Morgunblaðið - 11.02.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 11.02.2020, Síða 10
Mest sóttu titlarnir á timarit.is 2018 Heimild: Landsbókasafn Íslands Þúsundir síðna Titill á timarit.is Flettingar alls Pr. síðu Þúsundir Hlutfall Morgunblaðið 1.206 3,8 4.638 22,3% DV 417 4,7 1.943 9,3% Tíminn 244 5,5 1.333 6,4% Þjóðviljinn 198 5,9 1.177 5,7% Vísir 214 4,6 973 4,7% Atuagagdliutit 90 8,3 743 3,6% Fréttablaðið 354 1,5 514 2,5% Vikan 156 2,6 412 2,0% Dagblaðið 50 8,0 400 1,9% Lesbók Mbl. 56 5,3 297 1,4% Aðrir titlar Heildarfjöldi titla á timarit.is: 1.276 Samtals flettingar 2019 6.758.024 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vefurinn timarit.is verður sífellt vin- sælli meðal landsmanna. Heimsókn- um inn á vefinn fjölgaði um 10,2% í fyrra frá árinu á undan og flett- ingum fjölgaði um 14,4%. Morgunblaðið er sem fyrr lang- vinsælasti titill- inn árið 2019 með nærri fjórðung allra heimasókna. Hefur Morgun- blaðið verið í efsta sætinu allar götur frá því vefnum var hleypt af stokkunum ár- ið 2002. Landsbókasafnið – Háskóla- bókasafn hannaði og rekur vefinn timarit.is. Heimsóknir síðustu árin hafa verið stöðugar í áranna rás og þeim hefur farið fjölgandi undan- farin ár. Fjöldi heimsókna árið 2019 var 1.285.992 og er aukningin sem fyrr segir um 10,2% milli ára. Tæplega 1.300 titlar Á timarit.is hefur verið safnað saman tæplega 1.300 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Á árinu 2019 bættust við 97 titlar og samtals voru 1.276 titlar að- gengilegir í árslok 2019. Blöðin og tímaritin á timarit.is hafa að geyma, auk almenns frétta- efnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ætt- fræði, þjóðlífs, menningar, atvinnu- vega og viðskipta. Jafnt og þétt bæt- ast við safnið fleiri titlar. Á timarit.is er hægt að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. 22,3% þeirra sem fóru inn á vefinn í fyrra skoðuðu eldri árganga af Morgun- blaðinu. Það er heldur lægra hlutfall en árið áður. Næst á eftir kemur Dagblaðið Vísir (DV) og síðan Tím- inn og Þjóðviljinn. Tvö síðarnefndu blöðin koma ekki lengur út en Tím- inn, dagblað framsóknarmanna, kom út árin 1917-1996 og Þjóðviljinn, blað sósíalista, kom út 1936-1992. Röðin er sýnd á meðfylgjandi grafi. Jafnan eru það dagblöðin sem eru mest skoðuð á timarit.is. Á vefnum eru einnig blöð og tíma- rit frá Færeyjum og Grænlandi. Er það efni sett inn í samstarfi við landsbókasöfn landanna. Græn- lenskt blað, Atuagagdliutit, er á lista yfir mest sóttu blöðin, í 6. sæti. Á listanum yfir 10 mest sóttu titl- ana eru aðeins þrjú blöð ennþá gefin út hér á landi. Auk Morgunblaðsins eru það Fréttablaðið og Vikan. Vefurinn timarit.is er talinn ein- stakur í sinni röð í heiminum. Sam- bærilegir gagnagrunnar eru engir jafn víðtækir. Þá er allt efnið í opn- um og ókeypis aðgangi. Mikið er um að fræðimenn og skólafólk noti vef- inn við rannsóknir og ritgerðasmíð. Þá leita menn að ýmsu persónulegu efni og sér til fróðleiks og skemmt- unar. Langflestar heimsóknanna eru frá íslenskum IP-tölum en einn- ig er vefurinn talsvert skoðaður í tölvum víða í heiminum. Örn Hrafnkelsson er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endur- gerðar hjá Landsbókasafni – Háskólabókasafni. Útliti á timarit.is var breytt í desember sl. og verður það smám saman endurbætt að sögn Arnar. Mikil fjölgun heim- sókna á timarit.is á síðasta ári  Fjöldi heimsókna árið 2019 var tæpar 1,3 milljónir  Morgunblaðið er eins og jafnan langoftast skoðað Morgunblaðið/Sverrir Örn Hrafnkelsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.hekla.is/volkswagensalur Nýr og uppfærður Transporter sendibíll Volkswagen Transporter Verð frá 3.911.290 kr. án vsk. Eigum eintök til afgreiðslu strax • Nýtt útlit • Nýtt mælaborð • Aukinn staðalbúnaður Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýtt hús Landsbankans við Austur- höfn við Gömlu höfnina mun kosta um 11,8 milljarða króna og sá hluti sem bankinn mun nýta mun kosta um 7,5 milljarða kr. Samkvæmt frumáætlun frá 2017 var reiknað með 9 milljarða kr. kostnaði sem jafngildir rúmlega 10 milljörðum kr. í dag, miðað við þróun bygginga- vísitölu. Byggingarkostnaður verð- ur því 1.800 milljónum króna hærri en frumáætlun gerði ráð fyrir. Þessar upplýsingar komu fram í ávarpi Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs, í ársskýrslu sem kom út samhliða uppgjöri sl. fimmtudag. Hækkun frá frumáætlun Fram kemur í ávarpi Helgu að við mat á tillögum sem bárust í hönnun hússins hafi verið ljóst að bygging húss fyrir bankann myndi fela í sér meiri kostnað en miðað var við í frumáætluninni frá 2017. Samþykkti bankaráð að haldið yrði áfram með verkefnið á grund- velli nýrrar kostnaðaráætlunar. Verkefnið hafi síðan verið rekið í samræmi við nýja kostnaðaráætlun og hafa þau tvö útboð sem þegar hafa farið fram verið í samræmi við hana. „Auk þess var sumarið 2019 tekin ákvörðun um að húsið yrði um- hverfisvottað samkvæmt alþjóðlega BREEAM-staðlinum sem snýr m.a. að umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma, góðri orkunýtingu og vatnssparnaði, vali á umhverfis- vænum byggingarefnum og lág- mörkun ýmiskonar mengunar frá byggingu,“ segir í ávarpi. Í ávarpinu kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60% húss- ins, eða um 10.000 fermetra, en leigja frá sér eða selja 40% hússins, eða um 6.500 fermetra. Komið hefur fram að bankinn meti þann hluta hússins verðmæt- astan, enda sé hann á neðstu hæð- unum. Starfsemi bankans muni aðallega fara fram á efri hæðum hússins. Fimm hæða bygging Það var árið 2018 að Landsbank- inn sótti um leyfi til að byggja „steinsteypt 5 hæða verslunar- og skrifstofuhús, einangrað að utan og klætt blágrýti, með tveggja hæða bílageymslu fyrir 102 bíla undir hluta húss á reit 6 á lóð nr. 2 við Austurbakka“. Fram kom í umsókninni að heildarstærð hússins með bílakjall- ara yrði 21.497 fermetrar. Banka- húsið sjálft verður 16.500 fermetrar sem fyrr segir. Morgunblaðið/Hari Austurhöfn Botnaplata hins nýja bankahúss var steypt í nóvember í fyrra. Aukinn kostnaður við bankahúsið  Landsbankinn hyggst ekki sjálfur nota neðstu hæðir nýrra höfuðstöðva

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.