Morgunblaðið - 10.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
✝ Þuríður Egils-dóttir fæddist á
Króki í Biskups-
tungum 26. júlí
1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum,
þar sem hún dvaldi
síðustu þrjú ár ævi
sinnar, 10. janúar
2020.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þórdís
Ívarsdóttir húsfreyja, f. 20.5.
1901, d. 10.7. 1999 og Egill Eg-
ilsson, bóndi og ferjumaður, f.
14.7. 1898, d. 9.1. 1984.
Systkini hennar: Steinunn, f.
3.9. 1927, d. 29.4. 1947, Egill, f.
25.8. 1929, d. 21.8. 2019, Ívar
Grétar, f. 6.9. 1930, d. 23.3. 2003
og Jóna Kristín, f. 29.11. 1942.
Fyrri maður Þuríðar var
Kristinn Þorsteinsson. Sonur
þeirra Unnsteinn Egill, f. 22.5.
1947. Eiginkona hans er Guðný
Helga Jóhannsdóttir, f. 18.9.
1947. Börnin eru Egill, f. 10.11.
1969, Þórir, f. 11.4. 1981 og
Anna, f. 14.11. 1982. Dóttir Guð-
nýjar er Jóhanna Berglind, f.
3.8. 1966. Barnabörnin eru 14 og
Viktoría Mjöll, f. 23.2. 1994.
Árið 1955 fluttu Þura og
Daníel í Kópavog. Þar vann hún
við hin ýmsu störf, þar á meðal á
Stelluróló, hjá Ömmubakstri,
við ræstingar á Kópavogshæli
og við heimilishjálp. Daníel og
Þuríður stofnuðu og ráku Raf-
tækjaverslun Kópavogs í fimm-
tán ár.
Áhugamál Þuru voru söngur,
hannyrðir og ferðalög. Hún
söng í Samkór Kópavogs, Kór
Kópavogskirkju og „Ömmu-
kórnum“. Hún var í Kvenfélagi
Kópavogs og Félagi eldri borg-
ara í Kópavogi. Á seinni árum
las og söng Þura fyrir „gamla
fólkið“ á Sunnuhlíð, sem var
jafnvel yngra en hún. Hún
prjónaði fleiri hundruð ung-
barnapeysur fyrir Rauða kross-
inn ásamt peysum, sokkum og
vettlingum á flesta af sínum af-
komendum. Í kringum 1950 fór
Þura í sína fyrstu utanlandsferð,
sem var skógræktarferð til Nor-
egs. Eins heimsótti hún dóttur
sína og hennar fjölskyldu í Sví-
þjóð 18 sinnum frá árinu 1994.
Þura fór einnig til Rúmeníu,
Ungverjalands, Danmerkur og
Finnlands.
Útför fór fram 24. janúar
2020 frá Kópavogskirkju í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
barnabarnabörnin
eru tvö.
1. desember
1954 giftist Þur-
íður Daníel Skapta
Pálssyni, f. 20.9.
1915, d. 1.7. 2002.
Foreldrar hans
voru Pálína Daní-
elsdóttir, húsfreyja
á Rauðabergi á
Mýrum í Vestur-
Skaftafellssýslu, f.
1.12. 1884, d. 19.2. 1985 og Páll
Bergsson bóndi, f. 16.12. 1862, d.
11.5. 1946. Börn Þuríðar og
Daníels eru: 1) Páll Pálmar, f.
28.6. 1956, 2) Unna, f. 31.7. 1958,
eiginmaður John Edward Go-
yette, f. 17.7. 1961, börn: Dana
Þuríður, f. 31.3. 1983, David
Andri, f. 6.6. 1989, Aron Edw-
ard, f. 4.3. 1991 og Alex Edward,
f. 4.3. 1991. Barnabörnin eru
orðin sex, 3) Guðjón Grétar, f.
14.12. 1964, eiginkona Ingileif
Jóhannesdóttir, f. 3.1. 1966,
börn: Halldóra Hrund, f. 30.11.
