Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 16

Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Það er ekki að ástæðulausu að fylgi Sjálfstæðisflokksins er okkur flokks- mönnum hugleikið þessa dagana. Fylgið hefur helmingast á til- tölulega skömmum tíma og mörg góð flokkssystkin hafa yfirgefið flokkinn. Fyrir þessari alvar- legu stöðu eru nokkrar ástæður en stórsókn breska Íhaldsflokksins sýnir að hægt er að snúa við af vondri leið með góðum áherslum og virðingu fyrir upprunanum. Með vilja flokksmanna og forystu er hægt að sigra á ný en þá verður forystan að átta sig á því að eitt- hvað þarf að breytast. Í umræðunni um þriðja orkupakkann var vilji flokksmanna hafður að engu og flokksmenn uppnefndir einangr- unarsinnar og gamalmenni því þeir voru mótfallnir innleiðingunni. Hvað sem stjórnmálamenn reyna að telja mönnum trú um hefur stefna Evrópusambandsins nú tekið yfir málaflokkinn. Það er mjög al- varlegt að við megum ekki lengur hafa okkar eigin orkustefnu nema í þeim tilfellum sem hún fellur inn í flókna stefnu sambandsins. Varla er hægt að tala um sjálfstæða orkustefnu í slíku árferði og allt tal um annað eykur vantraust á þeim sem því heldur fram. Menn geta stofnað nefndir eða skrifað fallegar skýrslur hér heima til að fegra en staðreyndirnar í regluverkinu breytast ekki. Orkustefna Íslands gekk alltaf út á það að hið opinbera átti og sá um rekstur orkuvera en með þeirri stefnu dreifðist auðurinn til fyrir- tækja og almennings með lágu orkuverði. Sátt ríkti um að nátt- úrunni yrði stundum fórnað því dreifingin á auðnum var með slík- um hætti. Dreifikerfið og fram- leiðslan gátu jafnframt lifað góðu samlífi og ekki þurfti risastóran eftirlitsiðnað. Það þurfti heldur ekki hina nýju stétt orkumiðlara til þess að taka einhverja hlutdeild og orkan var sú ódýrasta sem völ var á. Stjórnmálamenn þurfa að gæta sín bet- ur og jafnframt huga að upprunanum, sér- staklega á tímum þeg- ar falsfréttir fjölmiðla og múgmennska spúir eitri inn í hjörtu fólks. Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður í kringum kröfu um frjálsa þjóð í frjálsu landi. Sú krafa hvarf ekki við lýðveldis- stofnun. Jón Þorláks- son benti á, stuttu eftir stofnun flokksins, að það er ekki nóg að berjast fyrir sjálfstæðinu. Ávallt þarf að halda vörð þar um þegar sjálfstæðið er fengið. Með öðrum orðum. Það er ekki nóg að berjast fyrir frelsinu, fengið frelsi þarf að verja. Sjálfstæðisflokkurinn er frjáls- lyndur íhaldsflokkur. Íhalds- stefnan, eða varðveislustefnan eins og hún hefur stundum verið nefnd, byggist á hugarfari um að varð- veita það sem vel hefur gefist, að varðveita fullveldið, að varðveita það sem sameinar okkur sem þjóð; hið fallega tungumál, hina einstöku mannanafnahefð, hinn hreina og mannúðlega landbúnað, hinn sterka sjávarútveg, kirkjuna sem ver og ræktar tengsl okkar við Guð, hjónabandið sem er burðar- stoð fjölskyldunnar og fjölskylduna sem er grunnur samfélagsins. Þetta þarf að varðveita, jafnvel þótt það kosti átök og að menn verði uppnefndir og lítillækkaðir sem brotamenn óljósra tjáningar- glæpa. Ísland er eina samfélagið í veröldinni sem við getum kallað heimili. Klakinn kann að vera kald- ur en hann er samt okkar. Stjórn- málamenn hafa engan rétt á því að tefla öryggi eða samstöðu þjóðar- innar í tvísýnu fyrir stundarávinn- ing gervigóðmennsku eins og gerst hefur hjá nágrönnum okkar og all- ir vita en ekki má víst nefna. Það er mikilvægt að ítreka og vekja athygli á þessum gildum Sjálfstæðisflokksins því