Morgunblaðið - 05.02.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 05.02.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Stykkishólmi | Snæfell, félag smábáta- eigenda á Snæfellsnesi, hélt nýlega fund í Stykkishólmi um grásleppu- veiðar. Veiðarnar eru mikilvæg at- vinnugrein í Hólminum og þar er landað mestu magni af grá- sleppu á Íslandi. Nú stendur til að gjörbreyta reglu- gerð um veiðarn- ar, meðal annars er fyrirhugað að fækka netum verulega. Hingað til hefur veiðunum verið stjórnað frá ári til árs, með mismun- andi fjölda daga og neta. Að vonum eru skiptar skoðanir meðal grásleppu- sjómanna um breytingarnar og hags- muni. Á fundinn mættu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Axel Eyfjörð Friðriksson, gæðastjóri hjá Vigni G. Jónssyni ehf., og Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóri Icelandic Sustainable Fisheries. Kristján Þór gerði grein fyrir hug- myndum sínum um breytingar á grá- sleppuveiðum. Tímarnir væru breytt- ir og taka yrði tillit til þess. Núverandi stjórnun væri barn síns tíma miðað við þær kröfur sem nú væru gerðar til veiðanna, hráefnis og sölumála. Fram að þessu hafa grásleppusjómenn reynt að afla sem mest þá daga sem þeim er úthlutað. Kvótasetning til framtíðar Ráðherra var afdráttarlaus á þeirri skoðun að til framtíðar bæri að kvóta- setja veiðarnar. Markmiðið með því væri að koma á ábyrgri stjórn á grá- sleppuveiðar, hagkvæmari útgerð og meira atvinnuöryggi þeirra sem stunda veiðarnar. Með kvótasetningu myndu sjómenn stýra veiðum sínum betur til að forðast meðafla eins og t.d. landsel. Ráðherra lagði áherslu á að líta á grásleppuveiðar og vinnslu sem al- vöruatvinnugrein sem nú skilar þjóð- arbúinu um þremur milljörðum króna í útflutningstekjur. Hann sagði vilja sinn að leiða breytingarnar í gegn með sem mestri sátt við sjómenn. Breyt- ingar væru ekki settar fram af illvilja heldur til að styrkja atvinnugreinina í heild svo hún væri hagkvæm og skil- aði sem mestum verðmætum. 15% hærra verð með vottun Axel Eyfjörð og Kristinn ræddu um sölumálin og sögðu að varðandi er- lenda kaupendur skipti öllu máli að veiðarnar hefðu MSC-vottun. Grá- sleppuveiðar misstu MSC-vottun fyrir nokkrum árum vegna mikils meðafla, einkum landsels. Með breyttum hugs- unarhætti og ábyrgari stjórnun væru gefnar vonir um að fljótt yrði hægt að uppfylla skilyrði til að fá vottun MSC að nýju. Grænlendingar og Norðmenn eru með slíka vottun og er talið að þeir fái um 15% hærra verð fyrir grá- sleppuhrogn. Það munar um það! Að loknum erindum framsögu- manna urðu líflegar og fræðandi um- ræður. Fundarmenn lögðu margt til málanna, enda flestir með áralanga reynslu af grásleppuveiðum. Lögðu þeir m.a. áherslu á að svæðaskipting veiðanna yrði eins og verið hefði til að jafna veiðina kringum landið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þétt setið Fundurinn um veiðar á grásleppu var haldinn í Ráðhúsinu í Stykkishólmi og var vel sóttur. Miklar breytingar fyrirhug- aðar á grásleppuveiðum  Fjölmennur fundur með ráðherra í Stykkishólmi Kristján Þór Júlíusson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Endurupptökunefnd hefur sam- þykkt beiðni manns um að mál gegn honum verði tekið fyrir á ný fyrir dómstólum. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir hylmingu í Héraðsdómi Suðurlands í desem- ber 2016 fyrir að hafa keypt átta málverk á árunum 2012-2013 og Porsche 911 Carrera bifreið. Hvort tveggja geymdi hann í félagi við annan mann þrátt fyrir að honum hefði mátt vera ljóst að umræddir gripir væru stolnir. Brotin voru framin erlendis. Maðurinn óskaði eftir því í mars 2017 að málið yrði tekið fyrir að nýju. Því hafnaði endurupptöku- nefnd í nóvember sama ár. Í kjölfar- ið höfðaði maðurinn mál gegn ís- lenska ríkinu og með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí 2019 var úrskurður endurupp- tökunefndar felldur úr gildi. Í beiðni sinni um endurupptöku bendir maðurinn á verulegan ágalla á meðferð málsins sem sneri að birt- ingu ákæru. Hafi hann ekki fengið réttláta málsmeðferð. Jafnframt bendir hann á að í sakamálinu hafi löglærður aðstoðarmaður dómara dæmt hann en ekki dómari. Engin heimild sé í lögum fyrir slíkri með- ferð máls. Héraðsdómur féllst á þá röksemd að lögmæt birting ákæru hefði ekki farið fram þegar mál ákæruvaldsins var dómtekið á hend- ur manninum og því hafi ekki verið skilyrði til að dæma í því að honum fjarstöddum. Endurupptökunefnd úrskurðaði því í annarri atrennu að fallast bæri á beiðni mannsins um endurupptöku málsins. Kostnaður mannsins, 100 þúsund krónur auk virðisaukaskatts, skal greiddur úr ríkissjóði. Stolin málverk aftur fyrir dóm  Var dæmdur í sex mánaða fangelsi Morgunblaðið/Þór Héraðsdómur Reykjavíkur Sneri við úrskurði endurupptökunefndar. Framkvæmdir við brú yfir Foss- vog og landfyllingu beggja vegna eru ekki taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverf- isáhrif og séu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun óskaði um- sagnar Umhverfisstofnunar um verkefnið og í henni kemur fram að framkvæmdin muni hafa veru- lega jákvæð áhrif með tilliti til al- menningssamgangna og vistvænna samgangna á milli Reykjavíkur og Kópavogsbæjar. Áhrif á ásýnd geti talist talsvert neikvæð en stað- bundin og áhrif á samfélag séu neikvæð með tilliti til siglinga og sjósunds. Áætlað er að leggja 270 metra langa brú yfir Fossvoginn, sem tengir norðurenda Bakkabrautar á Kársnesi við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur. aij@mbl.is Yfir Fossvog Brúin er ætluð fyrir almenningssamgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs auk hjólandi og gangandi umferðar. Framkvæmdir við Fossvogsbrú ekki matsskyldar Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Starfsmannamyndir fyrir öll fyrirtæki og stofnanir Skjót og hröð þjónust a Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Við kynnum • Nýja glæsilega vorlínu 2020 • Nýja liti í varalitablýöntum og Rouge Allure Velvet varalitum • Nýtt Le Lift krem og augnkrem Gréta Boða verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf CHANEL KYNNING í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 5. og 6. febrúar 20% afsláttur af CHANEL vörum kynningardagana Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.