1987, Sunna Dís f. 29.7. 1992,
Aníta Mjöll, f. 4.3. 1994, Ísak
Dan, f. 5.1. 1998 og Arna Diljá, f.
18.10. 2003. Dóttir Ingileifar er
Elsku amma mín, loksins ert
þú komin í Sumarlandið þitt.
Í júní 2016 sat ég við hlið þér
á Landspítalanum í Fossvogi og
kvaddi þig, þar sem við héldum
að þín lokastund væri komin. Þú
varst tilbúin að kveðja okkur þá
og sagðir mér, bæði þá og eins
oft áður, hvað þú hlakkaðir til að
koma í Sumarlandið, þar sem all-
ir sem þú hefur saknað bíða þín.
En þinn tími var ekki kominn,
þú fékkst gangráð og hjarta þitt
sló sterkt aftur. En amma eins
og við þekktum þig var ekki
lengur.
Við horfðum á þig hverfa frá
okkur inn í sjálfa þig. Ó, hversu
sárt það var þau skipti sem ég
kom til þín á Droplaugarstöðum
og þú vissir ekki hver ég var. En
elsku amma, það var mér svo
mikils virði að koma til þín og
faðma þig, finna hlýjuna þína,
halda í hendurnar þínar og
strjúka þér um kinn, þó svo að
þú vissir ekki hver ég var.
Hversu dýrmætt það var að fá
að vera hjá þér og strjúka vanga
þinn þegar þú lagðir af stað í
ferðalagið í Sumarlandið og
kvaddir þennan heim.
Alla mína ævi hefur heimili
ykkar afa verið mitt annað heim-
ili. Ég man þegar ég var sex ára
og bjó á Sæbólsbrautinni og
labbaði til ykkar, án leyfis, þar
sem mamma hafði ekki tök á að
fara með mig til ykkar þann dag-
inn. Pönnukökurnar og jólakök-
urnar sem þú áttir alltaf, göngu-
túrarnir okkar til að gefa
öndunum brauð, veiða úti á
bryggju eða versla í matinn í
Hamraborginni, og alltaf tíndir
þú upp ruslið eftir sóðana.
Ég man rólóferðirnar okkar
saman, þegar ég lá í dekkjarólu
og þú ýttir mér hærra og hærra
og ég söng Maístjörnuna fyrir
þig aftur og aftur. Þú elskaðir að
syngja og það voru ófá skiptin
sem ég fór með þér í messu í
Kópavogskirkju.
Þú last fyrir mig sögur úr
Biblíunni og söguna um þá
Bakkabræður, sem var í uppá-
haldi hjá mér, og í minni mínu er
fast „Gísli-Eiríkur-Helgi, faðir
vor kallar kútinn“. Ég elskaði að
kúra í ömmubóli og þú sagðir
nánast alltaf sögur á kvöldin og
fórst með bænir með mér.
Þegar ég var tíu ára flutti ég
til Svíþjóðar, þar sem ég bý enn.
Ég var alltaf hjá ykkur afa þegar
ég kom til Íslands og alveg sama
hvað við komum mörg var alltaf
pláss, þrátt fyrir að íbúðin væri
ekki stór. Alltaf var vel tekið á
móti okkur öllum. Þú hefur
kennt mér að ef það er pláss í
hjarta, þá er pláss fyrir alla.
Þú og afi hafið átt svo stórt
hlutverk í mínu lífi og ykkar er
sárt saknað, en ég mun ávallt
geyma minningarnar. Ég veit að
þið eruð í Sumarlandinu, um-
kringd ástvinum, og við munum
öll sameinast þar á ný þegar
okkar tími er kominn.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Dana Þuríður
Jóhannsdóttir.
Þuríður Egilsdóttir
✝ Þórir Krist-jónsson fæddist
á Hellissandi 25.
júní 1932. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Seltjörn 31.
janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Kristjón Árna-
son verslunar-
maður, f. 17.
september 1901, d.
4. janúar 1992, og
Guðný Ásbjörnsdóttir verka-
kona, f. 20. september 1907, d. 8.
mars 2014. Bróðir Þóris var
Svavar, f. 4. júní 1927, d. 18. maí
2012.
