Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umsóknum um bætur tilþolenda ofbeldisbrotasem berast bótanefndríkisins hefur fjölgað
mikið á seinustu árum. Þessum mál-
um hefur fjölgað sérstaklega á síð-
ustu þremur árum og bárust tæplega
500 umsóknir á síðasta ári, sem er um
60% fjölgun umsókna frá árunum
2015 og 2016, samkvæmt upplýs-
ingum frá Halldóri Þormar Halldórs-
syni, ritara bótanefndar vegna þol-
enda afbrota.
Ríkissjóður greiðir skaðabætur
til þolenda afbrota sem varða við al-
menn hegningarlög, einkum vegna
ofbeldisbrota, þ.e. líkamsárásar,
manndráps, ólögmætrar frelsissvipt-
ingar, kynferðisbrota o.fl., og tekur
bótanefndin ákvörðun í hverju máli
fyrir sig. Höfuðstóll bótakröfu er að
lágmarki 400.000 kr. og að hámarki 8
milljónir.
Ýmsar skýringar geta legið að
baki þessari fjölgun umsókna. Hall-
dór Þormar þekkir þennan málaflokk
vel vegna starfa sinna í um 15 ár hjá
bótanefndinni og bendir hann á að
ætla megi að ein af ástæðunum geti
verið sú að umfjöllun um þennan
málaflokk á síðasta áratug hafi orðið
til þess að þolendur afbrota séu með-
vitaðri um þessi réttindi.
Nær allar umsóknir berast
nefndinni í dag frá lögmönnum í um-
boði brotaþola, þótt það sé ekki
skylda að lögmaður sendi umsóknina
inn, heldur mega brotaþolar gera það
sjálfir. Athyglisverð breyting hefur
átt sér stað hvað þetta varðar. „Lög-
mönnum hefur fjölgað mikið á síð-
ustu 12 árum og ætla má að það geti
haft áhrif á fjölgun umsókna, en
99,5% þeirra berast frá lögmönnum í
umboði brotaþola. Á árunum 2006-
2010 var það um 10-12% umsókna
sem kom frá brotaþolum sjálfum, en
nú er það aðeins 1-3 umsóknir á ári
sem svo háttar með,“ segir í svari
Halldórs til blaðsins.
Af þeim fjölda mála sem borist
hafa bótanefndinni á umliðnum árum
má einnig ráða að ný tegund afbrota
er orðin tíðari. Þetta eru afbrot sem
framin eru með aðstoð samfélags-
miðla, að sögn Halldórs. Þar er oftast
um það að ræða að ungar stúlkur eru
tældar til að senda myndir af sér til
einstaklings sem skýlir sér á bak við
falskan prófíl, sem eru svo notaðar
sem kúgunartæki. „Stundum er þessi
aðferð notuð til að koma sér í kynni
við viðkomandi og nýta veikleika ein-
staklingsins í kynferðislegum til-
gangi. Þessum málum og umsóknum
um bætur vegna þeirra hefur fjölgað.
Það hefur líka fjölgað málum þar sem
fólk verður fyrir ýmsum ofsóknum á
samfélagsmiðlum og því sendar hót-
anir eða myndum og myndskeiðum af
því dreift,“ segir hann.
Skýringar á fjölgun umsókna
um bætur til þolenda má vitaskuld
líka rekja til þeirrar fjölgunar sem átt
hefur sér stað meðal erlendra ríkis-
borgara sem búsettir eru á Íslandi.
Að sögn Halldórs Þormar hefur mál-
um sem bótanefndin fær inn á sitt
borð fjölgað mjög mikið þar sem
annaðhvort tjónvaldurinn eða þol-
andinn eru erlendir ríkisborgarar eða
þar sem bæði tjónvaldur og brotaþoli
eru af erlendu bergi brotnir. Þessi
mál eru í dag um 25-30% þeirra um-
sókna um bætur vegna ofbeldis sem
berast nefndinni, sem er nokkuð hátt
hlutfall í ljósi þess að erlendir ríkis-
borgarar eru í dag á bilinu 14-15%
landsmanna.
Ýmsar skýringar geta verið á
þessu, m.a. þær að meðalaldur út-
lendinga sem hér eru er mun lægri en
þeirra sem hafa íslenskt ríkisfang,
stundum er einnig um að ræða óupp-
gerð mál frá heimalandinu og í ein-
hverjum tilvikum virðist vera um
skipulagða brotastarfsemi að ræða.
60% fjölgun umsókna
þolenda um bætur
Morgunblaðið/Sverrir
Ofbeldi Umsóknum um bætur frá fórnarlömbum ofbeldis hefur fjölgað og
bárust um 500 í fyrra en þær voru tæplega 300 árið 2016. Myndin er sviðsett.
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
SigurgangaHildarGuðnadóttur
á þessu ári, þó að
stutt sé á það liðið,
er með miklum
ólíkindum. Fyrir
réttum fjórum vikum var því á
þessum stað fagnað að hún
hefði unnið til Golden Globe-
verðlaunanna og verið tilnefnd
til bresku BAFTA-verð-
launanna. Þá hafði hún einnig
hlotið verðlaun tónlistar-
gagnrýnenda, Critic’s Choice
Movie Awards, auk þess að
vera tilnefnd til Óskars-
verðlauna.
