Morgunblaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Alla ævi hef ég hlustað á sögur og minningar frá æskuárum Hrefnu, mömmu og systkinanna sem og eldri frændsystkina minna í Snorrabrautarfjölskyldunni. Það eru forréttindi að að alast upp í stórfjölskyldu þar sem fjöl- skyldugildin eru skýr. Samvinna, samhugur, samhjálp eru allt hug- tök sem koma upp og amma Guð- munda var öflugur stjórnandi í anda þjónandi forystu og afi Sig- valdi var rekstrarstjóri stórheim- ilisins. Hrefna sagði oft að hún hefði látið hafa mikið fyrir sér sem barn, verið fremur óhlýðin, fram- hleypin, einstaklega forvitin og lá jafnvel í felum þegar slúðrað var yfir rjómakaffinu og lak svo sög- um á óheppilegum tíma. Hún sagðist hafa verið matvönd, lítill kroppur og veikluleg þannig að amma, sem tengdasynirnir líktu seinna við marskálk þegar hún hreinsaði út úr partýum, stóð greinilega ekki á sama um stúlk- una sína og gerði allt til að koma til móts við séróskir hennar, svo systkinum hennar þótti oft nóg um. Á upphafsárum lífsins blasti því skapgerð Hrefnu við. Hún hefur ávallt farið eigin leiðir, aldrei legið á skoðunum sínum og verið afar metnaðarfull í störfum sínum og athöfnum. Hrefna gat verið stríðin, sagði gjarnan sögur og leiddist ekki að leika. Hún var aðframkomin eftir fjölskylduheimsóknir á Snorró nú allra síðustu ár því ekkert var skemmtilegra en að leika við yngsta fólkið. Hrefna var ávallt smekkleg og lagði áherslu á að líta vel út. Hún var glæsileg en töffari. Hún var örlát á aðra, bæði á tíma sinn og fé, en oft spör á sjálfa sig. Hún var hagsýn og lunkin í fjármálum og góð fyrirmynd okkar yngri í því. Hrefna Iðunn Sigvaldadóttir ✝ Hrefna IðunnSigvaldadóttir fæddist 21. mars 1930. Hún lést 19. janúar 2020. Útför Hrefnu fór fram 29. janúar 2020. Hrefna naut ævi- starfs síns og hélt ávallt sýninni á mik- ilvægi náms og kennslu. Hún hafði sérstakan metnað fyrir stuðning við nemendur með námserfiðleika og margir eru henni þakklátir fyrir áhuga hennar og trú á að gefa öllum jöfn tækifæri. Hrefna hefur í áratugi reynst auka mamma og amma í stórfjölskyldunni og passað kyn- slóðir barna, hjálpað í námi, sagt sögur, leikið, stutt okkur, ferðast með okkur og tekið mikinn þátt í lífi okkar. Heimili ömmu og afa á Snorra- braut varð æviheimili Hrefnu og er nú eins og safn um líf og störf fjölskyldunnar í 80 ár. Hrefna bar mikla virðingu fyrir heimilinu og hefur litlu verið breytt í gegn- um tíðina. Hrefnu tókst að búa heima þrátt fyrir langt gengna heilabilun með dyggri aðstoð fjöl- skyldu, starfsmanna Heimaþjón- ustu Reykjavíkur, starfsmanna Sóltúns heima þar sem Ragn- heiður og samstarfsfólk skapaði gæðastundir sem gáfu lífinu til- gang, en ekki síst Birgis, á neðri hæðinni, sem hefur reynst henni ómetanlegur stuðningur. Lífssýn Hrefnu endurspeglast í orðum hennar sjálfrar er hún rifjaði upp athugasemdir sem gerðar voru við að kona væri skólastjóri: „Við gátum gert þetta alveg eins og þeir“. Hún var hugrökk og vissi að hún hafði reynslu og þekkingu sem gerði hana engu síðri en aðrir í starfið. Hrefna var fyrirmynd og frumkvöðull, áhugaverður kar- akter, ekki allra, mýktist með aldrinum, skemmtileg, glæsileg, ákveðin, þakklát og sjálfri sér samkvæm. Ég kveð Hrefnu með virðingu og þökk. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir Elsku Hrefna frænka mín, ömmusystir og vara-amma, nú er komið að kveðjustund. Hrefna gerði allt fyrir okkur, barnabörn systur sinnar. Hún hugsaði um okkur og dekraði eins og við værum hennar eigin. Minningarnar eru ótal margar enda eyddum við miklum tíma hjá henni á Snorrabrautinni. Hún kunni alveg á okkur og passaði að hún ætti alltaf eitthvað gott að narta í. Þegar hún sótti mig í skólann kom hún með karamel- lukleinuhring. Hún átti alltaf ís- blóm í frystinum sem við gátum borðað uppi í risi yfir Cartoon Network-glápi. Hún fór reglu- lega með okkur í ísbúð, á McDo- nalds eða Pizza Hut sem okkur þótti svo gaman. Þegar við vorum orðin aðeins eldri var Hrefna dugleg að fá okkur í að hjálpa sér með hin ýmsu verkefni og við nýttum skólafríin í að fægja silfrið, þrífa skrautmuni, bóna mublurnar, baka, sinna garðvinnu og jafnvel þrífa loft og veggi. Hrefnu þótti vænt um heimilið sitt og hafði skýra sýn á hvernig ætti að gera hlutina en treysti okkur þó alltaf fyrir öllu. Stundirnar sem við átt- um á Snorrabrautinni eru mér dýrmætar. Hún kenndi mér margt og sagði okkur ótal sögur af heimilinu og fjölskyldunni. Þannig fengum við að kynnast heimilislífinu þegar hún var yngri og þeim fjölskyldumeðlimum sem farnir voru fyrir okkar tíma. Ég kveð Hrefnu, auka-ömmu mína, með söknuði en einnig miklu þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ólafía Daðadóttir. Elsku Hrefna frænka mín er látin. Ég átti auka ömmu í Hrefnu en hún var ömmusystir mín. Hrefna var barnlaus en hugsaði um okkur systkinin eins og sín eigin ömmubörn og talaði oft um að hún væri varaamma okkar. Æskuminningar mínar af Snorrabrautinni eru ótalmargar enda var ég mikið þar sem barn. Þegar ég var enn á leikskóla vorum við stundum hluta úr degi á Snorrabrautinni. Hrefna sem var þá hætt að vinna, kenndi mér mér að lesa og skrifa ásamt ömmu sem líka var kennari. Þær notuðu við kennsluna gamlar skólabækur úr Breiðagerðisskóla og voru líka duglegar að útbúa handskrifuð verkefni sem mér þótti gaman að leysa. Á Snorrabrautinni mátti flest og það var auðvelt að fá Hrefnu til að kaupa það sem mann lang- aði í. Þegar ég var um 7 ára lang- aði mig mikið í ákveðið dót sem margir bekkjarfélagar mínir áttu en ég vissi ekki hvar það fékkst. Ég hafði heyrt að það fengist á götu sem mig minnti að væri Grensásvegur og sagði Hrefnu frá þessu. Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því en ég hef greinilega sannfært hana um að fara með mig á Grensásveg til þess að finna þetta dót. Ég held hún hafi farið inn í hverja einustu búð við götuna og spurt um dótið en það var ekki ein búð sem seldi neitt í líkingu við þetta enda var þar engin dótabúð og líklega voru 7 ára bekkjarsystkini mín ekki al- veg með þetta á hreinu. Mér finnst þessi saga lýsandi fyrir Hrefnu, hún vildi allt fyrir okkur gera en var sparsöm á sjálfa sig. Það var ekki leiðinlegt að fara í gistingu á Snorrabrautinni. Við fórum oft út að borða og komum svo heim og höfðum það huggu- legt með ísblóm uppi í risi og horfðum á sjónvarpið. Hrefna bjó svo til sögur sem hún sagði okkur fyrir svefninn en hún hafði mikið ímyndunarafl. Þegar ég var byrjuð í skóla eyddum við tíma hjá Hrefnu í