Morgunblaðið - 10.02.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Minningarstund var haldin í gær í
Hafnarfjarðarkirkju um sjómenn sem
fórust í Halaveðrinu mikla 7.-8. febr-
úar 1925, fyrir 95 árum. Jafnframt
var opnuð sögusýning um Halaveðrið
í safnaðarheimili kirkjunnar. Hægt
verður að skoða sýninguna næstu vik-
ur. Safnaðarheimilið er opið virka
daga kl. 10-16 og á föstudögum kl. 10-
12.
Í guðsþjónustunni var sérstaklega
minnst 35 sjómanna sem fórust með
togaranum Field Marshal Robertson.
Sex þeirra voru breskir og 29 ís-
lenskir. Nafn hvers og eins var lesið
upp og tendruð kertaljós við minn-
ingartöflu í kirkjunni. Sungnir voru
sömu sálmar og við minningar-
athafnir um týndu sjómennina 10.
mars 1925.
Hundruð börðust fyrir lífi sínu
Togarinn Field Marshal Robertson
var gerður út frá Hafnarfirði af út-
gerðarfélagi Hellyersbræðra í Hull.
Einnig fórust 33 sjómenn með togar-
anum Leifi heppna frá Reykjavík og
sex menn með vélbátnum Sólveigu
sem fórst við Stafnes. Fleiri létust
bæði á sjó og á landi.
Þegar veðrið skall á voru 16 tog-
arar á Halamiðum og þurftu 400-500
sjómenn að berjast fyrir lífi sínu. Mik-
il leit var gerð að togurunum tveimur
sem týndust og stóð hún frá 12. febr-
úar og til 5. mars 1925. Haldnar voru
minningarstundir í Hafnarfjarðar-
kirkju og Dómkirkjunni. Á allraheil-
agramessu 1926 afhenti útgerð Field
Marshal Robertson Hafnarfjarðar-
kirkju minningartöflu um skipverjana
35 sem fórust með togaranum. Taflan
er varðveitt í kór kirkjunnar.
Sögusýning um sjóslysin
Séra Þorvaldur Karl Helgason og
Egill Þórðarson loftskeytamaður
undirbjuggu sögusýningu sem var
opnuð í gær í safnaðarheimili Hafnar-
fjarðarkirkju. Þar koma fram ýmsar
nýjar upplýsingar.
Séra Þorvaldur grófst fyrir um
ættir og uppruna íslensku sjómann-
anna sem fórust með Field Marshal
Robertson. Einnig aflaði hann gagna
um landssöfnun sem efnt var til í kjöl-
far sjóslysanna, minningar-
athafnirnar sem voru haldnar og
fleira. Hann flutti hugleiðingu við
minningarstundina og greindi frá því
sem hann hafði safnað saman. Gerð er
grein fyrir hverjum og einum ís-
lensku skipverjanna á sögusýning-
unni.
Leiðarbók sýnir leitina
Egill Þórðarson loftskeytamaður
vann veggspjöld um Halaveðrið og
flutti ávarp við opnun sýningarinnar.
Kristinn Halldórsson aðstoðaði hann
við að gera samanburð á Field Mars-
hal Robertson og nútíma 45 metra
löngu línuskipi hvað stærð og sjó-
hæfni varðar. Einnig er fjallað um
veiðislóðina, veðurþjónustuna, fjar-
skiptin og áföllin.
Spjald sem gert var með aðstoð
Trausta Jónssonar veðurfræðings
sýnir veðurathugandir og veðurspár
daginn sem Halaveðrið brast á.
Einnig er þar nýleg endurgreining á
Halaveðrinu sem bandaríska haf- og
loftfræðistofnunin NOAA gerði.
Á þriðja spjaldinu er gerð grein
fyrir þremur leitum sem gerðar voru
að Field Marshal Robertson og Leifi
heppna. Í henni tóku þátt danska
varðskipið Fylla og meira en 20 tog-
arar. Egill skoðaði leiðarbók Fyllu á
skjalasafni í Kaupmannahöfn og gat
því sett út siglingu skipsins á kort.
gudni@mbl.is
Sögusýning um
Halaveðrið opnuð
Minningarstund haldin í Hafnarfjarðarkirkju í gær
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Hafnarfjarðarkirkja Sjómannanna sem fórust í Halaveðrinu var minnst í
gær, nöfn þeirra lesin upp og kertaljós tendruð í minningu þeirra.
Safnaðarheimilið Sögusýningin er á veggspjöldum og geymir ýmsar upp-
lýsingar sem sr. Þorvaldur Karl Helgason og Egill Þórðarson öfluðu.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Engar samningaviðræður áttu sér
stað á milli Eflingar og Reykja-
víkurborgar um helgina vegna kjara-
samninga félagsmanna Eflingar sem
starfa hjá Reykjavíkurborg.
