Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
England
Bikarkeppnin, 4. umferð:
Cardiff – Reading....................... (3:3) 4:7(v)
Jökull Andrésson var varamarkvörður
Reading.
Reading mætir Sheffield United.
Birmingham – Coventry............. (2:2) 6:3(v)
Birmingham mætir Leicester.
Derby – Northampton ............................. 4:2
Derby mætir Manchester United.
Liverpool – Shrewsbury .......................... 1:0
Liverpool mætir Chelsea.
Oxford United – Newcastle .............(frl.) 2:3
Newcastle mætir WBA.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Kaiserslautern – Düsseldorf .................. 2:5
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem
varamaður á 79. mínútu hjá Kaiserslau-
tern.
Eintracht Frankfurt – RB Leipzig......... 3:1
Schalke – Hertha Berlín ..................(frl.) 3:2
Werder Bremen – Dortmund.................. 3:2
Ungverjaland
Mezökövesd-Zsóry – Újpest ................... 2:2
Aron Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópnum hjá Újpest.
Ungverjaland
Komloi – Pick Szeged ......................... 23:33
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1
mark fyrir Pick Szeged.
Austurríki
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Linz – West Wien ................................. 23:29
Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki
með West Wien vegna meiðsla.
1. deild karla
Álftanes – Skallagrímur ...................... 97:83
Staðan:
Breiðablik 16 14 2 1620:1334 28
Hamar 16 14 2 1575:1399 28
Höttur 16 14 2 1376:1199 28
Álftanes 17 9 8 1463:1478 18
Vestri 15 8 7 1328:1227 16
Selfoss 15 5 10 1153:1217 10
Sindri 14 2 12 1147:1284 4
Snæfell 16 2 14 1287:1578 4
Skallagrímur 15 2 13 1219:1452 4
Evrópudeildin
Olimpia Mílanó – Alba Berlín .......... 96:102
Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók
2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Alba
Berlín á 25 mínútum.
Efstu lið: Anadolu Efes 20/3, Real Ma-
drid 17/6, CSKA Moskva 16/7, Barcelona
16/6, Maccabi Tel Aviv 14/8.
Meistaradeild Evrópu
D-riðill:
Brindisi – Zaragoza ............................ 91:93
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 14 stig,
tók 9 fráköst, varði 1 skot og stal 1 bolta á
17 mínútum.
Staðan: Zaragoza 10/4, Dijon 9/5, Bonn
8/6, Besiktas 7/7, Szombathely 6/8, Nept-
unas 6/8, PAOK 5/9, Brindisi 5/9.
Svíþjóð
Borås – Djurgården .......................... 116:92
Elvar Már Friðriksson skoraði 21 stig,
tók 5 fráköst og gaf 10 stoðsendingar á 28
mínútum með Borås.
NBA-deildin
Washington – Golden State............. 117:125
Charlotte – Orlando ......................... 100:112
Cleveland – New York............. (frl.) 134:139
Indiana – Dallas................................ 103:112
Brooklyn – Phoenix............................ 119:97
Atlanta – Boston............................... 115:123
Miami – Philadelphia ....................... 137:106
Memphis – Detroit ............................... 96:82
Sacramento – Minnesota ................. 113:109
LA Clippers – San Antonio.............. 108:105
Íslenska karla-
landsliðið í hand-
bolta verður í
efsta styrk-
leikaflokki þegar
dregið verður í
riðla fyrir und-
ankeppni EM
2022 í Ungverja-
landi og Slóvakíu
hinn 23. apríl
næstkomandi.
Handknattleikssamband Evrópu gaf
út nýjan styrkleikalista í gær. Mögu-
leikarnir á að komast á Evrópumótið
eftir tvö ár ættu því að vera góðir, en
það yrði í tólfta skipti í röð sem Ís-
land væri með á lokamóti EM. Ís-
lenska liðið er í 11. sæti á styrkleika-
listanum, en átta þjóðir verða í efsta
styrkleikaflokki. Þar sem þrjár þjóðir
í efsta styrkleikaflokki hafa þegar
tryggt sér sæti á lokamótinu, færist
Ísland upp í efsta styrkleikann.
Efsti styrkleiki: Noregur, Svíþjóð,
Danmörk, Þýskaland, Frakkland,
Slóvenía, Tékkland og Ísland.
Annar styrkleiki: Austurríki,
Hvíta-Rússland, Portúgal, Norður-
Makedónía, Serbía, Rússland, Svart-
fjallaland og Holland.
Þriðji styrkleiki: Sviss, Litháen,
Rúmenía, Bosnía, Úkraína, Lettland,
Pólland og Belgía.
Fjórði styrkleiki: Finnland, Ítalía,
Tyrkland, Ísrael, Eistland, Grikk-
land, Kósóvó og Færeyjar.
Tvö efstu lið hvers riðils tryggja
sér sæti á lokamóti EM, sem og fjög-
ur lið með bestan árangur í þriðja
sæti.
Ísland í
efsta styrk-
leikaflokki
Aron
Pálmarsson.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík .. 19.15
DHL-höllin: KR – Grindavík............... 19.15
Smárinn: Breiðablik – Valur ............... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Haukar ...... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar karla, 8-liða úrslit:
TM-höllin: Stjarnan – Selfoss ............. 19.30
Ásvellir: Haukar – Fjölnir ................... 19.30
Coca Cola-bikar kvenna, 8-liða úrslit:
Austurberg: ÍR – KA/Þór......................... 19
Kaplakriki: FH – Valur........................ 19.30
Kórinn: HK – Fram.............................. 19.30
KNATTSPYRNA
Faxaflóamót kvenna:
Reykjaneshöll: Keflavík – Selfoss....... 19.15
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Erlendir leikmenn í Dominos-deild
karla í körfuknattleik eru komnir í
meirihluta gagnvart íslenskum leik-
mönnum ef horft er til þeirra sem
spila mest fyrir hvert lið fyrir sig.
Af þeim 72 leikmönnum í liðunum
tólf sem mest hafa spilað í vetur eða
eru í aðalhlutverki seinni hluta
tímabilsins, þar sem taldir eru til
sex hjá hverju liði, eru 40 erlendir
leikmenn og 32 Íslendingar.
Í hópi þessara 40 erlendu leik-
manna eru þrír Bandaríkjamenn
sem hafa fengið íslenskt ríkisfang,
þeir Collin Pryor og Danero Thom-
as hjá ÍR og Reggie Dupree hjá
Keflavík. Bæði Collin og Danero
hafa leikið með íslenska landsliðinu.
Þeir Kristófer Acox hjá KR,
Frank Booker hjá Val og Austin
Magnus Bracey hjá Val eiga allir ís-
lenskt foreldri og eru að sjálfsögðu
taldir með Íslendingunum.
Flestir á Norðurlandi
Hlutföllin á milli liða eru mjög
mismunandi. Flestir erlendu leik-
mannanna eru á Norðurlandi því
hjá bæði Tindastóli á Sauðárkróki
og Þór á Akureyri eru fimm af sex
leikjahæstu mönnum erlendir. Pét-
ur Rúnar Birgisson hjá Tindastóli
og Júlíus Orri Ágústsson hjá Þór
eru þeir einu sem eru í hópi sex
fyrstu manna í lið hjá þessum fé-
lögum.
Hjá Val er hinsvegar aðeins einn
erlendur leikmaður í hópi þeirra sex
sem mest hafa spilað, hinn banda-
ríski Philip Alawoya. KR, Haukar
og Grindavík eru með tvo erlenda
leikmenn hvert í þessum hópi.
Flestir erlendu leikmennirnir, af
þessum sex leikjahæstu í hverju liði,
eru bandarískir, eða sextán talsins.
Einhverjir þeirra eru mögulega
einnig með evrópskt ríkisfang. Átta
koma frá Króatíu, fjórir frá Lithá-
en, tveir frá Bretlandi, tveir frá
Slóveníu, tveir frá Spáni og einn frá
Búlgaríu, Sviss og Ungverjalandi.
Sumir þessara Evrópubúa eru með
tvöfalt ríkisfang og til dæmis er
Hansel Atencia hjá Þór á Akureyri
skráður sem Spánverji hjá KKÍ en
er kólumbískur landsliðsmaður.
Alls hafa 55 erlendir leikmenn
spilað í deildinni í vetur, ef taldir
eru allir þeir sem hafa komið við
sögu í deildinni, að meðtöldum þeim
þremur sem eru með íslenskt rík-
isfang. Enn hefur þó ekki verið sett
nýtt met á þessu sviði því samtals
léku 57 erlendir leikmenn í úrvals-
deildinni tímabilið 2007-2008.
Erlendir leikmenn
eru í meirihluta
40 af þeim 72 sem mest hafa spilað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Nikolas Tomsick frá Króatíu, Sinisa Bilic frá Slóveníu og Urald
King frá Bandaríkjunum í leik Stjörnunnar og Tindastóls á dögunum.
Liverpool tryggði sér í gær sæti í 16-
liða úrslitum ensku bikarkeppn-
innar í fótbolta, þrátt fyrir að tefla
fram varaliðinu gegn C-deildarliði
Shrewsbury á Anfield. Sigurmarkið,
sem var sjálfsmark, kom á 75. mín-
útu. Liverpool mætir Chelsea í
næstu umferð.
Þá mætir Derby úr B-deildinni
Manchester United á heimavelli sín-
um eftir 4:2-sigur á Northampton úr
D-deildinni. Wayne Rooney, sem
skoraði eitt marka Derby, mætir þar
sínum gömlu félögum. Öll úrslitin úr
bikarnum má sjá hér til vinstri.
Varalið Liverpool
komst áfram
AFP
Gaman Caoimhin Kelleher og Sepp
van den Berg fagna í gærkvöldi.
Tryggvi Snær Hlinason átti afar góð-
an leik fyrir spænska liðið Zaragoza í
sætum 93:91-útisigri á Brindisi frá
Ítalíu í Meistaradeild Evrópu í körfu-
bolta í gær. Tryggvi var með flesta
framlagspunkta allra, skoraði 14
stig, tók 9 fráköst, varði eitt skot og
stal einum bolta á tæplega 17 mín-
útum. Með sigrinum tryggði Zara-
goza sér toppsæti D-riðils og sæti í
16-liða úrslitunum. Hefur tímabilið
verið afar gott hjá Tryggva og Zara-
goza. Liðið er í þriðja sæti spænsku
deildarinnar, tveimur stigum á eftir
toppliði Barcelona.
Maður leiksins í
Meistaradeildinni
Ljósmynd/FIBA
Troðsla Tryggvi Snær Hlinason
treður með tilþrifum á Ítalíu í gær.
skoraði sitt annað mark í annarri
lotu og þær Linda Sveinsdóttir og
Ragnhildur Kjartansdóttir bættu
við mörkum í annarri lotu og
komu SA í 6:0. Sigrún Árnadóttir
og Guðrún Viðarsdóttir löguðu
stöðuna fyrir Reykjavík í þriðju
lotu en gátu ekki komið í veg fyrir
öruggan sigur SA.
Liðin mætast öðru sinni í Egils-
höll á fimmtudag klukkan 19:15,
SA fer vel af stað í úrslitaeinvígi
sínu við Reykjavík á Íslandsmóti
kvenna í íshokkí. Akureyringar
unnu öruggan 6:2-sigur á heima-
velli sínum í gærkvöld og geta
tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
með sigri í Egilshöll á fimmtudag-
inn kemur.
Arndís Sigurðardóttir, Hilma
Bergsdóttir og Sarah Smiley komu
SA í 3:0 í fyrstu lotunni. Hilma
en tvo sigra þarf til að tryggja sér
Íslandsmeistaratitilinn. Takist
Reykjavík að jafna metin í einvíg-
inu mætast þau í oddaleik á Akur-
eyri næstkomandi sunnudag.
Liðin mættust níu sinnum á
tímabilinu og SA vann sjö leiki á
meðan Reykjavík vann tvo. Einu
sinni var SA dæmdur 5:0-sigur,
þar sem lið Reykjavíkur mætti
ekki til leiks.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skot SA-konan Sarah Smiley skýtur að marki í gær. Markvörðurinn Andrea Jóhannesdóttir er til varnar.
SA vantar einn sigur í viðbót