Morgunblaðið - 05.02.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Stóra-Rimakot, Rangárþing ytra, fnr. 219-8735, þingl. eig. Kristín
Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, þriðjudag-
inn 11. febrúar nk. kl. 11:00.
Hemla 2, Rangárþing eystra, , fnr. 219-3099, þingl. eig. Vignir Siggeirs-
son og Lovísa Herborg Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Vátrygginga-
félag Íslands hf. og Arion banki hf., þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl.
12:00.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
4. febrúar 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg plás. Hreyfisalur-
inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Jóga
60+ með Grétu kl. 12.15 og13.30. Söngstund við píanóið með Helgu
kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Nánari upp-
lýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Opið hús, félagsstarf
fullorðinna, í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Stólaleikfimi með
Öldu Maríu og þorragleði. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Stóladans með Þóreyju kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Brids
kl. 12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógar-
manna kl. 13-14. Opið hús, t.d. vist og brids eða bíó. kl. 13-16. Hádeg-
ismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir
velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinna kl. 9-13.30. Bónusrútan kl. 13. Harmonikkuspil og
söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Slökun með Rás 1, kl. 9.45. Námskeið í tálgun kl. 9.30-12.
Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl.
14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Kyrrðarstund kl. 12, hádegisverður kl. 12.45,
félagsstarf kl. 13.45.
Bústaðakirkja Félagsstarfið verður á sínum staðfrá kl. 13-16. Spil,
handavinna og kaffið góða frá Sigurbjörgu, Kristín Ólafsdóttir frá
Hjálparstarfi Kirkjunnar kemur í heimsókn og segir frá starfi þess en
nú í ár er Hjálparstarfið 50 ára. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk
Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera í vinnustofu.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Púslum
saman kl. 9-16. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10.
Hádegismatur kl. 11.30. Kynning á nýjum vörum frá Öryggismiðstöð-
inni kl. 11.50. Zumba kl. 13. Tálgun kl. 13.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9. Postulínsmálun kl. 9.
Minigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10.30. Bókband kl. 13.
Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Myndlist kl. 13.30. Dans með Vita-
torgsbandinu kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar
og kaffi kl. 14.30-15.30 alla virka daga. Verið öll hjartanlega velkomin.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikfimi kl.7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 9.30.
Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 10.30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Leir
Smiðja Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba salur Ísafold kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong 9-10. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30.
Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-
16. Döff félag heyrnarlausra kl. 12.30-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn kennslutími, kl. 13
félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Guðríðarkirkja Þorrablót félagsstarfs eldri borgara í dag kl. 12. Byrj-
um á helgistund í kirkjunni, síðan verður farið inn í safnaðarheimili og
borðaður þorramatur. Maturinn kostar 2000 kr. Syngjum saman
skemmtileg þorralög. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Leifur Ragnar,
Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, gönguhópur kl. 10.30, postu-
línsmálun, kvennabrids og silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra
komna kl. 16 og 17. Línudans fyrir byrjendur kl. 18.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn
og allir velkomnir. Botsía kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30–12.30.
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12, línudans kl. 11, bingó
kl.13, handverk kl.13, Gaflarakórinnn kl. 16, pútt Hraunkoti kl. 10-11.30.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Frjáls spilamennska kl. 13.
Handavinnuhópur 13-16.
Korpúlfar Stjórnar- og nefndarfundur kl. 10. Glerlistanámskeið kl. 9.
Gönguhópar kl. 10 frá Borgum og í Egilshöll, keila í Egilshöll kl. 10.
Gaman saman í Borgum kl. 13 og Þorrablót Korpúlfa í kvöld í Borg-
um, húsið opnað kl. 18 og borðhaldið hefst kl. 19. Uppselt. Pálmar
Ólason leikur ljúfa tónlist og undir dansi. Minni kvenna, minni karla,
dansatriði og óvænt skemmtiatriði. Muna aðgangsmiðahappadrætti.
Qigong fellur niður.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og
13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum
kl.10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. timburmenn Valhúsaskóla kl.
