Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
✝ Bára Vestmannfæddist á Fá-
skrúðsfirði 31. des-
ember 1933. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 2.
febrúar 2020 2020.
Bára var dóttir
hjónanna Ottós
Vestmanns, sjó-
manns á Fáskrúðs-
firði, og Valborgar
Tryggvadóttur
verkakonu. Bára var næstelst
fimm systkina, eldri en hún var
Pálína og yngri voru Guð-
mundur, Ólafur og Unnur sem
lifir systkini sín.
Bára lauk námi frá Barna-
skóla Fáskrúðsfjarðar og flutti á
Seltjarnarnes 1949. Hún giftist
Guðjóni Jónatanssyni vélvirkja-
meistara, f. 29.10. 1920, d. 10.9.
2000, hinn 3. júlí 1952. Þau
bjuggu fyrst á Hauksstöðum við
Vallarbraut ásamt móður Guð-
jóns og systkinum. Þau fluttu
síðan á Melabraut 63 þar sem
þau leigðu íbúð á efri hæð en síð-
ar fluttu á Melabraut 67, þar sem
þau bjuggu allan sinn búskap.
Börn: 1) Jónatan, f. 9.7. 1953,
vélvirkjameistari. Hann var
þau eiga Elínu Björk. 3) Valborg
Guðrún, f. 30.8. 1963, ritari, eig-
inmaður hennar er Willem Cor-
nelis Verheul birgðastjóri, f.
7.11. 1963 í Rotterdam í Hol-
landi. Börn þeirra eru Ásta
Berglind, f. 23.3. 1990, hennar
maki er Jeffrey Oorebeek; Snæ-
björn, f. 15.7. 1993 og Magnús
Valur, 9.9. 1996. 4) Guðjón Sig-
urður, slökkviliðsmaður, f. 10.3.
1969. Kona hans er Hrefna Þórð-
ardóttir sjúkraþjálfari, f. 13.3.
1970. Synir þeirra er Bjarki Fjal-
ar, f. 16.7. 1999 og Þórður Ottó,
f. 13.7. 2009.
Bára var heimavinnandi
framan af, vann við ræstingar og
fór að vinna við það í Mýrar-
húsaskóla og seinna í Valhúsa-
skóla. Hún vann í nokkur ár á
leikskólanum Fögrubrekku en
frá 1986 vann hún hjá Krabba-
meinsfélagi Íslands sem aðstoð-
arkona við myndatökur. Hún
lauk starfsferlinum þar við eft-
irlaun.
Bára tók virkan þátt í ýmsum
félagsstörfum á Seltjarnarnesi,
var stofnfélagi í Kvenfélaginu
Seltjörn, starfaði með Leikfélagi
Seltjarnarness og tók þátt í
stofnun kvennadeildar Slysa-
varnafélags Íslands, Vörðunni.
Útför Báru fer fram frá Seltjarn-
arneskirkju í dag, 11. febrúar
2020, klukkan 11.
kvæntur Ástu
Björgu Kristjóns-
dóttur, f. 23.3. 1952,
þau slitu sam-
vistum. Sambýlis-
kona Jónatans er
Brynja Blumenstein
kennari. Börn Jón-
atans og Ástu eru
María Bára, f. 26.7.
1971, og Guðjón
Sigurður, f. 6.7.
1977. Eiginmaður
Maríu er Sveinn Logi Björnsson
rafvirkjameistari. Börn Maríu úr
fyrra sambandi eru Arnar Daní-
el og Kristín Ásta, börn Sveins
Loga eru Atli Freyr, Axel Fann-
ar og Lovísa Birta. Maki Guðjóns
er Maríanna Ósk Guðjónsdóttir,
þau eiga Oliver Tristan og Jón-
atan. Börn Brynju eru Stefanía
Björk og Björn Steinar. 2) Ottó
Vestmann, f. 17.8. 1958, tölvu-
fræðingur. Eiginkona hans er
Elín Karólína Kolbeins lyfja-
tæknir, f. 20.2. 1959. Börn þeirra
eru Erna Kristín, f. 23.11. 1985,
hennar maður er Ari Freyr
Skúlason, þau eiga Henry Leo,
Gabriel Eli og Camillu Ósk; og
Andrea Lilja, f. 15.5. 1991, henn-
ar maki er Gísli Hrafn Karlsson,
Hvað er hægt að segja þegar
foreldrar okkar veikjast, fölna
og deyja? Við fyllumst sorg og
sjáum eftir einhverju sem ekki
var gert eða ekki sagt. Samt
þurfum við kannski að hugsa
frekar um þær minningar sem
við eigum, hugsa um þau gildi
sem við höfum lært af foreldr-
unum og hvað þau hafa skilið
eftir hjá okkur.
Mamma fæddist á gamlársdag
1933, næstelst fimm systkina.
Foreldrar hennar voru sjómaður
og verkakona, lífið og innkoman
gekk út á það sem hafið gaf. Það
var þröngt í búi á köflum, þau
fluttu um tíma til Vestmanna-
eyja til að elta vinnu við fisk-
vinnslu og sjómennsku en þar
bjuggu ættingjar sem skutu yfir
þau skjólshúsi.
Mamma var mjög ung þegar
hún hleypti heimdraganum,
rösklega 17 ára, en hún hafði
hitt sér talsvert eldri mann sem
kom austur til þess að vinna við
uppsetningu á búnaði fyrir
frystihús. Það var Guðjón Jón-
atansson, ættaður frá Ólafsvík.
Mamma sagði þau hefðu kynnst
á balli og dansað saman inn í
nóttina. Amma var ekki sátt,
enda var minni aldursmunur á
henni sjálfri og vonbiðlinum
heldur en mömmu og pabba.
Mamma flutti inn hjá pabba
sem bjó í litlu húsi við Vallar-
braut á Seltjarnarnesi ásamt
móður sinni og systkinum. Þau
pabbi fluttu síðar upp í þar
næstu götu þar sem þau leigðu
íbúð. Þar bjuggu þau þegar elsta
barnið fæddist 1953 en fluttu svo
í þarnæsta hús að Melabraut 67
þar sem þau bjuggu allan sinn
búskap, fyrst á efri hæðinni þar
sem annar sonur bættist í fjöl-
skylduna og svo keyptu þau
stærri íbúð á neðri hæðinni þeg-
ar dóttirin bættist í hópinn.
Fjórða barnið bættist svo við og
fljótlega flutti elsti sonurinn út
en reyndar bara upp á efri hæð-
ina. Fyrsta barnabarnið kom svo
í húsið skömmu síðar.
Mamma var eins og nær allar
konur á þessum árum heima-
vinnandi húsmóðir. En mamma
vann ansi lengi við ræstingar í
hlutastarfi, vann svo í skólunum
á Seltjarnarnesi og á leikskól-
anum Fögrubrekku. Hún hóf
störf hjá leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins 1986 og vann þar
til 67 ára aldurs.
Mamma var einn af stofn-
félögum kvenfélagsins Seltjarn-
ar. Hún tók líka þátt í stofnun
kvennadeildar Slysavarnafélags
Íslands, Vörðunni. Þess utan tók
hún virkan þátt í starfi leikfélags
Seltjarnarness, saumaði búninga
og gerði leikmyndir.
Mamma átti vinkonur sem
voru í svipaðri stöðu og hún, þær
fóru út á vinnumarkaðinn þegar
börnin voru vaxin úr grasi.
Mamma var mjög hög í hönd-
unum, hún saumaði föt á okkur
krakkana fram eftir öllu, heklaði
og prjónaði. Hún hafði unun af
því að hlusta á góða tónlist, ten-
órarnir þrír voru spilaðir mikið,
þær voru nokkrar vinkonurnar
sem stunduðu tónleika Sinfóní-
unnar ásamt því að fara á leikrit
saman og eins voru þær dugleg-
ar að skjótast í frí til útlanda,
ýmist einar eða með öðrum í
húsmæðraorlofi.
Konur eins og mamma bera
samfélagið okkar uppi. Þær bera
okkur í heiminn, næra okkur og
kenna, snupra og hrósa, vaka yf-
ir okkur veikum og elska okkur.
Móðurástin er sennilega sterk-
asta afl sem þekkist. Við höfum
öll notið þess sem og börnin okk-
ar. Við eigum eftir að sakna
mömmu, ömmu og langömmu.
Jónatan, Ottó, Valborg
og Guðjón.
Í dag kveðjum við elsku
ömmu Báru. Við systurnar eig-
um svo margar fallegar og góðar
minningar um ömmu, af Meló og
úr ferðalögum um allt Ísland.
Það var alltaf gaman að vera í
pössun á Melabrautinni hjá
ömmu og afa, þar sem alltaf var
tekið á móti okkur með hlýjum
faðmi. Amma Bára fór með okk-
ur í sund í Seltjarnarneslauginni
þar sem mesta sportið var úti-
klefarnir í öllum veðrum og að
kveikja á hitalampanum til að
hlýja sér. Eftir sundið var alltaf
stoppað í Skara og keyptur ham-
borgari og franskar handa prins-
essunum.
Að fá að komast í skartið, föt-
in og skóna hennar ömmu Báru
var líka algjör lúxus fyrir litlar
skvísur! Alls kyns hringar, háls-
men og armbönd sem við hengd-
um á okkur og dáðumst að í
speglinum. Einnig voru ferðirn-
ar í Kolaportið með ömmu al-
gjört ævintýri, þar sem aldrei
var skortur á alls konar dóti að
skoða, og svo splæstu amma og
afi í lakkríspoka, sem var sko
ekki verra.
Amma elskaði að ferðast, og
voru ófáar ferðirnar í sumar-
bústaðinn, eða sunnudagsbíltúra
með fjölskyldunni. Amma Bára
kom líka oft í mat á sunnudögum
með ömmu Ernu, og þá voru oft
notalegar stundir við matarborð-
ið og mikið hlegið.
Eftir að við eignuðumst börn-
in okkar var heimsókn til lang-
ömmu Báru alltaf í miklu uppá-
haldi, og það sem hún hafði
gaman af litlu gullunum sínum.
Hún spjallaði við þau og las fyrir
þau, og knúsaði þau fast og mik-
ið.
Elsku hjartans amma Bára,
þín verður sárt saknað, og við
eigum góðar minningar sem
aldrei gleymast. Við erum vissar
um að þið afi eruð sameinuð í
Sumarlandinu, saman að eilífu.
Við kveðjum þig með bæninni
sem þú kenndir okkur systrum
og fórst alltaf með með okkur:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Þínar ömmustelpur,
Erna Kristín og
Andrea Lilja.
Það eru ótal minningar sem
vakna til lífsins þegar hugsað er
til ömmu. Í fyrsta lagi var hún
afskaplega dugleg og algjör
skvísuamma. Hún var mjög vel
til fara með allskonar glingur.
Hún passaði vel upp á útlitið,
alltaf með farða, varalit og
skartið sitt. Oft á tíðum í fínum
klæðnaði sem hún hafði saumað
sjálf. Amma var alltaf í megrun
en gat samt ekki staðist sætindi
og góðan mat sem hún taldi vera
„algjört sælgæti“. Við biðum
alltaf spennt eftir þessari setn-
ingu við matarborðið og við lit-
um hvert á annað og héldum í
okkur hlátrinum í hvert skipti.
Hún var þó dugleg að passa upp
á línurnar með því að fara í
göngur og sund. Þessa líkams-
rækt stundaði hún nær daglega
og var dugleg að taka okkur
barnabörnin með sér.
Göngurnar með ömmu voru
oft notaðar í að því að tína dósir
sem voru síðan settar í endur-
vinnslu. Fengum við krakkarnir
oft ágóðann og keyptum okkur ís
fyrir. Sundlaugaferðirnar voru
óteljandi margar og var amma
dugleg að taka þátt í sundleik-
fiminni sem var boðið upp á úti í
Neslaug. Svo var tekin gæða-
stund í heita pottinum þar sem
amma þekkti hreinlega alla sem
komu ofan í pottinn. Þessar
sundferðir urðu því oft fremur
langar og við krakkarnir komnir
með rúsínuputta áður en amma
hafði náð að spjalla við alla. Ef
sólin skein þá tafðist ferðin tölu-
vert þar sem amma varð að ná
smá lit. Hún var algjör sólarunn-
andi og naut þess að vera úti. Ef
hún var ekki í sundi þá vildi hún
helst vera í stuttbuxum úti í
garði með bolinn undir öxlunum
svo hún fengi ekki far. Hún naut
hvers sólargeisla.
