Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
✝ ÁlfheiðurSigurgeirs-
dóttir fæddist á
Granastöðum í
Köldukinn, S-Þing.,
11. ágúst 1935. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
31. janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurgeir
Pálsson, f. 1886, d.
1945, bóndi á
Granastöðum, og kona hans,
Kristín H. Jónsdóttir, f. 1894, d.
1959.
Álfheiður var yngst sjö systk-
ina sem náðu fullorðinsaldri.
Hin eru Stefanía, f. 1915, d.
1992, bjó á Húsavík, síðar í
Reykjavík; Jón, f. 1921, d. 2011,
bóndi og vélsmiður í Árteigi,
Páll, f. 1925, d. 1993, bóndi á
Fitjum, og Klemens, f. 1928,
bóndi í Ártúni, allt nýbýli úr
landi Granastaða; Ólína Þur-
íður, f. 1930, býr í Reykjavík, og
Sigríður, f. 1933, d. 1960, ljós-
móðir, bjó á Húsavík.
Eftirlifandi eiginmaður Álf-
1962, stundaði framhaldsnám
við Háskólann í Árósum í Dan-
mörku 1964-65 og við Kenn-
araháskólann í Kaupmannahöfn
1994-95. Hún kenndi við Hús-
mæðraskólann á Laugum í
Reykjadal 1962-64, við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur 1965-
67 og var heimilisfræðikennari
við grunnskóla í Reykjavík
1978-2003, lengst við Álfta-
mýrarskóla.
Meðal forfeðra Álfheiðar
voru annálaðir hagleiksmenn og
hlaut Álfheiður sinn skerf af
þeirri gáfu. Eftir að hún hætti
kennslu fékkst hún við búta-
saum og glermyndagerð og
prýða mörg slík verk heimili
hennar og afkomenda. Þau hjón
gerðu víðreist um heiminn á
seinni árum. Meðal annars fór
Álfheiður með hópi ættingja til
Kanada, einkum til að hitta af-
komendur móðurforeldra sinna,
Jóns Klemenssonar og Þuríðar
H. Jónsdóttur, sem fluttust vest-
ur um haf árið 1904. Eitt barna
þeirra, Kristín, móðir Álfheiðar,
varð eftir á Íslandi, þá 10 ára
gömul.
Síðustu ár glímdi Álfheiður
við erfiðan sjúkdóm og dvaldist
frá 2017 í Sóltúni.
Útför hennar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 10. febrúar
2020, og hefst klukkan 13.
heiðar er Páll
Bjarnason, ís-
lenskufræðingur
og fv. mennta-
skólakennari,
fæddur á Akranesi
1939. Þau gengu í
hjónaband 1966 og
bjuggu alla tíð í
Reykjavík, lengst
af í Brekkuseli 20
og síðan í Miðleiti 3.
Börn þeirra eru: 1)
Kristín, f. 1968, geislafræð-
ingur, gift Gunnari Þór Kjart-
anssyni matvælafræðingi, PhD.
2) Heiðrún, f. 1969, stjórnmála-
fræðingur, gift Gesti Guðjóns-
syni verkfræðingi, börn þeirra
eru Elva, Auðunn Páll og Bragi
Valur. 3) Bjarni, f. 1972, verk-
fræðingur, PhD, kvæntur Unni
Ýri Kristjánsdóttur mannauðs-
stjóra, börn þeirra eru Kristján
Frosti, Álfheiður og Páll Theo-
dór. 4) Þuríður Anna, f. 1974,
geislafræðingur og upplýsinga-
fræðingur.
Álfheiður lauk prófi frá Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands
Ástkær móðir okkar lést í
faðmi fjölskyldunnar 31. janúar
eftir erfið veikindi.
Foreldrar okkar eignuðust
fjögur börn á sex árum og eins
og gefur að skilja var mikið líf
og fjör á heimilinu. Mamma var
heimavinnandi á meðan við vor-
um að komast á legg og fór ekki
að vinna aftur fyrr en yngsta
barnið byrjaði í skóla. Með hag-
sýni og dugnaði gekk allt upp,
þótt það væri einungis ein fyrir-
vinna. Hún var myndarleg hús-
móðir, bólstraði húsgögn, málaði
veggi, ræktaði garðinn, prjónaði,
saumaði og hafði mjög gaman af
því að halda veislur. Þau pabbi
bjuggu okkur myndarlegt heim-
ili í Brekkuseli 20 og þaðan eig-
um við ótal góðar minningar.
Milli frumbyggjanna í Brekku-
seli ríkti mikil samheldni og vin-
átta, sem haldist hefur alla tíð.
Mamma hafði gaman af því að
ferðast og þreif alltaf hvert horn
í húsinu áður en lagt var af stað,
meðan við börnin biðum óþol-
inmóð. Fæðingar- og uppeldis-
staður hennar í Köldukinn var
henni sérstaklega hugleikinn.
Þar bjuggu bræður hennar og
afkomendur þeirra. Mamma
naut þess að komast út úr bæn-
um og ef hún sá til berja var
varla hægt að koma henni heim
fyrr en öll ílát voru orðin full.
Foreldrar okkar báru gæfu til
þess að ferðast víða um heim á
meðan heilsa mömmu leyfði.
Þau fóru í ótal borgarferðir, sól-
arlandaferðir og í lengri ferðir
svo sem til Bandaríkjanna, Kína
og Rússlands. Vorið 2014 fór
stór hluti fjölskyldunnar til
Flórída og átti ógleymanlegar
stundir.
Við dáðumst að vináttunni
sem hún hélt alla tíð við sauma-
klúbbinn (stelpurnar), en þær
kynntust í Húsmæðrakennara-
skóla Íslands (HKÍ) fyrir meira
en hálfri öld. Þær voru sérstak-
lega duglegar að heimsækja
hana síðustu árin og kunnum við
þeim miklar þakkir fyrir það.
Mamma hjálpaði okkur að
koma undir okkur fótunum, tók
tengdabörnunum vel, svo ekki
sé minnst á barnabörnin, sem
voru líf hennar og yndi. Hún
ljómaði alltaf þegar hún sá þau.
Hún hafði gaman af því að leika
við þau, fór með þeim í vatns-
rennibrautir, fór í feluleik og á
trampólín, þótt hún væri um og
yfir sjötugt. Dýrmætustu stund-
ir elstu barnabarnanna eru
sennilega þegar þau fengu að
baka pönnukökur með henni.
Síðustu ár glímdi hún við
mjög erfiðan taugasjúkdóm, sem
smám saman tók frá henni allan
mátt. Undir það síðasta fólst
eina tjáning hennar í hlátri,
hlýju handtaki og glampa í aug-
um. Hún kvartaði aldrei og
tókst á við veikindi sín af ein-
stöku æðruleysi. Við stöndum í
sérstaklega mikilli þakkarskuld
við starfsfólk hjúkrunarheimilis-
ins Sóltúns, þar sem mamma
dvaldi hátt á þriðja ár. Alúð
þess og umhyggja er einstök.
Afmælisdagur hennar var 11.
ágúst, á þeim árstíma sem
sláttur stóð sem hæst. Þegar
hún var barn var haldið upp á
daginn með veitingum úti á
engi. Þegar hún var spurð að
því hvað hún væri gömul svaraði
hún: „Þriggja ára ellefta ágúst
úti á engi.“ Það var oft gantast
með þetta svar hennar og rifjað
upp þegar hún átti afmæli. Við
trúum því að núna sé hún komin
út á sígrænt engi hamingjunnar,
svífandi um, laus úr sínum lam-
aða líkama.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Kristín, Heiðrún, Bjarni
og Þuríður Anna.
Í dag kveðjum við Álfheiði
móðursystur okkar frá Grana-
stöðum í Köldukinn. Hún var
yngst af sjö systkinum sem upp
komust en móðir okkar elst, og
skildu tuttugu ár þær að í aldri.
Okkur finnst að þær hafi um
margt verið líkar að eðlisfari,
hæglátar og hófstilltar, duglegar
og vel verki farnar, á allan hátt
vandaðar manneskjur.
Fyrstu minningar okkar um
Álfheiði tengjast Ártúni, þar
sem hún á unga aldri hélt heim-
ili með bræðrum sínum tveimur.
Þar var einn okkar, Palli, í sveit
á sumrin og naut umhyggju
hennar, en við hin komum í
styttri heimsóknir hvenær sem
færi gafst og var það jafnan til-
hlökkunarefni.
Álfheiður stundaði nám við
Húsmæðrakennaraskóla Íslands
og einnig framhaldsnám í Dan-
mörku um eins árs skeið. Ævi-
starf hennar var svo kennsla í
heimilisfræði, og öll hennar
handaverk og myndarlegu veit-
ingar báru ótvírætt vitni um eðl-
iskosti hennar og menntun.
Þessu kynntumst við enn betur
eftir að við settumst að í
Reykjavík. Álfheiður hafði þá
gifst Páli Bjarnasyni íslensku-
fræðingi og þau stofnað heimili,
sem stóð okkur alltaf opið þegar
við áttum leið um eða þurftum á
einhverri aðstoð að halda. Þau
eignuðust fjögur börn, sem öll
eru vel gerð og góðir vinir okk-
ar. Barnabörnin eru sex og fóru
þau ekki varhluta af góðvild og
umhyggju Álfheiðar ömmu sinn-
ar, meðan hún hafði heilsu og
þrek til. Álfheiður og Páll voru
alla tíð mjög samhent og bar
heimili þeirra smekkvísi beggja
fagurt vitni. Þau voru bæði ætt-
rækin og vinföst og dugleg að
kalla saman ættingja við ýmis
tilefni. Voru það ávallt skemmti-
legar og glæsilegar veislur.
Við minnumst sérstaklega
skemmtilegrar ferðar til Kanada
2003, en þangað fórum við tólf
saman á ættarmót, þar á meðal
Álfheiður og Stína dóttir þeirra
Páls. Amma og afi Álfheiðar,
Jón og Þuríður, fluttust vestur
um haf skömmu eftir aldamótin
1900 með börnum sínum öðrum
en Kristínu móður Álfheiðar og
ömmu okkar, sem góðu heilli
varð eftir hér á landi. Þar vestra
eigum við allstóran frændgarð
sem efndi til samkomu á Hecla
Island. Þar hittum við í fyrsta
sinn ýmsa af ættingjum okkar
og augljóst var að Álfheiður
naut vel ferðarinnar og sam-
funda við fólkið sitt. Þau Páll
tóku líka vel á móti þessu fólki
þegar það kom í heimsókn hing-
að til lands.
Álfheiður var gæfukona og
átti góða ævi með Páli. Síðustu
árin voru henni og fjölskyldunni
þó erfið, þar sem hún glímdi við
vágest sem engum sleppir fyrr
en yfir lýkur. Sýndi hún þar
mikið æðruleysi og annaðist Páll
hana af stakri kostgæfni allt til
loka.
Við og fjölskyldur okkar
minnumst frænku okkar með
virðingu og þakklæti og sendum
Páli og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur.
Hólmfríður, Sigurgeir
og Páll.
Álfheiður Sigurgeirsdóttir,
vinkona okkar og skólasystir, er
látin eftir langa baráttu við
sjaldgæfan sjúkdóm. Við sökn-
um hennar, en samgleðjumst
henni líka að vera loks laus frá
áralangri þraut. Lengi gátum
við talað við hana og fengið svar
með bliki í auga eða þrýstingu á
hendi, en smátt og smátt minnk-
aði það samtal. Einn er sá sem
aldrei gafst upp við að skilja
hana og annast, en það er Páll
Bjarnason, eiginmaður hennar,
sem sýndi henni yfirmáta mikla
alúð og skilning hvern einasta
dag. Við dáumst allar að þraut-
seigju hans og kærleika og er-
um honum afar þakklátar.