Þann mánuð sem liðinn er
tryggði Hildur sér BAFTA-
verðlaunin, auk þess sem
Grammy-verðlaunin hafa bæst
í safnið og síðast en ekki síst
stærsta viðurkenning allra á
þessu sviði, Óskarsverðlaun,
fyrir bestu kvikmyndatónlist-
ina.
Óskarsverðlaunin sem Hild-
ur tók við í fyrrinótt hlaut hún
fyrir tónlistina í myndinni Jok-
er, en tónlistin spilar stórt
hlutverk í þeirri mynd, líklega
stærra en almennt er, eins og
Atli Örvarsson, tónskáld í
Hollywood og á Akureyri, lýsir
í samtali við Morgunblaðið, á
bls. 28 í dag: „Það gerist ekki
oft að tónlist nái að verða jafn
stór hluti af kvikmynd og í Jók-
ernum. Eftir að
hafa séð Hildi
segja frá því
hvernig hún samdi
þessi stef áður en
byrjað var að kvik-
mynda og hvernig
vinnan við hana var skil ég
hvernig tónlistin varð sterkari
þáttur í erfðamengi myndar-
innar en gengur og gerist.
Venjulega erum við að bæta
músíkinni við jafnvel á síðustu
stundu en þarna varð hún
órjúfanlegur hluti af heild.“
Þetta lýsir vel upplifun kvik-
myndaunnenda á myndinni og
skýrir hvers vegna Hildur fékk
verðlaunin og hvers vegna hún
var svo vel að þeim komin. Tón-
listin magnaði myndina upp á
einstakan hátt.
En Hildur hefur ekki aðeins
hlotið verðlaun sín á þessu ári
fyrir Joker, heldur líka fyrir
þáttaröðina Chernobyl, og spil-
ar tónlistin þar einnig magnað
hlutverk í óhugnanlegri lýs-
ingu á skelfilegum atburði.
Það að tónlistarkonan Hild-
ur Guðnadóttir nái svo miklum
árangri á svo skömmum tíma
með tvö framúrskarandi tón-
verk er einstakt, ekki aðeins í
íslensku samhengi, heldur al-
þjóðlegu. Árangur Hildar sýnir
svo ekki verður um villst að Ís-
land hefur eignast nýjan lista-
mann á heimsmælikvarða.
Íslendingar hafa
fylgst stoltir með
sigurgöngu Hildar
Guðnadóttur}
Verðskulduð verðlaun
Þingkosningarfóru fram á Ír-
landi sl. laugardag.
Þegar þetta er
skrifað tveimur
dögum síðar er enn
verið að telja. Það
á þó ekkert skylt
við vandræðagang
bandarískra demókrata sem
enn hafa ekki lokið talningu í
prófkjöri flokksins í Iowa fyrir
viku. Flokkurinn hefur enn
ekki upplýst hvenær talningu
og að hluta til endurtalningu í
ríkinu ljúki. Og enn hafa þeir
ekki sagt að Donald Trump sé á
bak við ógöngurnar, né Rússar
Pútíns eða Úkraínumenn.
Kosningakerfið á Írlandi er
mun flóknara en við eigum að
venjast og tekur tíma að fá nið-
urstöðu. Útgönguspár sögðu að
þrír stærstu flokkar landsins
yrðu með svipað fylgi, nærri
20%. En eftir fyrstu talningu
hefur Sinn Féin fengið um 24%
í talningu á fyrsta hluta kjör-
seðlanna og bætt við sig um 10
prósentustigum og hinir tveir
stóru hafa tapað fylgi. Fine
Gael (flokkur Varadkars for-
sætisráðherra) tapar rúmum
fjórum prósentustigum og Fi-
anna Fáil rúmum tveimur.
Í talningu á fyrsta hluta
kjörseðlanna hefur
Sinn Féin tryggt
sér 35 þingsæti en
hinir tveir fengið
nær 20 þingsætum.
Eftir því sem taln-
ingu miðar á næsta
vali kjósenda og
með hliðsjón af því
að Sinn Féin bauð ekki fram í
öllum kjördæmum er ekki talið
að Sinn Féin fái fleiri þing-
menn en 36 og að flokkur Var-
adkars verði með sama fjölda
og Fianna Fail, verði stærstur
flokka með 40 þingsæti.
Tveggja flokka stjórn þarf
minnst 80 þingmenn í stuðn-
ingsliði sínu og virðist því aug-
ljóst að nokkuð mun ganga á
áður en ný stjórn sest að völd-
um. Flokkarnir tveir, sem ver-
ið hafa stærstu flokkar Írlands,
útilokuðu báðir samstarf við
Sinn Féin vegna róttækrar
stefnu hans en einkum þó þar
sem Sinn Féin var hinn póli-
tíski armur Írska lýðveld-
ishersins, sem stóð fyrir
hryðjuverkum á Norður-
Írlandi og í Bretlandi og hefur
aldrei sýnt merki neinnar iðr-
unar. Takist stjórnarmyndun
ekki verður óhjákvæmilegt að
efna til nýrra þingkosninga
fljótlega.
