Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Af nítján heilsugæslustöðvum sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu eru fjórar einkareknar. Í nýrri könnun meðal þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu stöðvanna sést að einkareknu stöðvarnar raða sér í efstu sætin þegar spurt er út í hversu mikið traust notendur bera til þeirra. Könnunin var framkvæmd af fyrirtækinu Maskínu fyrir Sjúkra- tryggingar Íslands. Könnunin hef- ur ekki verið gerð opinber en Morgunblaðið hefur niðurstöður hennar undir höndum. Tvær stöðvar með 4,15 Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hversu mikið eða lítið traust þeir bæru almennt til heilsu- gæslunnar. Gátu þeir svarað á fimm vegu, þ.e. mjög mikið, fremur mikið, í meðallagi, fremur lítið og mjög lítið. Þegar vegin heildareinkunn var tekin saman á skalanum 1-5 skor- uðu tvær stöðvar hæst og fengu einkunnina 4,15. Það voru Heilsu- gæslan Höfða og Heilsugæslan Salahverfi. Fast á hæla þeim kom Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ með 4,08 og Heilsugæsl- an Lágmúla með 4,06. Allar stöðvarnar, að þeirri sem þjónustar Seltjarnarnes og Vest- urbæ undanskilinni, eru einka- reknar. Fjórða einkarekna stöðin, Heilsugæslan Urðarhvarfi, fékk einkunnina 4 og kom þar skammt á hæla Heilsugæslunnar Árbæ og Heilsugæslunnar Efra-Breiðholti. Þær stöðvar sem skoruðu lægra en þær sem hér að ofan eru nefnd- ar fengu lægra skor en 4. Að með- altali var einkunn allra stöðvanna 3,95. Meðaleinkunn einkareknu stöðvanna var 4,09 en þeirra sem reknar eru af hinu opinbera 3,91. Breytt fjármögnun Nýtt fjármögnunarkerfi var tek- ið upp árið 2017 fyrir starfsemi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Það nær bæði til opinberu stöðv- anna og hinna einkareknu. Kerfið heldur utan um útdeilingu Sjúkra- trygginga á stuðningi ríkisins við þjónustuna sem þar er veitt. Út- deilt er úr skilgreindum „potti“ sem deilist niður að stærstum hluta á grundvelli tölfræði um skjólstæðinga hverrar stöðvar. Þá taka greiðslur einnig mið af því í hversu miklum mæli skjólstæð- ingar stöðvanna sækja þjónustu á þá stöð sem þeir eru skráðir á og hversu vel stöðinni tekst að upp- fylla ákveðin valin gæðaviðmið í starfi sínu. Í kjölfar upptöku kerfisins urðu ýmsar breytingar á þjónustustig- inu. Þannig jukust afköst í komum á heilsugæslur á höfuðborgarsvæð- inu um tæp 10% milli áranna 2017 og 2018. Enn hafa ekki verið gerð- ar opinberar tölur yfir þróunina milli 2018 og 2019. Mosfellsbær sker sig úr Samkvæmt þeim viðmiðum sem sett eru í könnuninni er þjónustu- veitendum skipt í þrjá flokka, þar sem einkunn gefur til kynna svo- kallað styrkleikabil (4,20-5,00), þar sem tækifæri er til nokkurra úr- bóta (3,70-4,19) og þar sem tæki- færi er til mikilla úrbóta (1,00- 3,69). Athygli vekur að allar heilsu- gæslurnar nema ein fylla flokkinn í miðið, þar sem enn má gera nokkr- ar úrbætur. Heilsugæslan Mos- fellsumdæmi fyllir hins vegar ein þriðja flokkinn þar sem tækifæri eru sögð til mikilla úrbóta. Einkareknar heilsugæslu- stöðvar skora hæst í trausti  Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu geta allar gert úrbætur á þjónustu 90% 80% 70% 60% 50% 40% 0-5 ára 6-17 ára 18-30 ára 31-40 ára 41-50 ára 51-60 ára 61-70 ára 71 árs + 75% 76% 64% 68% 72% 75% 77% 83% Traust til heilsugæslunnar eftir heilsugæslustöðvum og aldri Þessi þrjú atriði voru oftast nefnd Hlutfall þeirra sem sögðust bera fremur eða mjög mikið traust til heilsugæslunnar Traust til heilsugæslunnar eftir heilsugæslustöðvum (á bilunu 1-5) Traust til heilsugæslunnar aldri þess sem heimsótti heilsugæsluna Hvað fi nnst þér brýnast að bæta í heilsugæslunni? Heimild: Maskína/Sjúkratryggingar Íslands *Einkareknar stöðvar Styttri bið eftir tíma/þjónustu Auðvelda að hægt sé að ná í lækni í síma