Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 32
Jazzklúbburinn Múlinn hefur göngu
sína að nýju með tónleikum í kvöld
kl. 20 og að þessu sinni fara þeir
fram í Kaldalóni í Hörpu. Á þeim
kemur fram kvartett Einars Schev-
ing og heldur útgáfutónleika í til-
efni af útkomu á nýrri hljómplötu
hans, Mi Casa, Su Casa. Er það
þriðja plata kvartettsins og kom
hún út í árslok í fyrra. Auk Einars
eru í kvartettinum bassaleikarinn
Skúli Sverrisson, píanóleikarinn
Eyþór Gunnarsson og saxófónleik-
arinn Óskar Guðjónsson.
Fagna útgáfu í Hörpu
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Hin átján ára gamla Guðbjörg
Jóna Bjarnadóttir, sem vann þre-
faldan sigur í spretthlaupum á
Reykjavíkurleikunum um síðustu
helgi, stefnir á bæði Evrópu- og
heimsmeistaramót á þessu ári.
Hún er búin að ákveða sína að-
algrein og er með framtíðar-
áformin á hreinu hvað varðar
keppni og nám. »27
Guðbjörg Jóna með
hlutina á hreinu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Erlendir leikmenn í
Dominos-deild karla í
körfuknattleik eru
komnir í meirihluta
gagnvart íslenskum
leikmönnum ef horft
er til þeirra sem
spila mest fyrir
hvert lið fyrir
sig.
Af þeim 72 leik-
mönnum í liðunum
tólf sem mest
hafa spilað í
vetur eða eru
í aðal-
hlutverki
seinni hluta tímabilsins
eru 40 erlendir leikmenn
og 32 Íslendingar. »26
Erlendu leikmennirnir
eru í meirihluta
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Elsti karl landsins, Lárus Sigfússon,
er 105 ára í dag. Hann sér orðið illa og
heyrnin er skert en enginn kemur að
tómum kofunum hjá honum og glettn-
in leynir sér ekki.
„Þegar ég var hundrað ára fór ég
síðast á hestbak og þá hætti ég líka að
keyra bíl en ég hef rafskutluna til að
skjótast í búðina þegar færðin er góð,“
segir hann. „Verst er að ég trassaði að
læra að prjóna því það er það eina sem
ég gæti annars gert svona sjóndapur.“
Afmælisbarnið hefur alltaf verið á
ferðinni. Ungur reri Lárus til fiskjar
frá Stóru-Hvalsá í Hrútafirði á árabáti
með föður sínum og móðurbróður.
Hann og Anna, systir hans, voru á
fermingaraldri þegar þau reru yfir
Hrútafjörðinn, gengu síðan yfir háls-
inn og á Hvammstanga þar sem móðir
þeirra lá veik á sjúkrahúsi og síðan
sömu leið til baka sama dag. „Þegar ég
var 16 ára og vetrarmaður í Miðfirði
keypti ég tvö lömb á Króksstöðum,
teymdi þau yfir hálsinn og fór einsam-
all með þau í báti frá Bessastöðum yfir
að Stóru-Hvalsá,“ minnir hann á.
Lárus var mikill hestamaður og var
meðal annars landpóstur frá Stað í
Hrútafirði að Hólmavík um árabil.
„Það var alltaf gaman að vera á góðum
hestum, ómetanlegt, en ég lenti oft í
slæmu veðri og ófærð.“ Hann rifjar
upp að rétt við Hólmavík hafi vegurinn
legið þvert yfir djúpa laut, sem lá niður
að sjó. Hún hafi fyllst af snjó og
ómögulegt hafi þá verið að koma hest-
unum yfir með baggana. „Þeir sukku
niður, snjórinn náði þeim í miðja síðu
og því varð ég að taka af þeim, bera
töskurnar í gegnum skaflinn og búa til
stíg fyrir þá. „Á meðan biðu þeir róleg-
ir eftir mér í hríðinni.“
Bóndinn fyrrverandi, sem hefur
verið framsóknarmaður frá barnæsku,
segist hafa hætt að skjóta fugla þegar
hann varð grenjaskytta. „Þá gerði ég
mér grein fyrir því hvað fuglaveiðar
eru ómannúðlegar og óæskilegar á all-
an hátt – veiðimenn eru ekkert betri
en refurinn.“
Ekki tími til að deyja
Í 31 ár starfaði Lárus sem ráðherra-
bílstjóri samfara því að keyra leigubíl.
Halldór E. Sigurðsson samgöngu-
málaráðherra fékk hann til starfans.
„Gísli, sonur hans, sagði honum að
ráða mig, sagðist aldrei hafa séð eins
þrifalegan bíl og minn sem benti til
þess að ég hugsaði vel um hann.“
Lárus var þriðji í röðinni af 14
systkinum á Stóru-Hvalsá í Hrúta-
firði og er einn eftir, en Anna, sem
fæddist 1918, lést 18. janúar síðastlið-
inn. Þau voru elstu systkini landsins á
lífi. Sjálfur eignaðist hann sex börn
með Kristínu Hannesdóttur, fyrrver-
andi eiginkonu sinni, og eru fjögur
þeirra á lífi. Lárus og Kristín Gísla-
dóttir hafa búið saman í um tvo ára-
tugi, en hún verður 95 ára síðar á
árinu. Hann hefur hægt á ferðinni,
styðst við göngugrind eða staf og
skýst endrum og sinnum á rafskutl-
unni í Kringluna. „Jafnvægið er
reyndar svo skratti lélegt að Kristín
þarf að styðja mig. Satt best að segja
geri ég andskotann ekki neitt nema
hlusta á hljóðbækur. Því er nú fjand-
ans verr, afsakaðu orðbragðið.“
Lárus segir að langlífið sé í sjálfu
sér eðlilegur hlutur. „Ég hef bara
staðið mig betur en aðrir í að halda lífi
í tórunni en ég hef alltaf sagt að mað-
ur, sem er sístarfandi, hefur ekki
tíma til að deyja. “
Morgunblaðið/RAX
Tímamót Lárus Sigfússon og Kristín Gísladóttir klæddu sig upp á í gær í tilefni dagsins í dag.
Trassaði prjónaskapinn
Lárus Sigfússon er elsti karl landsins, 105 ára í dag
Sími 580 7000 |www.securitas.is
Með öryggishnapp Securitas um
úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt ef eitthvað
kemur upp á. Þú býrð við meira öryggi á heimilinu
og aðstandendum líður betur að vita af þér í
öruggum höndum.
Þú ýtir á hnappinn, boðin berast samstundis til
stjórnstöðvar Securitas þar sem þú færð samband
við sérþjálfað starfsfólk. Öryggisverðir Securitas
með EMR þjálfun eru alltaf á vakt og bregðast hratt
og örugglega við.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma
580 7000 og kynntu þér kosti öryggishnappsins og
hvaða annan öryggisbúnað hægt er að hafa með
honum.
SAMSTARFSAÐILI
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
09:41 100%
ÖRYGGI ÖLLUM
STUNDUM
ÖRYGGIS-
HNAPPUR
SECURITAS