23:21
Fjölnir – Stjarnan................................. 25:26
Afturelding – FH.................................. 28:32
Staðan:
Haukar 15 11 3 1 408:376 25
Afturelding 15 10 2 3 415:391 22
Valur 15 10 1 4 408:359 21
ÍR 15 9 2 4 461:413 20
Selfoss 15 9 1 5 465:456 19
FH 15 8 2 5 439:416 18
ÍBV 15 7 2 6 416:401 16
Stjarnan 15 4 5 6 395:405 13
KA 15 5 1 9 408:439 11
Fram 15 3 2 10 357:389 8
Fjölnir 15 2 1 12 395:455 5
HK 15 1 0 14 379:446 2
Grill 66 deild karla
Þróttur – Valur U ................................. 26:29
Staðan:
Þór Ak. 10 8 2 0 307:264 18
Valur U 11 8 1 2 332:305 17
Grótta 10 7 0 3 293:283 14
Haukar U 10 6 1 3 294:262 13
Þróttur 11 4 2 5 325:315 10
KA U 10 4 0 6 294:304 8
FH U 10 4 0 6 288:302 8
Víkingur 10 3 1 6 267:271 7
Fjölnir U 10 2 0 8 251:282 4
Stjarnan U 10 1 1 8 249:312 3
Svíþjóð
Lugi – Skuru ........................................ 21:27
Eva Björk Davíðsdóttir komst ekki á
blað hjá Skuru.
Svíþjóð
Norrköping – Borås ............................ 80:93
Elvar Már Friðriksson skoraði 25 stig,
tók tvö fráköst og gaf sjö stoðsendingar
fyrir Borås.
NBA-deildin
Detroit – Cleveland .......................... 100:115
Miami – Orlando................................. 113:92
Oklahoma City – Dallas ..................... 97:107
Chicago – San Antonio..................... 110:109
Minnesota – Sacramento ........ (frl.) 129:133
Utah – Houston ................................ 117:126
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Origo-höllin: Valur – Keflavík ............. 18.15
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – KR........... 19.15
Mustad-höll: Grindavík – Snæfell ....... 19.15
Ásvellir: Haukar – Breiðablik ............. 19.15
Origo-höllin: Valur – Keflavík ............. 20.30
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
TM-höllin: Stjarnan U – Valur U............. 20
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Kaplakriki: FH U – Fjölnir U ............. 20.15
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guðmundur Tómas Sigfússon
Kristján Jónsson
Bjarni Helgason
FH vann mjög sterkan 32:28-sigur á
Aftureldingu á útivelli í 15. umferð
Olísdeildar karla í handbolta í gær-
kvöld. Afturelding var sterkari að-
ilinn í fyrri hálfleik, en FH-ingar
miklu sterkari í þeim seinni. Aftur-
elding skoraði aðeins eitt mark á
fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks
og það nýttu FH-ingar sér vel.
Björgvin Franz Björgvinsson í marki
Aftureldingar var eina ástæða þess
að sigurinn var ekki stærri hjá FH.
Hvorki Ágúst Birgisson né Bjarni
Ófeigur Valdimarsson léku með FH í
leiknum og þá hefur Ásbjörn Frið-
riksson oft leikið betur. FH-ingar
kölluðu Jóhann Birgi Ingvarsson úr
láni hjá HK og það er ljóst að tíminn í
Kópavoginum hefur reynst honum
vel. Jóhann lék virkilega vel, sem og
Einar Rafn Eiðsson, sem sýndi
gamalkunna takta með neglum fyrir
utan. Þeir tveir gætu reynst FH-
ingum afar mikilvægir þegar leik-
irnir fara að skipta sem mestu máli.
FH olli vonbrigðum fyrir áramót en
gæti verið að toppa á réttum tíma.
Afturelding missti Hauka þremur
stigum á undan sér með tapinu og þá
eru Valsmenn aðeins einu stigi fyrir
aftan. Leikmenn eins og Einar Ingi
Hrafnsson, Birkir Benediktsson og
Arnór Freyr Stefánsson verða að
spila mun betur, ætli Afturelding sér
að eiga möguleika á deildarmeistara-
titlinum.
johanningi@mbl.is
Hádramatík í Vestmannaeyjum
Valsmenn sóttu tvö stig til Vest-
mannaeyja í gærkvöldi þegar liðið
lagði ÍBV að velli í stórskemmti-
legum háspennuleik. Lokatölur voru
25:26 en Valsmenn voru mikið sterk-
ari aðilinn í síðari hálfleik, Eyjamenn
leiddu með fjórum mörkum í hálfleik
16:12.
