Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 ✝ Jóna SigríðurGísladóttir fæddist í Hafn- arfirði 24. júní 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 27. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Kristjana Þor- björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 13.10. 1894, d. 17.7. 1973, og Gísli Gíslason bakarameist- ari, f. 28.2. 1865, d. 14.9. 1954. Systkini Jónu voru Jón Gunn- ar, Valberg, Halldór, Gíslína (Didda), Katrín og eftirlifandi systkini eru Friðrik og Guð- rún (Lilla). Jóna giftist hinn 31. júlí 1953 Sigurði Magnúsi Guð- mundssyni, f. 30. nóvember 1923, d. 8. ágúst 2010. For- barnabörn og eitt barna- barnabarn. 3) Valgerður, gift Óskari Jóhannssyni, saman eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Þau misstu ung- barn. 4) Ragnheiður, hún á tvö börn, fimm stjúpbörn, tólf barnabörn og þrjú barna- barnabörn, hún er í fjarbúð með Kristjáni Guðmundssyni. 5) Björg, hún á þrjú stjúpbörn og fjögur barnabörn. 6) Aðal- heiður Dóra, gift Þresti Ósk- arssyni, saman eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. Jóna stundaði margskonar störf, m.a. við saumaskap og sem matráður á ýmsum stöð- um. Lengst af var hún hús- móðir enda með stórt heimili. Eftir að börnin fóru að heim- an vann hún um tíma í Víði- staðaskóla og síðar á Hrafn- istu þar sem hún eyddi síðustu þremur árum ævi sinnar. Jóna verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. febrúar 2020, klukkan 13. eldrar hans voru Ragnheiður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 11.1. 1899, d. 12.12. 1974, og Guð- mundur Þ. Magn- ússon athafna- maður, f. 26.10. 1900, d. 25.4. 1979. Jóna og Sigurður ólust bæði upp í Hafnarfirði og bjuggu þar öll sín hjúskap- arár, lengst af á Hraunbrún 10 sem síðar breyttist í 34. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Friðrik, kvæntur Kristínu Pálsdóttur, saman eiga þau fimm börn og 12 barnabörn. 2) Axel, kvæntur Þórunni Halldórsdóttur, sam- an eiga þau tvö börn, sjö Í dag kveðjum við ástkæra móður okkar með þökk í hjarta fyrir fagra samfylgd. Við trúum því að þessar ljóðlínur lýsi vel þeirri ást og umhyggju sem hún gaf okkur og fjölskyldum okkar alla tíð. Mamma var allt- af til staðar. Ef sérð þú gamla konu þá minnstu móður þinnar sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann. Og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sín- um mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum sú virðing sæmir henni og móður þinni best. Því aðeins færðu heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kær- leikurinn býr. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Blessuð sé minning móður okkar. Guðmundur Friðrik, Valgerður, Ragnheið- ur, Björg og Aðal- heiður Dóra. Hún mamma mín er látin 96 ára að aldri. Fyrstu minningar mínar um mömmu eru þær að ég kom í heimsókn til hennar sjálfsagt í kringum fjögurra ára. Þá bjuggu þau Siggi í Akurgerði, sem var beint á móti bæjarútgerðinni. Ég man kolalyktina enn. Það var svo gott veður í Hafnarfirði eins og alltaf. Hún var við þvotta í kjallaranum. Ekki man ég að mér hafi leiðst þá hjá henni enda eldaði mamma allra besta mat í heimi. Þær eru ógleyman- legar fiskibollurnar hennar enda njóta mörg skólabörn í dag góðs af því, en ég nota upp- skrift frá mömmu við gerð þeirra. Það var venja að við fengjum að velja hvað ætti að vera í matinn á afmælisdögum okkar barnanna. Valið var mjög erfitt, enda allur matur góður sem hún eldaði. Hún var sem sagt listakokkur. Mamma var selskapskona. Henni þótti afskaplega gaman að hafa matarboð og fara til annarra í mat. Einnig hafði hún gaman af því að ferðast og naut þess alveg fram á síðasta dag. Í hvert sinn sem við heimsóttum hana á Hrafnistu sagði hún: „Já hvert eigum við að fara núna?