Þórir fluttist 11 ára gamall
með fjölskyldu sinni frá Hellis-
sandi til Njarðvíkur og síðar til
Reykjavíkur.
Þórir kvæntist Ingu Jónu
Ólafsdóttur 8. ágúst 1953, f. 27.
maí 1931 í Hafnarfirði. Þeirra
börn eru 1) Ólafur, f. 1953, d.
1995, maki Júlía Sigurðardóttir,
synir þeirra eru a) Sigurður
Sigmundsson, synir þeirra eru a)
Gunnar, f. 1979, hans sonur er
Mikael Bjarni, b) Jóhann f. 1988.
Þórir hóf sjómennsku árið
1949 sem háseti á ýmsum fiski-
skipum fram til ársins 1956. Þá
réðst hann til Skipaútgerðar
ríkisins og var háseti á strand-
ferðaskipum útgerðarinnar. Frá
því í júlí 1961, eða eftir að Þórir
lauk farmannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum, var hann stýri-
maður á skipum útgerðarinnar.
Árið 1965 varð Þórir fyrsti stýri-
maður á ms. Önnu Borg og síðar
skipstjóri á ms. Ísborgu til 1973.
Stofnaði hann þá ásamt fleirum
Fraktskip hf. og var skipstjóri á
skipum félagsins, ms. Vegu og
Hansa Trade, til ársins 1977 er
hann gerðist framkvæmdastjóri
félagsins til ársins 1979. Gerði
Þórir út og var skipstjóri á fiski-
bátnum Árna frá Hafnarfirði til
ársins 1982 er hann réðst til Sjó-
leiða hf. í Reykjavík og var skip-
stjóri á ms. Sögu til ársins 1985.
Þórir hóf þá störf hjá Eimskipa-
félagi Íslands og var skipstjóri á
ms. Selfossi allt þar til hann lét af
störfum við 67 ára aldur.
Útför Þóris fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 10. febrúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
15.
Grétar, f. 1978, í
sambúð með Úlf-
hildi Guðjónsdóttur.
Þeirra börn eru
Skarphéðinn
Krummi, Kristín
Hanna og Ylfa Matt-
hildur. b) Kári, f.
1981, hans börn eru
Ólafur Veigar og
Eva Ísey. Móðir
þeirra er Guðbjörg
Hulda Einarsdóttir.
c) Þórir Ingi, f. 1988. 2) Helga, f.
1955, maki Gísli Sveinbjörnsson,
sonur hennar er Þórir f. 1979,
giftur Kristjönu Þorbjörgu Jóns-
dóttur. Þeirra börn eru Ingvar
Örn og Katrín Ása. Sonur Helgu
og Gísla er Hlynur, f. 1993. 3)
Inga Þóra, f. 1965, maki Guð-
mundur Helgason, þeirra sonur
er Ýmir, f. 1997. 4) Guðný, f.
1969, maki Egill Sveinbjörnsson,
synir þeirra eru a) Darri, f. 1994,
b) Nökkvi, f. 2000 og c) Hugi, f.
2008. Fyrir átti Þórir dótturina
Ásgerði, f. 1953, maki Kristinn
Nú er komið að ferðalokum hjá
tengdapabba mínum. Ég er fullur
þakklætis fyrir þann tíma sem við
fjölskyldan fengum með honum.
