Morgunblaðið - 05.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hyggst rifta kaup-
samningi sem gerður var um eignina
Grandagarð 2, oftast nefnt Alliance-
húsið. Tillaga skrifstofu borgar-
stjóra og borgarritara þessa efnis
var lögð fyrir borgarráð á fimmtu-
daginn en afgreiðslu málsins var
frestað. Jafnframt var óskað eftir
heimild borgarráðs til að hefja við-
ræður við það félag sem átti næst-
hæsta boð í eignina.
Reykjavíkurborg stóð fyrir hug-
myndasamkeppni um uppbyggingu
á Grandagarði 2 og var hún auglýst
27. ágúst 2018. Meðal þeirra sem
buðu í var Alliance þróunarfélag
(síðar Alliance Grandi ehf.) og skor-
aði það hæst í matslíkani sem lagt
var til grundvallar.
Borgarráð samþykkti 28. nóvem-
ber 2019 kaupsamning við Alliance
þróunarfélag og var kaupverðið 900
milljónir. Að Alliance-hópnum stóðu
fjárfestinga- og þróunarfélögin M3
Capital, eigandi Örn Kjartansson,
og Eldborg Capital, eigandi Brynj-
ólfur J. Baldursson. Hönnuðir að til-
lögu þeirra voru THG arkitektar og
Argos arkitektar.
Samkvæmt kaupsamningi átti
fasteignin Grandagarður 2 að af-
hendast 15. janúar 2020 og á sama
tíma átti kaupandi að greiða fyrstu
greiðslu, 90 milljónir. Afhending
eignarinnar fór ekki fram þar sem
greiðslur bárust ekki og í framhaldi
var lagt til við borgarráð að rifta
kaupsamningi, samkvæmt upplýs-
ingum frá Reykjavíkurborg.
Í greinargerð skrifstofu borgar-
stjóra og borgarritara, þegar gengið
var frá sölunni í nóvember í fyrra,
kom fram að áætlað var að ganga frá
henni í apríl. Það dróst, m.a. vegna
gjaldþrots WOW air, „og hafa fjár-
festingar til ferðaþjónustuverkefna
dregist verulega saman vegna
óvissu“. Hæstbjóðendur í húseign-
ina Grandagarður 2 hugðust m.a.
byggja þar upp hótel og hefði þetta
haft veruleg áhrif. Til stóð að þýsk
hótelkeðja myndi standa að rekstr-
inum.
Félagið Skipan átti næsthæsta til-
boð í eignina, 650 milljónir. Hyggst
borgin nú ganga til samninga við fé-
lagið um kaupin.
Fram kemur í gögnum Reykjavík-
urborgar að reynslumikill hópur ein-
staklinga standi að baki Skipan. Þeir
eru Gísli Hauksson hagfræðingur,
Arnar Hauksson húsasmíðameistari
og Guðmundur Kristján Jónsson
borgarskipulagsfræðingur.
Alliance-húsið er steinsteypuhús,
2.000 fermetrar, byggt á árunum
1924 til 1925, eftir teikningum Guð-
mundar H. Þorlákssonar húsameist-
ara. Húsið er talið hafa mikið bygg-
ingarlistarlegt gildi, enda er það
friðað.
Reykjavíkurborg festi kaup á hús-
inu árið 2012 fyrir 340 milljónir. Árið
2017 var samþykkt deiliskipulag fyr-
ir lóðina. Samkvæmt því verða ný-
byggingar heimilar á lóðinni sem
geta orðið alls 4.200 fermetrar.
Riftir sölunni á Alliance-húsinu
Greiddu ekki á umsömdum tíma Reisa átti hótel á lóðinni Samið við þann næsta í röðinni
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Grandagarður 2 Sögufrægt hús sem er friðað. Með í kaupunum fylgir byggingarréttur á lóðinni, alls 4.200 fermetrar.
Vinnumálastofnun bárust þrjár til-
kynningar um hópuppsagnir í ný-
liðnum janúarmánuði. Samkvæmt
upplýsingum á
vef Vinnu-
málastofnunar
var samtals 95
starfsmönnum
sagt upp störfum
í hópuppsögnum í
mánuðinum. Þar
af voru 38 starfs-
menn í fiskeldi en
tekið er fram að
þar verður öllum
boðið starf aftur, 32 störfuðu í flutn-
ingum og 25 starfsmenn í upplýs-
ingum og fjarskiptum var sagt upp í
hópuppsögnum samkvæmt tilkynn-
ingum sem bárust Vinnumálastofn-
un. Flestar þessara uppsagna koma
til framkvæmda í maí á þessu ári.
Fram hefur komið að á síðasta ári
barst Vinnumálastofnun alls 21 til-
kynning um hópuppsagnir, þar sem
1.046 manns var sagt upp störfum,
misstu flestir vinnuna í flug- og
flutningastarfsemi.
95 manns sagt upp
í hópuppsögnum
Þrjár tilkynningar
um hópuppsagnir.
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Vegagerðin hefur samið við danska
dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen
A/S um dýpkun í Landeyjahöfn
bæði í febrúar og mars.
Björgun ehf. hefur annast dýpk-
un í Landeyjahöfn samkvæmt
samningi vor og haust og í nóv-
ember var samið um viðbótardýpk-
un frá nóvember og út janúar. Sam-
kvæmt upplýsingum. G. Péturs
Matthíassonar, upplýsingafulltrúa
Vegagerðarinnar, hefur nú verið
ákveðið í ljósi reynslunnar í fyrra
að reyna að hefja vinnu við dýpkun
í febrúar og út marsmánuði eða
fram að þeim tíma þegar umsamin
vordýpkun tekur við, í því augna-
miði að geta opnað höfnina fyrr. Því
var samið við danska dýpkunarfyr-
irtækið en um tilraunaverkefni er
að ræða þar sem beitt verður öðru
vísi aðferðum en hingað til, sem
gætu mögulega skilað betri árangri.
Í stað þess að dæla sandinum upp
og sigla með hann út fyrir strönd-
ina verður reynt að dæla í straum-
inn og láta efnið berast burt með
honum.
Samningurinn við danska fyrir-
tækið gildir um dýpkun frá 15.
febrúar út marsmánuð þegar um-
samin vordýpkun tekur við og mun
Björgun ehf. sinna þeirri dýpkun
vor og haust samkvæmt núverandi
samningi.
Rohde Nielsen A/S er vel þekkt
Danskt skip
annast dýpkun
í tvo mánuði
Morgunblaðið Hallur Már Hallsson
Landeyjahöfn Samið hefur verið við Rohde Nielsen A/S um dýpkun, sem mun hefjast handa nú í febrúarmánuði.
fyrirtæki á þessu sviði og mun það
nota dýpkunarskipið Trud R við
dýpkunina í Landeyjahöfn. Í um-
fjöllun á vef Vegagerðarinnar segir
að staða dýpis í Landeyjahöfn sé
óvenjugóð um þessar mundir miðað
við árstíma og reynslu liðinna ára.
Þá hefur veður og sjólag heimilað
siglingar í Landeyjahöfn síðustu
daga. ,,En nú skiptir sköpum að
nýja skipið á mun auðveldara með
siglingar í Landeyjahöfn og ljóst að
nýi Herjólfur hefur siglt mun oftar
til hafnarinnar en Herjólfur III.
hefði getað,“ segir þar. omfr@mbl.is
Nota á nýjar aðferðir í Landeyjahöfn
Hægt verði að opna höfnina fyrr