“ Örsjaldan tók ég mömmu á rúntinn austur fyrir fjall en hún vildi alltaf að ég byði vin- konum hennar úr Blindrafélag- inu með þeim og við gerðum það að sjálfsögðu. Þá heimsótt- um við Frigga bróður hennar í leiðinni. Það þótti henni til- heyra en hann bjó þá á Selfossi. Yfirleitt endaði ferðin í mat á Lindinni á Laugarvatni. Eitt skiptið vorum við sest við borð og búin að panta steiktan sil- ung. Þá sagði ég við vinkon- urnar og mömmu: „Má ekki bjóða ykkur lítið hvítvínsglas með matnum?“ „Nei takk,“ sagði mamma, „við viljum þrjá stóra bjóra!“ Það var ekkert gefið eftir í þeim málum. Ég á margar góðar og skemmtilegar minningar um mömmu, og einnig Sigga stjúpa sem tók mér alla tíð afskaplega vel. Megi minning þín lifa elsku mamma. Þinn Axel. Mamma kemur Óli lokbrá hér í nótt? Ef þú sérð hann koma sofna ég svo hljótt. Því ég þvoði mér svo vel og var svo þægur mamma mín, máske kemur Óli hér með gullin sín. Lagið sem norska söngkonan Ingrid Almquist samdi og söng fyrir son sinn, þýtt af Jóni Sig- urðssyni, hef ég nú sungið fyrir dætur mínar fimm sl. 25 ár. En þetta lag söng hún amma mín, hún amma Jóna, einmitt fyrir mig í æsku og hugsa ég alltaf til hennar í hvert sinn sem ég syng þetta lag. Hún amma Jóna á nefnilega gríðarlega stórt pláss í mínu hjarta. Marg- ar af æskuminningum mínum tengjast gleðiviðburðum með ömmu og afa á Hraunbrún. Enn þann dag í dag stelst ég til að keyra niður Hraunbrúnina, þegar ég á leið í Hafnarfjörð, og stoppa þá stuttlega fyrir ut- an húsið þeirra þar sem snúru- staurarnir sem við notuðum sem mark í fótbolta standa enn. Oftast leitar hugurinn þó upp í eldhúsgluggann þar sem ég sat tímunum saman í borðkróknum og spilaði „fimm-upp“ með afa og ömmu. Amma Jóna ól mig að miklu leyti upp. Ég var fyrsta barna- barnið af ellefu – lambakóng- urinn eins og amma nefndi mig ávallt – og dvaldi ég mjög oft hjá ömmu bæði er ég var í leik- skóla sem og flestöll sumur eft- ir að ég fluttist til Danmerkur. Þá var ávallt farið í hjólhýsið þeirra á Þingvöllum eða í sum- arbústað Olíufélagsins á Laug- arvatni, en afi vann allan sinn starfsferil hjá Olíufélaginu. Þetta eru miklar gleðiminning- ar. Mitt fyrsta sjálfstæða heim- ili, er ég hóf búskap, var einnig á neðri hæðinni hjá ömmu og afa á Hraunbrúninni. Amma var ávallt full af fróðleik og sat aldrei á sér að veita mér og öðrum góð ráð. Hún hefur ávallt fylgt mér og mun gera það enn. Í dag kveðjum við hana ömmu, minnumst hennar með miklum söknuði en jafnframt með mikilli gleði, því það voru mikil forréttindi að eiga svona góða ömmu. Elsku Amma Jóna, hvíldu í friði, takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum börnum. Skilaðu kærum kveðjum til hans afa þegar þú loks sérð hann á ný. Ég mun ávallt minn- ast þín og þótt erfitt sé að kveðja veit ég að þú verður aldrei langt undan. Þinn lambakóngur, Jónas Hagan. Komið er að kveðjustund. Með söknuði og þakklæti kveðj- um við yndislega ömmu okkar og nöfnu með fáum ljóðlínum. Fallegar minningar um hana munum við geyma í hjarta okk- ar. Kossi föstum kveð ég þig, kyssi heitt mitt eftirlæti, fæ mér nesti fram á stig, fyrst ég verð að kveðja þig. Vertu sæl! Og mundu mig minn í allri hryggð og kæti! Kossi föstum kveð ég þig kyssi fast mitt eftirlæti. (Jónas Hallgrímsson) Guð geymi þig elsku amma okkar. Sigurður Valgeir og Jóna Björg. Elsku amma mín, mikið sem ég á eftir að sakna þín. Eins og flestum finnst mér ég hafa átt bestu ömmu í heimi. Hún var mér svo mikil fyrir- mynd í svo mörgu en líka margt sem ég myndi ekki gera eins og amma. Já hún amma Jóna var einstök kona og hefur gefið mér meira en nokkur ann- ar held ég. Ég er elst af stelp- unum í ömmuhópnum og þess vegna lambadrottningin hennar ömmu og kallaði hún mig sjald- an annað. Ég var svo heppin að fá að alast upp hjá ömmu og afa á nokkrum tímabilum og þökk sé þeim átti ég alltaf fast- an stað og öryggi í lífinu. Hraunbrúnin var