Frá honum geislaði ávallt hlýja og
ástúð sem fjölskylda og vinir fengu
að njóta. Þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna varð ég þess strax
áskynja að hann og Inga Jóna voru
einstaklega samrýnd og samstiga í
að hlúa að fjölskyldu og vinum og
kunnu að njóta lífsins. Atvinna Þór-
is kallaði á fjarveru frá heimilinu
svo mánuðum skipti en fljótlega
eftir að ég kem inn í fjölskylduna
hefur hann störf hjá Eimskip og þá
voru túrarnir ekki eins langir og
fríin reglulegri. Mér var fljótt ljóst
að Þórir hafði lifað viðburðaríku lífi
og oft á tíðum ævintýralegu. Það
var alltaf sérstök hátíðarstemning
þegar Þórir kom í land því þá slógu
hjónin oft upp veislu fyrir sína nán-
ustu, ef ekki samdægurs þá næsta
dag. Við þessar aðstæður held ég
að Þóri hafi liðið hvað best, um-
kringdur sínu fólki, höfðingi heim
að sækja. Þarna sagði hann oft
skemmtilegar sögur af ferðum sínu
um heiminn og því sem hann hafði
upplifað en um leið sóttist hann eft-
ir því að fá fréttir af okkur.
Þegar þau hjónin buðu fjöl-
skyldunni í árlegt þorrablót þá
hafði Þórir sérstaklega gaman af
því að stofna til keppni meðal
barnabarnanna. Keppni sem fólst í
því að borða sem flesta hákarlsbita.
Hann lagði fram ríflega peninga-
upphæð fyrir sigurvegarann. Eftir
því sem börnin lögðu sig meira
fram þeim mun meira var honum
og öðrum skemmt. Þegar Þórir fór
á eftirlaun notaði hann starfsork-
una í að byggja við sumarbústaðinn
við Þingvallavatn. Þar dvöldu þau
hjónin oft og iðulega yfir sumarið.
Á vorin var alltaf stemning að setja
bátinn á flot með barnabörnunum
og fara út á vatnið til veiða. Auðvit-
að lauk deginum á því að borða læri
og drekka eitthvað gott.
Fáir fara í gegnum langt líf án
áfalla. Árið 1995 sáu þau hjónin á
eftir Óla einkasyni sínum. Eitt af
því síðasta sem Óli náði að gera áð-
ur en hann kvaddi þessa jarðvist
var að mynda sumarbústað for-
eldra sinna úr lofti og færa þeim.
Ég er viss um að hann tekur nú á
móti pabba sínum og þar verða
fagnaðarfundir.
Á tímabili var ég svo heppinn að
vinna nærri heimil þeirra í Fel-
lasmáranum. Ég hitti þau oft í há-
deginu þar sem við náðum að ræða
mál líðandi stundar og skiptast á
skoðunum. Ég er fullur þakklætis
fyrir samverustundirnar og þann
hlýhug sem ég fann alltaf.
Þróttur Þóris minnkaði jafnt og
þétt hin síðari ár en aldrei missti
hann húmorinn. Hann sá alltaf
spaugilegar hliðar á lífinu og tilver-
unni. Fyrir sjö mánuðum fluttist
Þórir á Seltjörn þar sem honum
var sérstaklega vel tekið af starfs-
mönnum og heimilisfólki. Þar leið
honum vel. Aðstandendur Þóris
standa í ævarandi þakkarskuld við
það góða starfsfólk sem þar starfar
og annaðist hann þessa síðustu
mánuði. Það er erfitt að kveðja svo
mætan mann en ég veit að hann
naut lífsins á öllum stigum þess og
skilur eftir sig gott starf hvort
heldur litið er til starfsferils eða
fjölskyldu. Ég kveð hann ánægður
með að hafa verið hluti af hans lífi
og hann af mínu.
Guðmundur Helgason.
Það eru forréttindi að fá að eiga
afa – hvað þá jafn góðan afa og
hann Þóri afa minn og nafna. Það
var alltaf mikið um að vera í Fögru-
brekkunni þar sem þau hjónin, afi
Þórir og amma Inga Jóna, höfðu
byggt sér heimili. Við frændurnir
áttum alltaf víst skjól hjá ömmu og
afa, hvort sem okkur langaði í bita
eða spjall. Sumarbústaðaferðir,
fjölskylduhittingar og allt hitt sem
brallað var verður lengi í minnum
haft. Sögurnar margar og sumar
þannig að ég skildi aldrei hvernig
amma og afi héldu þolinmæðinni
fyrir öllum uppátækjunum, enda
margt brallað. Hurðirnar í Fögru-
brekku voru einkar vel til þess
fallnar að festa í þær hurða-
sprengjur og eftir því sem við elt-
umst náðum við að fela þær betur,
ömmu til nokkurrar armæðu.
