Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
HÁDEGIS-
TILBOÐ
Mánudaga-föstudaga
kl. 11.00-14.30
Borðapantanir í síma 562 3232
Verð frá 990
til 1.990 kr.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Okkur vantar meira af öllum teg-
undum,“ segir Guðni Hólmar Krist-
insson, framkvæmdastjóri afurða-
sviðs Sölufélags garðyrkjumanna,
um stöðuna á grænmetismarkaðn-
um. Litlar breytingar urðu í inn-
flutningi og innlendri framleiðslu á
síðasta ári og ekki útlit fyrir miklar
breytingar á þessu ári.
Tölur liggja aðeins fyrir um fram-
leiðslu á þeim grænmetistegundum
sem beingreiðslur eru greiddar út á,
það er að segja gúrkum, tómötum og
papriku. Hagstofa Íslands safnar
upplýsingum um allar tegundir og
hefur ekki lokið þeirri vinnu. Fram-
leiðsla á gúrkum og tómötum var í
fyrra svipuð og á árinu áður en nokk-
ur aukning er í papriku en lítill hluti
sölunnar er framleiddur innanlands.
Innflutningurinn er svipaður á milli
ára. Þó hefur innflutningur á gúrk-
um og sveppum aukist.
26 ylræktarbændur njóta bein-
greiðslanna sem bændur semja um
við ríkið í búvörusamningum og
námu alls um 290 milljónum króna á
síðasta ári.
Enn er verið að flytja út gúrkur og
fleiri tegundir grænmetis, til Dan-
merkur, Færeyja og Grænlands, en
það er í mjög smáum stíl vegna þess
að þessar vörur vantar á markaðinn
hér, að sögn Guðna.
Huga að aukningu
„Við upplifðum það í sumar að
gríðarleg eftirspurn var eftir brokk-
ólí og blómkáli. Allt var rifið út um
leið og það kom úr görðunum og lítið
hægt að setja í kæli til geymslu fyrir
veturinn,“ segir Gunnar Þorgeirs-
son, formaður Sambands garðyrkju-
bænda. Hann segir að einhverjir
garðyrkjubændur hyggist auka
framleiðslu á þessum og öðrum kál-
tegundum til þess að mæta þörfum
markaðarins. Segir Gunnar að
bændur hafi náð ágætis árangri í
ræktun á gulrótum og þær séu enn
til í búðum ásamt einhverjum teg-
undum káls frá síðasta hausti.
Gunnar segir að ef litið er til tíu
söluhæstu grænmetistegundanna sé
hlutur innlendra framleiðenda vel
undir helmingi. Það sé dapurt en feli
jafnframt í sér mikil sóknarfæri.
„Það er mikil jákvæðni í garð ís-
lenskrar framleiðslu,“ segir Gunnar.
Mesta uppbyggingin sem vitað er
um er hjá salatframleiðandanum
Lambhaga sem er að reisa stóra
garðyrkjustöð í Mosfellsdal. Guðni
segir að bændur séu að hugsa sér til
hreyfings á fleiri sviðum, meðal ann-
ars að auka framleiðslu á gúrkum.
Innflutningur grænmetis og innlend framleiðsla
Innflutningur 2018-2019 Innlend framleiðsla 2015-2019
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2.250
2.000
1.750
1.500
750
500
250
0
Tonn Tonn
Sveppir Tómatar Paprika Kartöflur 2015 2016 2017 2018 2019
10%
-2% 4%
2%
Innlend framleiðsla 2018-2019
Innlend framleiðsla Innflutningur
Innlend fram-
leiðsla, tonn
Breyting
2018-2019
Gúrkur
2018 2019 tonn %
1.927 1.924 -3 0%
Tómatar
2018 2019 tonn %
1.213 1.183 -30 -2%
Paprika
2018 2019 tonn %
181 202 21 12%
2018 2019
Gúrkur
Tómatar
Paprika
Magn innflutnings og
breyting 2018-2019
3%
56%
89%
1.924
1.183
202
Vantar meira af
öllum tegundum
Kálið var rifið út um leið og það kom úr görðunum
Hollusta Litfagurt grænmeti.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Kampavínssala hélt áfram að
aukast í janúarmánuði frá sama
mánuði 2019, samkvæmt tölum sem
ÁTVR hefur tekið saman fyrir
Morgunblaðið.
Alls seldust ríflega 734 lítrar í
mánuðinum, samanborið við ríflega
687 lítra í janúar árið á undan.
Jafngildir það 6,8% aukningu milli
ára. Athygli vekur að vinsælasta
varan frá Moët & Chandon, þ.e.
Brut Imperial-vínið, tekur fram úr
Veuve Clicquot og seldist í 233,4
lítrum í mánuðinum. Í janúar í
fyrra var salan 125,5 lítrar og því
nemur aukningin í þessari tegund
86%. Er þetta eina kampavínið sem
selt er í þremur stærðarflokkum í
Vínbúðunum, þ.e. 200, 750 og 1.500
ml flöskum.