alltaf heim, þess vegna hef ég aldrei verið annað en Hafnfirðingur þrátt fyrir að hafa búið úti um allt. Amma var festan í lífi mínu. Þvílík gæfa að fá að eiga ömmu svona lengi. Við amma vorum miklar vinkonur og gátum rætt um allt saman. Amma fræddi mig um lífið og svo snerist þetta við og ég fór að fræða ömmu. Því tímarnir breyttust mikið og margt sem amma ekki þekkti komið í daglegt tal. Amma var hlý og elskuleg en gat líka verið óþarflega hrein- skilin á köflum og það er hlýjan sem situr eftir í minningunum og yljar manni um ókomna tíð. Ein sú minning sem kemur upp í hugann og segir kannski til um hvað amma var töff í tauinu alla tíð var þegar ég bjó á neðri hæðinni á Hraunbrúninni. Ég var loksins í helgarfríi og ætl- aði út á djammið, hafði nýlega keypt mér kjól og peysu með stórum feldkraga og ætlaði aldeilis að dressa mig upp. En þegar ég fór í skápinn var þetta hvergi að finna jú amma var líka að djamma í fötunum mín- um! Sjötíu og eitthvað eða tutt- ugu og eitthvað; sama djamm- dressið þegar maður á svona flotta ömmu. Öll spilakvöldin, ferðir á Þingvelli og á Laugarvatn ásamt öllu hinu. Endalausar góðar minningar sem ég á eftir að brosa yfir og segja frá. Afi er glaður að fá þig. Blunda, barnið góða, ég bæri vöggu hljóða, svo þig dreymi dátt og blítt, dilla ég þér hægt og þýtt. Blunda barnið góða. Grein á víntré vænu, þú vex í skrúði grænu, út í heiminn brátt þig ber, burt frá móður hönd þú fer. Grein á víntré vænu. Gleym ei æsku inni og eigi móður þinni, mundu öll þín ævispor, elsku barn, þitt „faðir vor“. (Chr. Richardt, Bjarni Jónsson þýddi) Þín lambadrottning, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir. Jóna Gísladóttir hefur kvatt þennan heim, háöldruð. Mig langar að minnast Jónu, föður- systur minnar, í fáum orðum. Hér á árum áður var mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og við frændsystkinin nutum þess að hittast og fara í leiki saman. Jóna var skörp kona, dugleg og ákveðin. Hún var ræðin og hrókur alls fagn- aðar á góðum stundum. Þegar eitthvað bjátaði á var hún oft styrkasta stoðin. Þrátt fyrir aldursmuninn talaði hún alltaf við mann á jafningjagrundvelli og oft voru trúnaðarmál rædd. Hún gerði hlutina á sinn hátt, eins og þegar hún leiðbeindi og lagði mér og syni sínum lífs- reglurnar þegar við stigum okkar fyrstu spor í kvennamál- um. Þar skar hún sig úr fjöld- anum sem leit á samskipti kynjanna sem feimnismál. Jóna frænka var þekkt innan stór- fjölskyldunnar fyrir matargerð sína og gestrisni. Hafnarfjörður var hér áður mikill útvegsbær, bryggjurnar fullar af bátum og komu sjómenn í land með ós- lægðan afla yfir vetrartímann. Eitt sinn náði Siggi, maður Jónu, sér í lifur og kútmaga úr golþorski. Við fjölskylda mín vorum boðin í mat og því marg- ir kútmagar sem þurfti að þrífa og fylla. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég horfði dáleiddur á frænku mína útbúa þennan mat. Hvorki fyrr né síðar hef ég fengið annað eins góðgæti. Jónu fórst hlut- verk húsmóður einkar vel úr hendi og fór létt með að gera hvern mat að veislumat. Minn- isstætt er matarboð eftir að Jóna hafði misst sjón og þurfti að nota minnið til að finna áhöld í eldhússkápum. Það var engin hindrun fyrir Jónu og þar bauð hún upp á dellur, en það heiti notaði hún yfir fiski- bollur. Jóna var lífsglöð kona og hafði mikið jafnaðargeð. Það kom best í ljós þegar hún fór að missa sjónina fyrir þónokkr- um árum. Hún hélt sínu striki og mætti á mannfagnaði, ferða- lög og ættarmót eins og ekkert væri. Við fjölskyldan mín kveðjum kæra frænku með þakklæti fyrir allar góðu minn- ingarnar. Hannes Halldórsson. Jóna Gísladóttir Fyrir sextíu ár- um hittist hópur ungs fólks í Mál- leysingjaskól- anum í Stakkholti og var augljós- lega mikið niðri fyrir. Hendur og fingur hreyfðust ótt og títt og úr svipbrigðunum mátti lesa