Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 10.02.2020, Síða 26
Í KÓRNUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslands- og bikarmeistararnir í Val reyna hvað þær geta til að halda í við Fram í toppbaráttu Olísdeildar kvenna í handknattleik. Valur náði í tvö góð stig á laugardaginn með sigri á HK í Kópavoginum 25:23 og er þremur stigum á eftir Fram í 2. sæti deildarinnar. HK er eftir sem áður í 4. sæti. Landsliðskonan Lovísa Thompson sýndi allar sínar bestu hliðar hjá Val og skoraði 14 mörk eða meira en helming marka Valsliðsins. Hún gerði gæfumuninn en í síðari hálfleik var Valur ávallt með forskot þótt lið- inu tækist aldrei að hrista HK al- mennilega af sér. Lovísa sá nánast um sóknarleikinn hjá Val en hann hafði verið mjög stirður til að byrja með gegn 5-1-vörn HK. Lið HK er mjög áhugavert. Margir ungir leikmenn sem hafa staðið sig vel í vetur. Jóhanna Margrét Sig- urðardóttir sleit krossband í bikar- leiknum gegn Fram í vikunni en hún hefur sýnt í deildinni í vetur að hún er ein efnilegasta handknattleiks- kona landslins. Sjúkralistinn hjá HK er því nokkuð langur en Berglind Þorsteinsdóttir glímir við sömu meiðsli og hjá HK vantar einnig Haf- dísi Iura auk þess sem Elva Arin- bjarnar flutti utan um áramót. Í því ljósi er spurning hvort HK takist að halda dampi en miðað við leikinn á laugardaginn er sá mögu- leiki fyrir hendi. Mjög snjallt var hjá félaginu að fá Kristínu Guðmunds- dóttur til að styðja við þessa ungu leikmenn en hún slær ekki af þrátt fyrir háan aldur í íþróttaárum. Með henni kemur meiri yfirvegun í leik liðsins, sem oft vantar þegar margir ungir leikmenn eru. HK náði ekki að opna hornin í leiknum, sem er blóð- ugt þegar landsliðskona er í vinstra horninu. KA/Þór fékk skell fyrir norðan Topplið Fram fór illa með KA/Þór í KA-heimilinu á Akureyri á laug- ardaginn, 43:24. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Fyrsta mark KA/Þórs kom eftir tíu mínútna leik þegar Ásdís Guðmundsdóttir kom Akureyringum á blað. Framarar léku á als oddi í sóknar- leiknum en KA/Þór gekk illa að skora og Framarar fögnuðu nítján marka sigri í leikslok. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í liði Fram með tíu mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði níu. Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með átta mörk. Fram er áfram í efsta sæti deildarinnar með 28 stig og hefur nú þriggja stiga forskot á Valskonur en KA/Þór er í sjöunda sæti deildar- innar með 12 stig. Stjarnan styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með 31:22-sigri gegn Haukum á Ásvöllum í gær. Mikið jafnræði var með liðunum all- an fyrri hálfleikinn og var staðan 13:11, Stjörnunni í vil, í hálfleik. Þegar tuttugu mínútur voru til leiks- loka leiddi Stjarnan með einu marki, 17:16, en þá fór allt í baklás hjá Haukum og Stjarnan sigldi fram úr. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Garðbæinga með tíu mörk en Guðrún Erla Bjarnadóttir atkvæðamest hjá Haukum með sex mörk. Stjarnan er með 17 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar eru í sjötta sætinu með 12 stig. Þá vann ÍBV 29:21-sigur gegn Aftureldingu á Varmá í Mosfellsbæ á laugardaginn. Ásta Björt Júlís- dóttur skoraði tíu mörk fyrir ÍBV sem er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig en Kristín Arndís Ólafs- dóttir var atkvæðamest fyrir botnlið Aftureldingar með sjö mörk. Skoraði 14 af 25 mörkum Vals  Stjarnan styrkti stöðu sína í 3. sætinu Morgunblaðið/Eggert Óstöðvandi Lovísa Thompson var illviðráðanleg í Kórnum um helgina. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020 England Everton – Crystal Palace........................ 3:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 85 mín- úturnar með Everton. Brighton – Watford.................................. 