Við vorum 14 sem hófum nám
í Húsmæðrakennaraskóla Ís-
lands haustið 1960. Hann var þá
til húsa í Háuhlíðinni í nýlegu
húsi. Skólastjóri okkar fyrri vet-
urinn var Helga Sigurðardóttir,
hin landsþekkta forystukona í
fræðslu húsmæðra, höfundur
matreiðslubóka sem enn eru til
á flestum heimilum.
Fröken Helga mat Álfheiði
mjög mikils; þótti fengur í að fá
vana sveitastúlku í skólann,
hafði séð um heimilið norður í
Köldukinn þegar móðir hennar
lést. Hún var fáum árum eldri
en við hinar, munurinn allt að 8
árum á þeim yngstu, og var hún
staðfesta námsmeyjahópsins
strax frá upphafi.
Sumarið 1961 vorum við sam-
an á Laugarvatni í Húsmæðra-
skóla Suðurlands. Þetta sumar
varð ógleymanlegt og í minning-
unni var alltaf góð tíð og við
tengdumst enn traustari bönd-
um. Hvar sem við fórum var
Álfheiður alltaf hin trausta,
stillta og ráðagóða, líkt og stóra
systirin sem við mátum svo mik-
ils.
Seinni veturinn var Vigdís
Jónsdóttir skólastjóri HKÍ. Við
vorum orðnar ábyrgðarmeiri,
vorum í æfingakennslu, undir-
bjuggum framtíðina og vorum
alsælar fram á vorið.
Eftir útskriftina fórum við
margar að kenna og Álfheiður
fór norður að Laugum í nálægð
heimahaga sinna og kenndi þar
tvo vetur. Þá flutti hún suður og
var stundakennari við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur og átt-
ust þau Páll Bjarnason íslensku-
fræðingur og stofnuðu heimili í
höfuðborginni og eignuðust fjög-
ur indæl börn. Síðan kenndi Álf-
heiður heimilisfræði við grunn-
skóla Reykjavíkur um áratuga
skeið.
Samvera okkar skólasystr-
anna í öll þessi ár sem liðin eru
er afar dýrmæt. Við höfum hist
u.þ.b. átta sinnum á ári á heim-
ilum okkar, farið í utanlands-
ferðir með mökum og til helgar-
dvalar á hótelum eða í
sumarhúsum, bara við stelp-
urnar! Mun slík samheldni ekki
alvanaleg og megum við vel við
una.
Þegar við nú kveðjum Álf-
heiði vinkonu okkar með sökn-
uði er þakklæti fyrir góðu minn-
ingarnar efst í huga, hvernig við
allar svo ólíkar völdumst saman
í þennan frábæra hóp, og bless-
unaróskir til Páls og afkomenda
þeirra Álfheiðar. Þau hjónin
bjuggu sannarlega við barnalán.
Við sendum ykkur hjartans
kveðjur. Guð blessi minningu
Álfheiðar Sigurgeirsdóttur.
Fyrir hönd skólasystra í Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands
1960-1962,
Guðrún L. Ásgeirsdóttir.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá tengdamóður minni, Álfheiði
Sigurgeirsdóttur. Ég kveð hana
með söknuði og þakklæti fyrir
hennar hlutdeild í mínu lífi. Ég
kynntist Álfheiði sumarið 1993
þegar ég fór að venja komur
mínar í Brekkusel 20 til að hitta
Bjarna son hennar. Álfheiður
tók mér strax einstaklega vel
eins og fjölskyldan öll. Árin okk-
ar Bjarna saman eru nú að
verða 27 og ég því löngu orðin
ein af fjölskyldunni sem eitt sinn
bjó í Brekkuselinu.