Veuve Clicquot, sem jafnan geng-
ur undir nafninu Gula ekkjan, seld-
ist hins vegar litlu minna nú í jan-
úar en fyrir ári. Nam salan nú
150,75 lítrum og nam samdrátt-
urinn 3% frá fyrra ári.
Ekki aukning hjá öllum
Meiri samdráttur varð í sölu vin-
sælustu tegundarinnar frá Boll-
inger, þ.e. Brut Special Cuvee, en
þar seldust 75 lítrar, samanborið
við 94,5 lítra í janúar í fyrra.
Gríðarleg aukning varð í sölu
tveggja tegunda frá Moët. Annars
vegar Rosé en af þeirri tegund seld-
ust nú 50,25 lítrar, samanborið við
12 lítra í janúar 2019. Jafngildir það
319% aukningu. Þá jókst salan á Ice
Imperial-víninu frá Moët um 417.
Fór úr 4,5 lítrum í janúar í fyrra í
23,25 lítra nú.
Taittinger styrkti einnig stöðu
sína með Brut Reserve og reyndist
fimmta vinsælasa kampavínið. Þar
seldust 33,75 lítrar en 24 lítrar í
fyrra.
Costco styrkti einnig stöðu sína
með Kirkland-kampavíninu sem
seldist í 26,25 lítrum og nam aukn-
ingin frá fyrra ári 40%. Neðar á
sölulistum Vínbúðanna mátti sjá
áhugaverða þróun. Nokkrar flöskur
í dýrari kantinum fóru til kaupenda
í janúar. Ein flaska af R.D. 2004 frá
Bollinger, sem kostar ríflega 25
þúsund krónur. Þá seldust tvær
flöskur af Winston Churchill 2004
frá Pol Roger en slíkar flöskur
kosta tæpar 23 þúsund krónur. Þá
seldust fjórar flöskur af Dom Per-
ignon 2009 sem kosta 24 þúsund
krónur. Sama magn seldist af Com-
tes 2007 frá Taittinger en þær
kosta tæpar 15.800 krónur.
Moët styrkir enn stöðu sína
Kampavínssala í Vínbúðunum 6,8% meiri í janúar en í sama mánuði í fyrra
Moët & Chandon, Veuve Clicquot og Bollinger fyrirferðarmest á markaðnum
Sala á kampavíni í janúar 2019 og 2020
Sæti 2019 2020 Aukning
1 Moët & Chandon Brut Imperial* 125,5 233,4 86%
2 Veuve Clicquot Brut** 155,25 150,75 -3%
3 Bollinger Brut Special Cuvee*** 94,5 75 -21%
4 Moët & Chandon Rose Imperial 12 50,25 319%
5 Taittinger Brut Reserve 24 33,75 41%
6 Drappier Brut Nature Pinot Noir 4,5 30 567%
7 Kirkland Champagne 18,75 26,25 40%
8 Moët & Chandon Ice Imperial 4,5 23,25 417%
9 Moët & Chandon Nectar Imperial 23,25 19,5 -16%
10 Laurent Perrier Brut Cuvee Rose 0 12 -
* 200, 750 og 1.500 ml. flöskur. ** 750 og 1.500 ml. flöskur. *** 375 og 750 ml. flöskur.
Auglýsingaleik-
stjórarnir Samúel
Bjarki Pétursson
og Gunnar Páll
Ólafsson fengu í
liðinni viku til-
nefningu til
bresku auglýs-
ingaverð-
launanna The
British Arrows.
Þetta staðfesti
Samúel við Morgunblaðið en tilnefn-
inguna fengu Samúel og Gunnar fyr-
ir auglýsingaherferð sem þeir unnu
fyrir McDonalds. Auglýsingarnar
voru fyrir sendingarþjónustu Mc-
Donald’s og Ubereats í Bretlandi.
Verðlaunin verða veitt 31. mars
næstkomandi.
Íslendingar tilnefnd-
ir til British Arrows
Tilnefndir Samúel
og Gunnar Páll.
Svo virðist sem enn sé verið að
bóka flug á Boeing 737-MAX-vélar
Icelandair en Morgunblaðið fékk
ábendingu um að í flugferðaupplýs-
ingum fyrir flug til Kaupmanna-
hafnar í lok mánaðar væri slík vél
skráð. Samkvæmt upplýsingum frá
Icelandair eru MAX-vélarnar jafn-
óðum teknar úr kerfi félagsins í
þann tíma sem ákveðið hefur verið
að kyrrsetja þær. Ekki þekktist til
þessa tiltekna flugs en Icelandair
sagði engan þurfa að óttast að vera
á leið í flug í MAX-vél á næstunni,
nú þegar tilkynnt hefur verið að
þær verði ekki í flotanum fram yfir
sumar.
Enn hægt að bóka
flug með MAX