Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 27

Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020  Alexander Petersson átti stórleik fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann eins marks sigur gegn Nimes í EHF-bikarnum í handknattleik í Mannheim í gær. Alexander var næst- markahæstur í liði Löwen með sjö mörk en leiknum lauk með 32:31-sigri Ljónanna eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, 16:16. Andre Schmid var markahæstur í liði Löwen með átta mörk en Ýmir Örn Gíslason, sem skrifaði undir samning við Rhein- Neckar Löwen í síðustu viku, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær. Krist- ján Andrésson er þjálfari liðsins en þetta var fyrsti leikur Löwen í riðla- keppni EHF-bikarsins. Löwen er með Nimes, Cuenca og Holstebro í riðli.  Knattspyrnukonan Cloé Lacasse heldur áfram að gera það gott í portúgölsku 1. deildinni en hún skor- aði tvívegis fyrir lið sitt SL Benfica í 5:0-heimasigri gegn Estoril Praia í gær. Cloé hefur nú skorað 21 mark í fjórtán deildarleikjum á tímabilinu en SL Benfica er í efsta sæti deildar- innar með 42 stig og hefur þriggja stiga forskot á Sporting sem er í öðru sætinu með 39 stig. Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er því gjaldgeng með íslenska landsliðinu.  Grímur Hergeirsson lætur af störfum sem þjálfari Íslandsmeistara Selfoss í handknattleik eftir þetta tímabil en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.is á laugardaginn. Grímur tók við Selfossliðinu af Pat- reki Jóhannessyni síðasta sumar en hann var áður aðstoðarþjálfari Pat- reks.  Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik og leikmaður sænska B-deildarfélagsins Kristianstad, er með slitið krossband en þetta stað- festi hún í samtali við mbl.is í gær. Andrea meiddist í leik gegn Eskil- stuna í lok janúar og reiknar með því að vera frá keppni í að minnsta kosti ár. Viðtal við Andreu er hægt að nálg- ast inn á mbl.is/handbolti.  Liverpool ætlar að leggja fram til- boð í Timo Werner, framherja þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig, næsta sumar en það er The Athletic sem greindi fyrst frá þessu. Werner, sem er 23 ára gamall, hefur átt frá- bært tímabil í Þýskalandi þar sem hann hefur skorað 20 mörk í tuttugu deildarleikjum og þá hefur hann skorað 25 mörk í öllum keppn- um á tímabilinu. Werner kostar 60 milljónir evra en The Athletic greinir einnig frá því að Jürgen Klopp, knatt- spyrnustjóri Liverpool, vilji bæta við vinstri bakverði næsta sumar til þess að berjast við Andy Ro- bertson um stöðuna. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Austurberg: ÍR – Fram ....................... 19.30 KNATTSPYRNA Faxaflóamót kvenna: Ásvellir: Haukar – Breiðablik ............. 19.30 Í KVÖLD! HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson Kristófer Kristjánsson Bjarni Helgason Valsmenn unnu sannfærandi 32:26- sigur á toppliði Hauka í 17. umferð Olísdeildar karla í handbolta í gær- kvöld. Valur náði mest ellefu marka forskoti í seinni hálfleik og gat leyft sér að slaka á síðasta korterið án þess að Haukar ógnuðu forskotinu. Síðasta tap Vals í deildinni kom 12. október á síðasta ári, einmitt gegn Haukum. Þá höfðu Valsmenn leikið fimm leiki í röð án þess að vinna og tapað fjórum sinnum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, á mikið hrós skilið fyrir að rífa sína menn upp og finna lausnir á því sem betur mátti fara. Nú munar aðeins einu stigi á Val og Haukum, eftir tíu sigra í síðustu ellefu leikjum. Ýmir Örn Gíslason er farinn til Þýskalands en Valsmenn söknuðu hans ekki neitt. Þorgils Jón Svölu Baldursson spilaði virkilega vel í hans stað og Róbert Aron Hostert lék betur í vörninni en oft áður. Menn þjappa sér betur saman þegar lykilmaður hverfur á braut. Hreiðar Levý Guðmundsson lék allan leikinn í markinu og lék glæsilega vel, enda með lúxusvarnarleik fyrir framan sig. Í sókninni hjá Val fór Anton Rúnarsson á kostum og gerðu stór- skytturnar Magnús Óli Magnússon, Agnar Smári Jónsson og Róbert Ar- on sitt. Allir spiluðu vel í sannfær- andi sigri á útivelli toppliðsins. Haukar eru búnir að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum. Þeir áttu enga möguleika í Vals- menn í gær og geta þeir þakkað frændfélaginu fyrir að slaka á undir lokin, annars hefði sigurinn orðið miklu stærri. Adam Haukur Baumruk spilaði ágætlega síðasta korterið, en annars var lítið jákvætt hjá Haukamönnum. Leikmenn eins og Tjörvi Þorgeirs- son, Atli Már Báruson og Heimir Óli Heimisson verða að spila miklu betur. Haukar mæta sjóðheitu liði ÍBV á útivelli í næsta leik og svo Aftureldingu, sem hefur verið í topp- baráttu í allan vetur. Þar verða Haukar að spila miklu betur, ætli þeir sér að halda í toppsætið. johanningi@mbl.is Eyjamenn að komast á skrið ÍBV er að komast á skrið á Ís- landsmótinu, en liðið vann sterkan 32:26-sigur á Aftureldingu í íþrótta- miðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ í gær. Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í síðustu umferð og voru verðskuld- aðir sigurvegar í gær, gegn liðinu sem hefur verið í öðru sæti nærri all- an vetur. Það leit hreinlega út fyrir að Eyjamenn myndu stinga af snemma leiks í gær, svo góðir voru þeir í byrjun, eða svo slakir voru heima- menn, sem tóku fljótt tvö leikhlé til að rétta kútinn. Gestirnir voru mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik en Afturelding kom þá með áhlaup. Spilaði þar inn í rauða spjaldið sem Fannar Þór Friðgeirsson fékk en við það riðlaðist leikur ÍBV aðeins. Mikið var um stimpingar í leiknum, nokkuð um brottvísanir og mörg vítaköst. Aftureldingu tókst að jafna metin snemma í síðari hálfleik á góðum kafla. Guðmundur Árni Ólafsson var markahæstur heimamanna með átta mörk, fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson skoraði sjö. Að lokum hrukku Eyjamenn hins vegar aftur í gang, Hákon Daði Styrmisson skor- aði 11 mörk, fimm úr vítum, og Dag- ur Arnarsson skoraði níu, þar af sjö í síðari hálfleik. Eyjamenn virðast verða betri og betri eftir slitrótta byrjun á mótinu og gætu því verið að toppa á réttum tíma. Lið Aftureld- ingar hefur verið sterkt í allan vetur og takist Mosfellingum að tryggja að leikurinn í gær hafi verið óheppilegt frávik ættu þeir að geta fundið sitt besta form á ný. kristoferk@mbl.is Átján ára fór á kostum FH er komið í fjórða sæti deildar- innar eftir öruggan fimm marka sig- ur gegn Fjölni í Dalhúsum í Grafar- vogi í gær. Leiknum lauk með 26:21-sigri Hafnfirðinga sem náðu mest tólf marka forskoti í síðari hálf- leik. FH er nú í fjórða sæti deildar- innar með 22 stig, eins og ÍR sem á leik til góða á FH, en Fjölnismenn eru í ellefta sætinu með 5 stig, einu stigi meira en botnlið HK.  Haukur Þrastarson og hinn 18 ára gamli Alexander Hrafnkelsson áttu báðir stórleik fyrir Íslands- meistara Selfoss gegn KA á Akur- eyri á laugardaginn. Haukur skoraði ellefu mörk og Alexander varði 20 skot í markinu í 31:26-sigri Selfyss- inga sem eru í sjötta sæti deild- arinnar með 21 stig. KA er í níunda sætinu með 11 stig.  