Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 LC02 hægindastóll Leður Verð 285.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Lýðræðishallinn í Evrópusam-bandinu tekur á sig ýmsar myndir. Styrmir Gunnarsson fjallar um skort á tengingu sambandsins við almenning í ríkjum þess og segir: „Það eru ekki bara þeir sem standa utan við ESB, sem sjá, að Brussel hefur misst tengslin við hinn al- menna borgara í Evrópu.    Á vegum ESB erstarfandi ráðgjafahópur (e. Committee of The Regions) sem er skip- aður kjörnum fulltrú- um frá einstökum svæðum og byggðum aðildarríkjanna.    Forseti þessa ráðgjafahóps, Karl-Heinz Lambertz, segir að Evr- ópusambandið verði að hlusta betur á þá kjörnu fulltrúa til þess að kom- ast í betra samband við almenna borgara í aðildarríkjunum.    Hann segir að því er fram kemurá euobserver.eu að það sé eina leiðin til þess að ESB komist í betra jarðsamband.“    Einn vandi Evrópusambandsinser auðvitað hve fjarlægir stjórnendur þess eru almenningi. En það að þeir setji á fót nefndir til að reyna að lappa upp á þetta er ekki líklegt til árangurs, enda enginn raunverulegur vilji fyrir hendi til að láta afstöðu fólks á einstökum stöð- um eða svæðum skipta máli.    Stefnan er þvert á móti sú aðberja allt í sama mót og til að svo megi verða þykir öllu til fórn- andi. Það er ekki síst þess vegna sem Bretar hafa kvatt og skýrir um leið ótta ESB-elítunnar við að aðrir fari sömu leið. Styrmir Gunnarsson Þykjustuleikur ESB STAKSTEINAR Karl-Heinz Lambertz Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Vonandi erum við að nálgast tillögu sem allir sjá kostina við,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Nokkur árangur virðist hafa náðst eftir löng og stíf fundahöld í viðræð- unum sem fram fara í starfshópi um útfærslur á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk. Um er að ræða eitt af stórum mál- um BSRB sem ekki hefur tekist að leiða til lykta í kjaraviðræðun- um, sem nú hafa staðið yfir í hátt í ellefu mánuði. Reynt er að ná samkomulagi um fyrirkomulag vaktavinnu og starfskjör vakta- vinnufólks í starfshópnum með fulltrúum BSRB, BHM, Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og Starfsgreinasambands- ins og viðsemjendum hjá ríki, borg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Það hefur verið fundað mjög stíft undanfarnar vikur og helgarnar líka lagðar undir,“ segir hún og bætir við að í grunninn séu menn alltaf að vinna með sömu tillöguna og fín- pússa hana betur og betur út frá miklum fjölbreytileika þeirra hópa sem falla þar undir og reyna að finna gullna meðalveginnn sem hentar öll- um. ,,Við gengum þannig frá fundi í gær [sunnudag] að allir færu í sitt bakland með þá lausu enda sem eftir eru en eru þó orðnir færri en áður og heyri hljóðið í baklandinu. Við hittumst svo aftur á þriðjudag- inn [í dag].“ Fjöldi annarra stórra mála bíður úrlausnar í kjaraviðræðunum, s.s. jöfnun launa á milli markaða, launaþróunartryggingin og umræða um ávinnslu orlofs. Launaliðurinn er síðan á borði aðildarfélaganna hvers um sig og viðsemjenda þeirra. Kynna lausa enda í baklandinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bæjarráð Akureyrar hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu beiðni um breytingu á skilyrðum um byggða- kvóta hvað varðar vinnsluskyldu. Erfitt atvinnuástand í Grímsey er að baki umsókninni. Á síðasta ári fóru rúmlega 1.100 þorskígildistonn af kvóta frá Grímsey til Fjallabyggðar með sölu á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni ehf. til Ramma hf., eða nær helmingur aflaheimilda sem útgerðir í Grímsey réðu yfir. Níu ársverk voru hjá Sigurbirni til lands og sjávar. Brothætt byggð Rök fyrir beiðni bæjarráðs Akur- eyrar eru eftirfarandi: „Grímsey hefur verið skilgreind sem brot- hætt byggð og er hluti af sam- nefndu verkefni á vegum Byggða- stofnunar en ekki liggur fyrir hvort og hvernig framhaldið á því verk- efni verður. Einnig stendur yfir endurskoðun ríkisins á allri nýtingu byggðakvóta og hefur starfshóp- urinn ekki skilað af sér niður- stöðum. Atvinnulífið í Grímsey er gríðar- lega viðkvæmt þar sem hvert starf skiptir máli og það má ekkert út af bregða. Ríkið verður, ásamt sveit- arfélaginu, að gera það sem í þess valdi stendur til styðja við atvinnu- lífið hvort sem um er að ræða veið- ar eða vinnslu. Mestu máli skiptir að íbúar í Grímsey hafi atvinnu.“ aij@mbl.is Vilja breyta reglum vegna Grímseyjar  Mestu skiptir að íbúar hafi atvinnu Morgunblaðið/Golli Grímsey Blikur eru á lofti í atvinnu- málum eftir sölu á aflaheimildum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.