Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Tæplega sextugur maður frá
Hampshire á Englandi lést á sunnu-
dag þegar tré féll á bifreið hans á
A33-brautinni milli Winchester og
Hamsphire, en stormurinn Ciara
olli miklu tjóni víða um Norðvestur-
Evrópu um helgina. Breska ríkis-
útvarpið BBC greindi frá því í gær
að búast mætti við sterkum hviðum
fram undir kvöld.
Upp undir 45 metrar á sekúndu
Af þeim 539.000 heimilum og
vinnustöðum, sem rafmagn fór af
þegar veðurhamurinn var hvað
mestur, voru um 12.000 enn án raf-
magns í gær og greinir breska veð-
urstofan frá því að úrkoman á
sunnudaginn hafi sums staðar num-
ið eins og hálfs mánaðar regni auk
þess sem mesti vindhraði mældist
upp undir 45 metrar á sekúndu.
Samgöngur gengu víðast hvar úr
skorðum og var 190 flugferðum af-
lýst á Gatwick-flugvellinum í Lond-
on. Í gær hafði snjókoma víða leyst
úrhellisrigningu af hólmi og var
gul veðurviðvörun í gildi á Norður-
Írlandi, Norðvestur-Englandi og í
Skotlandi þar sem kona slasaðist al-
varlega í árekstri á M74-brautinni
skammt frá bænum Larkhall.
Stormurinn Ciara hefur valdið usla víða um Bretlandseyjar síðustu daga
Mann-
skaðaveður
á Englandi
AFP
Hreinsun Kona hreinsar vatn af gólfi verslunar í Hebden Bridge á norðurhluta Englands eftir óveðrið um helgina.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Forseti Kína, Xi Jinping, setti upp
andlitsgrímu og lét mæla líkamshita
sinn þegar hann heimsótti sjúkra-
stofnanir í höfuðborginni Peking í
gær, heilsaði þar upp á heilbrigðis-
starfsfólk og sjúklinga sem greinst
hafa með sýkingu af völdum kórónu-
veirunnar skæðu sem nú hefur brátt
heimtað þúsund líf og tekið sér ból-
festu í á fimmta tug þúsunda.
Lítið hefur sést til forsetans opin-
berlega síðan kórónufaraldurinn
braust út í borginni Wuhan í Hubei-
héraðinu og þótti því tíðindum sæta
þegar hann birtist á Ditan-sjúkrahús-
inu í gær með bláa grímu í hvítum
læknasloppi og fylgdist með með-
höndlun sjúklinga auk þess sem hann
ávarpaði lækna á sjúkrahúsi í Wuhan
gegnum fjarfundabúnað.
Hvatti til „ákveðinna aðgerða“
Kínverska ríkissjónvarpsstöðin
CCTV sagði Xi hafa hvatt til
„ákveðnari aðgerða“ í baráttunni við
veiruna sem hann áður hafði kallað
„djöfullega“. Forsætisráðherrann Li
Keqiang hefur verið meira á ferð op-
inberlega enda skipaði forsetinn hann
stjórnanda vinnuhóps til höfuðs kór-
ónuveirunni og fór ráðherrann meðal
annars og heimsótti Wuhan í janúar.
Myndskeið frá því í gær, sem AFP-
fréttastofan greindi frá, sýnir Xi for-
seta gangast undir mælingu á líkams-
hita sínum, ræða við hjálparstarfsfólk
og veifa til íbúa Peking sem flykktust
út í glugga íbúða sinna.
Óttinn við sjúkdóminn, sem engin
bóluefni eða veirulyf bíta enn á, liggur
eins og mara yfir kínversku höfuð-
borginni. Maður, sem starfar á snyrti-
stofu í Peking og kynnti sig aðeins
sem Li, sagði starfsfólkið auðvitað
hafa áhyggjur. „Þegar viðskiptavinir
koma inn byrjum við á að mæla lík-
amshita þeirra,“ sagði Li við AFP á
stofu sinni í gær.
Borði ekki í hópum
Í Shanghai hafa yfirvöld gert til-
lögur um breytt vinnutímafyrirkomu-
lag, að samstarfsfólk komi ekki nær
hvert öðru en sem nemur einum
metra og snæði ekki saman í hópum.
Þeir sem geta unnið heiman frá sér
hafa verið hvattir til þess og margir
vinnuveitendur hafa einfaldlega
brugðið á það ráð að hafa dyr sínar
lokaðar eina viku í viðbót eftir fram-
lengda áramótafríið sem nú er nýlok-
ið. Bankastarfsmaður sem vinnur
hálfan dag heima og hálfan dag í
bankanum sagði fyrirkomulagið
ganga illa upp vegna tölvukerfa sem
aðeins byðu upp á aðgang í húsnæði
bankans.
Grímuklæddur forseti í sjúkravitjun
AFP/XINHUA /JU Peng
Með andlitsgrímu Xi Jinping, forseti Kína, ræðir við fólk í Peking í gær.
Xi Jinping forseti Kína heimsótti sjúkrahús í Peking og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til „ákveðinna
aðgerða“ Tilfellum fjölgar hratt og 900 dauðsföll hafa verið skráð af völdum kórónuveirunnar í Kína
Tilfellum fjölgar
» Kínversk stjórnvöld til-
kynntu 97 dauðsföll af völdum
veirunnar í gær. Hafa þá 908
látist í landinu.
» Alls hefur verið staðfest
40.171 tilfelli í Kína og grunur
er um 187.518 tilfelli til við-
bótar.
» Veiran hefur borist til að
minnsta kosti 25 landa og eru
staðfest veikindatilfelli orðin
yfir 330 utan Kína.
Þýsk stjórnmál
sigla inn í óvissu-
ástand í kjölfar
afsagnar Anne-
gret Kramp-
Karrenbauer,
formanns Kristi-
lega demókrata-
flokksins (CDU),
í gærmorgun, en
uppsögninni
fylgdi sú yfirlýs-
ing að Kramp-Karrenbauer félli
einnig frá væntanlegri stöðu sinni
sem kanslaraefni flokksins í kosn-
ingunum á næsta ári.
Kjör frjálslynda demókratans
Thomas Kemmerichs í embætti for-
sætisráðherra sambandsríkisins
Þýringalands með fulltingi þjóð-
ernisflokksins AfD þykir hafa sett
CDU, sem einnig valdi Kemmerich, í
hreina úlfakreppu þar sem frá
bæjardyrum CDU hvílir nánast
bannhelgi á öllu samstarfi við AfD.
„AfD stendur gegn öllu sem CDU
stendur fyrir. Allt samstarf við AfD
veikir CDU,“ sagði Kramp-Karren-
bauer á blaðamannafundi í gær. Enn
fremur sagði hún flokkinn nú þurfa
að sýna styrk og samstöðu.
Þýskar
blikur á
lofti
Óvissa í röðum
Kristilegra demókrata
Annegret Kramp-
Karrenbauer