ekki hefur verið hugað að þeim upp á síð- kastið. Að frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins voru lögfestar margs- konar varnir sem bæði efldu frelsisvitund og samheldni á meðal landsmanna. Það var á slíkum gild- um sem Sjálfstæðisflokkurinn sigr- aði hug og hjörtu þjóðarinnar og á þeim getur hann unnið til baka hið glataða fylgi enda eru það þessi gildi sem eiga undir högg að sækja nú þegar hverslags umrót er fram- kvæmt undir frjálslyndum merkjum. Umrót, sú tilhneiging að vilja umturna í stað þess að varðveita, er andstæða íhalds og tengist ekki á nokkurn hátt frjálslyndi eins og oft er haldið fram. Þennan hugta- kamisskilning þarf að leggja mikla áherslu á að leiðrétta því hann á sinn þátt í sókn stjórnlyndra um- rótsflokka sem þykjast frjáls- lyndir. Andstæða frjálslyndis er stjórnlyndi og lýsir sér í tilhneig- ingu að vilja gerast annarra manna forráðamaður. Stjórnmálamaður sem hefur litla þekkingu á upprunanum er óviss um hvað hann vill eða á hvaða gildum flokkurinn sinn var stofn- aður, mun alltaf missa fótfestuna og leitast við að þóknast öllum þegar hinar og þessar falsfréttir birtast. Að lokum mun hann þó ekki þóknast neinum en með at- ferli sínu kynda undir múgæði og ósamstöðu. Rétt eins mun út- sjónarsamur stjórnmálamaður sem veit hvað hann vill, þekkir og tem- ur sér tryggð við grunngildi flokksins síns, auka velvild og traust í sinn garð. Slíkur stjórn- málamaður skeytir ekki um pólit- íska vinda; hann siglir vindinn, hlúir að sannfæringu sinni og sýnir grunngildunum hollustu. Grunn- gildin eru hans hái turn sem gegn- ir hlutverki vitans í hinu síbreyti- lega pólitíska veðurfari. Með þeim hætti getur hann brotið niður illt umtal og falsfréttir á þeim stað sem það skiptir máli – í hjörtum landsmanna. Eftir Viðar Guðjohnsen » Sjálfstæðisflokkur- inn var stofnaður í kringum kröfu um frjálsa þjóð í frjálsu landi. Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Fálkinn í felur Um mannlega hegð- un er fjallað í stóru rit- verki eftir Ludwig von Mises, „Human Ac- tion“. Mannleg hegðun er vilji, val í fram- kvæmd. Frjáls maður getur valið. Hann vel- ur yfirleitt það sem bætir stöðu hans í hinu stóra og víða samhengi lífsins. En menn hafa ekki allir alltaf ver- ið frjálsir. Hin mikla stéttaskipting leyfði aðeins litlum meirihluta – yf- irstéttinni – að búa við frelsi. Allt of margir voru þrælar. Þrællinn var háður alræði húsbónda síns og átti ekkert val til að bæta stöðu sína. Hann gat bara dregið úr vinnu- framlagi sínu, en þá var svipunni beitt miskunnarlaust. Þrællinn hafði engan hvata til að bæta vinnu sína, eða auka afköst sín. Þrælahald var sóun mannlegra hæfileika. Þræla- vinna varð því með tímanum úrelt og stóðst ekki samkeppni við laun- aða vinnu, þar sem aðilar skiptu með sér afköstum vinnunnar og greitt var fyrir betri afköst og hugvit. En þróunin var víða hæg vegna einok- unar aðalsmanna á landi og eignum lénsskipulagsins. Eignarréttur var ekki viðurkenndur né verndaður nema hjá yfirstéttinni, aðlinum, með valdi. Í frönsku byltingunni 1789 eru forréttindi aðalsins afnumin og mannréttindi lögleidd með stjórnar- skrá. Ein þýðingarmestu mannrétt- indin eru eignarrétturinn, því eignir eru sem fyrr segir (Mbl. 23.1. 2020) mikil undirstaða valda og betra lífs. Í þeim liggur máttur eigandans til þroska og framfara. Í bókinni „Auð- fræði“ (Hið ísl. bókmf. 