ákefð og spennu. Hópurinn átti það sameiginlegt að hafa stundað nám við skólann. Þau voru öll heyrnarlaus og þeirra fyrsta mál var táknmál. Unga fólkið hafði reynt ýmislegt á sínum uppvaxtarárum. Mörg þeirra höfðu verið aðskilin, ung að árum, frá fjölskyldu sinni til að búa í heimavist skólans og vegna erfiðleika við tjáningu varð aðskilnaðurinn enn sárari og óskiljanlegri. Fram að árinu 1944 tók Málleysingjaskólinn við bæði þroskaheftum og heyrnar- lausum nemendum. Það hafði í för með sér að þegar heyrn- arlaus nemandi með góða greind fór út fyrir skólalóðina varð hann stundum fyrir að- kasti með bendingum og stríðni um að viðkomandi væri vitlaus og mállaus. Þá var sérstaklega sárt að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og tjáð tilfinningar sínar. Örin voru ófá sem þetta unga fólk bar með sér inn í fullorð- insárin. Merkileg baráttusaga En frá og með þessum fundi 11. febrúar 1960 skyldi málum breytt. Formleg stofn- un Félags heyrnarlausra varð til með dyggri aðstoð Brands Jónssonar, þeirra gamla skólastjóra. Á þessum 60 ár- um hefur tekist að leggja mörgum mannréttindamálum lið í þágu heyrnarlausra. En saga heyrnarlausra á Íslandi er um margt merkileg bar- áttusaga. Saga þar sem bar- áttan snerist um að komast úr einangrun og fá viðurkenn- ingu á mikilvægi íslenska táknmálsins sem fyrsta máli heyrnarlausra, tungumáli sem myndi opna dyr þeirra fyrir menntun, atvinnu og jöfnuði. Einstaklingarnir sem stofnuðu félagið hafa upplifað mörg framfara- skref. Árið 1964 fengu heyrn- arlausir réttindi til að taka bíl- próf, 1976 kom fyrsta táknmáls- orðabókin út, 1985 voru texta- símar teknir í notkun og 1987 keypti Reykja- víkurborg texta- síma til stofnana. Erlent samstarf við aðildarfélög heyrnarlausra hófst. Tákn- málsfréttir urðu til og á hátíð- arstundum bjóða sumar stofnanir upp á táknmáls- túlkun. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra var stofnuð og hefur stuðlað að eflingu og þróun táknmálsins um leið og túlka- þjónusta komst á laggirnar. Þá voru lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál samþykkt á Alþingi 27. maí 2011 sem var mikilvægt fram- faraskref. Hvert skref skiptir máli En betur má ef duga skal. Enn þá þarf að berjast fyrir tilveru og sýnileika táknmáls- ins. Það vantar námsefni á táknmáli, túlkaþjónustu þarf að efla, fjölmiðlaumfjöllun er takmörkuð á táknmáli og heyrnarlausir njóta tæpast jafnræðis innan veggja vinnu- staða sinna þar sem fáir kunna eða fá tækifæri til að læra táknmál. Tækni- framfarir eru gífurlega mik- ilvægar heyrnarlausum og mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því fyrsti textasím- inn leit dagsins ljós. Vonandi mun tæknin minnka ein- angrun og stuðla að enn meiri jöfnuði og framförum sem brautryðjendurnir fyrir 60 árum sáu að nauðsyn bar til. Dagurinn 11. febrúar var val- inn dagur íslenska táknmáls- ins og af því tilefni mun for- seti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og öðrum hagsmunaaðilum ís- lenska táknmálsins, undirrita sáttmála Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls. Á þessu ári er því ærin ástæða til að hvetja stjórn- völd, stofnanir og fyrirtæki til að setja sér aðgerðaráætlun í átt að umbótum í þágu heyrn- arlausra í samfélaginu. Verk- efni þeirra sem hófu vegferð- ina fyrir 60 árum er ekki lokið. Samfélag heyrnar- lausra er lítið og þarf á stuðn- ingi allra að halda. Hvert skref skiptir máli. Íslenskt samfélag verður margfalt rík- ara af. Íslenska tákn- málið – vegferð- in heldur áfram Eftir Bryndísi Guðmunds- dóttur Bryndís Guðmundsdóttir » Ástæða er til að hvetja stjórn- völd, stofnanir og fyrirtæki til að setja sér aðgerð- aráætlun í átt að umbótum í þágu heyrnarlausra í samfélaginu. Höfundur er formaður Mál- nefndar um íslenskt tákn- mál. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.