skólafríum. Fyrir jólin fægðum við saman allt silfrið, þrifum allt hátt og lágt, bónuðum mublurnar og bökuðum smákökur. Á sumrin hjálpuðum við henni að laga garðinn, máluðum girðingar og við fengum frjálsar hendur með trjáklippurnar þó við værum enn ung að aldri. Hrefna var ákveðin og hafði sterka skoðun á því hvernig ætti að gera hlutina og sagði okkur mikið til, stundum tók það á en á sama tíma var hún dugleg að treysta manni og fela manni ábyrgð. Eftir að ég byrjaði að læra læknisfræði var gott að hafa Hrefnu stuttfrá, ég gat þá litið við í hádeginu eða eftir skóla, fengið eitthvað gott að borða eða skroppið í búð að versla fyrir Hrefnu. Hrefna átti langa ævi en síð- ustu árin fór að halla undan fæti þegar minnið brást henni. Heim- sóknunum fækkaði eftir því sem Hrefna varð veikari og hef ég saknað þess síðastliðið ár að geta ekki litið við á Snorrabrautinni. Nú verða heimsóknirnar ekki fleiri. Ég er einstaklega þakklát fyr- ir að Hrefna hafi átt svona stóran þátt í mínu lífi og mun ávallt hugsa með hlýju í hjarta til allra góðu minninganna. Elísabet Daðadóttir. Kveðja frá Rótarýklúbbi Borgarness Þjónusta ofar eig- in hag eru einkunnarorð Rótarý- hreyfingarinnar og afl hennar og styrkur byggist á óeigingjörnu framlagi og fórnfúsu starfi félag- anna. Einn af þessum fórnfúsu liðsmönnum sem með starfi sínu og framgöngu raungerði hug- sjónir Rótarý var elsti félagi okk- ar í Rótarýklúbbi Borgarness, Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri á Hvanneyri. Langri ævi, miklu og farsælu ævistarfi er lokið og hljóðlega ævisólin hnigin til við- ar. Hann gekk til liðs við Rótarý- klúbb Borgarness á haustmánuð- um árið 1967 og starfaði þar um þriggja áratuga skeið, þar til hann flutti úr héraði. Gegndi hann margvíslegum trúnaðar- og ábyrgðarstöðum fyrir klúbbinn og var m.a. forseti hans starfsárið 1974-75. Þá var hann heiðurs- félagi í klúbbnum til dauðadags. Magnús Óskarsson ✝ Magnús Ósk-arsson fæddist 9. júlí 1927. Hann lést 28. desember 2019. Útförin fór fram 22. janúar 2020. Magnús var mennt- aður búvísindamað- ur og helgaði Bændaskólanum á Hvanneyri starfs- krafta sína. Hann var virtur og dáður kennari og rann- sóknamaður og með sínu hógværa fasi og látlausa viðmóti ávann hann sér virðingu og traust samferðamanna sinna. Ná- kvæmni í vinnubrögðum og skil- virkni voru hans aðalsmerki. Þessara eiginleika hans nutum við Rótarýfélagar hans og öll þau mörgu verkefni, sem hann vann fyrir klúbbinn sinn, urðu til þess að efla og styrkja félagsskapinn og auðguðu samfélagið allt. Rót- arýklúbbur Borgarness á Magn- úsi margt upp að unna og fyrir það allt flytjum við hugheilar þakkir nú á kveðjustund og fjöl- skyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Rótarýklúbbs Borgar- ness, Margrét Vagnsdóttir, forseti. Veturinn 1962 til 1963 voru tíu búfræðingar við nám í Mennta- skólanum á Akureyri til undir- búnings náms við Framhalds- deild Bændaskólans á Hvanneyri. Undirritaður var einn þeirra. Guðmundur Jónsson skólastjóri og Magnús Óskarsson kennari heimsóttu okkur til að ræða málin og buðu í kaffi á Hót- el KEA. Ég var búfræðingur frá Hól- um og hafði því ekki áður haft kynni af Magnúsi. Framkoma hans og málflutningur á þessum fundi var með þeim hætti að mér fannst