Staða Varadkars
forsætisráðherra
Írlands veiktist
verulega í
nýafstöðnum
kosningum}
Írafár eftir kosningar
Bótamálum sem koma til kasta
bótanefndar, þar sem bæði
árásarmaðurinn og þolandinn
eru konur, hefur fjölgað veru-
lega á síðustu árum. Halldór
Þormar segir að þegar hann
byrjaði að starfa í þessum
málaflokki fyrir um 15 árum
hafi verið afar sjaldgæft að upp
kæmu líkamsárásarmál þar
sem tvær konur áttu í hlut.
Þessi fjölgun gæti verið til vitn-
is um breytt samfélag, eða þá
að þessi mál hafi legið í láginni
áður fyrr, en eru nú kærð þar
sem vitneskja um réttindi
fórnarlamba ofbeldis til að
sækja um bætur er orðin út-
breiddari í dag.
Fyrir um áratug var lág-
marksfjárhæð bóta hækkuð í
400 þúsund kr. Gera má ráð
fyrir að á fyrstu árunum hafi
einhver mál lent undir lágmark-
inu en með tímanum hafa
dæmdar bætur hækkað og því
næsta fátítt í dag að bætur sem
dómstólar ákveða séu undir
400 þúsund kr. lágmarkinu.
Tvær konur
eiga í hlut
LÍKAMSÁRÁSARMÁL
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þ
vílíkt ævintýri, hugsaði ég þegar ég
fylgdist með Hildi Guðnadóttur og
fjölskyldu undirbúa stóra daginn í
Ameríku. Sjálf óskars-
verðlaunaafhendingin að renna
upp og Hildur tilnefnd til verðlauna fyrir bestu
kvikmyndatónlistina. Þvílíkt og annað eins
ævintýri. Verðlaun og viðurkenningar streyma
að úr víðri veröld og í hvert sinn birtist Hildur
okkur með sitt smitandi sólskinsbros og auð-
mýkt.
Já, ég er svo sannarlega stolt af árangri
Hildar. Ég tárast yfir hvatningarræðu hennar
til dætra, mæðra og kvenna sem finna tónlist-
ina þyrlast innra með sér. Ég samgleðst djúpt
og innilega yfir þessum magnaða árangri sem
ég veit að er tilkominn vegna þrautseigju og
mikillar vinnu. Það verður enginn listamaður á
heimsmælikvarða án gríðarlegs aga og vinnu, svona ein-
falt er það. Hildur hefur náð þangað, til hamingju öll.
Þetta fær mig til að hugsa um það hvernig við búum að
listamönnunum okkar. Við megum ekki sofna á verðinum
þegar kemur að stuðningi við listgreinar. Sá stuðningur
þarf að hefjast strax í listaskólum í barnæsku og síðar í
stuðningi við menningarstofnanir og einstaklinga. Ritlist,
tónlist, myndlist, kvikmyndagerð, leiklist og dans, allt er
þetta okkur svo mikilvægt. Menningin skreytir og auðgar
samfélagið, það gerir lífið þess virði. Við eigum að vera
vakandi fyrir nauðsyn þess að litlir listhópar sem stórir
njóti sómasamlegra aðstæðna til listsköpunar. Húsnæðis-
mál Listaháskóla Íslands eru gott dæmi um það hvar gera
má betur. Þegar Listaháskólinn var settur á
laggirnar var einn megintilgangurinn að koma
ólíkum listgreinum undir sama þak svo tengja
mætti þær betur saman. Listaháskólinn er 20
ára en enn hefur ekki verið farið í þetta fyrsta
skref, að koma nemendum undir eitt ólekt þak.
Listaháskólinn hefur frá stofnun verið á hrak-
hólum húsnæðislega og þar verðum við ein-
faldlega að gera betur. Sameinast um að laga
því þetta stendur skólanum einfaldlega fyrir
þrifum.
Við skulum líka vera stolt af fyrirkomulagi
listamannalauna svo okkar frábæra listafólk
geti helgað sig sínu starfi. Við verðum að átta
okkur á að það að helga sig listum er ekkert
venjulegt starf þar sem fólk stimplar sig inn að
morgni dags og fær svo útborgað um mán-
aðamót. Þetta er sólarhringsvakt, allan ársins
hring. Stundum er mætingarskylda þar sem hitta þarf
annað fólk og samræma klukkuna, stundum er listamað-
urinn sinn eigin þjónn, við æfingar, undirbúning og sköp-
un. Listin öll er svo undursamleg og gefur lífi okkar gildi.
Það gefur okkur svo sterka tilfinningu um stolt og heiður
þegar vel gengur, sameiningartákn lítillar þjóðar má
finna í listafólkinu okkar.
Hildur og þið öll sem helgið ykkur listinni. Takk fyrir
ykkar þrautseigju. Takk fyrir sköpunina. Fyrir hana er
ég þakklát.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Til hamingju, Hildur
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen