Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
VIÐTAL
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þjóðfélagið er sífellt að breytast og í
því sambandi er eftirtektarvert hvern-
ig kröfugerð í viðræðum um gerð
nýrra kjarasamninga hefur breyst,“
segir Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra. Í því embætti er hlut-
verkið meðal annars að leggja stóru
línurnar í kjaraviðræðum ríkisins við
opinbera starfsmenn. Þar hefur verið
þjarkað án árangurs í langan tíma og
huga samtök nokkurra þeirra stétta
sem vinna hjá ríkinu nú að verkföllum.
Bjarni segist þó vongóður um að
samningar náist í tíma, en Morgun-
blaðið tók á honum hús í fjármálaráðu-
neytinu í Arnarhvoli í gær, hvar farið
var yfir stöðu þjóðmálanna.
Há laun draga úr
samkeppnishæfni
„Eftir miklar launahækkanir á und-
anförnum árum snúast kröfurnar í
kjaraviðræðum nú í auknum mæli um
vinnutíma. Með sömu launum en færri
stundum á vinnustað vill fólk geta
rækt sitt fjölskyldulíf sem er eðlileg
krafa. Ég er vongóður um að í viðræð-
unum við ríkið náist þarna lending sem
allir geti verið sáttir við,“ segir Bjarni
sem bætir við að staðreyndir nú geri
málin býsna krefjandi. Bæði þurfi að
auka framleiðni og skapa meiri verð-
mæti.
„Þegar öllu er á botninn hvolft gilda
hér ákveðin lögmál, líkt og annars
staðar, sem við getum ekki skotist
undan. Við getum ekki fengið allt í
senn; hæstu launin, mesta kaupmátt-
inn, stysta vinnutímann og um leið
samkeppnishæfasta atvinnulífið. Við
höfum hækkað laun verulega undan-
farin ár, það hefur dregið úr sam-
keppnishæfninni og það birtist okkur í
meira atvinnuleysi og lægra fjárfest-
ingarstigi atvinnulífsins. Þetta er viss
ógn við hagvöxt næstu missera sem við
þurfum að fást við. Auknar fjárfest-
ingar hins opinbera munu hjálpa en við
verðum einnig að huga að starfsskil-
yrðum fyrirtækjanna.“
Á síðustu mánuðum hefur ríkið gert
kjarasamninga við allmörg félög op-
inberra starfsmanna, sem yfirleitt eru
í anda lífskjarasamninganna, sem und-
irritaðir voru fyrir tæpu ári. „Þegar við
horfum til baka munu þær ráðstafanir
sem teknar hafa verið í kjaramálum á
undanförnum misserum teljast merki-
legar og að þar hafi verið teknar stórar
ákvarðanir fyrir framtíðina. Dregið
hafi verið úr áherslu á nafnlaunahækk-
anir og í lífskjarasamningunum hafi sú
breyting verið gerð að miða svigrúm til
launahækkana og persónuafslátt í
skattkerfinu við landsframleiðslu og
vöxt hennar. Stóru viðfangsefnin í
kjaraviðræðum nú eru að auka lífsgæði
fólks og ekki er lengur rætt jafn mikið
um tryggja sig gagnvart verðbólgunni,
eins og lengi var lykilatriði.“
Engir óvæntir vinningar
Á fundum Sjálfstæðisflokksins sem
nú standa fyrir dyrum stendur til að
hitta fólk að máli og heyra viðhorf þess.
Sérstaklega verður horft til atvinnu-
rekstrarins og fólk þar hvatt til dáða.
Segir Bjarni mikilvægt nú að beita
þeim stjórntækjum sem tiltæk eru til
að hagvöxtur haldist heilbrigður. Sér-
staklega þurfi að huga að nýsköpun og
smærri fyrirtækjum, enda skapi þau
flest störfin.
„Hagkerfið náði mestu skriði árið
2016. Síðan þá hefur smám saman
hægt á og jafnhliða því verið dregið úr
aðhaldi hins opinbera með því að gefa
afgang af ríkisrekstri eftir. Atvinnu-
leysi er að aukast og það er alveg ljóst
að þjóðarbúið fær engan óvæntan
vinning eins og gerðist hér fyrst eftir
hrun með fjölgun ferðamanna, makríl
og erlendum fjárfestingum. Þvert á
móti; nú er ekki veidd loðna annað árið
í röð, minna er umleikis í ferðaþjón-
ustu og eftir miklar launahækkanir
síðustu ár eru vísbendingar um að
verulega hafi dregið úr samkeppn-
ishæfni Íslands. Við erum komin í allt
aðra tíma og aðstæður og þurfum því
að hvetja fólk til dáða og skapa því ný
tækifæri.“
Hreyfanleiki vinnuaflsins minni
Frá atvinnurekendum heyrist að
tryggingagjaldið sem greitt er til rík-
isins og er 6,35% af heildarlaunum
starfsfólks sé of hátt og íþyngjandi.
