Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARSTILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD Hin kunni sýn- ingar- og safn- stjóri Hans Ul- rich Obrist, sem stýrir Serpen- tine-sýningar- salnum í London jafnframt því að koma að fjöl- mörgum sýn- ingum og mynd- listaruppákomum víða um lönd, segir að fólk sem hrærist í hinum alþjóðlega listheimi þurfi að gæta betur að vistspori sínu og safnanna. Í samtali við The Art Newspaper í tilefni af dagskrá Serpentine á 50. starfsárinu kveðst Obrist hafa heit- ið því að leggja sitt af mörkum vegna aðkallandi loftslagsvárinnar. Hyggst hann til að mynda standa fyrir sýningaverkefnum sem standi lengur en tíðkast hefur, hvort sem þau verða á vefnum, í eða við Lond- on eða í öðrum stórborgum. Þá þurfi að huga vel að vistspori varð- andi flutning á listaverkum og ferðalögum stjórnenda og draga úr slíku eins og unnt er. Söfn hugi betur að vistsporinu Hans Ulrich Obrist Sviðsupptaka af söngleiknum Hamilton eftir Lin-Manuel Miranda verður frumsýnd 15. október 2021. Söngleikurinn vinsæli og margverð- launaði var tekinn upp í Richard Rodgers-leikhúsinu á Broadway í júní 2016 meðan upprunalegi leik- hópurinn var enn að sýna verkið, en stuttu síðar fóru nýir leikarar að taka við einstökum hlutverkum. Lin- Manuel Miranda, sem upphaflega fór með titilhlutverkið, hefur sam- kvæmt frétt The New York Times um málið beðið færis hvenær best væri að sýna upptökurnar í kvik- myndahúsum. Upptökunum stýrði Thomas Kail, sem einnig leikstýrði söngleiknum á sviði. Kail framleiðir myndina í samstarfi við Miranda, Jeffrey Seller og The Walt Disney Company, en samkvæmt fréttinni greiddi Disney 75 milljónir banda- ríkjadala fyrir sýningarréttinn. Frá því söngleikurinn var frumsýndur á Broadway 2015 hafa 2,6 milljónir áhorfenda séð sýninguna þar, en söngleikurinn hefur einnig verið settur upp á fjórum mismunandi stöðum í Bandaríkjunum og London auk þess sem hann verður tekinn til sýningar í Ástralíu á næsta ári og í Þýskalandi við tækifæri. „Við vörðum miklum tíma í að búa til frábæra leiksýningu og Tommy hefur umbreytt sviðsuppfærslunni með spennandi hætti í kvikmynd, þar sem sjónarhornið er alltaf eins og best verður á kosið,“ segir Mir- anda í viðtali við The New York Times og tekur fram að það séu mik- il forréttindi að geta gert uppfærsl- una aðgengilega almenningi, en færri komust að á sínum tíma í Rich- ard Rodgers-leikhúsinu til að sjá upprunalega leikhópinn fara á kost- um. Hetja Lin-Manuel Miranda sem Hamilton. Sviðsupptaka af Hamilton á tjaldið Dansverkið DuEls eftir Ernu Óm- arsdóttur og Damien Jalet var frum- sýnt á hinu sögufræga Vigeland- safni í Osló um helgina. DuEls er samstarfsverk Íslenska dansflokksins (Íd) og norska dans- flokksins Nagelhus Schia Produc- tions. Verkið er samið af Ernu Óm- arsdóttur, listrænum stjórnanda Íd, og hinum belgíska Damien Jalet en þau hafa áður starfað saman sem danshöfundar. Á meðal verka þeirra má nefna Transaquania out of the Blue (2009) og Black Marrow (2009), sem verður endursýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í apríl. DuEls er samansett úr nýju efni, sem og brotum úr eldri verkum danshöfundanna sem þau endur- unnu fyrir þessa sýningu. Verkið nýtir danslistina til að leysa úr læð- ingi þá orku sem býr í hinum frægu styttum myndhöggvarans Vigeland. Í tilkynningu frá Íd segir að með því að nýta sér goðsagnakennda eigin- leika myndastyttnanna nái dansarar að lýsa innri baráttu mannsins við náttúruna, tækni, kyn, ást, trú og dauða. Uppselt er á allar sjö sýningarnar sem sýndar verða í Vigeland- safninu. Stefnt er að því að setja DuEls upp á Íslandi á næsta ári. Ljósmynd/Valdimar Jóhannsson Formleikur Dansararnir vinna út frá hinum frægu höggmyndum Vigelands í safninu sem kennt er við hann. DuEls sýnt í safni Vige- lands í Osló Líkamar Samspil líkama úr steini og lifandi vekur athygli í DuEls en uppselt er á allar sýningar á verki Ernu Ómarsdóttur og Dereks Jalet í Osló. Breski leik- stjórinn Terry Hands er lát- inn, 79 ára að aldri. Hands var einn virt- asti leikhús- maður Breta og gegndi stöðu listræns stjórn- anda Konung- lega Shakespeare-leikhússins í Stratford-upon-Avon í aldarfjórð- ung og hlaut mikið lof fyrir upp- færslur sínar þar. Leikstjórn hans á Hinriki VI færði honum bresku leikhúsverðlaunin Olivier árið 1978. Terry Hands látinn Terry Hands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.