Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 24

Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 24
Hjónin Guðmundur Sigurðsson og Valgerður Knútsdóttir stödd í Róm. G uðmundur Sigurðsson fæddist 10. febrúar 1950 í Reykjavík en ólst upp í Njarðvík til ársins 1957 og í Bandaríkjunum til 1962. Þar var hann í grunnskóla, lék hafnabolta og hóf feril sinn í körfuknattleik, sem hélt síðan áfram í Reykjavík. Hann bjó í Reykjavík til 1974, í Kópavogi til 2007, en hefur síðan verið búsettur á Selfossi. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MH 1972, starfaði í gesta- móttöku Hótels Esju 1974-1981, vann sem tölvari hjá SKÝRR 1981- 1985, en samhliða því var hann sendibílstjóri á Sendibílastöðinni Þresti 1972-1985. Guðmundur vann við ýmis störf næstu ár og hóf síð- an eigin rekstur í ferðaþjónustu 2008 og starfar þar enn. Guðmundur starfaði mikið að fé- lagsmálum hjá Glímufélaginu Ár- manni, körfuknattleiksdeild, sem leikmaður, þjálfari og síðar for- maður körfuknattleiksdeildarinnar 1975-81. Hann spilaði sjálfur sam- fleytt í tuttugu og fimm ár með keppnisliðum. Árið 1982 skírðist Guðmundur til Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Hann var kallaður sem greinarforseti Reykjavíkur- greinar 1983-1986, kallaður sem umdæmisforseti kirkjunnar á Ís- landi 1986-1993 og er nú starfandi sem ritari í Selfossgrein kirkj- unnar. Guðmundur er vinmargur og þykir óskaplega vænt um vini sína. Hann er mikill fjölskyldumaður og hefur mikið yndi af barnabörn- unum. Hann leikur við þau og gantast við hvert tækifæri sem gefst. Hann nýtur útivistar og í starfi sínu sem leiðsögumaður nýt- ur hann þess að sýna ferðamönn- um okkar stórkostlega land og segja frá landi og þjóð. Á árum áður fór hann á skot- veiðar og í stangveiði með bræðr- um sínum og bleytir enn í öngli öðru hvoru. Ekki er laust við að það sé einhver bíladella þar líka. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Val- Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri – 70 ára Á sólskinsdegi Guðmundur ásamt tveimur dætrum sínum sem búa hér á landi, Rakel Mjöll og Regínu Ösp, tengda- syninum Hauki Daða Guðmundssyni og barnabörnunum Snædísi Klöru og Hrafnhildi Lilly. Nýtur þess að segja frá landi og þjóð Afmælisbarnið Guðmundur. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. FERMINGAVEIsluR Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. 3ja rétta sTEIKARhlaðborð Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. PINNAMatur Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500 kaffihlaðborð Ferming Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN 50 ára Ásgerður er Garðbæingur, er íþróttakennari frá Laugarvatni og sjúkra- þjálfari frá Álaborg. Hún rekur fyrirtækið Vinnuheilsa og er með vinnustaðaúttektir. Maki: Jón Garðar Ögmundsson, f. 1963, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Dagný & Co. Börn: Erlingur Gunnarsson, 1996, og Gunnbjörn Gunnarsson, f. 1999. Börn Jóns eru Gunnhildur, f. 1993, og Berg- lind, f. 1997. Foreldrar: Guðmundur Óskarsson, f. 1932, d. 2017, byggingarverkfræðingur, og Svava Gísladóttir, f. 1936, félagsliði, búsett í Garðabæ. Ásgerður Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Farðu á uppáhaldsslóðir þínar og finndu þann frið og þá ró sem endurnýjar þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Yfirmaður þinn verður að öllum lík- indum ánægður með störf þín í dag. Einnig máttu vænta að einhver gefi þér undir fótinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú kannt að meta þrautseigju en áttar þig samt á því hvenær þú ert að berja höfðinu við steininn. Sú vitneskja hefur áhrif á einkalífið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Hlustaðu og hvettu aðra til að gera það sem best er í hverju máli. Kvöldið verður skemmtilegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt rekast á einhver ummæli um þig, sem hafa mikil áhrif á þig. Gefðu þig alla/n í ástarsambandið sem þú hefur nýlega stofnað til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Löngun þín í frelsi frá hversdags- legu amstri er sterk í dag. Gættu þess að bregðast ekki yngsta fólkinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að láta fólk ekki hafa of mikil áhrif á þig. Hafðu hugfast að það ert þú sem byggir veggina í kringum þig, ekki aðrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dragðu ekki að ljúka við verk- efni, sem þú hefur tekið að þér. Láttu þau samt ekki skemma fyrir þér daginn. Ást- vinur biður um hjálp. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hikaðu ekki við að bjóða fram aðstoð þína. Bjartsýni þín fleytir þér langt í lífinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn muntu sjá að eitthvað reynist ekki eins eftirsóknarvert og þér fannst í upp- hafi. Hlustaðu á það sem sagt er við þig, það gæti komið þér að góðum notum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eins og það er gott, þegar menn hjálpast að, getur það stundum orð- ið til trafala, þegar of margir koma að verki. Börnin eru eitthvað öfugsnúin í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hlutirnir eru stöðugt að breytast og því er endurmat skynsamlegt. Þú færð skemmtilegt símtal sem snertir þig mikið. 40 ára Magnús er Hafnfirðingur en býr í Njarðvík. Hann er vél- virki að mennt frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði og útskrifaðist frá Véla- og skipaþjónust- unni Framtak. Hann er rörasuðumaður hjá Hagsuðu. Magnús keppir í sandspyrnu og kvartmílu. Maki: Sara Björk Bess Kristjánsdóttir, f. 1981, flugfreyja hjá Icelandair. Börn: Hilmar Þór, f. 2000, Hanna Fjóla, f. 2002 og Helga Lilja, f. 2006. Foreldrar: Finnbjörn Kristjánsson, f. 1955, vélvirki og eigandi Hagsuðu, og Oddný Fjóla Lárusdóttir, f. 1955, sjúkra- liði á Landspítalanum í Fossvogi. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Magnús Aðalvíkingur Finnbjörnsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.