Þá styrkti Stjarnan stöðu sína í áttunda sæti deildarinnar með 27:22-sigri gegn HK í Kórnum. Stjarnan er nú fjórum stigum á undan KA í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni. HK er á botninum með fjögur stig, sex stigum frá öruggu sæti. bjarnih@mbl.is Skýr skilaboð Valsmanna  Hart tekist á þegar ÍBV lagði Aftureldingu að velli í Mosfellsbæ  Þriðji sigur FH-inga í röð kom gegn Fjölni  Stjarnan styrkti stöðu sína í áttunda sætinu Morgunblaðið/Eggert Sterkur Róbert Aron Hostert lék vel í sigri á toppliðinu í gærkvöldi. Aldís Kara Bergsdóttir varð um helgina fyrst íslenskra einstakl- ingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambands- ins. Aldís Kara náði tæknistigum í stutta prógramminu á Halloween Cup í Ungverjalandi í október á síð- asti ári, á Reykjavíkurleikunum fyrir rétt tveimur vikum og á Norðurlandamótinu í Noregi um helgina. Stigin veita henni keppnis- leyfi á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tallinn í Eistlandi 2.-8. mars næstkomandi. Braut blað í skautasögunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brautryðjandi Aldís Kara Bergs- dóttir er aðeins 16 ára gömul. Frjálsíþróttakonan María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, varði um helgina Íslandsmeistaratitil sinn í fimmtarþraut kvenna í Laugardals- höll. María Rún fékk 3.965 stig og var ekki langt frá sínum besta ár- angri í fimmtarþraut sem hún náði í fyrra þegar hún fékk 4.094 stig. Þá fagnaði Ísak Óli Traustason, UMSS, sigri í sjöþraut karla en Ísak fékk 5.336 stig og var átta stigum frá sínum besta árangri sem hann náði í fyrra. Ísak var með mikla yfirburði og sigraði í öllum sjö þrautum greinarinnar. Meistaravörn hjá Maríu og Ísaki Morgunblaðið/Árni Sæberg Best María Rún Gunnlaugsdóttir er fremsta fjölþrautarkona landsins. Skallagrímur er kominn í fjórða sæti úrvalsdeildarkvenna í körfu- knattleik, Dominos-deildarinnar, eftir nauman tveggja stiga sigur gegn Breiðabliki í Borgarnesi á laugardaginn. Leiknum lauk með 75:73 sigri Skallagríms en Breiða- blik leiddi með einu stigi í hálfleik, 37:36. Blikar mættu sterkari til leiks í þriðja leikhluta og leiddu með átta stigum fyrir fjórða leik- hluta. Skallagrímur var hins vegar sterkari aðilinn í undir restina og innbyrti afar mikilvægan sigur. Keira Robinson skoraði 32 stig fyrir Skallagrím, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en Skalla- grímur er nú með 24 stig í fjórða sæti deildarinnar, jafn mörg og Keflavík, en Skallagrímur hefur unnið Keflavík tvívegis á tímabilinu og stendur því betur að vígi þegar kemur að innbyrðisviðureignum liðanna. Breiðablik er í neðsta sæt- inu með 4 stig. Grindavík vann óvæntan sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík í Mustad-höllinni í Grindavík, 63:57. Grindavík leiddi með þremur stig- um í hálfleik, 34:31, en Keflavík kom til baka í seinni hálfleik og leiddi með þremur stigum fyrir fjórða leikhluta, 49:46. Grindvík- ingar skoruðu hins vegar sautján stig gegn átta stigum Keflvíkinga í fjórða leikhluta og þar við sat. Jordan Reynolds var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og níu fráköst. Liðið fer með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar og upp fyrir Breiðablik, en bæði lið eru með 4 stig. Þetta var þriðja tap Keflavíkur í röð, en liðið fer úr fjórða sætinu niður í það fimmta og gæti nú misst af sæti í úrslitakeppn- inni. Í Hafnarfirði vann topplið Vals sex stiga sigur gegn Haukum, 75:69, þar sem Íslandsmeistararnir voru með frumkvæðið allan tímann. Þá styrkti KR stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 82:56-stórsigri gegn Snæfelli í Stykkishólmi. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Lykill Keira Robinson hefur skorað 25 stig að meðaltali í leik í vetur. Skallarnir hirtu fjórða sætið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.