1880, bls. 28) eftir Arnljót Ólafsson, fyrsta hag- fræðing landsins, segir: „Vér höfum séð og vér höfum reynt, að vér hljót- um að vinna, og það oftlega þunga vinnu og erfiða, til þess að fá bætt úr þörfum vorum. Nú mundi enginn vilja leggja á sig erfiði, nema hann fengi sjálfur að njóta ávaxtanna af vinnu sinni, allra þeirra fjármuna er hann ávinnur sér með henni. Eign- arrétturinn er því nauðsynlegt skil- yrði þess, að vér viljum leggja á oss vinnu og erfiði. Nauðsyn og gagn eignarréttarins viðurkenna nú ef- laust allir.“ Þegar fyrirkomulagið er þannig hjá hinu opinbera að allir eiga, óháð frammistöðu, að vinna fyrir sömu laun í viðkomandi launaflokkum og allir eiga að vita um launakjör allra, er minna svigrúm til að umbuna fyrir meiri gæði og afköst. Þess vegna fara sumir opin- berir starfsmenn gjarna í störf hjá einka- geiranum. Ein helsta ástæða fá- tæktargildru millistétt- arinnar er sú staðreynd að hún fær ekki að draga neinn kostnað frá tekjuskatti og fjár- magnstekjuskatti, svo sem vaxta- kostnað, viðhald, læknisþjónustu, menntunarkostnað og ýmsan kostn- að sem leiðir til betri efnahags og framfara. Skattleysismörk ákveðin af nánös duga engan veginn til að skapa einstaklingum það svigrúm og frelsi sem hann á rétt á til að þrosk- ast og efnast. Auk þess er skatt- heimta sífellt meir að færast yfir í flata, beina og ósýnilega skatta. Var einhver að tala um gagnsæi? Fjórða iðnbyltingin? Sjálfvirknivæðing er grundvöllur fjórðu iðnbyltingarinnar. Stóraukin sjálfvirkni á öllum sviðum hefur mikil áhrif á stöðu launþega, sem óttast atvinnuleysi. Sjálfvirkir ró- bótar vinna ýmis störf sem fólk vann áður. Launþeginn eignast hvorki ró- bótann, sem leysir hann af hólmi, né tekjur af honum. Róbótinn er bara ný vél í verksmiðjunni. Það þarf víð- tæka lausn á þessu vandamáli og snúa framförum sjálfvirkninnar inn á jákvæða braut fyrir alla. Meiri eignajöfnuður í þjóðfélaginu eins og ég hef lagt til áður gæti verið þáttur í að milda afleiðingar fjórðu iðnbylt- ingarinnar og gefa fólki meira svig- rúm og tíma til þess að bregðast við. Atvinnuleit, endurmenntun, stofnun fyrirtækja og fleira. Í fámennu landi eins og Ísland er alltaf þörf fyrir störf manna og þjónustu. Borgara- laun leysa ekki vandann. Eftir Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson »Meiri eignajöfnuður í þjóðfélaginu gæti verið þáttur í að milda afleiðingar fjórðu iðn- byltingarinnar og gefa fólki meira svigrúm og tíma til þess að bregðast við. Höfundur er fv. stórkaupmaður. Mannleg hegðun Það vill svo til að ég hef komið nokkrum sinnum í „Ríkið“ síðustu mánuði. Það er nefnilega risin flunkuný vínbúð við hliðina á stór- markaðinum mínum og freistandi að kíkja þar inn eftir stórinnkaupin, sem eru orðin að léttri líkamsæfingu með beygingum og réttingum og sjálfs(af)greiðslu. Í nýju vínbúðinni er ekki sama tæknikeyrslan og allt rólegra, þó að engan sæi ég forma að draga upp tékkhefti. Hins vegar tók ég eftir því í öll skiptin sem ég beið við kassann að flestir borguðu með reiðufé. Tíndu fram misgljáandi þúsundkalla og alls kyns myntsláttu sem hefði sómt sér jafnvel á þjóð- menjasafninu. Hvað skyldi valda því að fólk sem höndlar nýjustu innkaupatækni í markaðinum sínum skuli, þegar það kemur í vínbúðina, hverfa aftur til þess gamla; að leysa frá lúðri buddu og telja fram krónur og aura? Má heimsóknin í vínbúðina kannski ekki koma á yfirlitið í bankanum? Er ver- ið að villa um fyrir tortryggnum maka, eða er hér komið þetta marg- fræga alþjóðlega peningaþvætti? Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. … lét fögur vínber vaxa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.