13. Handavinna með leiðbeinanda á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi kl.
18.30. Minni á félagsvistina sem verður í salnum Skólabraut á morg-
un og kl.13.30 og skráninguna í ferðina þriðjudaginn 18. febrúar nk.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30,
stjórnandi Gylfi Gunnarsson.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Bíll með öllum mögu-
legum aukabúnaði
Skráður 10/2012, ný tímareim
(skipt í 152 þ.km. Framhjóladrif, 1,6
TDI, ekinn 153 þ.km. beinskiptur,
dökkbrúnn, leðurklæddur, rafmagn
í sætum, minni í sætum, stafrænt
mælaborð, dráttarbeisli, skynjarar
allan hringinn, álfelgur, navigation,
skjár með bluetooth og öllu
mögulegu, tölvustýrð miðstöð bæði
fram í og aftur í, Xenon ljós sem
elta í beygjum, kastarar, langbogar,
sumar og vetrardekk.
Uppl. í síma 615 8080
TILBOÐ
1.250 þús. staðgreitt
SKODA Superb Station
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ HallfríðurBjarnadóttir
fæddist í Aðal-
stræti 16 í Reykja-
vík 20. apríl 1922.
Hún lést í Reykja-
vík 20. janúar
2020. Foreldrar
hennar voru hjón-
in Bjarni Þorgeir
Magnússon, f. 10.8.
1891, d. 7.3. 1933,
og Helga Enea
Andersen, f. 23.7. 1894, d. 18.4.
1986. Systkini Hallfríðar eru
Ellen, f. 23. september 1919, d.
3.6. 2013, Agnar, f. 2.3. 1921
og Jakob, f. 29.12. 1926, d.
15.1. 1989.
10. nóvember 1945 giftist
Hallfríður Árna Kristni Valde-
marssyni prentsmiðjustjóra, f.
27.6. 1923, d. 14.8. 1969. For-
eldrar Árna voru: Valdimar
Árnason, f. 11.4. 1893, d. 26.12.
1962 og Guðlaug I. Sigurðar-
dóttir, f. 1.6. 1894, d. 8.3. 1956.
Börn þeirra eru: 1) Þorgeir
Logi, f. 17.4. 1946, d. 5.4. 1997,
maki Ingunn Erna Stefánsdótt-
ir, f. 5.8. 1947). 2) Haraldur, f.
19.4. 1948, maki Guðríður
Kristjánsdóttir, f. 18. nóvem-
ber 1951, d. 27. maí 2019. 3)
Ingibjörg, f. 2.12. 1951, d. 8.1.
2008, maki Guðmundur F.
Baldursson, f. 22.1. 1952.
Ömmubörn Hallfríðar eru 9 og
langömmubörn 17.
Árið 1975 giftist Hallfríður
seinni eiginmanni
sínum, Bárði Óla
Pálssyni, f. 27.8.
1910, d. 26.4. 1986.
Börn Óla frá fyrra
hjónabandi eru:
Tómas Grétar Óla-
son, f. 11.2. 1935,
d. 4.10. 2015,
Pálmar Ólason, f.
5.10. 1938, Smári
Ólason, f. 10.7.
1946.
Hallfríður hóf ung störf í
prentiðnaðinum. Árið 1961
stofnaði hún ásamt Árna
manni sínum Prentsmiðju Árna
Valdemarssonar – PÁV og
unnu öll börnin þeirra þrjú í
fyrirtækinu til lengri eða
skemmri tíma.
Hallfríður var virk í fé-
lagslífi og íþróttum. Hún var
meðlimur í Oddfellow-
reglunni. Hún æfði sund með
Sundfélagi Reykjavíkur, fim-
leika með KR og var mikil
skíðakona alla tíð. Hallfríður
var meðal fyrstu iðkenda jóga
á Íslandi og var ein stofnenda
jógastöðvarinnar Heilsubótar
þar sem hún leiðbeindi um ára-
bil. Hallfríður var listfeng og
stundaði nám í vatnslitamálun
á efri árum. Hún naut þess að
ferðast og ferðaðist víða um
heim, allt til 97. aldursárs.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 5.
febrúar 2020, klukkan 13.