Byrjun Valsmanna í síðari hálfleik
var það sem gerði að lokum gæfu-
muninn en þeir náðu strax að komast
yfir 17:18 eftir 40 mínútna leik. Vörn
Vals var óaðfinnanleg á löngum köfl-
um í seinni hálfleik og fundu Eyja-
menn varla lykt af marktækifærum.
Lokamínúturnar voru æsispenn-
andi en Agnar Smári Jónsson snögg-
hitnaði og sá til þess að gestirnir
voru skrefinu á undan á lokamín-
útunum. Það var þó Finnur Ingi
Stefánsson sem fann glufu framhjá
Petar Jokanovic á lokasekúndunum
eftir að Petar hafði varið fimm skot
frá Finni í leiknum.
Eyjamenn töldu sig hafa jafnað
metin á lokasekúndunni en skot El-
liða Snæs Viðarssonar var ekki kom-
ið inn að mati dómara leiksins og tel
ég að sú ákvörðun hafi verið hárrétt,
tæpt var það en Valsmenn tóku bæði
stigin.
Petar Jokanovic var öflugur í
leiknum en hann varði 12 skot, þar af
tvö víti, níu af þessum tólf vörðu
skotum voru í fyrri hálfleik, Björn
Viðar Björnsson bætti síðan við einu
vörðu skoti í fyrri hálfleik. Hjá gest-
unum var það Hreiðar Levý Guð-
mundsson sem varði sjö skot, þar af
tvö vítaköst, öll í seinni hálfleik.
Hákon Daði Styrmisson skoraði
átta mörk en þeir Fannar Frið-
geirsson og Kristján Örn Kristjáns-
son bættu við fjórum hvor. Hjá Vals-
mönnum var Anton Rúnarsson
markahæstur með sex mörk og þeir
Agnar Smári Jónsson og Finnur Ingi
Stefánsson gerðu fimm mörk hvor.
gudmundurtomas@gmail.com
Nú snerist dæmið
við hjá Stjörnunni
Tandri Már Konráðsson skoraði
níu mörk í síðari hálfleik fyrir Stjörn-
una þegar liðið vann dramatískan
sigur, 26:25, gegn Fjölni í Grafarvog-
inum. Tandri skoraði sigurmarkið
þegar fjórar sekúndur voru eftir og
alls tíu mörk í leiknum.
Fjölnismenn eru í fallsæti eftir að
hafa safnað saman fimm stigum fyrir
áramót. Þeir misstu af upplögðu
tækifæri til að ná í stig því Fjölnir
náði sex marka forskoti í fyrri hálf-
leik. Að honum loknum var staðan
15:11 fyrir Fjölni. Sóknir Stjörn-
unnar voru mjög hægar og báru með
sér að liðið væri að fara af stað eftir
undirbúningstímabil númer tvö, eins
og stórmótspásurnar í janúar eru
gjarnan kallaðar. Fjölnismenn nýttu
tækifærið og sóknir þeirra voru mun
markvissari. Bjarki Snær Jónsson
varði þá vel í markinu og Fjölnis-
menn virtust til alls líklegir.
Allt annar bragur var á Garðbæ-
ingum í síðari hálfleik. Tandri og
Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru af
krafti í allar aðgerðir og þá lentu
Fjölnismenn í meiri vandræðum.
Tandri raðaði inn mörkunum með
skotum fyrir utan. Föst skot í hornin
sem erfitt var fyrir Bjarka að
verjast. Stjarnan er enn án Bjarka
Más Gunnarssonar og væntanlega
eflist vörn liðsins mjög þegar hann
snýr aftur eftir hnémeiðsli.
Stjarnan kastaði frá sér mörgum
leikjum fyrir áramót eftir að hafa
verið með gott forskot. Í gær snerist
dæmið við og væntanlega var ljúft
fyrir Garðbæinga að fá að vera hin-
um megin við borðið.