Amma var með græna fingur
og var hún dugleg að halda garð-
inum í toppstandi þegar hún bjó
á Melabrautinni. Ef hún var ekki
að sinna garðyrkjunni var hún
eflaust að búa til önnur lista-
verk. Hún var ávallt með ein-
hverja handavinnu við höndina
og fengum við barnabörnin að
njóta góðs af. Nú eru stofur okk-
ar fullar af púðum sem hún
saumaði, bollum sem hún bjó til í
leirnum, teppum sem hún prjón-
aði eða heklaði. Gestir okkar
dást að verkum hennar.
Amma elskaði að ferðast.
Þegar afi var á lífi þá komu þau
hvert einasta sumar til Hollands
þar sem við bjuggum með for-
eldrum okkar. Þau voru þá oft í
heilan mánuð og voru það mjög
notalegar samverustundir. Oft
var farið í stuttar dagsferðir
hingað og þangað og ýmsa
skemmtigarða. Amma fór þá
með okkur í tækin og heyrðist
hláturinn í henni langar leiðir og
hún skemmti sér konunglega.
Þegar við komum í frí heim til
Íslands tóku afi og amma okkur
mjög oft með sér í Skorradalinn
í bústað og vorum við alsæl í
sveitasælunni með þeim. Þegar
afi dó ákvað amma að halda
ferðalögum sínum áfram. Hún
átti það til að skreppa í bíltúr á
Þingvelli og tók okkur stundum
með í þær ferðir. Hún var einnig
dugleg að fara í ferðir með vin-
konum sínum til sólarlanda eða
borgarferðir. Síðasta ferðin
hennar ömmu er hafin í sum-
arlandið og viljum við þakka
henni fyrir skilyrðislausu ástina
sem við fengum og allar gæða-
stundirnar, hlýjuna og hlátur-
sköstin sem við höfum átt með
henni í gegnum tíðina. Við elsk-
um þig, amma. Góða ferð.
Ásta Berglind, Snæ-
björn og Magnús Valur.
Í dag kveð ég elsku ömmu
Báru sem var mér svo kær, hún
kvaddi eftir stutt en erfið veik-
indi 2.2. 2020. Amma var alltaf
glæsileg, í fínum fötum, með
naglalakk og ekki fór hún út úr
húsi fyrr en varaliturinn var
kominn á varirnar. Auðvitað
valdi glæsikonan eina af flott-
ustu dagsetningum ársins til að
kveðja og hitta afa í sumarland-
inu.
Þegar ég fæddist var amma
10 árum yngri en ég er í dag,
með barn sem var tveggja ára
og fékk þá titilinn amma, 38 ára
gömul. Mér fannst hún mjög
gömul þegar ég var 10 ára, en þá
var hún jafn gömul og ég er í
dag, unga konan.
Ég er svo þakklát og heppin
að hafa fengið að eiga svona
langan og yndislegan tíma með
ömmu. Fyrstu árin mín hugsaði
hún um mig, þegar foreldrar
mínir voru að vinna og læra og
seinna þegar ég var í vandræð-
um með yngsta barnið, mitt sem
fékk ekki gæslu eftir skóla, þá
fékk dóttir mín að fara til ömmu,
borða kornflex með fullt af sykri
og teiknaði endalaust myndir
handa langömmu sinni.
Það var mér ljúft og skylt að
þakka gamlan greiða og hef ég
síðustu árin fengið að dekra við
ömmu og hjálpa henni í daglega
lífinu þegar aldurinn færðist yfir
og fór að segja til sín.
Amma var handlagin og mikill
listamaður, hún heklaði, prjón-
aði, saumaði og í seinni tíð gerði
hún marga fallega hluti úr leir.
Hún hefði orðið frábær fata-
hönnuður ef hún hefði viljað og
fengið tækifæri til.
