Morgunblaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Ágreiningur er á milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka vegna kostnaðar við grundun eða undir- stöður fjölnota íþróttahúss í Vetrar- mýri í Garðabæ. Verkið hefur tafist vegna jarðvegsaðstæðna, en unnið er að lausn málsins. Gunnar Einars- son, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að m.a. sé deilt um eiginleika mýrar- innar og þau gögn sem lágu fyrir á tilboðstíma. Sigurður R. Ragnars- son, forstjóri ÍAV, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki forsendubrestur Fjallað var um málið á fundi bæj- arráðs Garðabæjar í gær og gerði Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildar- stjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ, grein fyrir forsendum útboðs og gögnum sem lágu fyrir á tilboðstíma. Einnig fór hún yfir tímalínu vegna samskipta við verk- taka og ágreining um grundun húss- ins. Andri Árnason lögmaður gerði nánari grein fyrir ágreiningi í mál- inu út frá lögfræðilegum sjónar- miðum og fór yfir rök fyrir niður- stöðu um að ekki væri fyrir hendi forsendubrestur í málinu, m.t.t. fyr- irliggjandi ráðgjafar varðandi jarð- tæknileg atriði. Andri lýsti þeirri skoðun að rétt væri á þessu stigi, m.t.t. sérfræðiráðgjafar verkfræð- inga o.fl., að hafna kröfu verktaka um viðbótarkostnað vegna grund- unar hússins, að því er segir í fund- argerð bæjarráðs. Kostar rúma fjóra milljarða Skóflustunga að íþróttahúsinu var tekin 3. maí í fyrra og var gert ráð fyrir að verklok yrðu í apríl á næsta ári. Húsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innan- húss auk upphitunaraðstöðu ásamt stoðrýmum alls að flatarmáli um 18.200 fermetrar. Samningsfjárhæð vegna byggingar hússins var rúmir fjórir milljarðar. aij@mbl.is Ágreiningur um að- stæður í Vetrarmýri  Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Garðabæ hafa tafist FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS WWW. S IGN . I S Formaður samninganefndar Reykjavík- urborgar segir að staðan í kjara- viðræðum við Eflingu sé erfið. Snúið sé að ná sátt um launakröfur þar sem þess sé krafist að launataxtar lægst launaða hópsins hækki um 50 þúsund krónum meira en þeirra stóru kvennastétta sem séu á hærri launum og vinni meðal ann- ars með þeim í leikskólunum. „Það er skýr afstaða þessara hópa að aldrei myndi nást sátt um það,“ segir Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Í mörg horn að líta í dag Samninganefndir Eflingar og Reykja- víkurborgar fara á fund hjá ríkis- sáttasemjara klukkan þrjú í dag. „Ég get lítið sagt um það fyrr en eftir fundinn. Við erum full samningsvilja, miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, en stað- an er mjög snúin,“ segir Harpa þegar hún er spurð hvort hún sé bjartsýn á ár- angur. Í dag er einnig fundað í samfloti opin- berra starfsmanna við ríki og sveitar- félög um styttingu vinnutíma hjá vakta- vinnufólki. Það er ein af kröfum Eflingar að gengið verði frá þeim málum. „Vinnunni hefur miðað vel áfram. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að sjást til lands en það skýrist betur á morgun [í dag],“ sagði Harpa í gær þegar hún var spurð að því hvort niðurstaða væri að nálgast. Virði verkfallsréttinn Spurð um áhrif verkfalls Eflingar á gang kjaraviðræðna segist Harpa ekki tjá sig um það. „Ég virði þeirra verkfalls- rétt. Staðreyndir málsins eru hins vegar þær að við þurfum að semja við fjöl- marga aðra hópa. Ég nefni stóra kvenna- hópa sem telja á sig hallað,“ segir hún. helgi@mbl.is „Staðan er mjög snúin“  Fulltrúi borgarinn- ar telur að ekki náist sátt við aðra hópa um kröfur Eflingar Hallur Már Hallsson Erla María Markúsdóttir Helgi Bjarnason Augljóst er að félagsmenn Efling- ar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru samstiga í kröfum sínum um betri kjör. Það sást á samstöðu- fundi félagsins í Iðnó í hádeginu í gær. Þaðan var gengið yfir í Ráð- húsið þar sem Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar, fór yfir mismuninn á kjörum borgarstjór- ans og almennra starfsmanna. „Hann er með 2,2 milljónir á mánuði. Hann fær fyrir það að sitja einn fund í klukkutíma næstum því jafnmikið og við fáum fyrir að vinna fulla vinnu í heilan mánuð,“ sagði Sólveig Anna fyrir nánast fullum sal. Undirtektir Eflingar- fólks voru fyrirsjáanlegar. „Púúú,“ var svarið. Verkfall Eflingar hjá Reykjavík- urborg stóð frá klukkan 12.30 í gær fram til miðnættis. Hafði það mest áhrif í leikskólum borgarinnar og þar með á daglegt líf fjölda fjöl- skyldna. Foreldrar þurftu að ná í börn sín áður en verkfallið hófst. Áætlað var að 3.500 börn þyrftu að vera heima eftir hádegið. Verkfallið bitnaði afar misjafnt á leikskólunum og fór eftir því hversu hátt hlutfall félagsmanna Eflingar er í leikskólunum. Það hafði mikil áhrif í leikskólanum Ár- borg í Árbæ. 43 af 54 börnum voru send heim og aðeins ellefu eftir í skólanum. Sigríður Þórðardóttir hefur verið leikskólastjóri á Ár- borg í 32 ár og þetta var í fyrsta sinn sem starfsfólk skólans leggur niður störf. „Þetta er rosalega skrítið, mað- ur eiginlega trúir þessu ekki. En eitthvað verður að gera, það þarf að breyta einhverju,“ segir Ingi- björg Birna Geirsdóttir, deildar- stjóri á Árborg, sem lagði niður störf í gær eins og um eitt þúsund félagsmenn Eflingar í leikskólum borgarinnar. Þarf sínar kjarabætur Sverrir Örn Guðnason var meðal hundraða foreldra sem sækja þurftu börn sín í leikskóla. „Auðvit- að viljum við að starfsfólk fái sínar kjarabætur. Þau eru á allt of lágum launum, það sjá allir,“ segir Sverr- ir sem þurfti að endurskipuleggja vinnudaginn vegna verkfallsins. Ef ekki semst verða áfram skæruverkföll hjá Eflingu, næst á morgun. Þá hefur verið boðað til ótímabundins verkfalls frá og með 17. febrúar. Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Samstaða Fjölmenni var á baráttufundi Eflingar í Iðnó þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, talaði. Síðan var stormað í Ráðhúsið. Morgunblaðið/Eggert Árborg Leikskólaliðar yfirgáfu vinnustaðinn klukkan 12.30 í gær. Samstiga í kröfum sínum  Verkfall Eflingar hafði mest áhrif í leikskólum Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.