Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 25
saman, fórum í ferðalag til Póllands
sumarið 2015 og svo skipulagði ég
fjölskylduferð til Vínar 2016 þegar
þau fögnuðu demantsbrúðkaupinu
sínu og 80 ára afmæli þar sem stór-
fjölskyldan hittist. Amma kenndi
mér að prjóna og sauma þegar ég var
sex ára og ég hef alltaf verið iðin í
höndunum, að sauma út eða prjóna
eitthvað. Í löngu stjórnarviðræð-
unum eftir kosningarnar 2016 prjón-
aði ég fjögur eða fimm pör af vettl-
ingum, húfur, sokka og ég veit ekki
hvað. Svo finnst mér notalegt að lesa
bækur, sögulegar skáldsögur, ævi-
sögur og ýmislegt fleira.“
Fjölskylda
Maki Ástu er Stefán Rafn Sigur-
björnsson, f. 27.12. 1989, upplýsinga-
fulltrúi Seðlabanka Íslands. For-
eldrar hans eru Sylvía Marta Borg-
þórsdóttir, f. 27.12. 1968, og Sigur-
björn Úlfarsson, f. 19.12. 1966,
kvæntur Dóru Jónsdóttur.
Alystur Ástu eru Lovísa Irpa
Helgadóttir, f. 9.11. 1985, verkfræð-
ingur, búsett í Reykjavík; Rakel
Björt Helgadóttir, f. 13.8. 1991, tón-
listarmaður og námsmaður, búsett í
Reykjavík; Margrét Ása Helgadótt-
ir, f. 28.1. 1999, námsmaður, búsett í
Amsterdam. Hálfbróðir Ástu sam-
feðra er Heiðar Óli Helgason, f.
21.11. 2011, búsettur í Reykjavík
Foreldrar Ástu er Ingibjörg Sara
Benediktsdóttir, f. 17.7. 1965, tann-
læknir, búsett í Førde í Noregi,
maki: Øystein Vasset lögfræðingur,
og Helgi Njálsson, f. 7.4. 1965, við-
skiptafræðingur, búsettur í Reykja-
vík.
Kjörhundur Ástu er Lubbi, sem er
um 11 ára. Foreldrar hans eru Sig-
ríður Ingibjörg Ingadóttir og Birgir
Hermannsson.
Ásta Guðrún
Helgadóttir
Jónína Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Þorkell Valdemar
Þorkelsson Ottesen
prentari á Akureyri
Ásta Þorkelsdóttir Ottesen
húsfreyja og sjúkrahús-
starfsmaður á Húsavík
Benedikt Ingvar Helgason
tónlistarkennari á Húsavík
Ingibjörg Sara
Benediktsdóttir
tannlæknir í Førde í Noregi
Hólmfríður Benediktsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Helgi Ólafsson
verkamaður á Húsavík
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Marinó Ólafsson
kaupmaður í Reykjavík
Lovísa Margrét Marinósdóttir
fv. verslunarkona, bús. í Kópavogi
Njáll Þorsteinsson
fv. verslunarmaður, bús. í Kópavogi
Guðrún Friðrika
Guðmundsdóttir
saumakona í Reykjavík
Þorsteinn Guðbrandsson
kaupmaður í Reykjavík
Úr frændgarði Ástu Guðrúnar Helgadóttur
Helgi Njálsson
viðskiptafræðingur í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER TVÍBURABRÓÐIR KONUNNAR
MINNAR, ARNALDUR.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga ferðafélaga
um lífsins stigu.
ÞRJÁR MÍNÚTUR OG
FJÖRUTÍU OG FIMM
SEKÚNDUR
SVO LENGI
ENTIST ÞÚ Í
MEGRUNINNI
NÝTT
MET!
HVERSU MIKIÐ
HELDURÐU AÐ
SNATI SKILJI
AF ÞVÍ
SEM VIÐ
SEGJUM?
HANN SKILUR
„MATARTÍMI” OG
„ÚT AÐ LABBA” …
OG „FÖRUM MEÐ HANN TIL
DÝRALÆKNISINS”…
STJÓRNIN FYRIRSKIPAÐI ALLSHERJAR
YFIRHALNINGU EFTIR GAGNALEKANN– HÚN
VISSI HVER VÆRI RÉTTI MAÐURINN Í
VERKIÐ
Ég hitti karlinn á Laugaveginumvið hegningarhúsið, þar sem
hann stóð og horfði upp til Hall-
grímskirkju: „Já, há er hún, há er
hún,“ tautaði hann og sagði við mig
án þess að heilsa: „Ég las það í
Morgunblaðinu á sunnudaginn að
Ögmundur sé genginn í þjóðkirkj-
una.“ Hann þagnaði til þess að
leggja áherslu á orð sín og bætti
síðan við: „Ég hef aldrei verið í
sama trúarsöfnuði og hann og hef
ekki hugsað mér það:“
Ég ekki veit hvað um mig verður núna, –
orð mér hrutu enda af munni:
„Ég er utanveltu í þjóðkirkjunni“.
Og snerist á hæl án þess að
kveðja.
Sigmundur Benediktsson skrifar
á Leir að kyndilmessuvísa sem birt-
ist í Vísnahorni í gær spái góðu.
Hann orti á ferð um Suðurland:
Dagsins hlýja dofnar því
dapur lýist vaki.
Sólarglýja sofnuð í
sæng að skýjabaki.
Á laugardaginn fór Sigmundur í
andlega og líkamlega nærandi sól-
skinsgöngu við Langasand, en þar
segir hann að vísur vilji gjarnan
fæðast og best sé að deila einni með
lesendum Leirsins:
Fægir aldan fjörustein
frjó í skvaldurs brýnu.
Hún þar sjaldan erjar ein,
aðrar valda sínu.
Skagfirðingurinn Þorleifur Kon-
ráðsson yrkir í tilefni af jarðhrær-
ingum við Grindavík:
Ótti slær þar öngvan mann
eins og margir vita.
Þó er hætta þegar hann
Þorbjörn er með hita.
Jón Gissurarson yrkir og gefur
þá skýringu að Wuhan sé borgin
þar sem kórónuveiran kom fyrst
upp. Þorbjörn sé að sjálfsögðu fjall-
ið fræga við Grindavík.
Wuhan-pestin kræf er kella
kunnum henni ekki par.
Okkur munu einnig hrella
iðraverkir Þorbjarnar.
Ljótt er það! Pétur Stefánsson
skrifaði fyrir viku í Leirinn:
„Hvergi er maður óhultur. Um dag-
inn var stolið frá mér rándýrri
þvottagrind úr sameiginlegu
þvottahúsi blokkarinnar. Einnig
var stolið handklæðum frá ná-
granna mínum úr sama þvotta-
húsi“:
Víst er að heimurinn versnandi fer,
vaða hér uppi bófar.
Siðblindir leynast í húsinu hér
helvítis rummungs þjófar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þjóðkirkjan og fjallið Þorbjörn