1:1 Sheffield Utd – Bournemouth................. 2:1 Manchester City – West Ham........ Frestað Staða efstu liða: Liverpool 25 24 1 0 60:15 73 Manch.City 25 16 3 6 65:29 51 Leicester 25 15 4 6 54:26 49 Chelsea 25 12 5 8 43:34 41 Sheffield Utd 26 10 9 7 28:24 39 Tottenham 25 10 7 8 40:32 37 Everton 26 10 6 10 34:38 36 Manch.Utd 25 9 8 8 36:29 35 Wolves 25 8 11 6 35:32 35 Arsenal 25 6 13 6 32:34 31 Grikkland Lamia – Larissa ....................................... 0:0  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa í leiknum. PAOK – OFI Krít ..................................... 4:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Ítalía Brescia – Udinese .................................... 1:1  Birkir Bjarnason kom inn á sem vara- maður hjá Brescia á 69. mínútu. Þýskaland Schalke – Paderborn............................... 1:1  Samúel Kári Friðjónsson sat allan tím- ann á varamannabekk Paderborn.  Olísdeild karla KA – Selfoss.......................................... 26:31 HK – Stjarnan ...................................... 22:27 Afturelding – ÍBV ................................ 26:32 Fjölnir – FH.......................................... 21:26 Haukar – Valur..................................... 26:32 Staðan: Haukar 17 11 3 3 462:439 25 Valur 17 11 2 4 468:413 24 Afturelding 17 10 3 4 469:451 23 FH 17 10 2 5 496:465 22 ÍR 16 10 2 4 494:439 22 Selfoss 17 10 1 6 525:518 21 ÍBV 17 9 2 6 484:456 20 Stjarnan 17 5 5 7 448:460 15 KA 17 5 1 11 457:497 11 Fram 16 4 2 10 378:409 10 Fjölnir 17 2 1 14 436:502 5 HK 17 2 0 15 428:496 4 Olísdeild kvenna KA/Þór – Fram..................................... 24:43 ÍBV – Afturelding ................................ 29:21 HK – Valur............................................ 23:25 Haukar – Stjarnan ............................... 22:31 Staðan: Fram 15 14 0 1 480:320 28 Valur 15 12 1 2 412:308 25 Stjarnan 15 7 3 5 380:362 17 HK 15 6 2 7 403:414 14 Haukar 15 5 2 8 327:373 12 KA/Þór 15 6 0 9 351:420 12 ÍBV 15 5 2 8 334:353 12 Afturelding 15 0 0 15 281:418 0 EHF-bikar karla Magdeburg - Gorenje Velenje ........... 32:26  Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla. Bjerringbro/Silkeborg - Benfica ...... 24:33  Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro/Silkeborg. RN Löwen - Nimes ...............................32:31  Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Löwen en Ýmir Örn Gíslason var ekki í hóp. Kristján Andrésson þjálfar liðið.   Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Breiðablik ................... 75:73 Grindavík – Keflavík ............................ 63:57 Haukar – Valur..................................... 69:75 Snæfell – KR......................................... 56:82 Staðan: Valur 20 18 2 1671:1330 36 KR 20 15 5 1517:1284 30 Haukar 20 13 7 1451:1367 26 Skallagrímur 20 12 8 1373:1337 24 Keflavík 20 12 8 1459:1411 24 Snæfell 20 6 14 1320:1541 12 Grindavík 20 2 18 1280:1486 4 Breiðablik 20 2 18 1259:1574 4 Spánn Manresa – Zaragoza ........................... 85:67  Tryggvi Snær Hlinason tók eitt frákast fyrir Zaragoza á þeim þrettán mínútum sem hann lék. Þýskaland Alba Berlín – Göttingen ..................... 96:71  Martin Hermannsson var ekki í leik- mannahópi Alba Berlín. Rússland UNICS Kazan – Tsmoki Minsk .......... 88:98  Haukur Helgi Pálsson skoraði þrjú stig og gaf eina stoðsendingu fyrir UNICS Kaz- an á þeim 22 mínútum sem hann lék.   