Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 22

Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Leikfimi með Hönnu og Maríu kl. 9. Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfingarhjól með leiðbeinanda kl. 12.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könn- unni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30, gönguhópur kl. 10.30, félagsvist (FEBK) kl. 13, myndlist kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Frjáls í Listasmiðju kl. 9-12. Púslum saman kl. 9-16. Byrjendur í línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30- 15.30. Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Núvitund kl. 10.30. Silkimálun kl. 12.30. Gönguferð kl. 13. Handaband kl. 13. Brids kl. 13. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist kl. 15.30. Hjartanlega velkomin. Nánari uppl. í síma 411-9450. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11. Zumba salur Ísafold kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 9-10. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 90 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30 kóræfing, kl. 19 skapandi skrif. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Brids og handa- vinna kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Jóga kl. 100–11. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika frá kl. 8-12. Myndmennt kl. 9, Gaflarakórinn kl. 11, félagsvist kl. 13. Ganga frá Haukahúsi kl. 10. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun, opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki í stólum kl. 13.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egils- höll. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum, allir vekomnir í prjónagleðina og gefið til líknarmála. Félagsvist kl. 13 í Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Kóræfing Korpusystkina með Kristínu kórstjóra kl. 16 í Borgum. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Á morgun þriðjudag kl. 14 verður kynningar- fundur í Hátíðarsal Gróttu á hreyfingarnámskeiðinu Farsæl öldrun. Allir velkomnir 60+. Stangarhylur 4, Zumba Gold, dans, leikfimi og teygjur fyrir byrjend- ur kl. 9.20, nýr viðbótarhópur hefst mánudaginn 10. febrúar. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30, umsjón Tanya. Vantar þig fagmann? FINNA.is Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is ✝ Sævar Sigur-steinsson fæddist á Selfossi 6. júlí 1941. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- lands á Selfossi 2. febrúar 2020. Foreldrar Sæv- ars voru Guðrún Dagbjört Giss- urardóttir hús- móðir, f. 1910, d. 1990, og Sigursteinn Ólafsson mótoristi, bílstjóri og síðast af- greiðslumaður, f. 1914, d. 2010. Sævar ólst upp hjá foreldrum sínum í húsinu Múla á Selfossi, en vegna veikinda móður sinn- ar sem barðist við berkla var hann langdvölum í æsku hjá föðurfólki sínu á bænum Syðra- Sigurðardóttir bóndi og mat- ráðskona, f. 1918, d. 2011. Börn Sævars og Gerðar eru: 1) Sigurður Bogi, f. 19. janúar 1971, blaðamaður á Morgun- blaðinu. 2) Sigursteinn Gunnar, f. 10. mars 1974, flugvirki hjá Icelandair, búsettur í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Eiginkona hans er Nikki Kwan Ledesma, f. 1985. Börn þeirra eru Elías Atli, f. 2018, og Margrét Ólöf, f. 2019. Dætur Sigursteins úr fyrri sambúð eru Alexandra, f. 1994, Ísabella Diljá, f. 2001, Emilíana Eik, f. 2005, og Karól- ína Katrín, f. 2010. 3) Ragnhild- ur, f. 22. júní 1982, bú- og nátt- úrufræðingur, búsett á Hjálmsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð. Eiginmaður hennar er Daníel Pálsson, f. 1981, bóndi og smiður. Börn þeirra eru Kári, f. 2007, Védís, f. 2012, og Dagur Steinn, f. 2015. Útför Sævars fer fram frá Selfosskirkju í dag, 10. febrúar 2020, og hefst klukkan 13. Velli í Flóa. Sævar hóf árið 1957 nám í rafvirkjun og fór á námssamning hjá Kaupfélagi Árnes- inga. Starfaði þar næstu 16 árin og þá mikið úti í sveit- unum. Árið 1973 fór Sævar svo til starfa hjá Rafveitu Selfoss sem HS veitur tóku seinna yfir og vann þar til sjötugs. Eftirlifandi eiginkona Sæv- ars er Sigrún Gerður Bogadótt- ir, f. 20. apríl 1948, sjúkraliði á Selfossi. Foreldrar hennar voru