Tökum spil, fáum okkur
púrtvín!
Svona var Halla amma mín,
alltaf glöð og til í að gera eitt-
hvað skemmtilegt.
Það er mikil gæfa að hafa átt
hana svona lengi að. Hún var
fyrirmynd okkar barna-
barnanna og yngsta kynslóðin
var ekki síður stolt af lang-
ömmu. Lífsþorstinn og gleðin
sem fleyttu ömmu í gegnum
þungar raunir eru veganesti
okkar allra.
Amma hafði unun af því að
ferðast og vildi helst alltaf vera
með næsta ferðalag á sjóndeild-
arhringnum. Hún fór því víða,
um allt Ísland og líka heimsálf-
anna á milli. Hún sótti líka í
áhugaverðan félagsskap og
skemmtilega hreyfingu. Skíða-
ferðirnar voru ófáar og í miklu
uppáhaldi. Þegar hún varð átt-
ræð ákvað hún að gefa sjálfri
sér forláta „carving“-skíði í af-
mælisgjöf til að komast hraðar.
Áhugi hennar á íþróttum og
hreyfingu var mikill frá fyrstu
tíð. Fyrst fimleikar, sund, skíði
og síðar jóga. Hún þreyttist
ekki á að leiðbeina okkur
barnabörnunum í því hvernig
best væri að gera höfuðstöður
og stinga sér af sundlaugar-
bakkanum. Ég man eftir því að
horfa á hana með aðdáun og
monta mig endalaust við vini
mína. Hver annar gat stært sig
af því að eiga ömmu sem gat
staðið á haus úti á miðju gólfi,
stungið sér listilega í laugina
og skíðað yfir fjöll og firnindi?
Og það á áttræðisaldri!
En fyrst og síðast var skap-
gerðin alveg einstök; þraut-
seigja, hógværð, nægjusemi, já-
kvæðni og óþrjótandi lífsgleði.
Og kappið! Asinn! Hlutirnir
voru kláraðir eins fljótt og unnt
var, amma var hamhleypa til
allra verka.
Ég var tæplega tvítug þegar
pabbi minn, sonur hennar, dó.
Fram að þeim tíma hafði amma
verið ævintýra-amma, kraft-
mikla amma, jóga- og skíða-
amma, en eftir að pabbi dó
breyttist samband okkar.
Þá myndaðist nýr strengur.
Ég fann frið nálægt henni,
bæði af því þannig fannst mér
ég nær pabba en líka vegna
þess að hjá henni voru hlutirnir
ekki flóknir. Lífið snerist um að
njóta þess sem það hafði upp á
að bjóða, hversu dásamleg for-
réttindi það væru að ferðast og
skoða nýja staði, á Íslandi og
úti í heimi, að sitja saman og
spila, sötra kaffi og stundum
púrtvín með. Að takast á við líf-
ið, vera þakklát fyrir það sem
er, horfa spennt til framtíðar
og halda óhrædd í næsta ferða-
lag.
Ég kveð ömmu mína, Hall-
fríði Bjarnadóttur, með söknuði
og virðingu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir.
Hallfríður
Bjarnadóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐFINNA HREFNA ARNÓRSDÓTTIR,
Guffý,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 28.
janúar. Útför hennar fer fram frá
Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. febrúar klukkan 14. Kransar
og blóm eru afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
félagsstarf Dvalarheimilis aldraða í Stykkishólmi. Banki:
0309-26-002000, kt. 620269-7009.
Karvel Hólm Jóhannesson
Guðlaugur Ari Karvelsson Þórunn Inga Gísladóttir
Hermann K. Karvelsson Kristín Þorbjörg Sverrisdóttir
Kjartan J. Karvelsson Ólöf Inga Stefánsdóttir
Ívar Sindri Karvelsson Jóhanna Kristín Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabarn