Morgunblaðið - 05.02.2020, Page 27

Morgunblaðið - 05.02.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020  Þýska liðið Alba Berlín með Martin Hermannsson í broddi fylkingar vann sterkan 102:96-útisigur á ítalska liðinu Olimpia Milano á útivelli í Evrópudeild- inni í körfubolta í gærkvöld. Keppnin er sú sterkasta í Evrópu. Minna fór fyrir Martin en oft áður og skoraði hann fimm stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 25 mínútum, en hann hitti aðeins úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Alba fær lítinn tíma til að fagna sigrinum því strax annað kvöld er heimaleikur gegn stórliðinu Real Madríd.  Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leik- maður Íslandsmeistara KR, meiddist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu á laugardag. Arnór verður frá næstu vikurnar, þar sem liðband í ökkla togaði, en ekki er um að ræða meiðsli sem koma í veg fyrir að hann verði leikfær þegar Íslandsmótið hefst í lok apríl.  Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembélé mun ekki leika meira með Barcelona á leiktíðinni eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu á mánudag. Dembélé var þá nýkominn aftur af stað eftir meiðsli í sama læri. Hann lék aðeins þrjá leiki í spænsku deildinni á leiktíðinni og hefur alls misst af 63 leikjum með Barcelona síðan hann kom til félagsins fyrir þremur árum.  Króatíski knattspyrnumaðurinn Ivan Perisic verður frá keppni næsta mánuðinn þar sem hann ökklabrotn- aði á æfingu með Bayern München í gær.  Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur verið samningslaus frá því hann yfirgaf Stjörnuna í vetur en hefur nú ákveðið að dvelja í Þýskalandi fram í maí. Guð- mundur greindi Fótbolta.net frá þessu í gær en hann hefur samið við Rot- Weiss Koblenz sem leikur í D-deildinni í Þýskalandi. Fram kemur að tímabilið sé til 16. maí en Guðmundur hefur ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði hann spilar á Íslandi í sumar eða hvort hann spili hérlendis í sumar.  KA hefur fengið danska knatt- spyrnumanninn Mikkel Qvist lánaðan frá danska úrvalsdeildarfélaginu Hor- sens. Qvist er 26 ára gamall og mjög hávaxinn varnarmaður og Bo Henrik- sen, þjálfari Horsens og fyrrverandi leikmaður Fram, Vals og ÍBV, staðfesti við Horsens Folkeblad í gær að hann væri á förum frá félaginu en ætti möguleika á að koma aftur og vinna sér sæti í liðinu á ný. Lánssamning- urinn gildir út ágústmánuð.  Elvar Már Friðriksson átti afar góð- an leik með Borås í 116:92- sigri á Djurg- ården í sænsku úr- valsdeildinni í körfu- bolta í gær. Elvar skoraði 21 stig, gaf 10 stoð- sendingar og tók 5 fráköst á 28 mín- útum spil- uðum. Borås er í toppsæti deildarinnar með 46 stig eftir 27 leiki. Eitt ogannað FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hóf keppnistímabilið á hlaupabrautinni afar vel á Reykja- víkurleikunum um liðna helgi. Guð- björg vann bæði 60 metra og 200 metra hlaup í Laugardalshöllinni. Í 200 setti hún mótsmet og Íslands- met stúlkna en Guðbjörg er 18 ára síðan á aðfangadag. Hljóp hún vegalengdina á 23,98 sekúndum og 60 metrana á 7,48 sekúndum. Spurð hvort hún sé ekki ánægð með tímana á RIG miðað við árs- tíma segir Guðbjörg svo vera og bendir á að sér henti betur að hlaupa utandyra. „Jú þetta var mjög fínt. Mér finnst mjög erfitt að hlaupa inni, sérstaklega 200 metrana. Meðal annars vegna þess að ég er frekar hávaxin. Ég hlakka hins vegar til að komast út og hlaupa vegna þess að ég hef aldrei verið í jafn góðu formi. Það sést á tímunum því ég hef aldrei byrjað árið á jafn góðum tímum og ég gerði nú,“ sagði Guð- björg þegar Morgunblaðið heyrði í henni þegar hún var á milli tíma í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hafi hún komið örlítið of seint í kennslustundina klukkan 15:10 á mánudag þá er við blaðamann að sakast. Stefnir að þátttöku á EM Árið sem er nýhafið verður með hækkandi sól vafalaust spennandi hjá Guðbjörgu. Hún gæti átt möguleika á því að komast inn á EM sem fram fer í París í ágúst þótt hún sé ekki eldri en raun ber vitni. Þá verður HM 20 ára og yngri haldið í júní og verður fróð- legt að sjá hvar Guðbjörg stendur gagnvart hlaupurum á svipuðu reki. „Fyrsta mótið hjá mér utanhúss verður Smáþjóðameistaramótið í maí. Ég kem einnig til með að fara á sterkt mót í Þýskalandi þar sem mörg af efnilegustu ungmennum í Evrópu og í heiminum keppa. Ég mun líklega finna einhver stigamót til að freista þess að komast á Ól- ympíuleikana en það á eftir að koma í ljós. Það er svo sem ekkert stress í kringum það. Ég er bara 18 ára. HM undir 20 ára verður í júní í Keníu og þar langar mig að kom- ast í úrslit í 200 metra hlaupinu. Vonandi kemst ég inn á EM full- orðinna í ágúst vegna þess að ég er mjög nálægt lágmarkinu. Það má kannski segja að það sé aðalmark- miðið fyrir árið 2020,“ benti Guð- björg á. 200 metrarnir í forgangi Guðbjörg hefur tekið þá ákvörð- un að leggja megináherslu á 200 metrana þótt hún keppi einnig í 100 metra hlaupum. Hún segir það ekki hafa verið erfitt val. „Það er alveg klárt. 200 er miklu meira mín grein. Ég ætla að einbeita mér að 200 metrunum á árinu og stefni að því að setja fleiri Íslandsmet í greininni. Um leið stefni ég að því að bæta tímana mína í 100 metr- unum,“ sagði Guðbjörg. Hún æfir hér heima hjá ÍR en fer í æf- ingabúðir í hlýrra loftslagi um páskana. „Ég fer til Spánar í æfingabúðir um páskana en við förum alltaf í æfingabúðir erlendis fyrir sumarið. Það er nauðsynlegt að komast í meiri hita og æfa tvisvar á dag.“ Á Íslandi í náinni framtíð Guðbjörg stefnir að því að ljúka stúdentsprófi frá MH í vor. Hún hefur gert upp við sig hvernig hún vill haga næstu skrefum og ætlar að æfa á Íslandi í náinni framtíð. Gerir hún jafnframt ráð fyrir því að hefja nám í sálfræði í haust. „Ég ætla að fara í sálfræði í HR þegar ég lýk stúdentsprófinu. Mér finnst fínt að æfa hér hjá Brynjari (Gunnarssyni) þjálfara mínum og hef ekki áhuga á að fara í háskóla- íþróttirnar í Bandaríkjunum. Ég hef mjög mikinn áhuga á sálfræð- inni,“ sagði Guðbjörg Jóna enn- fremur í samtali við Morgunblaðið. Tímarnir gefa góð fyrirheit  Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segist aldrei hafa byrjað keppnistímabil jafn vel  Fer til Keníu í sumar til að keppa á heimsmeistaramóti U20 ára Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Sigursæl Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gat leyft sér að brosa í Laugardals- höllinni þar sem hún sigraði í 60 og 200 metra hlaupum, auk boðhlaups. Samherji Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, Victor Tomás, mun láta gott heita í handboltanum í