ég skynja að þarna færi maður, sem treysta mætti í hví- vetna og mikið væri í spunnið. Það reyndist rétt við nánari kynni og samstarf um áratuga skeið. Er til Hvanneyrar kom sá ég fljótlega að Magnús var þeim kostum gæddur að hafa áhrif án þess að láta mikið til sín taka. Hann var mjög jafnlyndur, hæfi- leiki sem kemur sér vel í mann- legum samskiptum. Reglusemi og snyrtimennska var honum í blóð borin. Í lok hvers dags var skrifborð hans án blaða og bóka og allt á sínum stað í hillunum. Jafnframt kennslunni var hann tilrauna- stjóri í jarðrækt á Hvanneyri frá 1955 til 1978 og leiðandi á lands- vísu á því sviði. Það var áreiðanlega ein af bestu ráðstöfunum Guðmundar Jónssonar skólastjóra að ráða Magnús til starfa. Þegar búfræðslulögin frá 1978 komu til framkvæmda og byggja þurfti upp kennslubúakerfi skól- ans var Magnús mikilvægur og góður liðsmaður. Þar kom sér vel hversu kunnugur hann var til sveita og þekktur af bændum. Fyrstu ferðirnar haustið 1980 fór hann með undirrituðum um sveit- ir Borgarfjarðar til að kynna þessa nýjung sem námsdvölin var og afla kennslubúa. Það var mannbætandi að vinna með Magnúsi og hafa hann sér við hlið. Oft bauð hann manni í kvöld- kaffi. Þá voru skólamálin rædd og stundum þjóðmálin, sem Magnús fylgdist vel með og hafði þar ákveðnar skoðanir. Hann var samvinnumaður. Honum voru umhverfismál mjög hugleikin, ræddi þau oft og var virkur á þeim vettvangi. Magnús lét af störfum á Hvanneyri árið 1996 og var hon- um haldið kveðjuhóf þar sunnu- daginn 21. júlí. Málverk af honum, þar sem hann stendur við kennarapúltið, var þá afhjúpað og afhent skól- anum. Það mun lengi halda á lofti minningu þessa mæta manns. Ég vil að leiðarlokum þakka Magnúsi samfylgdina, alúð hans og vináttu í minn garð. Minningin lifir og yljar okkur, sem eftir stöndum, um ókomin ár. Góður vinur er genginn, sem gott er að minnast. Blessuð sé minning hans. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. ✝ Helga KristínÁgústsdóttir fæddist 5. október 1926 í Æðey í Ísa- fjarðardjúpi. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands á Akranesi 2. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Sigurður Ágúst Elíasson yfir- fiskmatsmaður og Valgerður Kristjánsdóttir húsfrú. Hún var næstelst 9 systkina: Unnur, lést á 4. aldursári og var þá eina barn þeirra hjóna, Rann- veig Guðríður, látin. Helga Krist- ín, látin. Guðrún, látin. Elías, lát- inn. Guðmundur, látinn. Eftirlifandi systur eru þrjár: Olga, Ásgerður og Auður. Helga eignaðist tvö börn: Ágúst Alfreðsson, f. 1946, og Sig- ríði Ágústsdóttur, f. 1957. Stjúp- dóttir hennar er Karólína Þóra Ágústsdóttir, f. 1946. Helga giftist Ágústi Stefáns- syni loftskeytamanni, f. 1923, d. 2012. Helga ólst upp í Bolungarvík fram á unglingsár. Þá flutti fjölskyldan til Ísafjarðar og síð- ar til Akureyrar. Helga fór að vinna eins fljótt og ald- urinn leyfði, hún vann í bakaríinu á Ísafirði með skóla og síðan á símstöð- inni á Borðeyri. Helga fluttist suður þegar fjölskyldan flutti til Akureyrar. Í Reykjavík lærði hún til sím- ritara og loftskeytamanns og vann við það í nokkur ár. Hún vann á Ritsímanum og á Síma- skránni en þá voru ekki tölvur og öll nöfn og fyrirtæki skráð á litla strimla sem síðan var raðað sam- an handvirkt í stafrófsröð. Með starfinu hjá Símanum vann Helga í aukavinnu við rit- arastörf hjá Jóni Leifs tónskáldi og fór síðan í fullt starf sem skrif- stofustjóri á STEFi, Sambandi tónskálda og eigenda flutnings- réttar þar sem hún vann út sína starfsævi. Útförin fór fram í kyrrþey. Elsku nafna mín, nú ertu búin að kveðja. Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar kæra móðursystir. Ég man sérstaklega eftir þegar þú tókst á móti mér með hlýju þegar ég kom í heimsókn til þín að norðan sem barn - og fékk að dvelja hjá þér í nokkra daga í senn. Þú vildir vel og reyndist mér vel. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Þín systurdóttir, Helga Kristjánsdóttir. Helga systir var mjög söngvin. Hún söng hjá Sunnukórnum á Ísafirði undir stjórn Jónasar Tóm- assonar. Hún keypti sér líka gítar sem hún lærði að spila á hjá dömunum í Hjálpræðishernum á Ísafirði. Helga fór að vinna hjá Símanum á Ísafirði, þaðan lá leiðin í símstöð- una á Brú í Hrútafirði og síðan til Reykjavíkur. Helga var mjög starfsöm og var oft í 2 störfum. Hún vann hjá Stefi í fjölda ára við góðan orðstír. Helga reyndist mér og minni fjöl- skyldu vel alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín, kæra systir. Olga Ágústsdóttir. Helga Kristín Ágústsdóttir Ég kynntist Villa í gegnum Krissa bróður hans sem var að vinna hjá mér með skólanum, hann tók Villa með í aukaverk en Villi var þá að læra að verða málari. Síðan þá höfum við mikið unnið saman og oft sagt að ef annar okkar sást þá væri hinn skammt undan. Við deildum lengi lagerhús- næði á Esjumelum þar sem oft voru sagðar sögur yfir kaffibolla. Hann var alltaf tilbúinn að rétta manni hjálparhönd ef mann vant- aði aðstoð. Allt virtist leika í höndunum á Villa, hann gat gert við tæki, mál- að og smíðað hvað sem er og ef hann gat ekki klárað málið þá kallaði hann til bræður sína. Hann keypti oft bíla af trygging- unum og gerði við bíla í tóm- stundum uppi á lager. Á sumrin þegar mikið var að gera fundum við okkur stund milli stríða, oft var hringt undir kvöldmatinn, við skelltum okkur í Vilhjálmur Hún- fjörð Vilhjálmsson ✝ VilhjálmurHúnfjörð Vil- hjálmsson fæddist 23. september 1962. Hann lést 1. janúar 2020. Útför hans fór fram 15. janúar 2020. sturtu og fórum á Óperu og fengum okkur dýrindis veit- ingar. Við vorum vinnu- félagar og ferða- félagar, fórum til Grænlands, Beni- dorm og Bahama- eyja og skemmtum okkur konunglega. Eftirminnilegir eru veiðitúrarnir í Laxá á Ásum og Rangá og fluguveiði- ferðin til Grænlands. Ferðin til Bahamaeyja er sérstaklega eft- irminnileg, þar sem vélin beið eft- ir okkur úti á vellinum og fluglið- arnir skemmtu sér með okkur á ströndinni. Það héldu allir að við værum forríkir Íslendingar af því að vélin beið eftir okkur og okkur var þjónað sem konungum á með- an við skemmtum okkur á sjó- skíðum. Það geislaði alltaf af Villa og það vissu allir af því þegar hann gekk inn. Ein vinkona okkar tal- aði um hann sem kvikmynda- stjörnuna og þegar ég heyrði í fé- laga okkar um daginn þá vísaði hann í Don Johnson Íslands. Ég kveð með söknuði Villa vin minn sem kvaddi alltof fljótt. Votta Elmu, fjölskyldu og vinum Villa mína innilegustu samúð. Kristinn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.