Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Dagur B.Eggerts-son
borgarstjóri sagði
í gær að staðan í
kjaraviðræðum
borgarinnar við Eflingu væri
erfið og óvænt, en hluti vand-
ans væri forystuleysi, þar sem
enginn sé að útskýra hvað fel-
ist í lífskjarasamningunum.
Nú er þetta út af fyrir sig
sérstök kenning að því leyti að
mikið hefur verið rætt um
hvað felist í þessum samn-
ingum svo að meginhugsunin í
þeim ætti ekki að hafa farið
framhjá neinum, hvað svo sem
mönnum kann að finnast um
þá af ýmsum ástæðum.
Kenningin um forystuleysið
verður ekki síður vandræðaleg
þegar til þess er horft að á
sama tíma og borgarstjóri lýs-
ir þeirri skoðun stígur fram
annar borgarfulltrúi meiri-
hlutans í borgarstjórn, Dóra
Björt Guðjónsdóttir pírati, og
ræðir samningaviðræðurnar á
þeim nótum að störf þyrftu að
vera metin að verðleikum, að
hún stæði með láglaunafólki
og fagnaði „upprisu láglauna-
stéttarinnar“ og bætti því við
að það væri klókt af Eflingu að
beina spjótum að Reykja-
víkurborg því að borgin væri
líklegasti samningsaðilinn til
að hlusta á kröf-
urnar!
Augljóst er að
Dagur B. Eggerts-
son þarf ekki að
leita út fyrir eigin
skrifstofu til að finna forystu-
leysið. Af orðum Dóru Bjartar
blasir við að vandann er að
finna innan meirihlutans í
Reykjavík og allir vita hver er
– eða á að vera – forystusauður
þess fríða flokks.
Núverandi meirihluti í
Reykjavík hefur unnið mikið
tjón með margvíslegum axar-
sköftum og einstrengingslegri
og jafnvel ofstækisfullri
stefnu sinni í ótal málum. Það
tjón sem hann kann nú að vera
að vinna gagnvart stöðunni á
vinnumarkaði og þar með
gagnvart atvinnustigi í land-
inu og velmegun alls almenn-
ings er þó líklega mun stærra
og gæti haft enn alvarlegri af-
leiðingar til lengri tíma litið.
Vonandi tekur borgarstjóri
eigin orð um forystuleysi til
sín og útskýrir fyrir öðrum
borgarfulltrúum meirihlutans
hvaða afleiðingar það muni
hafa ef Reykjavíkurborg
stendur ekki í lappirnar gagn-
vart kröfum um að vinnumark-
aðurinn verði settur í uppnám
í því viðsjárverða efnahags-
ástandi sem nú er uppi.
Borgarstjóri þarf
ekki að leita langt
að forystuleysinu}
Forystuleysi?
Samkvæmt fréttá vef The
Telegraph um
helgina eru ríki
Evrópusambands-
ins enn að herða
kröfurnar gagn-
vart veiðum í breskri lögsögu.
Orðalag sem hingað til mun
hafa verið í kröfugerð Evr-
ópusambandsins, að áfram
verði „byggt á“ þeim aðgangi
sem ríki ESB hafa að bresk-
um miðum, hefur sætt gagn-
rýni ríkja ESB og nú er kraf-
an um að samningamenn
sambandsins fari fram á að
núverandi réttindi „haldi sér“
að fullu til framtíðar.
Nógu slæmt væri fyrir
Breta, og auðvitað algerlega
óviðunandi, að byggja ætti á
fyrri aðgangi eftir að landið er
sloppið úr sambandinu. Að
gera kröfu um að engin breyt-
ing verði á aðgangi Evrópu-
sambandsríkjanna að fisk-
veiðilandhelgi Bretlands er
vitaskuld fráleitt, en sýnir hve
langt ríki Evrópusambands-
ins eru reiðubúin að ganga
gagnvart fullveldi annarra
ríkja.
Krafan sýnir vitaskuld líka
viðhorfið gagnvart því að
sleppa ríkjum lausum úr neti
sambandsins sem
einu sinni hafa
álpast í það.
Það er verulegt
áhyggjuefni að
hér á landi skuli
enn vera starfandi
stjórnmálaflokkar sem berj-
ast, leynt eða ljóst, fyrir aðild
Íslands að Evrópusamband-
inu. Og þetta er enn alvarlega
þegar haft er í huga að enginn
þessara flokka hefur lýst efa-
semdum eða breytt stefnu
sinni í þessum efnum við að
fylgjast með hremmingum
Breta við að reyna að koma
sér úr klóm ESB.
Fram undan er líklega tæpt
ár af átökum Breta við
Brussel-elítuna um að reyna
að koma á eðlilegum sam-
skiptum. Samkvæmt frétt The
Telegraph er þó jafnvel talið
að harkan sé slík að upp úr
viðræðunum kunni að slitna
strax í vor. Fróðlegt verður að
fylgjast með því hvernig
stuðningsflokkar Evrópu-
sambandsins hér á landi munu
bregðast við áframhaldandi
óbilgirni sambandsins í garð
Breta. Ef þeir telja áfram að
hún skipti engu þá er það í
meira lagi umhugsunarvert
fyrir íslenska kjósendur.
