Morgunblaðið - 29.01.2020, Page 32

Morgunblaðið - 29.01.2020, Page 32
Hinn kunni færeyski bassasöngvari Rúni Brattaberg kemur fram á tón- leikum með Caput-hópnum í Breið- holtskirkju í kvöld og flytur verkið „Úr Egils sögu“ eftir breska tón- skálið Gavin Bryars sem verður við- staddur. Tónleikarnir eru á dagskrá Myrkra músíkdaga og einnig verða flutt tónverk eftir K.óla og Veroniqe Vöku, fyrir Unu Sveinbjarnardóttur. Rúni Brattaberg syng- ur í Breiðholtskirkju MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslandsmót karla í handknattleik hófst á nýjan leik í gær eftir langt frí. Topplið Hauka styrkti stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með tveggja marka sigri gegn Fram og þá unnu Valsmenn níunda sigur sinn í röð í deildinni gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Hafnfirðingar gerðu síðan góða ferð í Mosfellsbæinn og lögðu Aftureldingu að velli að Varmá með fjögurra marka mun, 32:28. »26 Haukar með þriggja stiga forskot á toppnum ÍÞRÓTTIR MENNING blaðinu. „Þetta er á ábyrgð fulltrúa- ráðsins, minjanefnd leggur ávallt eitthvað til, Fálkarnir, Valkyrjurnar, Valskórinn og svo framvegis.“ Með fyrsta Valsblaðinu voru lín- urnar lagðar. Guðni bendir á að strax hafi verið lögð áhersla á að skrá sög- una og blása mönnum í brjóst kraft og eldmóð og efla félagsandann. „Það er föst hefð að fjalla um séra Friðrik Friðriksson, fyrsta æskulýðsleiðtoga Vals, í hverju blaði,“ bendir hann á. Ársskýrslur séu birtar og allar deild- ir fái sitt pláss, félagsstarfinu séu gerð góð skil, sjálfboðaliðar dregnir fram í sviðsljósið og þess sérstaklega gætt að ekki halli á neinn. Jafnræðið skipti miklu máli. Myndir séu af öll- um liðum karla og kvenna og mikið sé lagt upp úr því að raddir unga fólks- ins heyrist. „Útgáfa svona blaðs er besta leiðin til þess að varðveita sögu hvers árs,“ segir Guðni. „Það er eftir- tektarvert hvað við erum með margt ungt og efnilegt fólk sem setur sér skýr markmið og leggur áherslu á heilbrigt líferni.“ Öll tölublöð Valsblaðsins eru að- gengileg á timarit.is og á heimasíðu Vals. Þau eru líka til innbundin í vörslu félagsins á Hlíðarenda. „Hver útgáfa markar alltaf ákveðin tímamót hjá félaginu og sameinar félagsmenn enn frekar,“ segir Guðni. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýjasta Valsblaðið er komið út og er það stútfullt af efni í máli og myndum um atburði í félaginu á nýliðnu ári. Blaðið er 140 síður í A4-broti og má fullyrða að það sé það glæsilegasta innan íþróttahreyfingarinnar. „Fé- lagið leggur mikinn metnað í að hafa blaðið sem veglegast,“ segir Guðni Olgeirsson, sem tók við ritstjórninni af Þorgrími Þráinssyni fyrir um 17 árum og hefur haft umsjón með blaðinu síðan. Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911. Fyrsta Vals- blaðið var átta síður og kom út í jan- úar 1939. Útgáfan var stopul næstu áratugina en blaðið var endurvakið 1958 með krafti. Það hefur komið út nánast árlega síðan og nú í 71. sinn. Leiðir margra inn í íþróttahreyf- inguna liggja í gegnum foreldra- starfið. Um aldamótin var Guðni virkur í foreldrastarfi Vals. Hann segir stjórnendur félagsins hafa vitað af því að hann hafi verið í stefnu- mótunarvinnu í menntamálaráðu- neytinu og því hafi hann verið feng- inn til þess að hjálpa til við að móta knattspyrnustefnu á vegum ung- lingaráðs. Þegar Þorgrímur Þráins- son hætti sem ritstjóri Valsblaðsins hafi hann verið beðinn að taka við blaðinu 2003. „Mér þótti þetta þá frá- leit hugsun en ég lét samt tilleiðast og tók að mér að sjá um eitt blað. Þau eru nú orðin sautján.“ Margra manna verk Guðni leggur áherslu á að margir leggi hönd á plóg. Hann starfi með öflugri ritnefnd, menn eins og Þor- steinn Ólafs, Guðlaugur Ottesen Karlsson og Baldur Þorgilsson gæti þess að mynda helstu viðburði, marg- ir leggi til skrifað efni, prófarkalestur sé í góðum höndum Óttars Felix Haukssonar og Eyjólfur Jónsson hafi séð um umbrotið undanfarin 13 ár. „Ég hef komið mér upp ákveðnum vinnubrögðum, miklu tengslaneti og með góðra manna hjálp hefur þetta gengið á hverju ári. Svona blað verð- ur aldrei eins manns verk.“ Hann bætir við að ákveðnir menn, ráð og nefndir fylgist með afmörkuðum sviðum starfseminnar. Til dæmis fylgist Halldór Einarsson með því hvaða Valsmenn falla frá á hverju ári og þeir séu kvaddir á viðeigandi hátt í Valsblaðið sameinar  Guðni Olgeirsson hefur verið ritstjóri ársritsins í 17 ár Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs Viðurkenning Guðni Olgeirsson var heiðraður fyrir 15 ára samfellda rit- stjórn Valsblaðsins árið 2017. 71. árgangur þess kom út á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.