Fjögur Íslendingalið raða sér í efstu fjögur sæti í A-riðils Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik en Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona eru í efsta sæti riðilsins með 20 stig eft- ir fjögurra marka sigur gegn El- verum í Noregi í gær. Elverum náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en Barcelona tókst að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks og spænska liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16:14. Barce- lona hélt forystunni allt til loka, þrátt fyrir að Elverum hafi tekist eftir það. PSG er í þriðja sæti rið- ilsins með 18 stig, eins og Stefán Rafn Sigurmannsson og liðsfélagar hans í Pick Szeged sem gerðu jafn- tefli við Aalborg í Ungverjalandi á laugardaginn. Aalborg leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Janus Daði Smárason var næstmarkahæstur í liði Aalborg með sex mörk. Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Aalborg og þá skoraði Stefán Rafn þrjú mörk fyrir Pick Szeged sem er í öðru sæti riðilsins en Aal- borg er í fjórða sætinu með 11 stig. að minnka muninn í eitt mark þeg- ar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona og Sigvaldi Björn Guðjónsson tvö fyrir Elver- um, sem er í sjöunda sæti riðilsins, því næstneðsta, með þrjú stig. Þá skoraði Guðjón Valur Sig- urðsson þrjú mörk úr þremur skot- um fyrir PSG þegar frönsku meistararnir unnu 33:29-sigur gegn Celje í Slóveníu í gær. PSG leiddi með fjórum mörkum í hálf- leik, 17:13, en náði forystunni í leiknum um miðjan fyrri hálfleik- inn og lét forskotið aldrei af hendi Íslendingaliðin heyja harða baráttu Barcelona Sigur Aron Pálmarsson er lykil- maður í liði Barcelona. Nýliðar Sheffield United unnu sinn tíunda leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið fékk Bournemouth í heimsókn á Bramall Lane í Sheffield. Það var John Lundstram sem tryggði Sheffield United 2:1-sigur með sigurmarki á 84. mínútu. Sheffield United er nú með 39 stig í fimmta sæti deildar- innar og er aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu með 41 stig. Chelsea á leik til góða á Sheffield United en fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evr- ópu á næstu leiktíð. Liðið sem hafnar í fimmta sæti tekur þátt í Evrópukeppninni á næstu leiktíð en Gylfi Þór Sigurðs- son og liðsfélagar hans í Everton nálgast fimmta sætið óðfluga eftir 3:1-sigur gegn Crystal Palace á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn. Gylfi Þór var í byrjunarliði Everton og lék fyrstu 85 mínútur leiksins en Everton er með 36 stig í sjöunda sæti deild- arinnar. AFP Sigurmark John Lundstram fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. Nýliðarnir nálgast Meistaradeildina Hlauparinn Hlynur Andrésson var grátlega nálægt því að vinna til gullverðlauna í 3.000 metra hlaupi karla á Norðurlandamótinu innan- húss í frjálsum íþróttum sem fram fór í Helsinki í Finnlandi um helgina. Ísland tefldi fram sam- eiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi en Hlynur kom í mark á tímanum 8:01,20. Íslendingurinn var aðeins þrettán hundraðshlutum úr sekúndu á eftir Simon Sundtröm frá Svíþjóð sem kom fyrstur í mark á 8:01,07. Hástökkvarinn Kristján Viggó Sigfinnsson varð annar í hástökki karla er hann stökk hæst 2,11 metra og bætti eigið met innanhúss sem var 2,10. Kúluvarparinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 18,31 metra og varð þriðji, á eftir þeim Marcus Thomsem og Jesper Ar- binge frá Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir varð fimmta í kúluvarpi kvenna, kastaði lengst 15,59 metra, og Eva María Baldurs- dóttir varð sjöunda í hástökki kvenna en hún stökk hæst 1,72 metra. Þórdís Eva Steinsdóttir varð sjö- unda í 400 metra hlaupi kvenna á 55,89 sekúndum og Kormákur Ari Hafliðason varð einnig sjöundi í 400 metra hlaupi karla á 48,77 sek- úndum. Þá varð Ari Bragi Kárason sjötti í 200 metra hlaupi karla á 22,04 sekúndum. sport@mbl.is Grátlega nálægt gullinu í Helsinki Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæpt Hlynur Andrésson var nokkr- um sekúndubrotum frá gullinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.