Morgunblaðið - 05.02.2020, Page 13

Morgunblaðið - 05.02.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Maesaiah Thabane, eiginkona Thom- as Thabane, forsætisráðherra Lesótó, var í gær ákærð fyrir mögulega aðild sína að morðinu á Lipolelo Thabane, fyrri eiginkonu ráðherrans. Gaf Maesaiah sig fram við lögregluyfir- völd í gær eftir að ákæran var gefin út, og var hún sett í gæsluvarðhald. Paseka Mokete, aðstoðarlögreglu- stjóri í Lesótó, sagði við fjölmiðla að átta aðrir hefðu einnig verið ákærðir fyrir morðið og að rannsókn málsins væri lokið. Sagði Mokete að lögreglan hefði „sterkan málatilbúnað“ á hend- ur ráðherrafrúnni. Segist ætla að segja af sér Thomas, sem er áttræður, og Lipo- lelo voru að ganga í gegnum erfiðan skilnað þegar hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í höfuðborginni Maseru í júní 2017, tveimur dögum áður en Thomas tók við embætti for- sætisráðherra. Thabane hefur boðist til að segja af sér embætti vegna málsins, en hefur ekki enn sett dagsetningu á afsögn sína. Hann hefur verið sakaður um að hafa beitt áhrifum sínum til að hamla rannsókn málsins. Ráðherrafrúin ákærð fyrir morð  Níu bendlaðir við morðmál í Lesótó AFP Morðmál Thomas Thabane greiðir atkvæði í kosningunum 2017. Eigin- kona hans var myrt stuttu síðar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Villa í snjallsímaforriti olli því að ekki var hægt að birta niðurstöður kjör- funda demókrata í Iowa í fyrrinótt. Töfðust niðurstöðurnar því um meira en sólarhring og birtust fyrstu tölur um tíuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma. Pete Buttigieg, fyrrverandi bæj- arstjóri í South Bend í Indiana-ríki, beið ekki eftir niðurstöðunum til þess að lýsa yfir sigri, en hann sagði upp- lýsingar framboðs síns benda til þess að hann myndi halda til New Hamp- shire, þar sem næstu forkosningar fara fram, sem sigurvegari. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders var einnig sigurreifur og sagðist viss um að framboð hans hefði fengið góðan stuðning í Iowa. Þegar greint var frá fyrstu töl- um í ríkinu um tíuleytið í gærkvöldi reyndist Buttigieg hafa hlotið 26,9% þegar búið var að telja 62% atkvæða. Sanders, sem hafði fengið mest fylgi í skoðanakönnunum í aðdraganda kjörfundanna, var þar í öðru sæti með 25,1% fylgi. Biden í fjórða sæti Joe Biden, fyrrverandi varafor- seti, sem til þessa hefur verið talinn sigurstranglegastur af öllum fram- bjóðendum, var hins vegar í fjórða sætinu samkvæmt fyrstu tölum, með 15,6%, en Elizabeth Warren endaði með 18,3% fylgi. Vandræðagangurinn í talning- unni olli miklu fjaðrafoki í gær, og nýtti Donald Trump Bandaríkja- forseti tækifærið til þess að hæðast að Demókrataflokknum. Sagði Trump að hann væri sá eini sem gæti lýst yfir „sigri“ í gær en hann hlaut 98% atkvæða í forvali repúblikana sem fram fór á sama tíma. Buttigieg efstur eftir fyrstu tölur  Tæknibilun tafði niðurstöður hjá demókrötum í Iowa  Trump forseti lýsti yfir „sigri“ sínum AFP Iowa Pete Buttigieg lýsti yfir sigri þó að niðurstaðan lægi ekki fyrir. Stjórnvöld í Singapúr, Malasíu og Taílandi staðfestu í gær að tilfelli kórónuveirunnar hefðu komið þar upp hjá fólki sem ekki hafði ferðast til Kína. Þá tilkynntu yfirvöld í Hong Kong um fyrsta dauðsfallið af völd- um veirunnar þar. Var þar um að ræða 39 ára gamlan karlmann, en fjölmiðlar í borginni sögðu hann hafa glímt við önnur undirliggjandi heilsufarsvandamál. Maðurinn smitaðist þegar hann var á ferð í Wuhan, borginni þar sem sjúkdómurinn kom fyrst upp, í síð- asta mánuði. 425 manns hafa nú látist í Kína af völdum lungnabólgufaraldursins, en tilkynnt var í gær að 64 til viðbótar hefðu látist í landinu. Er það hið mesta frá upphafi faraldursins. Þá hafa rúmlega 20.000 tilfelli verið staðfest innan landamæra Kína. Sjúkrahúsið sem kínversk stjórn- völd létu reisa á tíu dögum í borginni Wuhan tók á móti fyrstu sjúklingum sínum í gær. Sjúkrahúsið er með 1.000 sjúkrarúmum, en borgaryfir- völd hafa einnig látið breyta sýning- arsal, leikfimihúsi og safnahúsi í tímabundin sjúkrahús meðan á far- aldrinum stendur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, sagði að neyðarráðstafanir Kínverja hefðu opnað fyrir þann möguleika að koma í veg fyrir frek- ari útbreiðslu veirunnar, en kínversk stjórnvöld hafa sett á víðtækustu sóttkví sem sögur fara af, en millj- ónir manna eru nú í farbanni. Að mati WHO uppfyllir faraldurinn ekki enn þau skilyrði sem þarf til að hægt sé að kalla hann „alheimsfaraldur“. AFP Fyrsta andlátið í Hong Kong  Kórónuveiran borist til um 20 ríkja Faraldur Þessi sýningarhöll í Wuhan á nú að taka á móti sjúklingum. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is SkÍNaNdI LjÓSaÚRvAl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.