Álfheiður var mikill húmoristi
og gaman að vera með henni en
hún var þó hlédræg kona sem
talaði ekki af sér. Ég hef á til-
finningunni að börn hennar og
barnabörn þekki lítið til sögu
hennar frá því áður en Páll
Bjarnason, eiginmaður hennar,
kom til skjalanna. Við Álfheiður
áttum þó oft ágætar stundir þar
sem hún sagði mér undan og of-
an af lífi sínu fyrir norðan og
hvað á daga hennar hafði drifið
á fyrri hluta ævinnar.
Þegar barnabörnin fæddust
hvert af öðru fékk Álfheiður
hlutverk sem hún naut og sinnti
einstaklega vel. Eldri barna-
börnin eiga góðar minningar um
kraftmikla og hlýja konu sem
passaði þau oft, prjónaði flíkur
bæði á þau og dúkkurnar þeirra,
eldaði góðan mat og bakaði mik-
ið af pönnukökum. Yngri barna-
börnin aftur á móti eiga ekki
eins skýrar minningar um þessa
kraftmiklu ömmu en seinustu
árin var Álfheiður þjökuð af
taugasjúkdómi sem gerði henni
erfitt um alla tjáningu og hreyf-
ingar og dvaldi hún síðustu árin
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Við fjölskyldan heimsóttum
hana oft í Sóltúnið en það voru
mestmegnis þöglar heimsóknir
þar sem Álfheiður var hætt að
geta tjáð sig en stundum sáum
við þó leiftrandi húmorinn í aug-
unum.
Elsku Álfheiður, ég kveð þig
með vísu sem Þórður afi minn
fór oft með og á vel við á þessari
stundu:
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín tengdadóttir,
Unnur Ýr Kristjánsdóttir.
Álfheiður
Sigurgeirsdóttir
✝ Ólöf SigríðurRafnsdóttir
fæddist 13. júlí
1946 í Reykjavík.
Hún lést 30. jan-
úar 2020. For-
eldrar hennar
voru Auður Páls-
dóttir, f. 10. sept-
ember 1928 í
Reykjavík, d. 1.
maí 1947 í Reykja-
vík, og Rafn
Sigurvinsson, f. 14. mars 1924
í Ólafsvík, d. 13. janúar 1996 í
Reykjavík. Systkini Ólafar
og Baldur Orri, f. 29. júlí
2015. Ólöf giftist 8. júní 1985
Hrafni Ingvari Gunnarssyni, f.
2. október 1950. Þau skildu.
Börn þeirra eru: Gunnar Páll,
f. 7. maí 1982, og Ólöf Jó-
hanna, f. 4. mars 1988, maki
Mats Anderson. Börn þeirra
eru Saga Ólöf, f. 15. nóvember
2014, og Theo Hrafn, f. 17.
júní 2017. Ólöf giftist Arnóri
Þórðarsyni, f. 18. október
1932, d. 31 ágúst 2015. Dætur
Arnórs eru Erna og Hulda.
Ólöf lauk kennaranámi frá
Kennaraskóla Íslands og starf-
aði sem grunnskólakennari
meðal annars í Kársnesskóla
og Fossvogsskóla. Ólöf lét af
störfum vegna veikinda.
Útförin fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 10. febrúar
2020, klukkan 13.
samfeðra eru
Sveinn og Björg.
Ólöf giftist 15.
nóvember 1969
Halldóri Þorláki
Sigurðssyni, f. 11.
október 1947. Þau
skildu. Dætur
þeirra eru: Sól-
veig, f. 10. júní
1971, og Kristín
Auður, f. 28. októ-
ber 1975, eig-
inmaður Þorsteinn Sigurður
Guðjónsson. Börn þeirra eru
Atli Rafn, f. 16. febrúar 2012,
Ég heyrði þá syngja, ég sá er þeir
flugu
mót svalandi blænum,
þá grænt var í hlíðum og geisladýrð
hvíldi
sem gull yfir sænum.