Eitt mál leystist þó aldrei og það
var rannsókn á því hver málaði
nýja Volvo-inn hans afa. Við Siggi
frændi vorum grunaðir en héldum
því staðfastlega fram að Kári
frændi hefði málað – þótt athugun
leiddi í ljós að tæplega tveggja ára
gamall Kári gæti varla haldið á
málningarbrúsa, hvað þá málað bíl.
Afi hló bara og var ekkert að
stressa sig óþarflega á svona uppá-
tækjum.
Í sumarbústað þurfti að vinna
mörg verk og bera margar vatns-
fötur. Í minningunni vorum við
frændurnir þar heilu og hálfu
sumrin – ekkert sjónvarp, lítið raf-
magn en hlustað á kvöldsögur Jón-
asar og gripið í spil. Okkur frænd-
unum þótti afi ekki sérlega
íþróttamannslega vaxinn og minnt-
um hann stöku sinnum á það. Eitt
skiptið sagði afi að nú væri kominn
tími til að reyna á það – en það
skyldi gert með spretthlaupi!
Hlaupið fór fram á malarvegi fyrir
utan sumarbústaðinn Fögru-
brekku og skemmst er frá því að
segja að gamli gat hlaupið og vann
okkur unglingana, okkur til algerr-
ar undrunar. Þrátt fyrir margar
áskoranir lét hann aldrei hafa sig
út í að taka aðra slíka keppni – og
naut þess að vera fjölskyldumeist-
ari í 50 m hlaupi með blandaðri að-
ferð.
Ein skemmtilegasta minningin
er þó að hafa fengið að fara með afa
í siglingu, en við sigldum með salt-
fisk til Spánar og Portúgal – þar
var farið á strönd og enn man ég
eftir því þegar ég stóð í brúnni með
afa þegar siglt var að landi í Bilbao.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að upplifa slíkt.
Í dag kveðjum við afa. Sú
kveðjustund var raunar byrjuð. Afi
greindist með alzheimer og var
sjúkdómurinn búinn að taka hluta
af honum. En gegnum alla þá
göngu missti hann aldrei gleðina –
sem var alltaf stærsti hlutinn af
honum.
Þórir Ingvarsson.
Mig langar í fáum og fátækleg-
um orðum að minnast sæmdar-
mannsins Þóris Kristjónssonar en
hann lést á heimili sínu Seltjörn 31.
janúar sl. umvafinn elsku konu
sinnar og dætra.
Það er mikilvægt í lífinu að
kynnast góðu fólki og njóta þess að
vera því samferða. Það er
skemmtilegt frá því að segja
hvernig kynni við Þóri og Ingu
Jónu urðu til. Þórir var skipstjóri
og vann við það í áratugi. Eitt sinn
kom hann með skip sitt til Húsavík-
ur, hitti þar á afa minn sem tók á
móti skipinu. Þórir segist þurfa að
hringja trúnaðarsímtal og hvort afi
geti útvegað sér síma. Afi tekur
hann með sér heim til sín og ömmu
minnar sem tók á móti Þóri, eins og
öllum, af mikilli gestrisni. Úr þessu
varð ævarandi vinátta sem ég og
mín fjölskylda höfum öll fengið að
njóta alla tíð. Þórir og Inga Jóna
reyndust afa mínum ávallt einstak-
lega vel og ekki síst eftir að hann
varð ekkill á besta aldri.
Heimili Þóris og Ingu Jónu stóð
okkur öllum opið. Í áratugi bjó ég
hjá þeim þegar ég kom suður,
hvort sem ég var að vinna eða í fríi
og máttum við fjölskyldan helst
hvergi vera nema hjá þeim og aldr-
ei var neitt nógu gott fyrir okkur.