ESB herðir enn kröf-
urnar gagnvart Bret-
um, þó að þeir séu
formlega sloppnir}
Skiptir harkan engu?
S
érstakt ákall um aðgerðir gegn of-
beldi í nánum samböndum var sam-
þykkt á fundi Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD) á fundi
stofnunarinnar í París í síðustu
viku. Átján aðildarríki standa að ákallinu, þar á
meðal Ísland.
Ég sat í pallborði á fundinum og greindi þar
meðal annars frá breyttu verklagi lögreglu á
Íslandi, mikilvægi þess að skoða kerfið út frá
upplifun brotaþola auk þess sem ég fjallaði um
nýleg lagaákvæði varðandi ofbeldi í nánum
samböndum.
Alþingi hefur samþykkt heildstæða aðgerða-
áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess sem
nær til ársins 2022. Markmið hennar er að
vinna að forvörnum og fræðslu. Henni er auk
þess ætlað að bæta viðbrögð og málsmeðferð í
réttarvörslukerfinu og vinna að valdeflingu þol-
enda með þverfaglegt starf að leiðarljósi.
Það hefur mikil vakning átt sér stað á þessu sviði á und-
anförnum árum. Unnið hefur verið að umbótum á löggjöf,
bættu verklagi við meðferð þessara mála innan réttar-
vörslukerfisins, aukinni vernd fyrir þolendur, einfaldari
meðferð nálgunarbanns og auknum skilningi á þörfum
þolenda brotanna. Þá hafa verið stofnaðar sérstakar ráð-
gjafarmiðstöðvar, Bjarkahlíð og Bjarmahlíð, fyrir þol-
endur heimilisofbeldis. Þangað geta þolendur leitað til að
sækja sér ráðgjöf og aðstoð sér að kostnaðarlausu. Sú
starfsemi er afar mikilvæg, ekki aðeins fyrir þolendurna
sjálfa heldur einnig sem úrræði fyrir lögreglu til að hjálpa
þolendum. Þeir fá þar lögfræðiaðstoð og einnig
aðstoð til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins.
Á ráðstefnunni veittu önnur ríki þessu
mikilvæga skrefi okkar í að opna ráðgjaf-
armiðstöðvar mikla athygli og sérstaklega var
fjallað um þörf annarra landa á að stíga þessi
skref.
Það er mikilvægt að lögreglan, sem oftast
mætir fyrst á vettvang, hafi sérþekkingu á af-
leiðingum heimilisofbeldis til að geta mætt þol-
endum brotanna af skilningi og nærgætni á
vettvangi. Menntun lögreglumanna þarf því að
fela í sér kunnáttu á eðli og einkennum þess-
ara brota og afleiðingum þeirra á þolendurna.
Þá er mikilvægt að tryggja endurmenntun lög-
reglumanna til að stuðla að færni þeirra og
hæfni til að fást við þennan viðkvæma mála-
flokk. Við höfum séð gríðarlegar framfarir síð-
ustu ár hjá lögreglunni varðandi meðhöndlum
heimilisofbeldisbrota og ljóst af umræðu við önnur ríki að
þar stöndum við framarlega í samanburði.
Þýðingarmikið er að hafa sérstakt ákvæði í hegningar-
lögum sem lýsir ofbeldi í nánu sambandi refsivert. Slíkt
ákvæði var sett í hegningarlög árið 2016. Með því voru þau
skilaboð gefin til samfélagsins að ofbeldi í nánum sam-
böndum yrði ekki liðið og að slík brot væru ekki einkamál
aðilanna. Þetta eru viðkvæm brot sem varða manneskjur
og því er mikilvægt að kerfið okkar hafi burði til að taka á
þeim málum.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Ákall og aðgerðir
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Stjórnvöld hafa boðað þástefnu að fyrir sveitar-stjórnarkosningarnar 2022verði sveitarfélög með 250
íbúa og færri þvinguð til að samein-
ast öðrum og fjórum árum seinna
verði lágmarkstala íbúa 1.000 manns.
Ráðgjafarfyrirtækið RR ráðgjöf
sinnir verkefnisstjórn í fjórum sam-
einingarverkefnum um þessar mund-
ir, en félagið var líka til ráðgjafar við
sameiningu Sandgerðisbæjar og
Garðs, sem nú mynda Suðurnesjabæ.
Róbert Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri RR ráðgjafar, segir að skriður
sé kominn á sameiningarmál.
Róbert bendir á að fimmtán
sveitarfélög, eða rúm 20% sveitar-
félaganna í landinu, hafi ákveðið að
taka frumkvæði og hefja viðræður
um mögulega sameiningu við ná-
granna sína. Sveitarfélögin eru flest
landstór og ná samanlagt yfir um
42% af landrými Íslands. Í þeim búa
hins vegar aðeins tæp 4% íbúanna,
eða rúmlega 13 þúsund manns. Sam-
þykki íbúar sameiningartillögurnar
mun sveitarfélögum fækka um 11 og
verða sveitarfélögin þá 61 árið 2022.