Næsti fundur Eflingar og borgar-
innar er í dag klukkan tvö. Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,
segir að af málflutningi borgarstjóra
að dæma muni lítið koma út úr þeim
fundi.
Ef samningar nást ekki í dag eða
fyrir hádegi á morgun fer starfsfólk
Eflingar sem vinnur hjá borginni,
þar á meðal starfsfólk á leikskólum
og hjúkrunarheimilum, í verkfall á
morgun frá klukkan 12.30 til klukkan
23.59.
Sólveig Anna segir að á síðasta
fundi hafi Efling krafist þess að
samninganefnd Reykjavíkurborgar
kæmi með nýjar lausnir á samninga-
borðið, á það hafi ekki endilega verið
hlustað.
„Miðað við málflutning borgar-
stjóra í Silfrinu virðist hann því
miður algjörlega genginn í björg og
virðist alls ekki vera búinn að hlusta
á okkar málflutning og heyra hvað
við höfum að segja og spólar bara í
sama farinu,“ segir Sólveig Anna.
Í Silfrinu í gær sagði Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri að ef borg-
in samþykkti kröfur Eflingar myndu
laun ófaglærðra færast hættulega
nálægt launum faglærðra. Við því
segir Sólveig að hún vinni fyrir sína
félagsmenn og faglært starfsfólk
leikskólanna hafi sýnt kjarabaráttu
þeirra mikinn stuðning.
Morgunblaðið/Eggert
Verkfallsvarsla Verkfallsverðir heimsóttu um 116 vinnustaði í vinnustöðv-
un á fimmtudag. Sólveig segir að eitt mögulegt brot hafi komið upp.
Kjaradeila Efling-
ar og borgar óleyst
Vinnustöðvanir
» Í komandi viku eru þrjár
vinnustöðvanir fyrirhugaðar
hjá starfsmönnum Eflingar.
» Auk vinnustöðvunarinnar á
morgun verða vinnustöðvanir
allan daginn á miðvikudag og
fimmtudag.
» Semjist ekki í vikunni hefst
ótímabundin vinnustöðvun
mánudaginn 17. febrúar.
Steingrímur J.
Sigfússon, forseti
Alþingis, er nú
staddur á Nýja-
Sjálandi í opin-
berri heimsókn.
Með honum í för
eru Helgi Hrafn
Gunnarsson, 6.
varaforseti Al-
þingis, og Hanna
Katrín Friðriks-
son, þingflokksformaður Við-
reisnar, ásamt Jörundi Kristjáns-
syni, forstöðumanni forseta-
skrifstofu.
Hópurinn mun eiga fund með
Trevor Mallard, forseta nýsjá-
lenska þingsins, auk funda með
nýsjálenskum þingmönnum, utan-
ríkismálanefnd þingsins, Fletcher
Tabuteau aðstoðarutanríkis-
ráðherra og dr. Megan Woods,
orku- og auðlindaráðherra. Þá
munu þau hitta starfandi ferða-
málastjóra, Billie Moore, og kynna
sér jarðhitaverkefni, ferðaþjónustu
og sjávarútveg á Nýja-Sjálandi.
Steingrímur á
Nýja-Sjálandi
Steingrímur J.
Sigfússon
Snarpur jarðskjálfti, 3,7 stig, varð á
Hengilssvæðinu klukkan 7.24 í gær-
morgun, nánar tiltekið á 6,8 km
dýpi 2,7 km austnorðaustur af Litlu
kaffistofunni. Hann hafði ekki nein
áhrif á rekstur Hellisheiðarvirkj-
unar, að sögn Orku náttúrunnar.
Virkjunin framleiðir rafmagn og
heitt vatn til húshitunar.
Skjálftinn fannst greinilega í
byggð því hann varð ekki langt frá
höfuðborgarsvæðinu. Veðurstof-
unni bárust tugir tilkynninga um að
skjálftinn hefði fundist víða. Auk
höfuðborgarsvæðisins í Hveragerði
og á Akranesi. Í kjölfarið mældust
minni eftirskjálftar.
„Miðað við staðsetningu eru
þetta líklega flekahreyfingar. Þetta
er á mjög virku jarðskjálftasvæði,“
segir Einar Bessi Gestsson, nátt-
úruvársérfræðingur Veðurstofu Ís-
lands. Þessi skjálfti tengist ekki
beint landrisi á Reykjanesi og
mögulegri kvikusöfnun þar, að
sögn Einars Bessa.
Snarpur skjálfti fannst víða í gærmorgun