Fyrir Fjölnismenn er blóðugt að fá
ekkert út úr leiknum en liðið hefði
getað sett pressu á Framara með
sigri. Fjölnismenn hafa örugglega
ekki fengið sín síðustu stig í deildinni
í vetur því margt gott mátti sjá í leik
liðsins. Liðið skapaði sér fín færi með
gegnumbrotum og góðu hornaspili.
Breki Dagsson var alveg sérlega
klókur. Hann lætur ekki mikið yfir
sér á velli en tekur góðar ákvarðanir.
kris@mbl.is
Toppliðið styrkti stöðu sína
Haukar eru með þriggja stiga for-
skot á toppi deildarinnar eftir nokk-
uð þægilegan 23:21-sigur gegn Fram
á Ásvöllum. Haukar náðu mest fimm
marka forskoti í fyrri hálfleik og
Framarar voru aldrei líklegir til þess
að koma til baka í síðari hálfleik þrátt
fyrir að minnka forskot Hauka í tvö
mörk á lokamínútu leiksins.
Grétar Ari Guðjónsson átti stór-
leik í marki Hauka, varði 16 skot og
var með 46% markvörslu. Þá átti
Tjörvi Þorgeirsson mjög góðan leik
fyrir Hauka og skoraði átta mörk en
hjá Frömurum var Matthías Daða-
son markahæstur með fjögur mörk,
þar af þrjú af vítalínunni.
Haukar eru með 25 stig í efsta sæti
deildarinnar, þremur stigum meira
en Afturelding sem er í öðru sætinu,
en Framarar eru í því tíunda með 8
stig, þremur stigum frá fallsæti.
Haukur Þrastarson fór á kostum í
liði Selfyssinga þegar Íslandsmeist-
ararnir unnu 34:29-sigur gegn HK í
Kórnum í Kópavogi. Haukur skoraði
ellefu mörk og lagði upp önnur tíu
fyrir liðsfélaga sína en Selfoss er með
19 stig í fimmta sæti deildarinnar.
HK er sem fyrr á botninum með 2
stig.
Þá vann ÍR stórsigur gegn KA í
Austurbergi, 34:22, þar sem Hafþór
Vignisson átti stórleik fyrir ÍR og
skoraði 9 mörk. ÍR er í fjórða sæti
deildarinnar með 20 stig, einu stigi
minna en Valsmenn, en KA er í ní-
unda sæti deildarinnar með 11 stig.
bjarnih@mbl.is
Toppa FH-
ingar á rétt-
um tíma?
Dramatískur sigur Vals í Eyjum
Stjarnan vann í fallslagnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mörk Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk í gær og var markahæstur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vörn Fjölnismenn réðu illa við Tandra Má Konráðsson í Dalhúsum í gær.
Skautafélag Akureyrar styrkti
stöðu sína á toppi Hertz-deildar
karla í íshokkí með 3:1-sigri gegn
Skautafélagi Reykjavíkur í Laugar-
dalnum í gær. SA byrjaði leikinn af
krafti og Jóhann Leifsson og Heið-
ar Kristveigarson skoruðu hvor sitt
markið fyrir SA í fyrsta leikhluta.
Níels Hafsteinsson minkaði muninn
fyrir SR áður en Jakobsson sem
skoraði þriðja mark SA undir lok
annars leikhluta. SA er með 24 stig
á toppi deildarinnar, sex stigum
meira en Fjölnir sem er í öðru sæt-
inu. SR rekur lestin án stiga.
Akureyringar
með gott forskot
Morgunblaðið/Eggert
Sigur Heiðar Kristveigarson skor-
aði annað mark SA í leiknum í gær.
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur
Þórarinsson, 27 ára, er genginn til
liðs við bandaríska félagið New
York City. Guðmundur kemur til
félagsins frá sænska úrvalsdeildar-
félaginu Norrköping þar sem hann
hefur leikið frá árinu 2017. Guð-
mundur er þriðji Íslendingurinn til
þess að spila í bandarísku MLS-
deildinni á eftir þeim Guðlaugi
Victori Pálssyni og Kristni Stein-
dórssyni. Liðið vann Austurdeild
MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð
en féll úr leik í undanúrslitum úr-
slitakeppninnar.
Selfyssingurinn
samdi í New York
Ljósmynd/@ProSoccerUSAcom
Þriðji Guðmundur Þórarinsson á að
baki 5 A-landsleiki fyrir Ísland.