sumar vegna hjartveiki sem nýlega kom í ljós við læknisskoðun. Tomás er fyr- irliði liðsins og hefur verið hjá félag- inu allan sinn feril. Tomás er 34 ára og hefur verið hjá aðalliði Barcelona í átján ár. Í ljósi stöðunnar segir Tomás að skynsamlegast sé fyrir sig að hætta en líkur benda til þess að heilsufarið hafi versnað með ár- unum. Ef hann héldi áfram þjálfun sem afreksmaður gæti hann sett sig í hættu vegna hjartveikinnar. Fyrirliði hættir vegna hjartveiki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrirliðinn Víctor Tomás hefur leik- ið með Barcelona í átján ár. Alfreð Gíslason, sigursælasti hand- knattleiksþjálfari Íslands fyrr og síðar, er tilbúinn að fara að þjálfa á ný eftir hálfs árs hvíld. Alfreð hætti hjá Kiel síðasta vor eftir að hafa stýrt þýska stórliðinu í ellefu ár og ætlaði að taka sér langt frí. „Fyrir ári hefði mér ekki dottið í hug að ég yrði tilbúinn aftur eftir hálfs árs hvíld. Það var nauðsynlegt fyrir mig að taka mér frí en nú er ég klár á ný,“ sagði Alfreð í viðtali við Kie- ler Nachrichten og fram kemur að það gæti hvort sem er verið sem þjálfari landsliðs eða félagsliðs. Alfreð vill þjálfa á nýjan leik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Endurkoma? Alfreð Gíslason er tilbúinn til að taka við liði. Þýska félagið Erlangen tilkynnti í gær þá ákvörðun sína að segja handknattleiksþjálfaranum Aðal- steini Eyjólfssyni upp störfum. Tæplega er um áfall að ræða fyrir Aðalstein því fyrir lá að hann myndi láta af störfum í sumar. Raunar var haft eftir René Salke, framkvæmdastjóra Erlang- en, í fjölmiðlinum Nordbayern að fyrirhuguð brottför Aðalsteins kynni að hafa haft áhrif á andann í liðinu. Erlangen er í 11. sæti í þýsku bundesligunni og er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Salke hrósaði Aðalsteini fyrir hans störf: „Við erum Alla mjög þakklátir fyrir hans góðu vinnu. Hann var réttur maður á réttum tíma hjá okkur, þróaði frábæran varnarleik liðsins, en við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“ Huga þarf að ýmsu Í lok nóvember á síðasta ári var tilkynnt að Aðalsteinn myndi láta af störfum hjá Erlangen sumarið 2020. „Ég framlengdi samning minn í byrjun þessa árs eftir langt og erfitt ferli. Litlu munaði að upp úr slitnaði í samningum og við flyttum heim á liðnu sumri. Segja má að við höfum hætt við það á síðustu stundu og tókum við þá ákvörðun að vera áfram hjá Er- langen ár til viðbótar og sjá svo til,“ sagði Aðalsteinn í viðtali við Morgunblaðið 27. nóvember. Þá sagði hann jafnframt að að- stæður fjölskyldunnar væru þann- ig að taka þyrfti ákvörðun um hvort þau vildu flytja heim til Íslands eða búa áfram erlendis. „Elsti sonur okkar er að verða sex ára og fer að byrja í grunn- skóla, svo það er að ýmsu að hyggja áður en við hjónin stígum næsta skref.“ Stuttgart sagt hafa áhuga Aðalsteini stendur sjálfsagt eitt- hvað til boða í Þýskalandi eftir að hafa bæði sannað sig í efstu deild og einnig farið með Hüttenberg upp um tvær deildir á tveimur árum. Nordbayern segist hafa heim- ildir fyrir því að mjög líklegt sé að Aðalsteinn muni taka við liði Stuttgart fyrir næsta tímabil. sport@mbl.is Aðalsteinn lætur af störfum Ljósmynd/Erlangen Hættur Aðalstein Eyjólfsson getur nú velt fyrir sér næstu skrefum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.