Morgunblaðið - 05.02.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
Í umfjöllun skipulags- og sam-gönguráðs Reykjavíkurborgar
kom skýrt fram viðhorf meiri-
hlutaflokkanna til bílaumferðar.
Fjallað var meðal annars um gerð
fráreinar á Bústaðavegi til að létta
á umferð.
Þá bókaði meirihlutinn að ljóstværi „á tímum loftslagsbreyt-
inga að ekki er í boði að halda
áfram að setja meira fjármagn í
framkvæmdir sem skapa aukið
rými fyrir bílaumferð þar sem þær
framkvæmdir munu bæði skapa
aukna bílaumferð og auka losun á
CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna
ára verða umferðartafirnar á Bú-
staðavegi orðnar jafn langar og
þær voru fyrir framkvæmdina og
því er ekki um langtímalausn að
ræða“.
Langflestir borgarbúar nota bílasem samgöngumáta og þrátt
fyrir að ríki og borg hafi sett háar
fjárhæðir í það á síðustu árum að
reyna að færa fólk yfir í strætó hef-
ur það engu skilað.
Það hefur ekki heldur dregið úrbílaumferð að þrengja að
henni eins og gert hefur verið
markvisst í tíð núverandi meiri-
hluta borgarstjórnar. Ástæðan er
sú að fólk vill nota bíla.
En meirihlutinn vill það ekki ognotar nú þau falsrök að þetta
sé gert í þágu loftslagsins. Stað-
reyndin er þvert á móti sú að allar
þessar þrengingar auka útblástur,
enda eru bílar lengur á leiðinni á
þrengri götum og eyða að auki
meira eldsneyti í þessum hæga-
gangi í umferðinni.
Loftslagið leyfir
ekki bílaumferð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hilmir Jóhannesson,
mjólkurfræðingur,
hagyrðingur og leik-
skáld, lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á Sauð-
árkróki fimmtudaginn
30. janúar, 83 ára að
aldri. Hilmir var fædd-
ur á Húsavík 24. maí
1936. Foreldrar hans
voru Ása Stefánsdóttir
frá Skinnalóni á Mel-
rakkasléttu og Jóhann-
es Ármannsson frá
Hraunkoti í Aðaldal.
Eftirlifandi eiginkona
Hilmis er Hulda Jóns-
dóttir en þau gengu í hjónaband 27.
desember árið 1957. Eignuðust þau
þrjú börn, Guðrúnu, Jóhannes og
Eirík.
Hilmir og Hulda bjuggu á Húsa-
vík til ársins 1964 en fluttu þá í
Borgarnes. Á Sauðárkróki hafa þau
búið síðan 1971.
Hilmir lærði mjólkurfræði í Dan-
mörku og starfaði sem slíkur á
Húsavík, í Borgarnesi og á Sauð-
árkróki. Eftir að hann hætti sem
mjólkurfræðingur var hann starfs-
maður Sjúkrasamlags Sauðárkróks
og bókavörður á sjúkrahúsinu en
starfaði eftir það með Huldu við
barnagæslu.
Hilmir sat í bæjar-
stjórn Sauðárkróks
fyrir K-listann í tvö
kjörtímabil, 1990-1994
og 1994-1998. Hann
var einnig stjórnar-
formaður Sauðár-
króksveitna í allmörg
ár.
Hilmir var afkasta-
mikill hagyrðingur og
leikskáld og samdi
mörg leikrit og revíur.
Eitt af þekktustu leik-
ritum hans er Slátur-
húsið hraðar hendur,
sem var fyrst sett upp
á Borgarnesi árið 1968. Meðal ann-
arra leikrita eru Gullskipið kemur,
sem sýnt var af Leikfélagi Akureyr-
ar 1974, og Tímamótaverk, sem
Leikfélag Sauðárkróks setti upp
1991. Hann samdi einnig ógrynni af
tækifærisvísum og dægurlagatext-
um, þar á meðal Ort í sandinn.
Hilmir málaði ófáar myndir, stór-
ar og smáar og síðustu árin málaði
hann litlar vatnslitamyndir af lands-
lagi úr Skagafirði sem hann skrifaði
ljóð inn á, tengd myndefninu. Hilmir
var mikill veiðimaður og veiddi lax á
stöng í ám víða um land. Þá átti hann
báta í félagi við aðra á Sauðárkróki
og naut þess að róa til fiskjar.
Andlát
Hilmir
Jóhannesson
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
BEYOND NAKED
BÓMULLAR LÍNAN
FRÁWACOAL
Dásamlega mjúkar og
teyjanlegar bómullar
buxur í tveimur sniðum
(mjaðma eða mittis hæð)
Stærðir S-XL
Verð 2.990,- stk.
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verða
áþekkar þeim sem hefðu fallið til ef
eldri lög um veiðigjald hefðu verið
framlengd óbreytt. Það er í sam-
ræmi við markmið laganna. Kemur
þetta fram í skriflegu svari sjávarút-
vegsráðherra við fyrirspurn frá Þor-
steini Víglundssyni, þingmanni Við-
reisnar, um fjárhæð veiðigjalda út
frá mismunandi lögum.
Tekið er fram í svari ráðuneytisins
að ekki sé hægt að áætla fjárhæð
veiðigjalda fyrri fiskveiðiára sam-
kvæmt núgildandi lögum þar sem
ekki liggi fyrir allar forsendur, sér-
staklega upplýsingar um skattalegar
fyrningar veiðiskipa sem er nýr frá-
dráttarliður í reiknistofni.
Veiðigjald ársins 2017 var 6,2
milljarðar en það hefði orðið 9,3
milljarðar ef reikniformúla nýju lag-
anna hefði verið notuð. Þetta snýst
við árið 2018. Þá var álagt veiðigjald
11 milljarðar en hefði orðið 8,7 millj-
arðar samkvæmt nýju lögunum.
Veiðigjald ársins 2019 verður um
7,4 milljarðar kr. en gjald fiskveiði-
ársins 2018-19 hefði orðið 11,7 millj-
arðar samkvæmt gömlu lögunum.
Gjaldið í ár er áætlað 4,9 milljarðar í
fjárlögum en það hefði orðið 2,75
milljarðar fyrir veiðiárið 2019-20,
samkvæmt gömlu lögunum. Veiði-
gjaldið fyrir fiskveiðiárið 2020-21
hefði orðið 3,8 milljarðar kr. skv.
gömlu lögunum. helgi@mbl.is
Veiðigjaldið áþekkt því sem orðið hefði
Nýju lögin skila svipuðum tekjum af veiðigjaldi og þau gömlu hefðu gert
Morgunblaðið/Hari
Afli Þorskurinn skilar ríkinu vel.