Bogi Nikulásson bóndi á Hlíð- arbóli í Fljótshlíð og seinna verkamaður á Selfossi, f. 1912, d. 1996, og Ragnhildur Íslandskort, Öldin okkar og Nonnabækurnar sem pabbi minn, Sævar Sigursteinsson, átti opnuðu mér ungum undraheima. Frásagnir fylgdu með og vöktu óstöðvandi áhuga ungs drengs á að kynnast landi, fólki, sögu og málefnum. Við fórum saman þvert og endilagt um Selfossbæ, Suðurland og seinna landið þvert og endilagt til að fræðast og skoða staði. Leiðsögnin var frá- bær og orðin höfðu alltaf inni- stæðu en voru sjaldan mörg, því pabbi var í verunni dulur og fremur lokaður maður. Undir skelinni bjó samt einlæg um- hyggjusemi gagnvart fólkinu sínu. Pabbi fæddist á Selfossi og bjó þar alla tíð. Dvaldist þó mik- ið vegna veikinda móður sinnar hjá föðurfólki sínu á bænum Syðra-Velli í Flóa og minntist daganna þar með gleði og þakk- læti. Myndir frá liðnum árum segja frá skemmtilegum æsku- dögum í bænum við brúna. Pabbi var fjölfræðingur í sögu Selfoss enda mikið á ferðinni, tók marga tali og var áhugasamur um nær- samfélag sitt. Hafði rökstuddar skoðanir á mönnum og málefn- um, sem hann lét í ljós ef honum þótti ástæða til. Þau tilefni voru ekki endilega mörg, en vel valin. Á yngri árum starfaði pabbi mikið úti í sveitunum sem raf- virki og átti þar sína bestu daga í starfi. Tók þátt í að rafvæða dreifbýlið og sagði mér margt um straumhvörfin sem urðu til dæmis á afskekktum bæjum þegar blessað rafmagnið kom. Rafvirkinn var af lýsingunum að dæma rammgöldróttur og verk- færi hans töfrasprotar. Hann kynntist á þessum tíma fjölda fólks úti um sveitir og eignaðist þar með lífstíðarvini. Starfsvett- vangurinn var þó lengst við raf- veituna á Selfossi eða 38 ár. Lagði strengi, setti upp staura og skipti um perur í ljósastaur- um. Og mörg voru þau aðfanga- dagskvöldin þegar rafmagn sló út, að hann var ræstur út til að kippa málum í liðinn. Ljósa- meistari jólanna. Engan veit ég jafn nægjusam- an og pabbi minn var. Skyr og brauðsneið nægðu svo úr yrði veisla, sjónvarpsfréttir, Rás 1 og Mogginn dugðu sem andleg nær- ing og dagleg ferðalög náðu sjaldan út fyrir bæjarmörkin, að minnsta kosti síðustu árin. Heimsótti þá gjarnan Björn Jen- sen frænda sinn, en milli þeirra voru sterk bönd og vinátta til síðustu stundar. Við systkinin og nánasta fjöl- skylda sátum hjá pabba síðustu dagana. Margt rifjaðist upp, góð- ar og glaðar stundir og bjartar minningar. Ég tók mér hlé frá vaktinni við sjúkrabeðinn og fór niður í fjöru við Stokkseyri, en þangað fórum við feðgar svo oft í gamla daga til að sjá svarrandi brimið og fylgjast með fuglum og bátum. „Vorið byrjar alltaf við sjóinn,“ sagði pabbi þá gjarn- an, svo vel sem hann fylgdist með öllu í gangverki náttúr- unnar. Og víst var ég ofurlítið meyr vitandi að stundaglasið væri að tæmast. Allt mun þó áfram streyma og nú er daginn farið vel að lengja og ástæða til bjartsýni. Pabbi hefði ekki tekið annað í mál nú þegar vorið er á næsta leiti. Sigurður Bogi Sævarsson. Í dag kveðjum við frænda okkar, vin og samferðamann, Sævar Sigursteinsson. Sam- fylgdin hefur varað öll okkar bernsku- og fullorðinsár. Bernsku- og æskuárin okkar Sævars bjuggum við í Múla á Selfossi. Uppi bjuggu Sigur- steinn og Guðrún og Sævar einkabarn þeirra. Niðri bjó fjöl- skylda Jónu systur, Guðrúnar, ásamt Katrínu móður þeirra, Robert föður okkar og við þrjú systkinin. Húsnæðið var nú ekki stórt á mælikvarða nútímans en sambýlið var alla tíð hið besta. Við systkinin niðri nutum þess að eiga aukaforeldra uppi, því alltaf vorum við velkomin á loftið. Síðar þegar búsetunni í Múla lauk höguðu atvikin því svo að systurnar fluttu báðar á Sunnu- veginn í hús hlið við hlið, svo að fjarlægðin var aldrei mikil á milli þeirra, enda einstaklega sam- rýndar. Síðar byggði Björn sér hús við hlið Steina og Gunnu. Sævar hóf svo sinn búskap í húsi foreldra sinna. Þannig að þessi litla fjölskylda bjó lengi í góðu nábýli. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina öll árin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Gerði, Sigga Boga, Steina og Ragnhildi og fjölskyld- um þeirra. Björn og Jóhanna Jensen. Sævar Sigursteinsson Siggi í Vík var einn af okkur sem drekkum morgun- kaffi á kaffihúsinu Bryggjunni á hverjum morgni, Bryggjukörlunum. Hann var allt- af mættur fyrstur, en hafði ekki komið um nokkurt skeið. Hann kenndi sér lasleika, var kominn á hjúkrunardeildina í Víðihlíð og treysti sér ekki lengur til okkar á morgnana. Einhver hitti mágkonu hans og fékk þá fréttir af því að Sigga hefði versnað, fengið hæga heila- blæðingu sem varð honum að ald- urtila að lokum. Siggi var einn af mínum bestu vinum, hef þekkt hann frá því við vorum fimm ára gamlir. Ég var Sigurður Þorláksson ✝ Sigurður Þor-láksson fæddist 26. maí 1949. Hann lést 27. janúar 2020. Útför Sigurðar fór fram 7. febrúar 2020. nýkominn heim frá Færeyjum eftir þriggja ára dvöl og talaði bara fær- eysku. Siggi, Gilli og Lína, systkinin, kenndu færeyska stráknum að tala ís- lensku, hlógu pínu- lítið að honum til að byrja með. Við lékum okkur saman í æsku, sát- um saman í skóla. Við hlupum af okkur hornin og skemmtum okk- ur, fórum í Glaumbæ og Röðul. Seinna urðum við fullorðnir menn og hófum lífsbaráttuna eins og gengur. Það fóru margir Grindvíkingar í Stýrimannaskólann í byrjun átt- unda áratugarins. Siggi var einn af þeim og útskrifaðist úr far- mannadeildinni. Það leið ekki á löngu áður en honum var treyst fyrir flutningaskipi. Hann varð skipstjóri á Keflavíkinni og sigldi út um allt. Keflavíkin flutti salt- fisk til Portúgals og salt frá Spáni og Marokkó aftur heim. Þeir fóru með skreið til Nígeríu og síld til Múrmansk. Hann sigldi til Norðurlanda, Bretlands, Þýska- lands, Hollands, Belgíu og Frakklands. Hann fór til Suður- Ameríku. Ég sá mynd sem tekin var af Sigga í skipstjórastólnum á Keflavíkinni á jólum 1984 á leið til hafnar í New York með frels- isstyttuna í baksýn. Siglingarnar áttu vel við Sigurð Þorláksson. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á landafræði og sögu, það voru ekki margir sem stóðust honum snún- ing á þeim sviðum. Hann var mjög vel að sér í Íslandssögu, mannkynssögu, hugmyndasögu og tónlistarsögu. Hann var vel lesinn í stjórnmálasögu Íslands og Bandaríkjanna. Eftir jólin 2018 kom Siggi eins og endranær niður á Bryggju í kaffi. Hann hafði fengið bókina um Skúla Magnússon í jólagjöf. Við rædd- um bókina eftir því sem lestrin- um miðaði fram hjá Sigga. Þetta gerðum við oft í gegnum árin. Þetta voru fróðlegar og skemmti- legar samræður þar sem við fé- lagarnir vorum báðir á þessu áhugasviði. Ég er þakklátur fyrir spjallið og geymi það í minning- unni um góðan vin. Siggi var ekki bara í fragtinni. Hann var í mörg ár á netavertíð- um, loðnu og síld með Sveini Ís- akssyni skipstjóra á Hrafni Sveinbjarnarsyni, Jóni Sigurðs- syni og Víkingi frá Akranesi. Eftir að hann fór í land vann hann hjá mér á netaverkstæðinu og naut sín vel þar á meðal vina. Hann varð að hætta að vinna eftir erfitt heilablóðfall og náði sér aldrei eftir það. Hann varð ekki samur á eftir. Sigurður Þorláksson hafði mjög gaman af tónlist. Enginn sem var ungur á sjöunda áratug síðustu aldar komst hjá því að verða fyrir áhrifum af bresku bylgjunni, Bítlunum, Stones, Kinks og fleirum. Síðan kom am- eríska bylgjan og fór inn í sálina á unga fólkinu. Hann átti góðar græjur og keypti margar plötur. Á tímabili fór hann að kaupa plöt- ur með sígildri tónlist og naut þess að hlusta á þær í sínum flottu tækjum. Bítlarnir voru samt í fyrir- rúmi, þeir voru frá Liverpool. Það er klárt mál og víst að þeir voru áhrifavaldar að vali hans á fótboltaliði í enska boltanum. Honum leið alla tíð vel þegar Liverpool vann. Þegar honum fannst hallað réttu máli gegn vinum sínum eða fótboltafélagi frá Liverpool greip Sigurður til varna og sparaði þá hvorki orð né kraft. Farðu vel minn kæri, „You’ll never walk alone“. Ég sendi fjölskyldunni frá Vík samúðarkveðjur. Ég minnist vinar míns með söknuði, þakklæti og virðingu. Aðalgeir (Alli). Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA SNORRADÓTTIR, lést á heimili sínu í Torrevieja 17. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ásta María Benónýsdóttir Styrmir Ingi Bjarnason Ólafur Björn Benónýsson Arnór Freyr og Birna Mjöll Kára Dís, Krista Bríet og Hrannar Ben Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.