Ég á endalausar minningar
um ömmu og afa, útilegur,
Skorradalur, uppblásinn heitur
pottur, allar sundferðirnar í
Vesturbæjarlaugina, sumardag-
arnir í garðinum á Melabraut-
inni, fjöruferðir út í Gróttu, kart-
öflugarðarnir að taka upp í
soðið, jól og áramót alltaf hjá
þeim og jólakjóllinn sem amma
keypti og fékk nafnið „tólfþús-
undkrónakjóllinn“, öll fallegu
fötin sem hún saumaði, allur
góði maturinn hennar ömmu og
smákökurnar og síðast en ekki
síst þá fengum við hjónin að
njóta þess að hafa hana, glaða og
káta, í óvæntu brúðkaupi okkar
síðasta sumar.
Það er alltaf erfitt að kveðja,
en lífið heldur áfram og verðum
við því að leyfa minningunni um
glæsilega góða konu að lifa. Ég
veit að hún er á betri stað núna
með afa að dansa í sumarland-
inu.
Elsku amma Bára, farðu í
friði, minning þín mun lifa.
María Bára, Sveinn Logi
og fjölskylda.
Í dag er yndisleg fyrrverandi
tengdamóðir mín Bára Vest-
mann borin til grafar eftir stutt
en erfið veikindi. Þegar ég, 14
ára, kom inn á heimili Báru og
Gauja var mér tekið sem einu af
þeirra börnum og eignaðist litla
systur (mágkonu) sem ég gat
dúllast við, fléttað hárið og krull-
að í hana slöngulokka.
Bára var glæsileg kona, há-
vaxin, bein í baki, teinrétt í fal-
legum fötum, alltaf svo elegant,
ekki fór hún út af heimilinu, t.d. í
búðina, án þess að skipta um föt
og setja á sig varalit. Stundum
heyrðist pískrað að Gaui þyrfti
að vinna svo mikið til að Bára
gæti keypt sér ný föt, en raunin
var ekki sú, hún saumaði flestöll
sín föt sjálf og gömul föt fengu
nýtt líf í hennar höndum, hagsýn
og nýtin.
Við Jonni vorum svo heppin
að geta keypt litlu risíbúðina á
Melabrautinni, þar byrjuðum við
okkar búskap, í sama húsi og
Bára og Gaui bjuggu, sem hent-
aði vel því Bára gætti frumburð-
arins Maríu Báru þegar hún
fæddist, þótt Bára væri sjálf
með lítið barn, Gauja tveggja
ára.
Bára var mín fyrirmynd og er
ég henni afar þakklát fyrir allt
sem hún kenndi mér, þar á með-
al að sauma, ég vildi líka getað
saumað eins vel og hún og lagði í
það verkefni undir hennar leið-
sögn að sníða og sauma buxur á
Maríu Báru, fór upp á loft með
Burdablað til að sníða eftir og
var svo allt í einu komin með
fjóra efnisbúta sem ég vissi ekk-
ert hvernig ég ætti að koma
saman, fór því niður til Báru,
sem nældi skálmarnar saman, og
úr urðu þessar fínu buxur sem
ég svo saumaði.
Ég á margar góðar minningar
um þau hjón á Melabrautinni og
ekki er hægt að sleppa því að
minnast á allar tjaldútilegurnar
og ferðalögin sem farin voru.
Þegar leiðir okkar Jonna skildi
hélst vinátta og væntumþykja
okkar Báru áfram og þegar við
Halli fórum að búa saman sagð-
ist hún hafa fengið nýjan
tengdason og varð vináttan
þeirra á milli mikil. Við Halli
þökkum Báru samfylgdina og
vonum að henni líði nú vel og sé
búin að hitta Gauja sinn í sum-
arlandinu.
Ásta Kristjónsdóttir.
Kveðja frá Slysavarna-
deildinni Vörðunni
Seltjarnarnesi
Í dag kveðjum við einn af
stofnfélögum okkar, Báru Vest-
mann.
Bára var mikil slysavarna-
kona sem og öll hennar fjöl-
skylda annaðhvort í slysavarna-
deild eða björgunarsveit.
