Morgunblaðið - 05.02.2020, Side 1

Morgunblaðið - 05.02.2020, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  30. tölublað  108. árgangur  SA-STÚLKUR EINUM SIGRI FRÁ TITLINUM BÆTT UPP- LÝSINGAGJÖF TIL KÍNVERJA ÞRJÚ VERKEFNI TILNEFND TIL VERÐLAUNA VIÐSKIPTAMOGGINN EYRARRÓSIN 28ÍSHOKKÍ KVENNA 26 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nú þegar hagkerfið kólnar er aug- ljós kostur að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og verja fjármunum sem þannig fást í innviðafjárfestingar. Með slíku get- ur ríkið styrkt grunnstoðir og kom- ið með innspýtingu eins og nú er þörf á,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins. Á morgun, fimmtudag, hyggst þingflokkur sjálfstæðismanna hefja fundaherferð um allt land, en Bjarni segir mikilvægt að heyra sjónarmið Það er engu að síður rétt að mínu mati að losa um eignarhaldið í skrefum og 25% hlutur í bankanum er tuga milljarða króna virði. Þá fjármuni ættum við að nýta til arð- bærra fjárfestinga í innviðum,“ seg- ir fjármálaráðherra. Stór verkefni sem bíða Í haust voru kynnt áform um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grenni þess, sem ætlunin hefur ver- ið að fjármagna að nokkru með gjaldtöku af vegfarendum. „Verði af sölu banka gætum við breytt hugmyndum um gjaldtöku á nýjum leiðum og hér á Reykjavíkursvæð- inu, ég sæi fyrir mér að vegtollar myndi einskorðast við stærstu mannvirki eins og ný Hvalfjarðar- göng og Sundabraut og eftir atvik- um stöku verkefni sem flýta á sér- staklega. Stór verkefni í vega- og hafnagerð bíða og svo þarf nýjan gagnastreng til landsins. Öll þessi verkefni skapa atvinnu og auka verðmætasköpun,“ segir Bjarni. Hann segir að umræða um þessi mál sé langt komin í ríkisstjórn og væntir þess að næstu skref verði ákveðin á næstu vikum. fólksins í landinu, nú þegar hag- kerfið er að kólna og atbeina ríkis- ins því þörf á ýmsum sviðum. Þá sé tímabært að hefja nú þegar undirbúning að sölu Íslands- banka, sem er að fullu í eigu ríkis- ins. Eigið fé bankans í dag er um 170 milljarðar króna. „Miðað við verðmat markaðarins á fjármálafyr- irtækjum er ólíklegt að við fengjum fullt bókfært verð fyrir bankann. Sala banka styrki grunnstoðir  Fjármálaráðherra segir tímabært að selja Íslandsbanka í skrefum og nýta fjár- munina til arðbærra fjárfestinga í innviðum  Breytir hugmyndum um gjaldtöku Bjarni Benediktsson MVið fáum ekki óvænta … »10 Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg setti daglegt líf og starf margra borgarbúa úr skorðum. Verkfallið bitnaði einkum á foreldum leikskólabarna en talið er að sækja hafi þurft um 3.500 börn í leikskólana á hádegi í gær. Náist ekki samningar verður verkfall allan daginn á morgun og áfram næstu daga þar til ótímabundið verkfall hefst 17. febrúar. Fjöldi félagsmanna Eflingar mætti á samstöðufund í Iðnó í hádeginu í gær. Þaðan var gengið yfir í Ráðhús Reykjavíkur þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerði laun borgarstjóra að umtalsefni og bar laun hans fyrir fundarsetu saman við laun félagsmanna. Viðstaddir fé- lagsmenn lýstu skoðunum sínum með því að púa. Ingibjörg Birna Geirsdóttir og Guðrún Helga Reynisdóttir voru í hópi þeirra þúsund félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf í leikskólum. Þær segja mikinn samhug meðal leikskólaliða og finna fyrir stuðningi for- eldra þótt áhrif verkfallsins séu ekki ákjósanleg. »4 Líf margra fjöl- skyldna úr skorðum Verkfall Eflingar hafði þau áhrif að sækja þurfti 3.500 börn í leikskóla um hádegið Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Mótmæli Borgin er í okkar höndum var meðal áletrana á kröfuspjöldum sem Eflingarfólk fór með í Ráðhúsið að loknum samstöðufundi í Iðnó. Morgunblaðið/Eggert Verkfall Leikskólaliðar yfirgáfu Árborg í Árbæ klukkan 12.30 í gær. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skorar á Seðlabankann og ríkis- stjórnina að gera meira til að örva hagkerfið. Það standi á kross- götum. Án að- gerða muni verð- mætasköpunin staðna og það koma niður á lífs- kjörum. „Af hverju segi ég þá að það séu óveðursský. Það er vegna þess að eins og staðan er í dag gætum við verið að sigla inn í langt tímabil lítils hagvaxtar,“ segir Sigurður um stöðuna í hagkerfinu. Skilaboðin frá félagsmönnum SI séu skýr: rekstrarskilyrðin eru krefjandi og fyrirtækin leita allra leiða til að hagræða. Þar með talið með því að segja upp starfsfólki. Aðlögun með atvinnuleysi Ólíkt fyrri niðursveiflum hafi krónan ekki gefið eftir og þannig styrkt samkeppnishæfni landsins. Þvert á móti fari aðlögunin nú fram í gegnum aukið atvinnuleysi. Til að vinna gegn þeirri þróun þurfi Seðla- bankinn og ríkissjóður að grípa til aðgerða. Aðhaldið sé of mikið. Þá telur Sigurður að raforkuverð sé farið að skerða samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Telur hann raun- hæfar líkur á að einhver stórnot- enda raforku hætti starfsemi á næstu árum. Álverin séu þar stórir notendur. Með þetta í huga sé rétt að endurmeta stefnu Landsvirkjunar. Horfa þurfi á alla virðiskeðjuna. »ViðskiptaMogginn Grípa þarf til aðgerða  Samtök iðnaðarins benda á óveðursský Sigurður Hannesson  Kvörtun Símans til Fjölmiðla- nefndar vegna þess að þáttaröðin Exit sem er stranglega bönnuð börnum er opin öllum á spilara RÚV, bæði á netinu og í sjónvarpi, er komin í formlegt ferli hjá starfs- fólki nefndarinnar. Elfa Ýr Gylfa- dóttir, framkvæmdastjóri Fjöl- miðlanefndar, segir að málið fari fyrir nefndina á næsta fundi. Í málsmeðferðarreglum Fjölmiðla- nefndar segir að starfsmenn skuli afla sjónarmiða fjölmiðilsins sem kvörtunin beinist að. Síðan tekur Fjölmiðlanefnd ákvörðun í málinu eða gefur álit. Í ákvörðun getur fal- ist sekt. Ekki fengust viðbrögð Rík- isútvarpsins við kvörtun Símans, þegar eftir þeim var leitað í gær. Kvörtun Símans í formlegu ferli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.