Aukin rafræn þjónusta 32% 20% 15% Höfði* Salahverfi * Seltjarnarnes Lágmúli* Árbær Efra-Breiðholt Urðarhvarfi * Efstaleiti Hlíðar Hvammur Miðbær Fjörður Sólvangur Glæsibær Garðabær Mjódd Grafarvogur Hamraborg Mosfellsumdæmi 4,15 4,15 4,08 4,06 4,04 4,03 4,00 3,99 3,98 3,98 3,96 3,91 3,90 3,89 3,84 3,83 3,81 3,76 3,66 Brennur á fólki » Flestir sem nefna tillögur til úrbóta nefna styttri bið eftir tíma. » Því næst vill fólk aukið að- gengi að læknum gegnum síma. » Þriðja algengasta ábendingin tengist aukinni rafrænni þjón- ustu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miðað er við að endurnotkun og end- urvinnsla úrgangs frá heimilum verði 50% á þessu ári. Fyrir árið 2018 var þetta hlutfall 28% hérlendis og því ljóst að talsvert er í land svo markmiðinu verði náð. Endur- vinnsluhlutfall heimilisúrgangs var 33% árið 2016 og einnig 2017. Í bréfi sem Umhverfisstofnun hef- ur ritað sveitarfélögum kemur jafn- framt fram að samkvæmt EES- skuldbindingum verður krafa um 55% endurvinnsluhlutfall heimilis- úrgangs 2025. Það hækkar síðan í 60% 2030 og 65% árið 2035. Steinunn Karlsdóttir, sérfræðing- ur hjá Umhverfisstofnun, segir ekki útlit fyrir að 50% viðmið náist í ár. Hún bætir því við að samhliða hert- um markmiðum sé verið að herða aðferðir til útreiknings á endur- vinnsluhlutfallinu. Það muni hafa í för með sér að hérlendis muni t.d. þurfa að byrja að telja það plast sem er brennt erlendis sem endurnýt- ingu en ekki endurvinnslu eins og gert sé í dag. Bókhaldsárið 2018 var fyrsta árið sem rekstraraðilum var skylt að skila úrgangstölum niður á sveitar- félög. Sú skráning er nokkuð flókin í framkvæmd, segir í í bréfi Umhverf- isstofnunar, og ljóst að úrgangs- tölfræði fyrir 2018 sé ekki fullkomin og spegli að litlu leyti stöðu hvers sveitarfélags. Sveitarfélög hafi yfirsýn Það er hlutverk lokameðhöndl- unaraðila að skrá úrganginn þ.e. þess sem fargar, endurvinnur eða endurnýtir það. Steinunn nefnir sem dæmi að við sorphirðu á landsbyggð- inni geti flutningsaðili sótt úrgang í þrjú bæjarfélög og í slíkum tilvikum geti verið erfitt að ákveða á hvaða sveitarfélag eigi að setja úrganginn. Steinunn segir brýnt að ná tökum á skráningunni svo sveitarfélög hafi yfirsýn yfir stöðuna.  Úrgangstölfræði ekki fullkomin Verk að vinna í endurvinnslu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo karlmenn í sjö ára fangelsi hvorn fyrir að flytja mikið magn af amfetamíni og kókaíni til landsins. Mennirnir voru handteknir í ágúst í fyrra við komuna til lands- ins með ferjunni Norrænu en fíkni- efnahundar gáfu merki um fíkni- efni í Austin Mini Cooper-bifreið sem þeir komu á. Hafði fíkniefn- unum verið komið fyrir í læstu hólfi í bifreiðinni. Alls var um að ræða 37,8 kíló af amfetamíni og tæplega fimm kíló af kókaíni. Fram kemur í dómnum að amfetamínið hafi verið rakt og reiknuð þyngd þess miðað við þurrt efni sé 12,64 kíló. Annar maðurinn, Heinz Bern- hard Sommer, er Þjóðverji en hinn, Victori-Sorin Epifanov, Rúmeni. Sommer sagðist vera ellilífeyris- þegi og fyrrverandi bankastarfs- maður. Hann hefði verið talsvert skuldugur vegna skatta, en hann hafði meðal annars setið inni vegna skattalagabrota í heimalandinu. Epifanov er þrettán árum yngri og hafði búið í nokkur ár í Þýskalandi. Sögðust þeir vera kunningjar sem þekktust í gegnum þriðja mann sem hefði beðið þá að fara til Ís- lands og skipulagt ferðina. Báðir mennirnir neituðu því að hafa vitað af fíkniefnunum. Þeir höfðu áður komið til Íslands í sama bíl árið 2018 auk þess að ferðast saman til Óslóar í Noregi og Basel í Sviss auk flugferðar til Malaga á Spáni. Fluttu inn tugi kílóa af fíkniefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Norræna Mennirnir fluttu fíkniefn- in inn með ferjunni Norrænu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.