Bjarni segist þekkja vel til þessara
sjónarmiða en leggur jafnframt
áherslu á að tryggingagjaldið sé að
lækka – nú um áramótin um 0,25%.
Séu málin skoðuð yfir lengra tímabil sé
lækkunin meiri og þar muni um tugi
milljarða króna fyrir fyrirtækin.
„Stóra málið er að laun hafa hækkað
mikið á undanförnum árum og það er
fyrst og fremst launaliðurinn sem er
íþyngjandi. Lækkun tryggingagjalds
um hálft prósentustig skiptir miklu en
ekki sköpum á meðan launhækkanir
eru 6-8% á ári eins og átti við und-
anfarin ár. Meðal þess sem trygginga-
gjaldið fjármagnar eru atvinnuleys-
isbætur og greiðslur í fæðingarorlofi
og í þessu hvoru tveggja hafa réttindi
verið stórlega bætt að undanförnu fyr-
ir utan aukin réttindi í almannatrygg-
ingum. Samt höfum við lækkað gjald-
ið. Það er áhyggjuefni hve margir
aðfluttir eru atvinnulausir nú. Við höf-
um styrkt öryggisnet atvinnulausra.
Eftir hrun fóru margir sem flutt höfðu
til landsins til að fá vinnu aftur til
heimalands síns, en líkur eru á því að
hreyfanleiki vinnuaflsins nú sé minni.
Ein af ástæðum þess er vafalítið að
gjaldmiðill okkar hefur ekki gefið eftir
í líkingu við það sem gerðist í síðustu
niðursveiflu.“
Höldum ótrauð áfram
Að undanförnu hefur fylgi Sjálf-
stæðisflokksins gjarnan verið á bilinu
22-23% og telur formaðurinn að á
miðju kjörtímabili í þriggja flokka
stjórn sé það ekki óvænt. Í tvennum
síðustu alþingiskosningum hafi flokk-
urinn t.d. fengið talsvert meira fylgi en
kannanir bentu til. „Ég gef lítið fyrir
skoðanakannanir á miðju kjörtímabili.
Ekki þarf að líta langt aftur til að sjá
að slíkt hefur enga merkingu. Við
höldum því ótrauð áfram og hlökkum
til að eiga samtal við fólkið í landinu á
fundum á næstunni,“ segir Bjarni
Benediktsson að lokum.
Við fáum ekki óvænta vinninga
Áskoranir í hagstjórn og aðstæður breyttar Kröfur um lífsgæði áberandi í kjarsamningum
Huga þarf að nýsköpun og stöðu smærri fyrirtækja Fylgi Sjálfstæðisflokksins nú er ekki óvænt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjármálaráðherra Hvetja þarf fólk til dáða og skapa því ný tækifæri, segir Bjarni Benediktsson.
Í DAG, MIÐVIKUDAGINN 5. FEBRÚAR KL. 8.30-11.30
Í HÖRPU – NORÐURLJÓSUM
MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2020
Dagskrá og skráning á vef SA: www.sa.is
SKÖPUN
Núverandi ríkisstjórn
sem Vinstri grænir,
Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsókn standa að
tók við í nóvemberlok
2017. Bjarni Benedikts-
son segir að milli for-
ystufólks flokkanna ríki
traust og gangi vel að
ná málamiðlunum í
helstu álitaefnum.
„Við þurftum að hafa
þroska til að vinna úr
þeim aðstæðum sem úr-
slit kosninga færðu okk-
ur. Eftir síðustu kosningar var tveggja flokka ríkisstjórn ekki í boði og
mér fannst þá sem Sjálfstæðisflokknum bæri skylda til þess að skapa
stöðugleika. Núverandi stjórnarandstaða er tvístruð og það eykur ekki
jafnvægi í stjórnmálum á Íslandi að flokkum haldi áfram að fjölga og svo
verður enginn þeirra kjölfesta,“ segir Bjarni og bætir við:
„Að stjórnarsamstarfið gangi vel mæli ég fyrst og fremst á því að tek-
ist hefur að skila heimilunum ávinningi. Í efnalegu tilliti hafa Íslendingar
sennilega aldrei haft það jafn gott og nú. Slíkt finn ég vel því margir
senda mér tölvupóst, ýmsa hitti ég á förnum vegi, úti í búð, á fundunum
og víðar. Fyrir stjórnmálamann er afar mikilvægt að vera í góðu sambandi
við fólk og ræða við það um hugðarefni þess. “
Ávinningur til heimilanna
GOTT SAMSTARF Í RÍKISSTJÓRN OG GAGNKVÆMT TRAUST
Heimsókn Bjarni Benediktsson kynnti sér stöðuna
við byggingu nýs Landspítala í gær og ræddi við fólk.
Morgunblaðið/Eggert