Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Að minnsta kosti 813 eru látnir af
völdum kórónuveirunnar sem á upp-
tök sín í Wuhan í Kína.
Veiran hefur því dregið fleiri til
dauða en hin mannskæða SARS-veira
sem varð 774 að bana á árunum 2002
og 2003.
Allir nema tveir þeirra látnu létust
á meginlandi Kína, að því er fram
kemur í frétt BBC.
Um 35.000 manns hafa sýkst af
veirunni, langflestir í Kína.
Í gær var um 3.600 manns hleypt af
skemmtiferðaskipi í Hong Kong sem
höfðu verið þar í sóttkví í fjóra daga.
Þeim var hleypt af skipinu eftir að
rannsóknir leiddu í ljós að farþegar
skipsins væru ekki sýktir.
Rasísk viðbrögð við veiru
Farþegar annars skemmtiferða-
skips sem liggur við japanska höfn
eru þó ekki jafn heppnir. Farþegar og
áhöfn eru 3.711 talsins og hafa þau
verið í sóttkví í sex daga. Tugir far-
þega skipsins eru smitaðir af veirunni
og því ekki útlit fyrir að þeim verði
hleypt frá borði í bráð.
Veiran hefur vakið rasísk viðbrögð
víða um heim og eru dæmi um að fólk
af asískum uppruna sé litið hornauga
vegna hennar.
mbl.is greindi frá því um helgina að
asískir íbúar Finnlands hefðu orðið
fyrir aðkasti og upplifað ótta og óbeit
á götum úti vegna veirunnar. Borið
hefur á því að notendur almennings-
samgangna forðist að sitja nálægt
fólki af asískum uppruna, börn as-
ískra innflytjenda verði fyrir aðkasti í
skólum og vegfarendur hrópi fúkyrði
að fólki af asískum uppruna.
Sömu sögu er að segja af Bretlandi
en Guardian greindi frá því í gær að
eigendur asískra veitingastaða í Bret-
landi fyndu fyrir samdrætti eftir að
umræða um veiruna komst í hámæli
og fólk af asískum uppruna hefði orð-
ið fyrir aðkasti.
Kórónuveiran skæðari en SARS
813 látnir og um 35.000 sýktir
Gestir skemmtiferðaskips frjálsir
AFP
Grímur Í fjöldabrúðkaupi í Suður-Kóreu í gær huldu margir vit sín til þess
að forðast smit. Þar hafa 24 tilfelli veirunnar greinst. 260 eru í sóttkví.
Þúsundir
Breta voru án
rafmagns,
fresta þurfti
stórum íþrótta-
viðburðum og
hundruðum
flugferða var
aflýst þegar
stormurinn
Ciara gekk yf-
ir Bretlands-
eyjar í gær.
Gríðarleg rign-
ing og mikið hvassviðri var yfir
eyjunum öllum og mikið um flóð.
Þá voru í gærkvöld í gildi miklar
veðurviðvaranir víða um land og
vöruðu stjórnvöld við því að á
svæðum nærri ströndum gætu
öldur og fjúk ógnað fólki. Einnig
lá fyrir að gul viðvörun myndi
gilda um Bretlandseyjar til mið-
nættis.
Sterkastar voru vindhviðurnar
í Wales en þar mældist vindhraði
í Aberdaron ríflega 41 m/s.
Aflýsa þurfti flugi víðar en í
Bretlandi, sem dæmi var um 240
flugferðum aflýst frá Amsterdam
í gær, en Ciara hafði áhrif víða í
V-Evrópu.
BRETLAND
Mikið um flóð og þús-
undir án rafmagns
Öldugangur við vita
á S-Englandi.
Um 550 hafa týnt lífi í mótmælum í Írak gegn
ríkisstjórn landsins og hafa allt að 30.000 særst
að sögn heilbrigðisyfirvalda í Írak.
Mótmælin hafa staðið frá 1. október en
öryggissveitir í Írak hafa beitt táragasi, skot-
vopnum og sprengjum í þeim tilgangi að leysa
mótmælin upp. Á myndinni má sjá stúdenta sem
límdu bláan kross yfir munn sinn í mótmælum
sem fram fóru í írösku borginni Karbala í gær.
AFP
Um 550 látnir vegna mótmæla í Írak
Alls létust 29 þegar taílenski hermað-
urinn Jakraphanth Thomma hóf skot-
árás á fólk í borginni Nakhon Ratcha-
sima í Taílandi á laugardag. Hann
leitaði skjóls í verslunarmiðstöð í
bænum, vopnaður hríðskotarifflum
sem hann stal úr herstöðinni sem
hann starfaði í. Hafði hann skotið
yfirmann sinn til bana rétt áður en
hann hélt inn í borgina og framdi
ódæðisverkin.
Við tók margra klukkustunda
ófremdarástand, en árásarmaðurinn
hélt fólki m.a. í gíslingu í verslunar-
miðstöðinni. Lauk hryllingnum með
því að lögregla felldi árásarmanninn í
fyrrinótt.
Ástæða morðanna er ekki ljós en
talið er að hvatinn hafi verið að mað-
urinn áliti sig hafa verið hlunnfarinn í
fasteignaviðskiptum.
Fylgdist með í símunum
Hundruð manna voru stödd í versl-
unarmiðstöðinnni þegar árásarmað-
urinn hóf voðaverkin. Faldi fólk sig
víða, m.a. inni á salernum, og náðu
einhverjir að fylgjast með ferðum
mannsins í símum sínum, með upp-
lýsingum sem þeim voru sendar utan
frá. „Vinur minn sem vinnur í versl-
unarmiðstöðinni talaði við mann sem
vinnur við öryggismyndavélarnar og
hann gaf okkur upplýsingar um stað-
setningu árásarmannsins,“ sagði Cha-
nathip Somsakul, 33 ára tónmennta-
kennari sem lifði ódæðisverkið af.
Fjöldi fólks kom saman á bæna-
stund í gærkvöldi og minntist hinna
látnu. Fyrr um daginn hafði forsætis-
ráðherrann Prayut Chan-O-Cha
heimsótt fólk sem særst hafði í árás-
inni og sagt: „Þetta er fordæmalaust í
Taílandi. Ég óska þess að þetta sé í
síðasta skipti sem slíkt ástand
skapast.“
Lögregla felldi
fjöldamorðingja
Bænastund í Taílandi í gærkvöldi
AFP
Bænastund Hundruð manna minnt-
ust fórnarlambanna í gærkvöldi.