Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Við höfum opnað nýjan og endurbættan vef: www.gamafelagid.is Sænska ljóð- skáldið, greina- höfundurinn, bókmenntafræð- ingurinn og þýð- andinn Gunnar D. Hansson verð- ur gestur á Höf- undakvöldi Nor- ræna hússins í kvöld og hefst það kl. 19.30. Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, stýrir umræðum sem fara fram á sænsku og dönsku. Hansson hefur m.a. þýtt fornensk og forn- íslensk ljóð og er dósent í bók- menntafræði og fyrrverandi pró- fessor við Háskólann í Gautaborg. Frá því fyrsta bók hans kom út árið 1979 hefur hann gefið út mörg rit- gerðasöfn og 12 ljóðabækur, m.a. Tapeshavet (2017) sem var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Hansson hefur hlotið verðlaun fyrir ljóð sín og ritgerðir. Gunnar Hansson á Höfundakvöldi Gunnar Hansson Færeyska tón- listarkonan Eivør Pálsdóttir heldur sóló- tónleika í Lang- holtskirkju 22. febrúar og verða það minningar- tónleikar haldnir samhliða úthlut- un úr Minningar- sjóði Jóns Sefánssonar. Markmiðið er að halda árlega minningartón- leika og fá nemendur og samstarfs- fólk Jóns og Ólafar Kolbrúnar í gegnum tíðina til að koma saman til að heiðra minningu Jóns, skv. til- kynningu. Eivør mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni og aðgangs- eyrir rennur óskiptur í minningar- sjóðinn. Markmiðið með sjóðnum er að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og önnur verkefni sem stjórn sjóðsins metur að falli að hugsjónum Jóns Stef- ánssonar, að því er fram kemur í tilkynningu. Miðasala fer fram á vefnum tix.is. Eivør á minningar- tónleikum um Jón Eivør Pálsdóttir Eyrarrósarlistinn 2020 hefur verið opinberaður en Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuð- borgarsvæðisins og verður nú veitt í sextánda sinn. 25 umsóknir bár- ust hvaðanæva af landinu og voru sex verkefni valin úr þeim: Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykk- ishólmi, Kakalaskáli í Skagafirði, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, Plan B Art Festival í Borgarbyggð, Reykholtshátíð í Borgarfirði og Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda á Pat- reksfirði. Þrjú þessara verkefna hljóta formlega tilnefningu til verðlaun- anna: Kakalaskáli, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg. Eyrarrósin verður af- hent 14. febrúar næstkomandi á Seyðisfirði sem er heimabær hand- hafa Eyrarrósarinnar í fyrra; listahátíðarinnar List í ljósi. Í Kakalaskála er sögu Sturl- ungaaldar miðlað á afar áhuga- verðan hátt, segir í tilkynningu og að um sé að ræða sögu- og listsýn- ingu með hljóðleiðsögn. Sýningin var unnin af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum í fyrravor. Í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði hefur um árabil verið rekið fjölþætt menn- ingarstarf allt árið um kring sem hefur haft mikil áhrif á bæjar- braginn segir í tilkynningu, og um Skjaldborg segir m.a. að hún sé kraftmikil uppskeruhátíð heimild- armyndafólks og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfi sig í að frumsýna íslenskar heimildar- myndir. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggða- stofnunar og Air Iceland Connect. Miðlun Úr Kakalaskála, einu þeirra verkefna sem tilnefnd eru til Eyrarrósarinnar. Þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósar Söngleikurinn Vorið vaknar,eða Spring Awakening áfrummálinu, er byggður ásamnefndu leikriti eftir Frank Wedekind frá árinu 1891. Á þeim tíma þótti verkið svo djarft og ósiðlegt að það var ekki sýnt fyrr en árið 1906 og þá í mjög ritskoðaðri út- gáfu en nú til dags þykir umfjöllunar- efnið sem betur fer minna feimnis- mál. Eins og í fjölmörgum leikritum um unglinga snýst sagan um hvað gerist þegar áður óþekktar þrár og langanir kvikna innra með ungu fólki, en hér er skoðað hvaða afleiðingar það getur haft í þrúgandi og upp- skrúfuðu siðprýðissamfélagi Þýska- lands á 19. öld. Þetta er gömul saga og ný og hér er litlu við hana bætt. Í gegnum tíðina hafa ótal höfundar sagt þessa sömu sögu og það má spyrja hvort ástæða sé til að segja hana enn á ný í þessum söngleik frá árinu 2006 þótt eflaust hafi leikritið átt fullt erindi við fólk á sínum tíma. Það fyrsta sem við blasir þegar gengið er í salinn er stórt stálgrindar- leikfimitæki sem er eina sviðsmyndin. Erfitt er að sjá tengsl þess við um- hverfi eða innihald verksins en hins vegar er það vel nýtt í áhrifamiklum dansatriðum sem setja sterkan svip á sýninguna og drengirnir eru ákaflega duglegir í leikfiminni. Frumleg notk- un á handheldum ljósum gefur sýn- ingunni sérstakt yfirbragð og lýsingin er að öllu leyti fagmannlega unnin og stingur hvergi í stúf. Á sviðinu birtist hver manneskjan á