En loftvegir blánuðu, laðandi fjarri,
hve langt var að ströndum.
Og vorskýin mændu, sem
marmarahallir,
í morgunsins löndum.
Ég bað, er þeir hurfu mér hátt yfir
fjöllin
og hreimarnir eyddust,
að þeir mættu líða eins langt út í
geiminn
og litirnir breiddust.
– Í hafið þeir féllu – og hljótt er nú
orðið
að háfjallabaki,
þar heyrist ei bergmál af blíðróma
söngum
né blikvængjataki.
En loftvegir blána í laðandi fjarska;
hve langt er að ströndum!
Og hver veit þó nema að svanir þeir
syngi
í sólfegri löndum?
(Hulda)
Sólveig
Halldórsdóttir.
Mig langar til að minnast
Ólafar, fyrrverandi mágkonu
minnar, með nokkrum orðum,
hæfileikaríka kennaranemans
sem kom inn í líf okkar þegar
ég var barn að aldri. Hún var
fyrsta tengdabarnið í fjölskyld-
unni og fannst mér, krakk-
anum, hún einstaklega spenn-
andi. Hún var líka dálítið
framandi þar sem hún kom úr
umhverfi listrænna bóhema og
úr fjölskyldu þar sem flækju-
stigið var mun meira en við
áttum að venjast okkar megin.
Hún var á fyrsta ári þegar ung
móðir hennar lést. Hún var öll-
um harmdauði. Fyrstu árin
ólst Ólöf upp hjá móðurömmu
sinni, sem reyndist henni alla
tíð afar vel.
Ólöf var frjó í hugsun,
skemmtileg, viðræðugóð, list-
ræn en viðkvæm. Hún hafði
stundað nám í píanóleik í Tón-
listarskólanum og myndlistar-
nám og ég leit mjög upp til
þessarar flottu ungu konu og
reyndi að apa teikningarnar
eftir henni með misgóðum ár-
angri. Hún tengdist einnig inn
í flugið, en Rafn faðir hennar,
sá ljúfi maður, hafði unnið sem
loftskeytamaður á vélum Flug-
félags Íslands.
Eftir að hún lauk kennara-
námi kenndi hún eitt ár í
grunnskólanum í Hveragerði.
Síðan kenndi hún um tíma í
Kársnesskóla áður en hún hóf
störf í Fossvogsskóla sem var
starfsvettvangur hennar lengst
af meðan heilsa leyfði. Þetta
var á upphafsárum Rauðsokka-
hreyfingarinnar og auðvitað
var ég sammála henni um að
hæfileikar kvenna ættu að
blómstra rétt sem karla. Þetta
var líka á fyrstu árum Listahá-
tíðar í Reykjavík og voru sóttir
á þessum árum fjölmargir tón-
leikar sem nú eru komnir á
spjöld sögunnar.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um Ólöfu og örlaga-
nornirnar spunnu sína snörpu
þræði sem skildu eftir ör á
fjölda sálna. Erfiðar aðstæður í
lífi hennar urðu til þess að leið-
ir skildi þegar elstu dætur
hennar tvær voru ennþá börn.
Þær fylgdu föður sínum sem ól
þær upp og naut við það að-
stoðar foreldra okkar fyrstu
árin og einnig okkar systranna.
Ef það væri ekki fyrir hana
Ólöfu þá ætti ég ekki yndis-
legu, hæfileikaríku og duglegu
frænkurnar sem leikið hafa
stór hlutverk í lífi mínu frá því
að ég var táningur.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna Ólafar, barnabarna,
systkina og móðursystur. Það
er ósk mín að góðir kraftar hafi
tekið vel á móti henni og muni
varðveita hana.
Kristín.
Ólöf Sigríður
Rafnsdóttir