Með þeim höfum við átt alveg
ómetanlegar stundir bæði á heimili
þeirra, paradísinni í Grafningnum,
og hér fyrir norðan. Minningarnar,
þegar Inga Jóna var að töfra fram
besta mat í heimi og Þórir að
blanda drykk og segja skemmtileg-
ar sögur, eru okkur dýrmætar.
Hann sagði einstaklega skemmti-
lega frá og var mikill húmoristi.
Gerði góðlátlegt grín að Ingu sinni
og hló svo sínum dillandi hlátri.
Þórir var farsæll í sínu einkalífi,
dáður af fólkinu sínu og vel liðinn í
starfi sínu sem skipstjóri.
Við Heiðar, Rebekka og Sif
þökkum afa Þóri fyrir allt sem
hann gerði fyrir okkur. Elsku Inga
Jóna og ykkar afkomendur, inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þóris Krist-
jónssonar.
Margrét Þórhallsdóttir.
Þórir
Kristjónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, takk fyrir
minningarnar, takk fyrir að
kenna mér að tefla, takk
fyrir heimagerðu rúllupyls-
una – hún var alltaf ansi
góð hjá þér, takk fyrir að
hlæja að misfyndnum sög-
um sem ég sagði, takk fyrir
samveruna í sveitinni, og
takk fyrir allar hinar stund-
irnar.
Ég vildi að þær hefðu
orðið fleiri.
Darri.
Það er dálítið erf-
itt að skrifa nokkur
orð til tengda-
mömmu sem nú hef-
ur kvatt þessa tilvist okkar.
Didda, eins og hún var yfirleitt
kölluð, var sterka manneskjan í
sinni fjölskyldu. Didda var sú
sem allir leituðu til og sú sem
hvatti og studdi alla sem til henn-
ar leituðu með sín mál og erfið-
leika. Ég kom inn í Stóragerðis-
fjölskylduna þegar við Birna
fundum hvort annað og ákváðum
að ganga saman lífið. Didda tók
mér strax með opnum faðmi og
þó við ættum okkar stundir í upp-
hafi þar sem stálin mættust
stinn, enda tveir sterkir persónu-
leikar, þá þótti okkur ætíð vænt
hvoru um annað og bárum virð-
ingu hvort fyrir öðru. Didda var
manneskja með stóra sál og var
persóna sem allt gat gert enda
var hún mjög greind. Didda bar
kannski ekki tilfinningar sínar á
borð fyrir alla. Hún ræddi al-
mennt sín mál ekki við ókunnuga
eða yfirleitt aðra en sína nánustu
Þuríður Unnur
Björnsdóttir
✝ Þuríður UnnurBjörnsdóttir
fæddist 22. febrúar
1930. Hún lést 13.
janúar 2020.
Útför Þuríðar
fór fram í kyrrþey
24. janúar 2020.
og að þessu leyti
vorum við kannski
ólík. Didda vann
ætíð fyrir sínu og
skuldaði engum
neitt en margir
skulduðu henni fyrir
hennar gjörðir en á
móti ætlaðist hún
ekki til launa fyrir
sín góðverk. Þær
mæðgur Birna og
Didda áttu mjög
sterkt og fallegt samband sem
gott var að fylgjast með og dást
að.
Didda þurfti mjög snemma að
sjá á eftir föður sínum sem lést
langt fyrir aldur fram og var það
henni sennilega mjög erfið lífs-
reynsla en hún var víst mikil
pabbastelpa. Á síðari hluta lífs-
keiðs síns barðist Didda við vond-
an óvin, parkinsonsveiki. Í þess-
ari baráttu gerði hún allt til að
lifa með reisn, sem óbeygð mann-
eskja. Það er þó eitt sem við ekki
getum flúið og að lokum nær sá
sem okkur öllum nær. Didda
kvaddi þetta jarðlíf í faðmi sinna
kærustu ástvina og þó alltaf sé
sárt að þurfa kveðja sitt fólk þá
held ég að Didda hafi kvatt okkur
í sátt við að þessu jarðlífi væri
lokið. Sumarlandið bíður hennar
og vissan um að Anton muni taka
á móti henni með opinn faðminn.
Sveinbjörn.