fætur annarri sem virðist sótt í staðal- myndir okkar um fólk á 19. öldinni og lítilli fjölbreytni er fyrir að fara. Sér- staklega er þetta áberandi varðandi fullorðna fólkið. Þorsteinn Bachmann á frábæra innkomu sem steinrunni latínukennarinn. Hann leikur svo alla aðra fullorðna karlmenn líka og oft finnst manni eins og þeir séu allir latínukennarinn í mismunandi jökk- um. Fullorðnu konurnar sem Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur eru líka all- ar í raun sama konan. Meira að segja móðir Melchiors, sem í fyrstu virðist frábrugðin hinum, bregst þegar á reynir. Hafi ásetningur leikstjórans verið að sýna fullorðna fólkið sem einsleita og forpokaða hjörð er það ekki nógu skýrt og þá hefði einnig verið sterkara að bjóða upp á fjöl- breyttan unglingahóp á móti en því miður eru þau sama markinu brennd að karaktereinkenni þeirra eru fá- breytt og keimlík. Búningarnir ýta undir þessa upplifun, stúlkurnar eru allar klæddar svipuðum kjólum og drengirnir í stuttbuxum og hvítum skyrtum. Þetta hefði gengið ef um skólabúninga væri að ræða en lítur frekar út fyrir að vera samansafn af markaði með notuð föt en trúverð- ugur klæðnaður evrópsks 19. aldar yfirstéttarfólks og raunar fær Hertex sérstakar þakkir í leikskránni. Hvorki hugvitssamlega smíðað leikfimitækið né búningar hafa þann- ig í raun tengingu við samtíma verks- ins í Evrópu fyrir rúmum 150 árum og upplifunin er frekar sú að sagan eigi sér stað í dystópískum hliðar- veruleika en í gamla daga. Þótt leikritið hafi verið áræðið og framúrstefnulegt á sínum tíma er hætt við að söguþráðurinn þyki frek- ar klisjukenndur nú til dags. Hægt væri að rekja hann í stuttu máli en það er tilgangslítið. Í staðinn má taka upp hvaða angurværu og trega- blöndnu ástarnóvellu sem er og lesa hann þar. Atburðarásin verður sífellt fyrirsjáanlegri eftir því sem á líður og eftir hlé tekur melódramatíkin völdin sem er reyndar ágætlega við hæfi í ljósi þess hve vinsæll sá frásagnarstíll var á þeim tíma sem sagan á að ger- ast. Persónur eru dregnar einföldum og skýrum dráttum, illskunni og sak- leysinu er teflt hvoru gegn öðru án nokkurra undirtóna, framvindan er óhefluð og öllum brögðum beitt til að vekja sterk viðbrögð hjá áhorfendum. Þessi aðferð hefur notið lítillar hylli á síðari tímum nema helst í sápuóper- um og áhugavert að sjá hana í háveg- um hafða hér. Aðrar leiðir hafa verið vinsælli upp á síðkastið til að leika á tilfinningar áhorfenda. Sýningin hverfist um tónlistar- atriðin sem bera sýninguna uppi eins og vera ber í söngleik. Þar hefur mjög vel tekist til í leikaravali því öll eru þau afburða söngvarar og hljóm- sveitin slær ekki feilnótu heldur. Út- setningar eru bæði vel gerðar og áhrifaríkar og tónlistin úr verkinu er margverðlaunuð. Dansatriðin eru stórkostlegt sjónarspil og Lee Proud hefur tekist einstaklega vel upp við að útfæra tilkomumiklar og heillandi hópsenur. Þessi atriði eru veisla bæði fyrir augu og eyru. Að sýningu lokinni fékk leikhóp- urinn standandi lófatak frá áhorf- endum og mér varð ljóst að þeir van- kantar sem ég hafði tekið eftir virtust ekki hafa dregið úr upplifun annarra. Eftir ítarlega rannsóknarvinnu hef ég komist að því að Spring Awakening fær almennt einróma lof bæði áhorf- enda og gagnrýnenda, svo ef þið hafið gaman af melódrama með frábærlega fram settum dans- og tónlistar- atriðum þá er þetta sýningin fyrir ykkur. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Vaknar vorið? Samkomuhúsið á Akureyri Vorið vaknar bbbnn Eftir Steven Slater og Duncan Sheik. Íslensk þýðing: Salka Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Marta Nordal. Tónlistar- stjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guð- mundsdóttir. Danshöfundur: Lee Proud. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljóðmynd: Hafþór Karlsson. Hljóm- sveit: Jaan Alavere, Sigrún Mary McCor- mick, Ásdís Arnardóttir, Steinunn Arn- björg Stefánsdóttir, Kjartan Valdimars- son, Philip Doyle, Kristján Edelstein, Pálmi Gunnarsson og Einar Scheving. Leikarar: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Þorsteinn Bachmann, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Viktoría Sigurðar- dóttir, Árni Beinteinn Árnason, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ahd Tamimi, Ari Orrason, Eik Haraldsdóttir og Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir. Leikfélag Akureyr- ar frumsýndi í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í Samkomu- húsinu á Akureyri 31. janúar 2020. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST Tónlist „Sýningin hverfist um tónlistaratriðin sem bera sýninguna uppi eins og vera ber í söngleik.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.