Félagsaðstaða deildarinnar,
Gaujabúð, var nefnd eftir eig-
inmanni Báru, Guðjóni Jónat-
anssyni, sem var mikill slysa-
varnamaður.
Bára hefur verið ötull fé-
lagsmaður í gegnum árin og tek-
ið virkan þátt í starfinu, alltaf
boðin og búin þegar eitthvert
verkefni var í gangi.
Hún var útnefndur „Vinur
Vörðunnar“ árið 2012, sem er
heiðursnafnbót til þeirra sem
hafa stutt starfið ötullega.
Við sendum fjölskyldu Báru
innilegar samúðarkveðjur en
hún er nú komin í sumarlandið
til Gauja síns.
Hvíldu í friði Bára okkar.
Fyrir hönd Slysavarnadeildar-
innar Vörðunnar, Seltjarnarnesi,
Þóra Einarsdóttir og
Petrea Jónsdóttir.
Enn þræði ég dagana
eins og skínandi perlu
upp á óslitinn
silfurþráðinn
(Vilborg Dagbjartsdóttir)
Þessar ljóðlínur eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur duttu mér í hug
er hún Bára vinkona mín kvaddi
og hélt í sumarlandið. Þráðurinn
hefur slitnað og perlurnar verða
ekki fleiri.
Hún elskaði sólina og sumarið
og vonandi hefur sumarlandið
tekið henni fagnandi. Eftir nærri
sextíu ára vináttu er margs að
minnast sem hægt væri að telja
en það geymist í minningabank-
anum.
Við tengdumst fjölskyldu-
böndum er Ottó þinn og Elín
mín urðu par og eignuðust tvær
yndislegar stúlkur, barnabörn,
og saman eigum við fjögur lang-
ömmubörn sem hafa veitt okkur
mikinn kærleik og gleði.
Fjölskyldan fór í margar úti-
legur á sumrin meðan eiginmenn
okkar voru með, alltaf sama vin-
áttan. Ég get sagt að silfurþráð-
urinn hafi myndast er Gaui pass-
aði mig sem barn. Og ekki síst
þegar hann bar mig í poka á
bakinu í stórhríð í fjárhúsin.
Enn tel ég perlur á, fjölskyld-
um okkar til heilla.
Síðasti kafli okkar lífs hefur
tengst okkur fjórum, Báru, Bíu,
Guðbjörgu og mér.
Farnar ferðir utanlands sem
innanlands og ekki margir sem
þekkja Suðurlandið betur en við.
Þar könnuðum við hvern einasta
vegarspotta.
Fasta miða á tónleika í Hörpu
og leikhús. Fórum síðast í haust
á báða staði en fundum að farið
var að halla á heilsu Báru. Átt-
um góðan dag þann 4. janúar
sem var okkar síðasta samvera
og gátum við rifjað upp glaða og
góða daga. Þessi tími kemur
ekki aftur. Ég og við allar þökk-
um allar gleðistundir. Sendum
afkomendum bestu kveðjur og
þakkir okkar.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Kveðja,
Erna Kristinsdóttir.
Kveðja frá kvenfélaginu
Seltjörn Seltjarnarnesi
Þeim fækkar óðum konunum
sem stóðu að stofnun kven-
félagsins Seltjarnar og nú hefur
hún Bára okkar lagt í ferðina til
sólarlandsins.
Hún var virkur félagi í félag-
inu okkar, starfaði í ótal nefnd-
um og var meðal annars formað-
ur. Hún var ein af þeim sem
stóðu fyrir að vatnsleikfimi var
komið á fót á Seltjarnarnesi og
það er allt í fullum gangi enn og
mikil heilsubót fyrir þá sem þar
hafa mætt.
Hún tók þátt í ferðum okkar
bæði innan lands og utan, mætti
á alla fundi og jólafundurinn var
hennar síðasta samvera með
okkur.
Við félagskonur þökkum Báru
fyrir góð og gefandi störf og
sendum aðstandendum hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Fyrir hönd kvenfélagsins Sel-
tjarnar,
Erna Kristinsdóttir og
Birna E. Óskarsdóttir.
Bára Vestmann