Róbert var áður bæjarstjóri í Vog-
um og í Grindavík. Samstarfsmaður
hans, Jón Hrói Finnsson, var sveit-
arstjóri á Svalbarðsströnd. Segir Ró-
bert að í þeim stóru sameiningar-
verkefnum sem nýlega séu farin af
stað, Þingeyjarsýslu, Austur-
Húnavatnssýslu og fimm sveitar-
félögum á Suðurlandi, sé horft til
þess að kosið verði um sameiningu
um mitt næsta ár eða í lok ársins.
„Það eru allir að miða við niðurstöðu
árið 2021. Þá er hálft ár eða ár fram
að reglubundnum kosningum. Ég
held að búast megi við því að það
verði talsvert um kosningar árið
2021.“
Tillögur um lágmarksíbúafjölda í
sveitarfélögum hafa mætt nokkurri
andstöðu fulltrúa fámennari sveitar-
félaga. Telja margir að lögþvingun
sameiningar brjóti á sjálfstjórnar-
rétti sveitarfélaga og óttast að íbúar
fái ekki næga aðkomu að ákvarðana-
tökunni. Helsti ávinningur samein-
ingar er jafnan talinn vera rekstrar-
hagræði sem skili sér í aukinni
þjónustu. Hins vegar eru dæmi þess
að íbúar í jaðarbyggðum í samein-
uðum sveitarfélögum þurfi að búa við
skerta þjónustu, svo sem að skólum
eða sundlaugum hafi verið lokað. Þá
telja þeir gjarnan að áhrif þeirra séu
minni í ákvarðanatöku sameinaðra
sveitarfélaga.
Róbert segir að horft hafi verið til
þessa sjónarmiða þegar hann vann
að sameiningu fjögurra sveitarfélaga
á Austurlandi. Hann segir að á
grunni lærdóms af fyrri samein-
ingum og rannsóknum á þeim hafi
verið ákveðið að skipa þriggja manna
heimastjórnir í sveitarfélaginu. Þær
starfa á tilteknum svæðum innan
þess og stjórna ákveðnum þjónustu-
verkefnum á hverjum stað. Íbúar
hvers svæðis kjósa sér fulltrúa í
heimastjórn en einn er skipaður af
sveitarstjórn.
„Okkar reynsla er að íbúarnir vilja
tryggja ákveðna nærþjónustu eins og
skóla, íþróttahús og menningarstarf
á hverjum stað, auk þess að eiga full-
trúa í beinum tengslum við sveitar-
stjórnina. Þeir vilja raunverulegt lýð-
ræði og áhrif. Heimastjórnir koma til
móts við þær óskir. Menn þurfa að
finna að þeir hafi enn þá áhrif. Að
mínu mati ætti Alþingi að skoða
breytingar á sveitarstjórnarlögum
og lögum um kosningar til sveitar-
stjórna til að koma enn betur til móts
við þessi sjónarmið,“ segir Róbert.
Mögulegar sameiningar sveitarfélaga
Sveitarfélög sem eiga í viðræðum
Flatarmál, km2 Íbúafjöldi
Fjöldi
sveitarf.
Austurland 10.671 4.866 4
Þingeyingur 12.024 1.396 2
Austur-Hún 4.542 1.752 4
Suðurland 15.672 5.086 5
Alls 42.909 13.100 15
Ísland allt 102.695 356.991 72
30 blokkir á stærð við Æsufell í Reykjavík
myndu rúma alla íbúa þessara
15 sveitarfélaga
Sveitarfélögin 15 sem nú hafa
ákveðið að hefja viðræður um
mögulegar
samein-
ingar ná
samanlagt
yfi r um
42% af
landrými
Íslands
Í þeim búa
hins vegar
tæp 4%
íbúa
landsins,
eða 13.100
manns
42%
4%
Sameiningarhugur í
yfir 20% sveitarfélaga
Fulltrúar frá fimmtán sveitar-
félögum á Suðurlandi fara í
næsta mánuði í kynnisferð til
Danmerkur. Allt að þrír fulltrúar
fara frá hverju sveitarfélagi og
alls verða rétt tæplega fjörutíu
manns með í för. Ferðin er skipu-
lögð af Samtökum sunnlenskra
sveitarfélaga (SASS) og greiða
samtökin hluta af útlögðum
kostnaði þátttakenda meðan á
ferðinni stendur, en ekki flug eða
gistingu.
Samkvæmt upplýsingum frá
SASS verður haldið út að morgni
9. mars og komið heim síðdegis
hinn 12. Heimsótt verða sveitar-
félög í nágrenni Kaupmanna-
hafnar og munu þátttakendur
geta kynnt sér hvernig staðið er
að rekstri sveitarfélaga þar, at-
vinnumálum, nýsköpun, sorp-
málum og hvernig heimsmark-
miðum SÞ er fylgt eftir.
40 manna
kynnisferð
LÆRA AF DÖNUM